Alþýðublaðið - 14.01.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.01.1922, Blaðsíða 2
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Af sj ónum. Tvær sannar sögur. i. Það var verið að gera að afla. Það var á togara. AUir sem vora að vinna vor úrvinda af svefn ieysi. Það var ágætur aði, og skipstjórinn og stýrlmaðurinn, sem skiftust á um að sofa, og því höfðu nógan svefn sjálfír, ráku hásetana vægðarlaust áfram. A einum stað voru fjórir menn að fletja og einn að afhausa. Allir voru þeir afburðamenn, en þó mestur sá sem afháusaði, hann var orðlögð vinnuhetja. Samt gekk vinnan seint, afar seint, fyrir hin um sárþreyttu mönnum. Sá sem afhausaði var kominn á undan hinum; hann nam því sem snöggvast staðar, teygði úr sér og rétti hendina með sveðjunni, sem hann var að afhausa með, upp fyrirjhöfuð og hallaði sér upp að .vantinum". Eftir nokkrar mínútur var farið að standa á honum. Það var kallað til hans, en hann ansaði ekki. Það var kallað aftur og rykt í hann, en hann ansaði ekki að heldur. Og þegar farið var að gá að, kom í ljós, að þessi fílefldi karl- maður, þessi orðlagða vinnuhetja, steinsvaf standandi við .vantini*. Svo úrvinda var hann af svefn- leysi og þreytu. II. Það var á togara. Sama sagan: Sárþreyttir menn að vinna, útsofínn skipstjóri, öskr- andi aí reiði yfír því, hvað miklir bölvaðir ónytjungar hásetarnir væru. Mennirnir, sem eru að vinna, vinna flestir aiveg eins og vélar, það er að segja jafn hugsunar- laust, en það gengur ekkert undan þeim. .Við skulum fá okkur í nefíð", segir einn hásetanna við félaga sinn sem fletur á móti honum, og fer að taka upp hjá sér tóbaks- dósirnar. Hinn hættir líka að vinna, en hann þolir ekki aðgerða- leysið þessa hálfu mínútu, sem hann þarf að bíða eftir tóbakinu, hann steinsofnar þarna, standandi, eg veltur um koll, eins og tré sem verið er að fella. Hann lendir með öxlina á fískkassa og gengur tii i axlarliðnum. Hann er borinn niður. Eunþá eru hásetarnir píndir í tvo daga, þá er skipið falt, og þá er haldið til hafnar, og þá um leið með manninn sem slasaðist. Hann er afskráður af sklpinu og er frá vinnu á annan mánuð * * * Þessar tvær sögur eru menn reiðubúuir að staðfesta með cyði. Á að afnema vökulögin svo kölluðu, sem koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað, eða á að framfylgja þeirn? Drgr. Jrt'ani farinn frá! Khöfn, 13. jan. Frá París er simað að Briand sé farinn frá og að búist sé við að Poincaré myndi nýju sjórnina. [Það mun einsdæmi, ef satt reyn- ist, að fyrverandi forseii gerist forsætisráðherra]. Áskorun. Eg vil minna alla alþýðumenn á, að eitt aí þvi sem þeim er allra nauðsynlegast i framsóknar- baráttu sinni, er aukin þekking, og eitt af skilyrðum þeim er hand hægust og notadrýgst reynast til þess að auka hana, ern góð blöð, um leið og þau eru málsvarar þeirra út á við gagnvart mótherj- um þeirra, auðvaldinu. Nú eigum við orðið visir tii tveggja blaða, sem sé Alþýðublaðið í Reykjavik og Verkamanninn á Akureyri. Bæði þau blöð eru of litil, þau geta ekki sökum rúmleysis flutt nema hið nauðsynlegasta til efl- ingar málstað sínum, en fræðandi og mentandi greinar verða þau að mestu að útiloka. Ástæaan til þess er sú að þau hafa of fáa kaupendur, undir eins og kaup- endur verða svo margir að gróði verði að útgáfuuni, munu þau stækka og flytja þá eftir föngum mentandi oð fræðandi greinar. Eg vil Því skora á alla alþýðu- menn að ieggjast á eitt með að styrkja þessi blöð með því að: kaupa þau og fá aðra til þess, sem þeir þekkja. Eg býst nú við að flestir les- endur .Geisla* kaupi Alþýðubiað- ið, en eg geri ráð íyrir að þeir geti einnig haft áhrif á aðra, og fengið þá til þess að kaupa það líka. Menn mun aldrei iðra þess þó þeir leggi nokkra fyrirhöfn fram til stuðnings blaðinu, þvf það mun marg endurgjaldast með auknum fróðleik í því í framtíðinni Skuggi. (.Geisli*, skrifað blað) Vinnan er upp- spretta auðsins. Vinnan er uppspretta alls auðs. Þess vegna eiga þeir sem vinni* að fá allan auðinn, því þeir fram- leiða hann. En með því þjóðfélagsfyrir- komulagi er nú ríkir — auðvalds- fyrirkomulaginu — fá þeir sem vinna ekki nema lítinn hluta af því sem þeir framleiða. Mestur hlutinn fer til eigenda framleiðslu- tækjanna, sem hafa stórar tekjur, en skamta verkalýðnum, sem framleiðir auðæfín, skít úr hnefa. Þessir eigendur framleiðslutækj- anna, t. d. útgerðarmenn, hafa frá 10 til 1000 sinnum meira í tekjur heldur en hásetarnir, sem þræla fyrir þá, og engir fimm útgerðarmeun hafa þó til samans jafn mikla vinnu og einn háseti. Hvernig á að breyta þessu? Ráðið er einfalt. Jafnaðarstefnan. er ráðið. Það á að geia fram- leiðslutækin að þjóðareign. Það væri látið sem aflaðist á togarana, ef engir hásetar fengj- ust. En þaðflmundi engin vandræði hijótast af þvf, þó allir útgerðar- menn væru homnir upp í Ódáða- hraun, og dveldu þar æfílangt við skotæfíngar og axarskaftahergöng- ur. Togararnlr mundu afla jafnt fýrir þvf, og tiltölulega litill vandi væri að láta útgerðina ganga eins og ekkert hefði í skorist, Því helzta verk útgerðarmanna er að hirða gróðann af svita og striti verklýðsins. Durgnr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.