Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 2
HALFGEHOIIR VÆRDARSVIPUR A BLADAMAMNA FUHDUNUM H)A NIXON FORSETA Frá þvi Richard M. Nixon tók við embætti forseta Bandarikj- anna heí'ur þess verið vandlega gætt i Hvita husinu, að þaðan fari aðeins valdar upplýsingar, upplýsingar, sem koma Nixon vei. Iton Ziegler er blaðafulltrúi forsetans og hans hlutverk er að fæða bandarisku pressuna með ,,góðum fréttum”. f tið Kennedys og Johnsons var andrúmsloftið á blaða- mannafundum i Hvitahúsinu kimni blandið og óþvingað. Nú er aðra sögu að segja. Þeir eru nánast hundleiðinlegir að mati þeirra, sem hafa haft það starf með höndum i mörg ár að fylgjast með fréttum frá Hvita húsinu. Auk þess hefur verið komiö fyrir i blaðamannaherberginu djúpum og þægilegum stólum, þannig, að blaðamönnunum hættir jafnvel til að sofna á fundunum. Ziegler reynir sem sagt að selja góðar fréttir og forðast þvi yfirleitt að tala um eða svara spurningum, sem eru óþægileg- ar forsetanum. Skattar eru nokkuð, sem vinna má kjósendur með á kosningaári og þá sérstaklega, þegar þvi er lofað, að þeir eigi ekki að hækka. Þess vegna talar Ronald Duck, eins og Ron Ziegler er stundum kallaður, mjög mikið um þá. En þegar kemur að óþægileg- um spurningum gætir hann þess vel, að gleyma að svara þeim eða að lofa að kanna málið fyrir næsta fund. Þessi ,,könnun” táknar raunverulega, að spurn- ingunni verður aldrei svarað. Þetta vita blaðamennirnir af reynslunni. Blaðamaður frá bandarisku sjónvarpsstöðinni ABC hefur þetta að segja um stöðu frétta- mannsins i Hvita húsinu: ,,Núna hef ég „dekkað” Hvita húsið i 12 ár. Og með hverjum deginum, sem liðið hefur frá þvi Nixon komst til valda, verðum við sifellt meira einangraðir frá þvi, sem er að gerast. Útvikkun „blaðadeildarinnar” átti að tákna betri aðstöðu fyrir frétta- menn. En i raun réttri táknaði það, að við notum ekki lengur sömu inngöngudyr og stjórnmála- mennirnir, sem koma til Nixons. Þannig höfum við ekki lengur tækifæri til aö sjá þá koma og fara, og rabba við þá á leiðinni út. Með þessu förum við á mis við öll óformlegu samtöl- in, sem smám saman geta oröið að mjög góðri frétt. Daglegir blaðamannafundir gera ekki sama gagn. Ef maður er á annað borð blaðamaður, fréttamaður, þá er ekki hægt að kaupa mann með betra kaffi og meira plássi. Við erum hérna i leit að fréttum. En það, sem við fáum eru fréttatil- kynningar... Þessi orð blaðamannsins frá ABC eru i fullu samræmi við skoðanir annarra blaðamanna, sem ciga starfsvettvang i Hvita húsinu. t siðasta tölublaði bandariska timaritsins Newsweek er mjög athyglisverð grein, sem fjallar m.a. um þetta efni. Hún er eftir Bill Moyers, sem eitt sinn var blaðafulltrúi Lyndons B. Johns- son og titill greinarinnar er eitt- hvað á þessa leið: Forsetinn, sem lýnist i forsetaembættinu. Ilugsunin á bak við titilinn er sú, að Nixon hafi i baráttunni lyrir kosningarnar i dag eigin- lega ekkert haft sig i frammi og raunar sé mjög erfitt að komast i tæri við hann. Þau fáu skipti, sem hann kemur fram er i dýrum matar- veizlum, sem efnt er til i sam- bandi við góðgerðarstarfsemi. 1 þær er aðeins boðið rika fólkinu. Á það er einnig bent, að mán- uðir liði milli blaðamanna- funda, sem hann kemur fram á. Moyers segir: Nixon hefur ekki rætt málin beint við þjóðina. Hann hefur látið undirtyllur gera það. Og jafnvel á hinum fátiðu opinberu íundum sem hann kemur á, ræðir hann málin ekki persónu- lega. Afstaða hans til mikil- vægra mála er mótuð af nafn- lausum starfsmönnum Hvita hússins. Forsetinn forðast hið erfiða en bráðnauðsynlega verkefni að tala til fólksins af heilum huga og hjarta. Moyers segir, að ef til vill kunni þetta að vera árangursrik leið til að ná endurkosningu, en þetta sé sigur skriffinnskunnar, en ekki lýðræðis. Könnun, sem nýlega var gerð i Bandarikjunum sýnir vel af- leiðingar þessarar stefnu for- setans. Frá árinu 1964 hefur trú bandarisku þjóðarinnar á stjórn landsins minnkað um 20%. ■ i ii| OG BLAÐAMENN ERU HUNDOANÆGÐIR Það er erfitt fyrir forseta Bandarikjanna að halda sam- bandi við fólkið, en hann verður að berjast við hindranirnar. Forsetinn þarf ekki að hafa áhyggjur af sömu hlutum og venjulegt fólk. Ruslakörfurnar hans eru hreinsaðar, simarnir eru aldrei bilaðir, hann nýtur beztu heilsugæzlu, sem hugsazt getur og það er aldrei nokkur, sem nær i leigubil á undan hon- um. Umferðarhnútar, mengað loft o.s.frv. eru hlutir, sem snerta hann ekki persónulega. Þessir hlutir móta ekki skoðanir hans. Moyers leggur mikla áherzlu á það hversu forsetinn sé orðinn fjarlægur fólkinu og leggur til að Nixon hafi sama hátt á og Abraham Lincoln forðum. Hann neitaði að verða fangi á skrifstofu sinni. Oft i viku lét hann opna Hvita húsið fyrir al- menningi og hver sem vildi gat borið fram óskir sinar við for- setann á skrifstofu hans. Þannig reyndi Abraham Lincoln að halda nánu sam- bandi við fólkið og með þessu móti fékk hann vitneskju um óskir fólksins. Á okkar timum eru gerðar skoðanakannanir. En Moyers bendir réttilega á, að skoðanakannanir fjalli um fólk sem einingar, flokka og prósentutölur. Það, sem eigi að gera sé að opna Hvita húsið. Forsetinn eigi ekki að vera i fel- um þar. Reyndar bendir hann á, að Nixon þurfi ekki að leita svo langt aftur i timann til þess að leita sér fyrirmyndar. Hann þurfi aðeins að lesa mjög góða ræðu, sem hann flutti sjálfur i kosningunum 1968. Þar hafi hann boðað „opið forsetaem- bætti”. Það reyndust þó bara orðin tóm. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 11. flokkur 4 á 1.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. 4.000.000 kr. 800.000 kr. Á föstudag verður dregið i 11. flokki. 5.100 vinningar að fjárhæð 32.320.000 kr. 340 á 10.000 kr. 4.744 á 5.000 kr. Aukavinningar: 3.400.000 kr. 23.720.000 kr. Á morgun er seinasti endurnýjunardagurinn. 8 á 50.000 kr. 400.000 kr. 1 I Happdrætti H&skóla tsiands 5.100 J © Miövikudagur 8. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.