Alþýðublaðið - 04.01.1973, Síða 12
KQPAVOGS APÖTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
NQKKUR
LAUS?
Talsverö brögð voru aö þvi i
gær, að erfitt reyndist að fá
leigubila, og þess voru jafnvel
dæmi, að fólk þyrfti að biða
eftir bil i allt að hálftima.
Alþýðublaðið grennslaðist
fyrir um ástæður fyrir þessum
leigubilaskorti, og sá sem varð
fyrir svörum hjá BSR sagði, aö
hjá þeim hafi bilaflotinn verið
fullkomlega nýttur i gær. Þar
sagði hann, að spilaði inn i, að
margar jólatrésskemmtanir
hafi veriö haldnar i gær fyrir
börn, benziniö væri orðið dýrt,
og krónan fallin, auk þess sem
færðin hafi ekki verið beint góð
framan af deginum, og þegar
þannig stæði á skildu margir
eftir bila sina heima. Simakona
á Hreyfli staðfesti einnig að
miklar annir hafi verið i gær á
þeirri stöð og nefndi sem eina
ástæðu óvanalega mikið innan-
landsflug, en reiknað var með,
að nokkrar þúsundir farþega
tækju sér flugfar.
EN ÞEIR HAFA EKKI
VERIÐ Á HVERJU
STRÁI UNDANFARIÐ
- LEIGUBÍLARNIR
Sá sem svaraði á BSR bætti
þvi við, að hann myndi ekki eftir
öðrum eins önnum hjá stöðinni
um þetta leyti, og þær hafi lika
Framhald á 3. siðu..
ÞINGID I STRlDI
VID NIXON
VEGNA
STRÍDSINS
í VfETNAM
ENDIR BUNDINN MEÐ LAGASETNINGU ?
I NTB frétt frá Washington i gærkvöld segir, að
bandariska þingiö hafi komið saman til fundar að
nýju i gær og hefði þinghaldiö einkennzt af þeim vilja
meirihluta þingmanna, að bundinn verði endir á
striðið í Indókina með lagasetningu, ef Nixon forseti
finnur ekki endanlega lausn á þvi alveg á næstunni.
Talsmenn rikisstjórnarinnar vöruðu i gær við of
mikilli bjartsýni um skjótan árangur hinna leynilegu
viðræðna Dr. Henry Kissingers, aðalsamninga-
manns Nixons forseta, og Le Duc Tho, aðal-
samningamanns Norður- Vietnama, i Paris i næstu
viku.
Þrátt fyrir yfirburðasigur i forsetakosningunum i
nóvember stendur Nixon forseti nú frammi fyrir al-
varlegri andstöðu af hálfu demókrata en nokkru
sinni fyrr i bandariska þinginu, þar sem demókratar
hafa meirihluta.
Er gert ráð fyrir, að i þvi striði, sem nú stendur
yfir milli löggjafarvaldins (þingsins) og fram-
kvæmdavaldsins (forsetans), muni koma til átaka á
fjöldamörgum sviðum bandariskra stjórnmála, þó
að hæst muni deiluna um striðið i Indókina bera.
„Áður en við höfum fundið lausn varðandi striðið,
er engin ástæða til að ætla, að okkur takist að veröa
sammála á öðrum sviðum”, sagði Mike Mansfield,
forystumaður demókrata i öldungadeildinni, daginn
áður en þingið kom saman.
Mike Mansfield sagði m.a. i þinginu i gær: „Til-
raunir til þess aö komast frá þessu tilgangslausa
striði án þess að tapa andlitinu algerlega hafa aðeins
leitt til ennþá meiri eyðileggingar og hafa skaðað
málstað bandarisku þjóðarinnar ennþá meira en
áður var búið að gera”.
Mansfield átti viðræður við Nixon um striös-
reksturinn i Vietnam i fyrradag. —
VERKALÝDSFÉLÖGIN
Á RÁDSTEFNU:
SEGJA ÞAD
DPP SAMN-
INGUNUM?
I lok næstu viku kemur I ljós,
Jiver viðbrögð verkalýðsfélag-
ánna viö gengisfellingu islenzku
krónunnar verða, en miðstjórn
Alþýðusambands Islands hefur
nú boðað til ráðstefnu þeirrar,
sem ASl-þing samþykkti, að
haldin yrði, þegar rikisstjórnin
hefði lyft hulunni af fyrirhug-
uðum efnahagsaðgerðum sinum.
Ráðstefnan hefst föstudaginn
12. janúar næstkomandi i ráð-
stefnusal Hótel Loftleiða.
Eins og kunnugt er geta verka-
lýðsfélögin sagt upp samningum
sinum við vinnuveitendur með
eins mánaðar fyrirvara, ef breyt-
ingar verða á gengi íslenzku
krónunnar.
A ráðstefnunni kemur væntan-
lega i ljós, hvort verkalýðsfélögin
munu fýlgja þessu ákvæði samn-
inganna eða ekki, en það er I valdi
Gátu ekki
gefið neina
skýringu á
400 þús. kr.
Tveir ungir Islendingar voru
teknir til yfirheyrslu hjá embætti
lögreglustjóra á Keflavikurflug-
velli i gær, en sterkar likur benda
til að þeir séu aðal tengiliðir milli
útlendinganna tveggja, sem
teknir voru með kiló af hassi á
Vellinum fyrir mánuði, og is-
lenzkra neytenda.
A annan tug tslendinga haf^pý,
tengst málinu allt frá ’ ,dreifingu)
til neyzlu, að þvi er blaðiö
fregnaði hjá fiknilyfjadeild lög-
reglunnar i gær.
Stöðugt er veríð að yfirheyra
útlendingana, sem enn sitja i
gæzluvarðhaldi og hefur ýmis-
Framhald á 3. siðu.
hvers verkalýðsfélags fyrir sig,
hvort það segir samningum upp,
en ákvarðast ekki af miðstjórn
ASt. -
SYNGUR FYRIR
NICARAGUA
SÖFNUNINA
Næstkomandi þriðjudag, 9.
janúar, heldur Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, söngkona, ljóða- og
ariutónleika i Austubæjarbiói, en
allurágóði af tónleikunum rennur
i Nicaragua-söfnunina.
Aðalheiður Guðmundsdóttir er
eiginkona Sveins Einarssonar,
verkfræðings, sem að undanförnu
hefur verið við störf i Nicaragua á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Aðalheiður kemur hingað frá
Þýzkalandi og er á förum til
Nicaragua.
Meðleikari á tónleikunum á
þriðjudag verður Gisli Magnús-
son, pianóleikari.
Hérlendis söng Aðalheiður
siðast fyrir fjórum árum, er hún
héltkirkjutónleika á ýmsum stöð-
um. Siðast liðin þrjú ár hefur hún
verið búsett ásamt eiginmanni
sinum i Mið-Amerikurikinu E1
Salvador og sungið þar opinber-
lega við mörg tækifæri. —
Viðtal Geirs við
Magnús og Eið
var undir-
búningslaust
Ætla mætti að Geir
Hallgrimsson hafi látið af
störfum borgarstjóra til þess að
fara út i „skemmtana-
bransann”, svo vel tókst honum
til i sjónvarpinu, þegar hann tók
að sér að hafa viðtal við frétta-
mennina Eið og Magnús
Bjarnfreðsson i þættinum
„Hvað er i kassanum?” sem
var fluttur á gamlárskvöld.
Alþýðublaðið hafði samband við
Stefán Halldórsson, sem stýrði
þættinum ásamt Vigdisi, Finn-
bogadóttur ásamt Vigdisi Finn-
spurði hann hvernig hafi gengið
að fá Geir i tuskið.
Það gekk mjög vel, sagði
Stefán, Geir var strax til i að
taka þátt i grininu, og hann
bætti þvi við, að viðtalið hafi
verið alveg undirbúningslaust,
það eina sem ákveðið var fyrir-
fram var, að þekktur stjórn-
málamaður spyrði frétta-
mennina um starfið.
Og svo er spurningin: Eru
veðurfræðingarnir fjórir virki-
lega allir svona lagvissir? Við
spurðum þvi Stefán, hvort þeir
hafi sungið sjálfir, eða aðrir
fengnir- til þess að lána söng-
raddir sinar. Það sagði Stefán,
að væri leyndarmál, en
„Kannski veðurguðirnir hafi
hjálpað þeim" bætti hann við.
t lok þáttarins var getið
flestra eða allra þeirra, sem
lögðu hönd á plóginn, og þar á
meðal höfunda hins talaða orðs.
En sennilega hefur það farið
framhjá mörgum, svo við
báðum Stefán að rifja upp nöfn
þeirra. Textahöfundarnir eru
reyndar fleiri en svo, að hann
myndi nöfn þeirra allra i einni
svipan, en efsta á blaöi sagði
hann vera Jón Hjartarson
leikara og fyrrverandi blaða-
mann, Björn Björnsson hjá
Sjónvarpinu og Hermann Jó-
hannsson hjá Sjónvarpinu.
Framhald á 3. siðu.