Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.11.1972, Blaðsíða 12
KOPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milTl kl. 1 og 3 SEMXBIL ASm&N Hf Myndin hér efra birtist fyrir nokkrum dögum í Arbejder- blaöinu norska og hafAi einn af lesendum blaðsins tekið hana og komið henni á framfæri. Blaðift lagði síðan út af því, að það vantaði ekki villimyndirnar á nosrka sjónvarpsskerma og væri nú jafnvel erlent sjónvarp farið að heita á Norðmenn að hringja i ákveðin simanúmer — i þessu tilviki :tx XO 0. Hinsvegar fór hlaðið landavillt. t>að sló þvi föstu, að lesandinn hefði ramb- að á finnska sjónvarpið og bætti við, að hann hefði náð ..finnsku” stöðinni þrjá daga i röð og m.a. haft þá ánægju að sjá „finnskt sjónvarpsleikrit”. Tvær nýjar eftir Knúdsen önnur kvöldvakaFerðafélags- ins á þessum vetri verður i Sig- túni annað kvöld. Frumsýndar verða tvær nýjar kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen. önnur myndin nefnist „Óvænt Heklugos" og er frá gosunum i Heklurótum vorið 1970. I mynd- inni má fylgjast vel með þróun gossins frá fyrstu stigum þess sunnan i fjallinu og siðar i Skjól- kvium og öldugigum. Myndin sýnir mjög vel þetta „skraut- gos” við Heklurætur. Hin myndin nefnist „Með sjó fram” og er mjög ljúf og falleg fjörumynd. Fyrst eru nokkrar hressilegar brimmyndir, en aðaliega ersýnt lifið i fjörunni, i sjónum og siðast en ekki sizt fuglamyndir. Myndin er aðal- lega tekin hér sunnan og vestan- lands. Kvöldvakan hefst kl. 21 og mun prófessor Sigurður Þórar- insson flytja inngang að mynd- unum. Ennfremur verður myndagetraun og dans til kl. 1. Um siðustu mánaðamót tók til starfa nýr blaðafulltrúi við MenningarStofnun Bandarikj- anna á Islandi. Heitir hann Hörður H. Bjarnason, fæddur i Reykjavik 1944. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann i Reykjavik árið 1965 hóf nám við Macalester College, St. Paul, Minnesota i ársbyrjun 1968 og lauk þaðan BA-prófi i stjórnvisindum 1970. Þá hóf hann framhaldsnám i alþjóðasamskiptum (internat- ional Relations) og lauk M.A. prófi þaðan i september 1972. Með námi við Minnesotaháskóla stundaði hann einnig rannsóknir i alþjóðasamskiptum og var ráðinn aðstoðarkennari við há- skólann. Hörður tekur við störfum af Ólafi Sigurðssyni er starfar nú hjá Félagi ísl. Iðnrekenda. Margur tæpur Eftir lestur siðasta Lögbirt- ingarblaðs, kemur fram að hart er í ári hjá mörgum. I blaðinu eru auglýst hvorki meira né minna en 183 nauð- ungaruppboð á fasteignum i Reykjavik. Eru kröfurnar allt frá 16.000 kr. upp i 1,2 millj. kr. 1 Kópavogi eru þó ekki aug- lýst nema 17 uppboð og þar er lægsta krafan 3.000 kr. en sú hæsta tæp 800.000 kr. Gróska í Norræna Mikil aukning hefur orðið á félagatölu i deildum Norræna félagsins á undanförnum árum. Lætur nærri að félagar séu komnir hátt á 6. þúsund. Sjáif- sagt eiga hin lágu fargjöld til Norðurlanda stóran þátt í þvi, þar sem afsláttur á fargjöldum er háður þvi að vera félagi i Norræna félaginu. f tilefni hálfrar aldar afmælis Norræna félagsins um þessar mundir gekkst félagið fyrir menningasamkomu i Norræna húsinu i lok september þar sem heillaóskir bárust frá mörgum aðilum. Skipulag stjórnar Norræna ' félagsins var breytt á siðasta aðalfundi heildarsamtakanna. Auk aðalstjórnar starfar þriggja manna framkvæmdar- stjórn. Formaður hennar er Gunnar Thoroddsen. Mörkinni lokað Hliðunum i Heiðmörk þ.e.s. við Jaðar, Silungapoll og Vifil- staðahlið, hefur verið lokað, og meðan svo er, er tekið fyrir bif- reiðaumferð um Mörkina. Vegirnir um Heiðmörk eru aðeins gerðir fyrir sumarum- ferð, og þola ekki umferð þann árstima, sem frost og þiðviðri skiptast á, og er þvi nauðsynlegt að hlifa þeim við bifreiðaumferð yfir veturinn og þar til frost er að mestu leyti farið úr jörð að vori. Skógræktarfélag Reykjavikur. Ræðir umferðina Næstkomandi föstudag flytur Curt M. Elmberg verkfræðingur fyrirlestur i boði verkfræöi- og raunvisindadeildar Háskóla Is- lands i I. kennslustofu Há- skólans og hefst hann kl. 17.15. I fyrirlestrinum verður fjallað um umferðarvandamál i borg- um nú á dögum og möguleika til aö leysa þau. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öll- um heimill aðgangur. Curt M. Elmberg er sænskur og er yfirverkfræðingur hjá Göteborgs Sporvagar. Jafn- framt hefur hann verið ráðu- nautur ýmissa borga á Norður- löndum. Hann er á heimleið úr fyrirlestraferð til Banda- rikjanna og Kanada. LÆKNUM ER MEIMUA VID BLÚDTOKUSKYLDUNA UNDIRBÚANÚ AÐGERÐIR „Við erum engir lögreglu- læknar, og það er frekar i verkahring borgarlæknis að skipa menn til þess að taka blóðsýnis- horn en skipa okkur að gera það”, sagði Haukur Kristjánsson, yfir- læknir i Slysadeild Borgar- spitalans, er Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. Tilefni þess, að við ræddum við Hauk um þessi mál, var það, að Snorri Páll Snorrason, læknir og formaður Læknafélags íslands, sagði i samtali við blaðið, að félagið hefði i hyggju aðgerðir til að létta þeirri kvöð af læknum að þurfa að taka blóðsýnishorn af mönnum, sem teknir hafa verið fyrir meinta ölvun við akstur. „Haukur sagði, að kvöð þessi hafi verið staðfest af Hæstarétti, liklega 1957 eða ’58, og þýddi hún, að hverjum lækni sé skylt aö framkvæma þessa aðgerð. En samt sagði hann, að lögreglan leiti nær alltaf til Slysa- deildarinnar i sambandi við áfengisprufur, og ónæðið af þvi sé mjög mikið. „Við höfum allt öðru og mikilvægara hlutverki að gegna”, sagði Haukur. Taka manna fyrir ölvun við akstur er lika lang algengust um helgar, mest á nóttunni, einmitt þegar flest slysatilfelli berast á Slysa- deildina. Framhald á bls. 4 GEDD0LD FVRIR 275 DiLUÚMR FIMM MLiJÚMR ÁÆILADAR Á FJÁRLÖGIM Forráðamenn Kleppsspitalans skýrðu frá þvi á fundi með blaða- mönnum i gær, að ákveðin væri bygging geðdeildar við Land- spitalann. Þegar er hafin undirbúningsvinna þessa mikla verkefnis. Aætlaður kostnaður við bygg- ingu geðdeildarinnar er 275 mill- jónir króna. 1 fjarlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar eru ætlaðar 5 — fimm — milljón krónur til þess- arar byggingar. Byggingarnefnd, sem heilbrigðismálaráðherra, Magnús Kjartansson, skipaði, vinnur nú að þvi við Fjárveitinga- nefnd Alþingis, að fá þessa upp- hæð hækkaða. ■Ef takast á að afstýra þvi neyðarástandi, sem rikir i sjúkrahúsmálum geðsjúklinga, verðuraðhefjast handa um bygg- ingu geðdeildar við Landspital- ann þegar á næsta ári. Stefnir Byggingarnefnd að þvi að láta ljúka teikningum, svo útboð geti farið fram á miðju næsta ári, og framkvæmdir geti hafizt sið- sumars. Staðsetning deildarinnar er ákveöin á Grænuborgarlóðinni á Landspitalasvæðinu og bygging hennar fyrirliuguð i tveim áföngúm. í deildinni fuilbyggðri verða 120 sjúkrarúm, auk göngu- deilda og ýmissar aðstöðu utan deilda, svo sem fjölskyldumeð- ferðar, sem nú ryður sér mjög rúms i geðlækningum. Fyrst þegar geðdeild Land- spitalans verður komin upp, sitja geðsjúkir við sama borð og aðrir sjúklingar og fá sambærilega þjónustu. Má segja, að nægilegur fjöldi sjúkrarúma sé til fyrir alla aðra sjúklinga en geðsjúklinga. Arkitektar embættis Húsameist- ara rikisins vinna nú að Bygg- ingarnefndarteikningum. A siðastliðnu ári tóku allir stjórnmálaflokkarnir upp á kosn- Framhald á bls. 4 FORSETAHJÓNIN TIL SVÍÞJÓÐAR Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, og forsetafrúin hafa þegið boð um að vera viðstödd hátiðahöld i Stokkhólmi 11. þ.m. vegna 90 ára afmælis Gustaf VI Sviakonungs. Forsetahjónin munu fara héðan á föstudag og koma aftur næst- komandi sunnudag. 1 fylgd með þeim i förinni til Sviþjóðar verður Birgir Möller forsetaritari. Sú dýrasta og stærsta Þetta er „Apocalypse” heimsins þyngsta og jafnframt dýrasta bók. Hún vegur 460 ensk pund eða nánar tiltekið 230 kiló og verðmæti hennar er talið um 425 þúsund sterlingspund. „Apocalypse” er gefin út af franska forleggjaranum Joseph Foret, en hann vann að út- gáfunni i þrjú ár. Meðal efnis „Apocalypse” er Opinberunarbók Jóhannesar. Bókina prýða málverk eftir sjö helztu meistara samtiðarinnar: Savador Dali, Bernard Buffet, Leonor Fini, Foujita Mathieu, Tremois og Zadkine. Band bókarinnar er úr bronzi og er greipt silfri, gulli og dýrmætum steinum. Sjö kunnir rithöfundar hafa ritaðibókina hugleiðingar sinar um endalok heimsins: Jean Coctau, Jean Rostand, Daniel Rops, Jena Guiton, Ernest Junger, Jean Giono og E.C. Cioran. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.