Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 16
"'-■V ENSKI mannfræðingurinn Louis S. B. Leaky telur mikla möguleika á að hann finni heila beinagrind af þeim manni, sem einna fyrstur gekk uppréttur á jörSinni. Dr. Leaky segir að höfuðkúpa og leggur, sem hann fann í júlí s. 1. í Austur-Afríku sé allt iað 600.000 ára gamall og að þessi bein séu elztu manna- bein, sem fundist hafa. Beinin eru úr 18 ára ungl- ingi, sem dáið hefur eðlilegum dauðdaga við Afríkuvatn á sama tíma og meginhluti Evr- ópu og Norður-Ameríku lá undir ísbreiðu. Aðstæður all- ar benda til þess segir Leaky, að finnast muni heil og lítt skemmd beinagrind af frum- manni á þessum slóðum. Hann telur að maður þessi sé af teg- und, sem dáið hafi út en sé skyld nútímamanninum. Ungi ingurinn hefur augsýnilega látist „heima hjá sér“, um- kringdur þeim tækjum, sem hann notaði í Iífsbaráttunni og beinum þeirra smádýra, sem hann hefur notað til mat- ar. Aðeins nokkrum dögum eftir dauða unglingsins hefur vatnsflóð hækkað svo yfirborð vatnsins og flætt yfir líkið og þannig verndað beinin gegn villidýrum, síðar hafa beinin hulist jarðlagi og þar geymst óskemmd áraþúsundum sam- an. Um það bil 300 fet af sandi þakið beinin en síðan hefur fljót ruðst þarna um grafið gil. Það er Olduvai-gil- ið í Tanganyaka í Austur- Afr íku og skýrir þetta hversu auð ugt þetta svæði er af fornum leifum frummannsins. — Og þarna hefur dr. Leaky unnið að rannsóknum um þrjátíu ára skeið ásamt konu sinni, sem einnig ei' mnanfræðingur. Það var hún, sem fann leifar frummannsins í Olduvai-gil- inu hinn 17. júlí í sumar. Sá hún fyrst nokkrar tennur og hefur nú tekist að finna þarna höfuðkúbubrot, sem sett hafa verið samna og einnig legg- bein. Rannsóknir á beinunum við Kaliforníuháskólann hafa leitt í ljós að beinin eru um 600.000 ára gömul. Dr. Leaky hefur sagt að sumir fundirn- ir séu svo furðulegir að hann þori ekki að upplýsa Þá fyrr en eftir nákvæmar rannsókn- ir. Framhald á 13. síðu. BARN15 KL5T. IBRUNNI „ÞAÐ ER OF SEINT að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ; ' m í hann. Það er reynsla þeirra, sem sjást hér á myndinni. Þetta gerðist í Danmörku. Lítill drengur, fimm ára gamiall, týndist og fannst hvergi. Hans var leitað, en árangiarslaust, unz fimmíán tímar voru liðnir frá því að hann hvarf. þá var það, að lögregluþjónn, er tók þátt í leitinni, fann hann í tómum brunni. Hann hafði dottið ofan í brunninn, og orðið að dúsa Þar, án þess að Seta látið vita af sér allan tímann. Honum var kalt, litla skinninu, en annars vtn ekkert að honum. Sennilega hefur hann þó verið anzi hræddur. Drengurinn heitir L,eif Rasmussen. Systir hans, Sonja sést á myndinni horfa ofan í brunninn ásamt lögregluþjóninum, sem fann hann. ill fHclííim&tyúiir: Öldungur á smábáti yfir Atlantshaf ÞESSI ALDNI GARPUR, sem sést á myndinni við bátinn sinn, er cirðinn frægur maður. Hann hefur unnið það afrek í sumar að sigla á opnum báti frá Nýfundnalandi til Ir- lands, yfir Atlantshafið þvert, á 19 dögum. Það er vel af sér vikið af 71 árs gömlum manni. Nú er hann á leið til baka og ætlar að leggja leið sína sunnar, koma við í Azcir- eyjum, sem eru vestur undan Pyreneaskaga og þaðan heim- leiðis. Hann fór víða um strandlönd Evrópu, meðan hann dvaldist austan hafsins, kom m. a. til Kaupmannahafnar og þar er hann, þegar myndin vrtr tekin. Hann stendur þarna á bátnum sínum. Ásamt honum voru á bátnum tveir hásetar. r EINN af frægustu geim- könnuðum Rússa, Nikolaj Varvarov, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni,' að ekki líði á löngu áður en menn verða „settir á Iand“ á Marz og Venusi. Hann lýsti í tíma- ritsgrein rússneskum gervi- hnetti, sem nota mætti sem geimstöð, stiklu á leiðinni yf- ir hið mikla djúp. Geimstöðin verður smíðuð í hlutum og send upp með flutningarakettum, en síðan sett saman úti í geimnum a£ „rúmmönnum", en þeir hafa áður farið út í geiminn í eld- flaugum. f stöðinni verða menn, rúmferjur og rann- sóknarstofur. Það þykir mega telja víst, að Rússar liugsi í fullri al- vöru á ferðir út í geiminn, eftir því sem sýnist af grein eftir annan rússneskan vís- indamann, Felix Segal. Hann heldur því fram, að eftir að maðurinn er einu sinni kom- inn út í geiminn, hljóti hann að rekast á aðrar lifandi ver- ur þar. — Það hljóta að vera til jarðstjörnur, byggðar verum, sem eru á hærra þroskastigi en maðurinn, segir hann. Sumir þessara vera úti í geimnum hafa þegar byrjað að fljúga um geiminn, er álit Felix Segels, og maðurinn getur grætt á því sð kynnast þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.