Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 1
Richard M. Nixon Það er þvi ljóst að þeir samningar | sem koma til með að nást, munu hafa mikil áhrif á samninga sem gerðir kunna að vera á næstu misserum. Hermann Guðmundsson for- maður Verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði tjáði blaðinu i gær, að samningar væru ekki langt á veg komnir, og þvi væri ekki svo gott að segja um það hvernig miðaði. Ýmsar sérkröfur hafa verið ræddar, en beinar kaupkröfur hafa ekki komið til umræðu ennþá. Hermann sagði að þvi væri ekki að leyna, að verkalýðsfélög- in hyggðust ná fram margvis- legum kröfum i þessum samn- ingum, og kröfurnar væru mjög „umfangsmiklar”. Varla væri hægt að tala um breytingar á vinnufyrirkomulagi, heldur væri farið fram á breyt- ingar sem reynslan hefði sýnt að væru nauðsynlegar. Ekki vildi Hermann segja blað- inu nánar frá efni sérsmninganna og um beinar kaupkröfur vildi hann ekki ræða. En eftir þvi sem Alþýðublaðið hefur komist næst, er farið fram á töluverðar breyt- ingar á kauptöxtum, án þess þó að kaupkröfur séu „gifurlega miklar” eins og fleygt hefur verið. Farið er fram á að launa- flokka verði fækkaðir úr 14 niður i fimm. Mánaðarlaun eftir lægsta flokki verði 24.500 krónur, og laun hækki um 12% i hverjum flokki sem ofar dregur, þannig að laun eftir 5. flokki verði 36.500 krónur. Er hér miðað við grunnlaun. Kauptaxti 5. flokks er i kröf- unum 20% hærri en launin eru nú samkvæmt 14. launaflokki, kröfur um kauphækkun eru hvergi lægri en 20%. Sumar starfsstéttir i Straumsvik eiga samkvæmt kröf- unum að fá enn meiri hækkun, vegna nýrrar röðunar launa- flokka. Heilaskaöi og plast Tvö þúsund sænskir plast- iðnaðarmenn er vinna með uppiausnarefnið „polystircing” eða „styren” eiga þá hættu yfir sér, að hljóta varanlegar heila- skemmdir. Þctta fullyrðir yfirlæknir i Örebro i Sviþjóð, Olav Axelson að nafni. Þótt efni þetta sé ekki inikið notað, telur hann alls ekki hægt að útiloka þann mögu- leika að hætta sé á heila- skemmdum, er siðan gætu leitt til margvislegra sálræna erfiðleika. K Sviþjóð starfa nú við fram- leiðslu á plasti um 30.000 manns, og á undanförnum ár- um hafa verið rannsökuð ýmis efni, sem notuð eru við iðnaðinn. - NOTUÐ ÞÓ MXON SYMMST ORUGGUR UPP ÚR MÐNÆTTI Eins og það eigi ekki af Spasski aðganga Islendingar hafa með stuttu millibili keypt þrjú notuð fiski- skip i Noregi. Auk þess eru fimm skuttogarar af minni gerðinni i smiðum hjá norskum skipa- smiðastöðvum. Notuðu skipin þrjú sem keypt hafa verið til landsins eru Börkur NK, Guðmundur RE og nú siðast Jón Finnsson GK. Af þessum veiðiskipum er Börkur stærstur, rúmlega 1000 lestir. Er það sildarvinnslan hf. i Neskaupstað sem fest hefur kaup á skipinu. Var það upphaflega verksmiðjuskip, en verksmiðjan hefur verið tekin úr og seld. Standa yfir ýmsar breytingar og lagfæringar á skipinu úti i Noregi. Kaupverð Barkar var um 100 milljónir en skipið kemur væntanlega til landsins um miðjan janúar. Guðmundur RE 29 er rétt um 500 lestir. Eigendur Guðmundar eru þeir Páll Guðmundsson og Hrólfur Gunnarsson skipstjóri. Hrólfur er skipstjóri á Guðmundi, og er hann þegar byrjaður sild- veiðar við Shetland. Guðmundur RE hét áður Senior, og var frá Bergen. Kaupverð skipsins var 6,6 milljónir norskra króna, eða um 80 milljónir islenzkra króna. Jón Finnsson GK hét áður Havbas og var gerður út frá Troms i Noregi. Skipið er rétt rúmlega 300 lestir. Það eru Gaukstaðabræöur i Garði sem keypt hafa Jón Finnsson, en þeir seldu fyrr i haust skip með sama nafni til Austfjarða. Norska blaðið Fiskaren gerir þessar bátasölur til islands að umræðuefni á forsiðu nýlega. Segir blaðið að það séu ekki aðeins islendingar sem vilji kaupa fiskiski'p af Norðmönnum, heldur hafi Danir einnig mikinn áhuga á aö kaupa notuð norsk fiskiskip. FRAM A 20% — IMNNST Þann 1. desember næstkomandi verða lausir samningar hjá starfsmönnum viö Alverið i Straumsvík. Starfsmenn Al- versins hafa þegar lagt fram kaupkröfur sinar, og samninga- fundir hafa verið haldnir. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér, fara starfsmennirnir fram á minnst 20% beina kauphækkun, og auk þess leggja þeir fram ýmsar sérkröfur i mörgum liðum. Samningar verkalýðsfélaganna við Álverið hafa þá sérstöðu, að félögin semja öll saman, en ekki sitt i hvoru lagi, gera eins konar heildarsamning. Siðasti samn- ingur sem gerður var gilti til tveggja ára, en hann var háður þeim skilyrðum að kaup hækkaði i samræmi við kauphækkanir á hinum almenna vinnumarkaði. Alls eru það 10 verkalýðs- og fagfélög sem semja við Alverið. Fyrstu tölur er bárust um kosningaúrslitin i Banda- rikjunum- um miðnætti i nótt, bentu ótvirætt til yfirburðasigurs Nixons, núverandi forseta. Um miðnætti bárust tölur frá þrem fylkjum og voru þær þannig að i Indiana hafði Nixon hlotið 107,800 atkvæði á móti 55,600 at- kvæðum McGoverns, i Kentucky hafði Nixon 311,876 atkvæði á móti 165,200 atkvæðum McGoverns, og i Tennessee hafði Nixon 49,700 á móti 19,900. Tölur þessar eru þó ekki full- komlega ábyggilegar, þar sem miklar truflanir voru á fjar- skiptasambandi milli Banda- rikjanna og tslands i gærkvöld, en ættu þó að geta sýnt afdráttar- laust hvoru megin sigurinn liggur. Um 150 manns, blaðamenn og stúdentar við Háskóla Islands i þjóðfélagsfræöum og ensku, fylgdust með úrslitum kosninganna i nótt i Menningar- stofnun Bandarikjanna við Nesveg, en þetta er það fyrsta skipti sem þar er opið hús við slikt tækifæri. Ekki verður óyggjandi séð fyrir úrslit kosninganna fyrr en i dag. — Sautján ára skólapiltur i Moskvu fór um daginn að dæmi Bobbys Fischer, og vann Boris Spasski i skák, segir nýlcga i sovétska blað- inu Komsomolskaya Pravda. Pilturinn, sem nefnist Valeri Chekhov, vann Spasski reyndar i fjöltefli, þar sem fimm aðrir þátttakendur voru. Spasski vann fjórar skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði fyrir Valcri. SÁ STERKI HÍFÐUR UM BORÐ „Fljúgandi furðuhlutur” datt ljósmyndaranum i hug, þegar hann brá myndavélinni á loft til að taka þessa mynd. En fljót- lega kom i ljós, að þetta var enginn furðuhlutur, þó fljúgandi væri, heldur bara venjulegur lyftari. Þeireru nefnilega farnir að skella lyfturunum um borð i flutningaskipin, hafnarverka- menn, og nota þá til að stafla vörunum i lestunum. — Enda ekki vanþörf á sliku tæki, þar sem notkun á svonefndum gámum fer óðum i vöxt, og þær veröa varla færðar úr stað nema með vélarafli. ÁLMENN FARA KAUPHÆKKUN albýðu ÞRIU SKIP FRÁ NOREGI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.