Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 6
RAFIDNADARSAMBANDKI 2. þing Rafiðnaðarsambands Islands var haldið um siðast- liðna helgi og var Magnús Geirsson endurkjörinn for- maður þess, en Olafur Þor- steinsson varaformaður. Þingið samþykkti m.a. álykt- anir um kjara-, atvinnu-, mennta- og skattamál. 1 ályktun þingsins um kjara- mál er m.a. lögð áherzla á, að launakjör islenzkra rafiðnaðar- manna verði eigi lakari en ger- ist á öðrum Norðurlöndum og rauntekjur verði sambærilegar. Ennfremur er lögö áherzla á, að aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustöðum verði stórbættir frá þvi sem nú er. I ályktun þingsins um skatta- mál er m.a. bent á eftirfarandi úrræði i þeim máium: Skatt- visitalan verði ákveðin með til- liti til raunverulegs framfærslu- kostnaðar. Álagningarhlutfall útsvars á láglaunatekjur verði lækkað, en hækkað á tekjur, sem nema margföldum lágmarkslaunum. Þá leggja rafiönaðarmenn til, að húsaleiga verði gerð frá- dráttabær tii skatts og sama látið gilda um húsaleigu i eigin húsnæði, ef það er af hóflegri stærð. Ennfremur leggur þingið til, að fasteignagjöld af hóflegu ibúðarhúsnæði til eigin nota falli niður, en af eign umfram það stórhækki og að stighækkun eignaskatts aukist til mikilla muna. Miðstjórn Rafiðnaðarsam- bands tslands er þannig skipuð: Formaður er Magnús Geirsson, varaformaöur Ólafur Þor- steinsson, ritari Gunnar Bach- mann, gjaldkeri Jóhannes B. Jónsson, og meðstjórnendur eru: Birgir Dýrfjörð, Albert Karl Sanders og Björn Július- son. t sambandsstjórn eiga sæti: Fyrir Vesturland Bjarni Árna- son, fyrir Vestfirði Guðjón Bjarnason, fyrir Norðurland vestra Ingimar Hólm Ellerts- son, fyrir Norðurland eystra Halldór Pétursson og fyrir Austurland Tómas Zoega. MÁLM- OG SKIPASMIÐIR 5. þing Málm- og skipasmiða- sambands tslands var haldið i Reykjavik dagana 4.-5. nóvem- ber siöastliðinn. Þingið sátu 70 fulltrúar frá 20 félögum, en alls eru i sambandinu 22 félög. t ályktun þingsins um at- vinnu- og kjaramál segir m.a., að leysa beri þann efnahags- vanda, sem nú blasir viö, meö hliðsjón af þvi aö áfram verði tryggð full atvinna m .a. með þvi að stórauka islenzkan iðnað og að kjör verkafólks við undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar haldisti samræmi við þá stefnu, sem mörkuð var með kjara- samningunum 4. desember s.l. t ályktun um skattamál leggur þing Málm- og skipa- smiðasambands tslands áherzlu á, að tekið verði upp stað- greiðslukerfi skatta og það látið koma til framkvæmda sem fyrst. A þinginu var Snorri Jónsson endurkjörinn formaður sam- bandsins og Guöjón Jónsson varaformaður. Málm- og skipasmiðasam- band tslands hefur nú hafiö út- gáfu blaös, er hlotið hefur nafniö Málmur og fyrsta tölu- blað þess nýútkomið. Nýtt símanúmer Ileilsuverndarstöðvar Hafnarfiarðar. Framvegis verður simi Heilsuverndar- stöðvar Hafnarfjarðar 53444 Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar. Akranes — Aðalbókari Starf aðalbókara á bæjarskrifstofunni á Akranesi er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. janúar 1973. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og starfsreynslu sendist undirrituðum fyrir 1. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. Bæjarstjórinn. Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, verður haldinn að Háaleitisbraut 13 sunnudaginn 12. nóv. kl. 14. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf, lagabreyting. Stjórnin. FORLÁTTU GÆZKA ÉG TAPAÐI ÞÉR í r i SPIUFlKH EB SftLBÆH BILUH SEM 1 ÝMISU6T SKYIT VIP OFHEYZLU Á ÍFEHCI OG FIKHILYFIUM Spilaæöi herjar nú á heiminn sem aldrei fyrr. Það eru ekki að- eins þessi gömiu, góðu fjárhættu- spil, sem menn heyja annað hvort i dimmum kjallaraherbergjum og óleyfilegum búlum, eða i glæstum salarkynnum hinna lög- legu spilavita. Langsamlega mest er um hin „saklausu” fjár- hættuspil allrar fjölskyldunnar, svo sem happdrætti, bingó o.fl. þ.h. Þetta er auðvitað ekkert ann- að en fjárhættuspilamennska, þvi lögmálin eru þarna nákvæmlega þau sömu og i spilasölunum i Monto Carlo og Las Vegas, enda þótt menn að sjálfsögðu hætti ekki eins miklu i „fjölskyldufjár- hættuspilunum”. Könnun hefur verið gerð á þess- um málum i Bretlandi, sem leiðir margt einkennilegt i ljós. Til dæmis það, að Bretar eyða meiru i fjárhættuspil hvers kon- ar, en i bjórdrykkju og bilakaup. Þar eru fleiri bingó-salir og veðmangarabúðir en bankar. Féð, sem Bretar verja árlega i fjánhættuspil, nemur álika mikilli upphæð og landið ver til her- og varnarmála. Og hverjir eru það, sem veðja? Allir Aðalsmenn og öskukarlar, hefðarkonur og gleðimeyjar, rikir menn og fátækir. Meðal frægra manna, sem eru ofurseldir fjár- hættuspilafikninni (og með fjár- hættuspili er þar átt við hvers konar veðmang. bvi eðlið er eitt þótt aðferðirnar séu margar) er söngvarinn Frank Sinatra. Hann tapar u.þ.b. einni milljón punda i fjárhættuspilum á ári. En hvað eiga veðmál múltimilla, eins og Sinatra, skylt við það, þegar fátækur fjöl- skyldufaðir kaupir sér röð happdrættismiða eða fer á bingó með frúnni? Heilmikið, segja sál- fræðingarnir. Hér er um sama verknaðinn að ræða. Annar aðil- inn hefur aðeins meira fé á milli handa en hinn, — en báðir hegða sér eins. Sr. Emanuel Moran, ráðgef- andi sálfræðingur við North Middlesex sjúkrahúsið i Lundún- um segir, að sérhver, sem taki þátt i veðmáli af einhverri teg- und, eigi á hættu að ánetjast veð- málaáráttu. Verði svo, þá er um vandamál að ræða, sem er svipað og t.d. alkohólismi eða eiturlyfja- neyzla. Viökomandi er haldinn sjúklegri veðmálaáráttu og getur ekki hætt. Englendingur nokkur, Walter Wagner, hefur skrifað bók um sögu fjárhættuspilanna, sem heit- ir i islenzkri þýðingu „Að veöja eða ekki veðja”. Er hann senni- lega einna fróðastur manna um fjárhættuspilaástriðu liðinna kynslóða. Hann er sannfærður um, að jafnvel hellisbúarnir, forfeður nútimamannsins, hafi spilað fjár- hættuspil með hjálp beinhnúta. Og strax á steinöld urðu til hinir fyrstu óheppnu spilamenn. Spilað var um mat og þegar þeir ó- heppnu töpuðu, þá urðu þeir mat- arlausir að ganga. En spilafiflin læknuðust ekki þá frekar en nú af ástriðu sinni. Hinir gömlu Egyptar litu fjár- hættuspil hornaugum. En það blómstraði eigi að siður. Forn- leifafundir hafa sýnt það. Þeir hafa m.a. leitt i ljós, að margir af faraóunum voru ákafir — og ó- heiðarlegir — spilamenn. Þeir léku með fölskum teningum, sem fundist hafa meðal annara minja i gröfum þeirra. AD TAPA HÖNDINNI Spekingurinn Konfúsius segir frá þvi — löngu fyrir Kristsburð — að mandarinar og herforingjar i Kina hafi lagt riki sin aö veði i tafli, — og minni háttar menn hafi lagt handleggi sina að veði I fjár- hættuspilum. Spilað var um hægri höndina og mátti sá, sem vann, höggva af hægri hönd þess, sem tapaði. Hvað vinningshafinn gerði við vinninginn er ekki vitað. Sá maður, sem i sögunni hefur orðið fyrir mestu tapi i spilum, er ugglaust indverskur prins, sem var svo óheppinn árið 2500 fyrir Krists burð að gerast þátttakandi i fjárhættuspili, þar sem andstæð- ingur hans var útsmoginn svindl- ari. t fyrstu atrennu tapaði prins- inn stórfé. Þá lagði hann konuna sina undir, og tapaði. Þvinæst tapaði hann 200 þúsund þrælum og loks tapaði hann riki sinu og stóð uppi slyppur og snauður. Þegar hann svo komst að raun um, að svik höfðu verið i tafli, gat hann ekkert gert, þvi i öllu kóngs- rikinu voru engin samtök spila- manna til, sem aumingja prins- inn gæti kært málið fyrir og er hann þar með úr sögunni. Nú á dögum er höfuðborg fjár- hættuspilanna ekki lengur Monte Carlo, heldur Las Vogas i Banda- rikjunum. Blaðafulltrúi borgar- stjórnarinnar, Don Payne, er mjög hreinskilinn i umsögnum sinum um þann atvinnuveg, sem heldur borginni hans gangandi. Mannlegt eðli Hann sagði einu sinni við Walter Wagner, höfund bókarinn- ar um sögu fjárhættuspilanna: „Ég held, aö ekki sé hægt að vinna i fjárhættuspili. Með ofur- litillistærðfræðikunnáttu ætti fólk að geta reiknað það út, að það borgi sig ekki að spila i spilavit- um, möguleikarnir til vinnings séu svo litlir, en möguleikarnir til taps svo miklir. En spilaástriðan liggur i mann- legu eðli. Þar er um sömu afstöðu að ræða og fær fólk til þess að segja um umferðarslys: Jú, ég veit, að hættan er fyrir hendi, en þetta á ekki eftir að koma fyrir mig”. „Náungi kemur að spilaborði og sér 50 aðra ganga frá með gal- tóma vasa. Hann hugsar með sér: Þetta á ekki eftir að koma fyrir mig. Ég hef roð við þeim. Ég ætla að halda öðru visi á spilunum en þessir vesalingar, sem töpuðu. Við viljum 'gjarna senda leigu- bila eftir mönnum, sem hugsa svona”. Og það er enginn kynþáttur i heiminum, sem ekki leggur stund á fjárhættuspil af einhverri teg- und. Polgnesiumenn hætta pen- ingum sinum i veðmál um hver kasti lengst spjóti. A eynni Guam er veðjað um úrslitin i hanaati. t Nepal og Swasilandi eru spilaviti fyrir almenning. 1 Bretlandi eru 2000 bingó klúbbar og 1200 spilabúllur. En það eru veðmangarabúðirnar, sem mest er af. Þær munu nú vera um 16 þúsund talsins og þar, segja sérfræðingarnir, eru fyrstu sporin stigin út á braut glötunar- innar. Þannig er talið, að um það bil helmingur af hinum 1300 þús. ástriðufjárhættuspilurum á Bret- landseyjum hafi viðskipti við veð- mangarabúðirnar. Hættan liggur i leyni Oll veðmál eru fyrst og fremst til þess að gerð að skapa spennu. Þótt vinningsvonin sé litil sem engin, þá slær fólk til, — bara vegna spennunnar. Og jafnvel gáfaðasta fólk neitar að viður- kenna fyrir sjálfu sér hve vinn- ingsvonin er i rauninni veik. Hef- ur t.d. nokkur, sem spilar I happ- drætti, reynt að gera sér i hugar- lund þann fjallháa miðabunka, sem dregið er úr? Þaö, sem segir ef til vill enn meiri sögu, — vill nokkur, sem spilar i happdrætti, reyna að gera sér þennan bunka i hugarlund? Sennilega ekki. Fjárhættuspil- ið er nefnilega sálrænt atriði. Um þá ástriðu gilda þannig sálræn lögmál. Veðmál eru venjumyndandi. Maðurinn, sem veðjar aöeins ein- stöku sinnum er svipað settur og sá, sem af og til neytir svefnlyfja. Verði sá maður skyndilega fyrir einhverri hugrænni truflun, þá er hætt við að hann seilist of djúpt ofan i svefnlyfjaglasið og gerist upp frá þvi háöur lyfinu. Eins er með spilamanninn. Aðeins einn of stór skammtur af spila- mennskunni getur oröið of mikið og maðurinn upp frá þeim degi gerzt forfallinn, eins og eitur- lyfjaneytandi. Veðmangið, fjárhættuspila- mennskan, er heimskuleg vegna þess að vinningsvonin er litil sem engin. Spilamaðurinn hlýtur að tapa. öðru visi myndi spilið ekki þrifast. Fjárhættuspilamennskan er einnig hættuleg fyrir andlega heilbrigði fólks. Það vitum við lika. Að öllu þessu athuguðu eru menn þá ekki bara sammála um að hætta þessari heimsku? NÝÚTKOMNAR BÆKUR FRÁ ALMENNA Alþýðublaðinu hafa borizt eftir- taldar bækur frá Almenna bóka- félaginu: Fjórar nýjar Ijóðabækur frá AB. Almenna bókafélagið hóf árið 1968 að gefa út sérstakan flokk ljóðabóka i samstæðum og smekklegum búningi, en jafn- framt tiltölulega ungra skálda. Var tilgangur félagsins einkum sá að koma á framfæri ljóðum ungra skálda, en einnig að hafa eldri höfundar og kunnari komið þar við sögu. Hefur þetta gefið góða raun og hafa nú alls komið 17 bækur i þessum flokki. Eru þá taldar með þær fjórar nýju ljóöa- bækur. sem félagið sendir frá sér pessa dagana. Getur lifið dáið? nefnist ljóðabók eftir Birgi Bjarnason, ungan Reykviking (fJ945), sem er kennari að menntun. Er þetta fyrsta bók hans, og skiptist hún að jöfnu milli frumkveðinna og þýddra ljóða. Þetta er höfundur. sem I mikilli einlægni leitar lifi sinu tilgangs og einbeitir sér, oft með athyglisverðum árangri, að huglægum viðfangsefnum. Aust- ræn heimspeki og skáldlist hefur sýnilega orðið honum frjósöm til áhrifa og þangað sækir hann gjarnan efnivið i þýðingar sinar. Þuriður Guömundsdóttir gaf út i þessum bókaflokki fyrstu ljóða- bók sina árið 1969. Nefndist hún Aðeins eitt blóm, og er sennilega langt siðan að fyrsta bók ungs höfundar hefur hreppt jafn-al- mennt og eindregið lof. Nú sendir hún frá sér aðra ljóðabók sina og ber hún heitið Hlátur þinn skýjaö- ur. Enn sem fyrr eru mörg ljóð þessarar gáfuðu skáldkonu hrein og tær eins og speglarnir i lygnu vatni, oft mjög persónuleg og á- vallt borin uppi af næmri skáld- legri skynjun, sem jafnframt er tamin að rökvisri hnitmiðun. Þriðji höfundurinn, Ingólfur Kristjánsson, nefnir bók sina Dægur og ár, en áður hafa komið frá hans hendi ekki færri en 12 bækur, ljóð, smásögur, ævi- sagnarit o.fl. Hann leitar sjaldan um langan veg að torráðnum yrkisefnum, en þvi fundvisari á margan þann sk'áldskap, sem liggur svo að segja við hvers manns veg i daglegu lifi, og túlk- ar hann af nærfærnum þokka og góðlátlegri kimni, sem gerir lest- ur þessara skrumlausu ljóða einkar geðfelldan. Enn er ógetið þeirrar ljóðabók- ar, sem ætla má með vissu, aö veki lesendum allmikla forvitni, en það eru Trúarleg ljóö ungra skálda, sem Jóhann Hjálmars- son og Erlendur Jónsson hafa tekið saman. Eiga alls 11 skáld kvæði i þessu safnriti og eru elztu höfundarnir fæddir 1930. I formála vikur Erlendur Jónsson að þvi, að ungt fólk hafi nú meiri áhuga á trúarefnum en áður og þvi megi segja, að timinn hafi i raun kallað eftir samantekt bókarinnar. Jafnframt tekur hann fram, að fæst þessara ljóða séu „trúarljóð i verulegum skiln- ingi, heldur aðeins trúarleg, ekki rétttrúnaður, heldur spurning, leit”, og þó yfirleitt með jákvæðu inntaki. Allar eru þessar 4 ljóðabækur prentaðar i Odda og bundnar i Sveinabókbandinu. Auglýsinga- stofa Kristinar Þorkelsdóttur gerði káputeikningar. Uppreisnin i grasinu fyrsta bók ungs höfundar. A þessu ári viröist aðeins ætla að koma út ein skáldsaga eftir ungan islenzkan höfund, sem ekki hefur áður sent frá sér bók. Er það bókin Uppreisnin i grasinu eftir Arna Larsson.sem Almenna bókafélagið gefur út um þessar mundir. Er þetta nútimaleg skáldsaga og um marga hluti ó- venjuleg. Efnisþráður sögunnar er ekki augljós við fyrstu sýn, þvi að sagan er byggð upp af mörgum sjálfstæðum köflum og minnir gerð hennar i mörgum tilvikum á kvikmyndir. Að sögn höfundar er sögunni ætlað að vera „heim- Framhaid á bls. 4 BÆKUR TIL BLAÐSINS frá «t/J umsjónarmaður Ólafur Þ. Harðarson Stefna ungra jafnaðar- manna i utanrikismálum er skýr. Þeir vilja að Is- lendingar reki sjálfstæða utanrikisstefnu, sam- boðna fullvalda þjóð. Þeir vilja hvorki, að Islending- ar séu taglhnýtingar Bandarikjanna, né ann- arra stórvelda, en berjist á alþjóðavettvangi fyrir frelsi og jafnrétti, — gegn kúgun og misrétti. Þar af leiðandi vilja þeir reka ameriska herinn úr land- inu, og þeir vilja, að Is- lendingar segi sig strax úr Atlantshafsbandalaginu, — NATÓ. Þvi miður verður þetta sama ekki sagt um Al- þýðuflokkinn. Afstaða hans til utanrikismála er enn óraunhæf og á engan hátt samboðin jafnaðar- mannaflokki. Það er ekki nóg að samþykkja innan tómar ályktanir um frelsi og lýðræði, en skipa sér svo I sveit auðvaldsrikja og nýlendukúgara hvenær sem færi gefst. Alþýðu- flokkurinn veröur að breyta stefnu sinni i þess- um málum vilji hann kall- astjafnaðarmannaflokkur. STEFNA SUJ Utanrikismálin hafa jafnan verið mjög til um- ræðu á þingum SUJ og ungir jafnaðarmenn hafa á undanförnum árum borið tillögur sinar um þessi mál fram á þingum Alþýðuflokksins. Þar hafa þær oftast verið felldar, þó án mþlefnalegra rökræðna. Þeir Alþýðuflokksmenn sem styðja aðild að NATÓ og vilja hafa hér ameriskan her hafa ekki tekið þátt i umræðum að neinu marki. Það er kannski skiljan- legt — þvi erfitt er að verja slæman málstað, en fremur verður það að teljast ábyrgðarlaust. A siö- asta þingi Alþýðuflokksins báru ungir jafnaðar- menn fram eftirfarandi samþykkt 26. þings SUJ og hlaut tillagan þriðjung greiddra atkvæða. „Þingiö ályktar, að þegar i staö veröi aö segja upp varnarsamningnum við Bandarfkjamenn og krefjast brottfiutnings alls bandarfsks herliös frá islandi. Þingið átelur harölega aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar i þessu máli. Jafnframt skuli íslendingar segja sig úr Atlantshafsbandalaginu og skipa sér i fiokk hlut- lausra rikja, en vinna á vettvangi Sameinuöu þjóö- anna og norrænnar samvinnu og í tengslum viö öryggismálaráðstefnu Evrópu að afvopnun og afnámi hernaðarbandalaga”. STEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS „Tæknibreytingar siðustu ára hafa valdiö þvi, aö hcrnaðarleg þýöing tslands felst nú aö langmestu leyli i eftirliti meö siglingum og á hafinu milli Grænlands , tslands og Færeyja, en um þessi sund fara kjarnorkukafbátar risaveldanna. öryggi tslands hefur veriö og mun verða bezt tryggt meö aðild aö varnarsamtökum, en vopnað varnariiö hefur veriö hér aöallega til eftirlits og aövörunar. Þessar breytingar valda þvi, að rannska þarf, hvort tsland gcti verið óvopnuö eftirlitsstöð í sam- bandi viö þaö öryggisbandalag, sem landið hverju sinni er aöili að, cn síöar meir á vegum Sameinuöu þjóöa nna. Kannsaka vcrður hvort tslendingar geti meö fjár- hagslegri þátttöku bandalagsins komið upp sveit fullkominna cn óvopnaðra eftirlitsflugvéla, svo og nauðsynlegum björgunarflugvélum, og tekið viö þessum þýöingarmesta hluta af verkefni varnar- liðsins og stjórn varnarsvæðanna. Slfk lausn væri skynsamleg miölun milli þeirra sjónarmiöa, aö varnarliöiö geti horfið úr landinu án þess aö eitthvað komi i þess stað, og hins, að varnarliðið hljóti að dveljast f landinu um ófyrir- sjáaniega framtið.” NATO BERST Á MðTI LVÐRÆÐINU NATO á samkvæmt stofnsáttmála sinum að vernda frelsi og lýðræöi! Við skulum nú lita aðeins á hvernig bandalagið vinnur að þessum stefnumálum sinum. Innan NATÓ eru m.a. Portúgal og Grikkland. I báðum þessum rikjum eru hreinar fasistastjórnir við völd. NATO sér þessum rikisstjórnum fyrir vopn- um. Almennt er talið, að leyniþjónusta Bandarikj- anna, CIA, hafi staðið á bak við valdarán herfor- ingjanna i Grikklandi 1967. Við þetta valdarán voru notuð NATÓ-vopn og NATÓ-áætlun. Og ekki verður betur séð, en for- ysturiki NATÓ, Bandarik- in, hafi sérstakt dálæti á grisku fasistastjórninni. Þjóðir Angóla og Mózambique berjast gegn nýlendukúgun Portúgala. Enn hefur sú barátta ekki borið nægan árangur. Herstyrkur Portúgala hef- ur verið innfæddum ofur- efli. Það er kannski ekki skrýtið þegar þess er gætt, að Portúgalar eru i hernaðarbandalagi, NATÓ, og þaö sér þeim fyrir vopnum. Portúgalski herinn er lika hluti af hef- afla NATÓ. þessum dá- samlega herafla, sem allt- af er tilbúinn til aö berjast fyrir frelsið og lýðræðið. Það er kannski þess vegna, sem hann er notað- ur til að halda i siðustu ný- lendur Evrópumanna i Evrópu. Allavega er sjálf- sagt að gera þvi skóna, aö portúgölsku fasistarnir gluggi i NATÖ-sáttmál- kvölds og morgna. Bandarikin eru for- ysturiki NATÓ og forystu- menn þeirra gaspra manna hæst á málþingum um nauðsyn frelsis og lýð- ræðis. Samt sem áöur hafa Bandarikjamenn árum saman staðið að ómannúð- legasta gjöreyðingar- striði, sem háð hefur verið fyrr og siðar. Þeir hafa stutt og styðja enn fasista- stjórnir um viða veröld. Bandariska auðvaldið hef- ur áratugum saman haldið Suður-Ameriku i heljar- greipum og bandarisk stjórnvöld hafa einskis svifist til að koma i veg lyrir að innlendir aðilar þar tækju framleiðsluna i sinar hendur og þjóðirnar fengju að ráða sér sjálfar. Hagsmunir bandariskra auðhringa hafa markað stefnuna, lýðræðisblaðrið hefur aðeins verið notað til spari, notað til að blekkja fólk til fylgis við auðvald- ið. Að lokum þetta: Dæm- ið hefur veriö sett upp. Út- koman er augljós. Þess vegna ættu allir lýðræðis- sinnaðir jafnaöarmenn, hvar i flokki sem þeir standa, að geta tekiö undir kröfu SUJ: Herinn burt! Island úr NATÓ! ÞETTA FÉKKST ÞÓ SAMÞYKKT: Þess ber að geta, sem vel er gert og þvi vilja ungir jafnaðarmenn vekja sérstaka athygli á eftir- farandi samþykkt 34. þings Alþýðuflokksins, en þar er fordæmdur stuðn- ingur NATÓ við einræði og fasisma viöa um heim. „Alþýöuflokkurinn lýsir andúö sinni á öllum ein- ræöisstjórnum, svo sem Grikklands, Spánar, Portúgals og kommún- istarikjannaj svo og allri nýlendukúgun og öllum beinum eöa óbeinum stuðningi viö liana, kyn- þáttastefnu Suö- ur-Afríku, Rhodesiu og Uganda, ofriki auöhringa og auðstétta i Suður-Am- eriku og vföar. Bendir flokkurinn sér- staklega á þátt NATÖ i þessu sambandi og lýsir furöu sinni á þvi, aö bandalag, sem samkvæmt stofnsáttmála sinum á aö tryggja frelsi og lýöræöi, styöji stjórnir, er fótum troöa þessi mannréttindi”. 0 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.