Alþýðublaðið - 08.11.1972, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.11.1972, Qupperneq 4
FRAMHOLDFRAMHOLDFRAMHOLD Bjargráðin___________ 3 eftir a6 koma um lausn efnahags- vandans. Alþýðublaðið spurði Björn Jónsson, hvaða mál yrðu efst á baugi á þingi ASI auk efnahags- og kjaramálanna. „Það verða einkum tvö mál”, sagði Björn, ,,i fyrsta lagi vinnu- staðurinn og ný sóknarlota til að gera hann að betra mannlegu umhverfi og i öðru lagi skipuleg barátta verkalýðssamtakanna fyrir auknu atvinnulýðræði,aukn- um áhrifum verkafólks innan fyrirtækjanna og á rekstur þeirra.” Björn sagði, að atvinnulýðræði væri nýr þáttur i verkalýðsbar- áttunni hér á landi, en á þessu sviði væru islenzku verkalýðs- samtökin nokkuð á eftir verka- lýðssamtökunum á hinum Norðurlöndunum. „Umræður um atvinnulýðræði hafa ekki orðið miklar enn hér á landi”,sagði Björn Jónsson, ” en innan verkalýðshreyfingarinnar virðast skoðanir manna i þessu máli, m.a. hvað varðar með ákvörðunarrétt verkafólks i fyrirtækjum, vera mjög svipað- ar”. Fjallað hefur verið itarlega um þennan málaflokk innan mið- stjórnar ASl og sérstök nefnd hefur starfað að undanförnu á hennar vegum, sem gert hefur drög að ályktun fyrir næsta ASl þing um atvinnulýðræði. Vaktaskipan 3 björnsson. Á vakt Axels Kvaran bættist viö nýr aðstoðarvarð- stjóri, Þorsteinn Alfreðsson. A vakt Greips Kristjánssonar eru nú Rúnar Guðmundsson varðstjóri, og Friðrik Hermanns- son aðstoðarvarðstjóri. I nýju Miðbæjarstöðinni eru aðal varðstjórar þeir Haukur Matthiasson, Gisli Bjarnason (báðir i Árbæjarstöðinni áður), Gylfi Jónsson (áður hjá Páli Eirikssyni, aðalvarðstjóra) og Jónas Jónasson. í Arbæjarstöðinni eru nú Tryggvi Friðlaugsson, sem áður var við fangageymsluna, Erlend- ur Sveinsson, sem áður var við vegaeftirlit, og Einar Ásgrims- son, sem áður var aðstoðarvarð- stjóri hjá Axel Kvaran. 1 gömlu fjarskiptamiðstööinni, sem fyrst um sinn verður i gömlu lögreglustöðinni, verða aðalvarð- stjórar þeir Karl Grönvöld, sem áður var vegaeftirlitsmaöur, Skarphéðinn Uoftsson, áður að- stoðarvarðstjóri hjá Páli Eiriks- syni, Arnþór Ingólfsson, sem áður var varðstjóri i Umferðardeild, og Hallgrimur Stefánsson, sem áður var aðstoðarvarðstjóri hjá Greipi Kristjánssyni. LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök áttu sér stað í frétt hér i blaöinu i gær, að Bjarni Ólafsson bókbindari var sagður 88 ára gamall. Það rétta i málinu er, að Bjarni er 84 ára gamall eins og greini- lega sést þegar athugað er hvað i textanum stendur, að Bjarni hafi byrjað að læra bókbandsiðn 14 ára gamall, og hafði starfað i iðn- inni i 70 ár. PENNA- VINIR Undanfarnar vikur hefur blaðinu borist fjöldi bréfa erlendis frá og eru þau einkum frá ungu fólki sem óskar eftir að komast i bréfasamband við Islendinga. Hér eru nöfnin og heimilisföngin: Siegfried Harmel, 172 Ludwigsfeld, Donaustrasse 7, DDR 26 ára, skrifar auk þýzku: ensku, dönsku, og rússnesku. Leo Boffa, 184 Knight Street, Providence R.I. 02909, U.S.A. Kazuo Sato, 178 2-chome Læknar 12 En læknum er líka meinilla við að hafa þessa skyldu, „okkur þykir hart að þurfa að stinga nál 1 handlegg á manni og draga úr honum blóð á meðan lögreglu- þjónn heldur honum föstum. Við litum á það sem likamsáverka”, sagöi Haukur. Einnig telja læknar blóðtöku mjög ónákvæma til ákvörðunar á áfengismagni, ekki þurfi t.d. annað en viðkomandi hafi nýlega néyttnokkurs magns af sykurefn- um til þess að niðurstaðan sýni „ólöglegt áfengismagn”. Að sjálfsögðu sagðist Haukur alls ekki vera á móti þvi, að mönnum sé refsað fyrir að aka drukknir, en hann sagðist álita, að framkvæmd þessara mála hljóti að geta verið öðruvisi. Til vara sagði hann, að læknarnir ætli að setja fram þá kröfu, að úrskurður löglærðs full- trúa lögreglustjóra eða annars ábyrgs manns, komi til i hvert skipti sem ákvörðun sé tekin um töku á blóðsýnishorni. Geðdeild 12 ingastefnuskrá sina úrbætur i geðheilbrigðismálum. Tók núver- andi rikisstjórn upp i málefna- samning sinn, að það væri eitt meginatriði i sambandi við heil- brigðismál, að ráða bót á ófremdarástandi i málefnum geösjúkra og drykkjumanna. Þar sem nú er ákveðið að byggja geðdeild Landspitalans, er það furðulegt misræmi, að i Fjárlagafrumvarpinu skuli henni ætluð svo litil fjárveiting. Er þess að vænta, að eitt meginatriði i sambandi við heil- brigðismál hljóti raunhæfara brautargengi og að Byggingar- nefndin geti af fullum krafti haldið góðu byrjunarstarfi áfram. Alþýðuflokkurinn 5 angur. En iðnfyrirtækin geta hvorki þetta eða neitt annað, ef þau fá ekki þá fyrirgreiðslu, sem þau eiga að fá og sem þeim ber, og ég vil leggja áherzlu á, að hæstv. rikisstj. taki nú til veru- legrar endurskoðunar, hvort það sé ekki rétt að hækka dálitið framlagið til Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins.” Bækur 6 spekilegt landnám i umhverfi, þar sem engin menningarleg hefð er fyrir hendi”. Arni Larsson er Reykvikingur, fæddur '43. Hann varð' slúdent frá MR 1964 og las um skeið lögfræði viö Háskóla Islands, en sneri sér þá að bókmenntanámi og ritstörf- um. Ljóð, smásögur og greinar hafa birzt eftir hann i blööum og timaritum. Uppreisnin i grasinu er 96 bls. að stærð. Höfundur á sjálfur hug- myndina að káputeikningu auk þess hann hefur teiknað þrjár, myndir i bókina. Prentsmiðja Jóns Helgasonar prentaði og Félagsbókbandið hf. batt bókina. Tossukamachi, Shinjuku-ku, Tokio, Japan, 16 ára piltur sem hefur geysimikinn áhuga á lslandi og sérstaklega sögu þess, skrifar ensku. Franco Santoro, Via Oslavia, 5-40133 Bologna Italy, 15 ára gamall. Mr. Lokaman, Katia, P.O. Satkhira, Khulna, Bangladesh, South East Asia. Friedhelm Loechelt, Rotheimer Str. 92, Giessen West Germany, 25 ára gamall, hefur áhuga á stjórnmálum, ljós- myndum, sögu og landafræði, skrifar á þýzku og ensku. Yoshikazu Hasegawa, Futaba Sou, 6-1, Oda-cho 1 chome, Kawasaki-ku, Kawasaki, 210 Japan, 20 ára piltur, skrifar ensku. HLAÐRÚMIN vinsœlu komin aftur í mörgum litum Húsgagnaúrval á tveim hœðum HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAAÍKUR BRAUTARHOLTI 2 — SÍMI 11-9-40 A þessum myndum, má ljós- lega sjá þá gifurlegu þróun sem átt hefur sér stað á rússneskri flugvélagerð og tækni. Um þessar mundir fagna Rússar 50 ára afmæli flugs og sýndu þeir þennan samanburð sem á myndunum sést. Sú fyrri var tekin fyrir 50 árum og sýnir hún frumsmiði Rússa á flugvél sem vóg heil 360 kiló.en vélaaflið var 35 hestöfl. Hvilikur heljar- kraftur! Maðurinn i miðið var aðal-driffjöðurin við gerð þessarar vélar. A þessum 50 árum hefur átt sér stað mikil breyting, sem sjá má á fyrstu hljóðfráu þotunni sem gerð var i heiminum og er eign Rússa. Ferðafélagskvöldvaka veröur í Sigtúni fimmtu- daginn 9. nóv. og hefst kl. 21 (húsið opnað kl. 20,30) Efni: I. Frumsýndar 2 nýjar litkvikmyndir eftir Ósvald Knudsen. 1. Óvænt Heklugos. 2. Með sjó fram. Prófessor Sigurður Þórarinsson kynnir myndirnar. II. Myndagetraun. III. Dans til kl. 1. Aðgöngumiðar á kr. 150 við innganginn Ferðafélag íslands o Miðvikudagur 8. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.