Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 3
HÝIR VARÐSTJÚRAR HIA LOGREGLUNNI F.N... Ní VAKTASKIPAN FÆR MISIAFHAR UNDIRTEKTIR Við flutninginn i nýju lögreglu- stöðina um siðustu helgi var vaktakerfi lögregluþjónanna breytt úr þriggja vakta i fjögurra vakta kerfi. Eru þeir þvi tvo daga á hverri vakt^en taka sex vaktir i lotu i stað fimm áður. Nokkurrar óánægju með þetta fyrirkomulag gætir meðal lögregluliðsins, sér- staklega hafa þeir eldri tekið þessu illa, og telja þeir erfitt fyrir Guðmundur ( til Stokkhólms Utanrikisráðuneytið tilkynnti i gær, að ákveðið hafi verið, að nú- verandi sendiherra i Washington, Guðmundur í. Guðmundsson, flytjist til Stokkhólms og taki við sendiherrastarfi i Sviþjóð. Jafnframt er tilkynnt að Haraldur Kröyer, sem undan- farið hefur verið sendiherra i Stokkhólmi, taki við sendiherra- starfinu i Washington og verði jafnframt fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum. — ÞAÐGÆTI ORÐIÐ 50 ÞÚS. í HLUT Fljótlega eftir áramót kem- ur til Neskaupstaðar nýtt 1000 lesta fiskiskip, Börkur NK (sjá forsiðufrétt) Fer skipið væntanlega á loðnuveiðar strax og það kemur. Börkur NK getur að öllum likindum borið ekki minna en llOOlestir af loðnu. A komandi loðnuvertið má gera ráð fyrir háu loðnuverði, svo háu að til skiptanna komi 1,50 krónur af hverju seldu kilói. Ef Börkur fær fullfermi af loðnu, verður aflaverðmætið um 1700 þúsund krónur, og hásetahlutur verður þá 45 til 50 þúsund fyrir þá einu veiði- ferð. En eins og allir vita eru veiðar af þessu tagi ætið happ- drætti, og er ekki ástæða til að býsnast yfir þessum tölum. sig að aðlagast svo óreglulegri vaktaskiptingu. Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að vegna skorts á lögregluþjónum, svo og aukavinnu, sem fylgir alltaf jólaumferðinni, megi lög- regluþjónar eiga von á að þurfa að standa vakt allt að einn sólar- hring i einu. Samkvæmt gamla kerfinu var unnið i fimm daga og þá fri i einn dag, en fridagar urðu með þvi ekki nema tveir til þrir á hálfum mánuði. Nú er skipulagið þannig, að lögregluþjónarnir eru tvær nætur á næturvakt, tvo morgna á morgunvakt og tvo daga á siðdeg- isvakt, en að þessari törn lokinni kemur tveggja daga fri. Að sögn Bjarka Eliassonar yfirlögregluþjóns má helzt teija þessu nýja fyrirkomulagi til gild- is, að vinpuálagið á næturvakt- inni er minna. Næturvaktin er nefnilega lengst, stendur frá þvi klukkan átta á kvöldin til kl. sex á morgnana. Það segir sig sjálft, að það er nokkurt álag að vinna hálfan mánuð i einu á slikri vakt með aðeins eins dags frii inn á milli. Við þessar breytingar á vakta- fyrirkomulaginu mynduðust ný embætti varðstjóra, þar sem vöktunum fjölgaði um eina. Nokkrir nýir menn hafa fengið varðstjórastöðu, en aðrir hafa verið hækkaðir i tign eða fluttir til. Magnús Einarsson, sem áður var varðstjóri á vakt Greips Kristjánssonar, er nú orðinn aðalvarðstjóri, en varðstjóri á hans vakt var skipaður Svein- björn Bjarnason, sem áður var aðstoðarvarðstjóri. Aðstoðar- varðstjóri varð Hilmar Þor- F'ramhald á bls. 4 Bezta fáanlega efnið í hilluinnréttingar í geymslur, vörulagera, vinnuborð, færibönd, vagna o. fl. o. fl. LEITIÐ UPPLÝSINGA LANDSSMIÐJAN Lands smiðjan SIMI 20680 „RMRGRAOIN” NAUMAST HL- BÚIN FYRIR ASl-ÞINGID KANN EKKI GOTT AÐ META Einhver hefði nú talið sig komast i feitt, en náunginn, sem situr þarna við ritvélina, kvaö hafa orðið hinn versti. Hann er átján ára og heitir Jerry Garret og gekk í bandariska herinn fyrir skemmstu. Hann var sendur til ITeidelberg i Vestur-Þýzkalandi og gerði þar þá uppgötvun, að herdeildin, sem hann átti að þjóna i, var skipuð — eintómu kvenfólki! ,,Ég gekk i herinn,” þusar Jerry nú, „til þess að þjóna landi minu og ekki til þess að erfiða með skara af kvenmönnum.” „Mér þykir heldur óliklegt, að rikisstjórnin verði búin að opin- bera tillögur sinar i efnahagsmál- unum, þegar Alþýðusambands- þingið verður haldið”, sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Islands, i samtali við Alþýðublaðið i gær. „Auðvitað get eg ekkert fullyrt i þessu efni nú, en hin svokallaða valkostanefnd rikisstjórnarinnar mun væntanlega skila af sér um miðjan mánuðinn og verður þá orðið örstutt i Alþýðusambands- þing. Mér finnst ekki liklegt, að rikisstjórnin taki ákvarðanir um aðgerðir i. efnahagsmálunum á þeim stutta tima”, sagði Björn Jónsson. Þannig má telja óliklegt, að Alþýðusambandsþingið, sem hefst mánudaginn 20. nóvember n.k., eigi þess kost að fjalla um þær aðgerðir i efnahagsmálum, sem vænta má, að rikisstjórnin geri tillögur um á næstunni. Björn Jónsson sagði i samtalinu við Alþýðublaðið, að miðstjórn ASl hefði enn engar ákvarðanir tekið um það, hvernig fjallað verði um væntanlegar tillögur rikisstjórnarinnar i efnahags- málum af hálfu verkalýðssam- takanna ef þær liggi ekki fyrir á ASl þingi. Hugsanlegt væri, að sérstök ráðstefna forystumanna verka- lýðssamtakanna yrði kölluð saman, þegar þar að kæmi. Alla vega væri auðsætt, að verkalýðs- samtökin myndu fjalla itarlega um þær tillögur, sem fram eiga Kramhald á bls. 4 130 VORU ATVINNULAUSIR UM SIÐUSTU MANADAMOT 130 manns voru skráðir at- I vinnulausir hér á landi umsiðustu mánaðamót og hafði þeim fjölgað um 30 frá fyrri mánaðamótum. 1 kaupstöðum landsins voru samtals 67 skráðir atvinnulausir 30. nóvember s.l. 1 kauptúnum með þúsund eða fleiri ibúa var enginn skráður at- vinnulaus, en i öðrum kauptúnum voru 63 á atvinnuleysisskrá. 1 Reykjavik voru um mánaða- mótin 28 karlar og 6 konur á at- vinnuleysisskrá, eða samtals 34. Fyrir mánuði var tala atvinnu- lausra i Reykjavik 26. 1 Vestmannaeyjum voru 20 manns skráðir atvinnulausir, þar af eru 19 konur. Þar var enginn skráður atvinnulaus fyrir mán- uði. A Sauðárkróki voru fjórir karl- ar skráðir atvinnulausir um mán- aðamótin, en þar voru 11 manns skráðir atvinnulausir fyrir mán- uði. Á Siglufirði var tala atvinnu- lausra 30. nóvember 8 og fækkaði atvinnulausum á Siglufirði um 5 i nóvember. Á Hofsósi jókst atvinnuleysi i nóvember. 30. október s.l. var tala atvinnulausra þar 17, en nú um mánaðamótin var tala at- vinnulausra þar komin upp i 25. Þá hefur atvinnuleysi aukizt verulega á Vopnafirði. Þar voru 7 manns skráðir atvinnulausir fyrir mánuði, en nú er tala þeirra komin upp i 28. Miðvikudagur 8. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.