Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 3
EYJAR í GÆR 430 far þegarí einni ferð Svo að segja stanzlaus runa báta var á leiðinni milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar i fyrrinótt og gærdag. Töldu Al- þýðublaðsmenn yfir 20 báta og skip á þessum slóðum, er þeir flutu yfir i gætdag. Fyrstu bátarnir sem fóru frá Eyjum voru flestir fullir af fólki, og má nefna sem dæmi að Gjafar VE tók i einni ferð 430 farþega. Var þar þröngt um marga, ekki sist fyrir þær sakir að frekar vont var i sjó, og margir urðu þvi sjóveikir. 1 það heila herjaði sjóveikin mikið á Eyjafólkið. Þegar liða tók á daginn þynnt- ist hópurinn sem fór með bát- unum.en þess fleiri tóku sér far með flugvélum Flugfélags Is- lands, enda flugveður prýðilegt. Einn sigldi vélarlaus Einn bátur flutti i gærmorgun Eyjafólk til Þorlákshafnar, jafnvel þótt vélvana væri. Var það Siglfirðingur, sem lá við bryggju I Vestmannaeyjum með bilaða vél. Samt var hann fylltur af fólki, og siðan tekin i tog. Annar bátur sem var i flutn- ingum hafði fyrr um nóttina veriö I slipp. Eigandinn brá skjótt við, setti sjálfur bátinn niður, fyllti hann sjálfur oliu, og lagði siöan af stað. Hljóp beint í logana Er jarðeldurinn i Eyjum braust út, trylltist hestur sem var geymdur i girðingu nálægt upptökunum. Skipti engum tog- um aö hesturinn reif sig lausan úr girðingunni og tók á rás að eldinum. Hljóp hesturinn beint i logann, og var hann það illa leikinn að hann þurfti að aflifa. Dreifa sér á skólana Fræðsluyfirvöld byggðanna við Faxaflóa hafa þegar tekið til umræðu þann vanda sem skap- ast hefur vegna flutnings skóla- barna frá Vestmannaeyjum i stórum stil til fyrrnefndra byggöakjarna. Fræðsluyfirvöld ákváðu i gær, að barna- og gagnfræðaskóla- nemar frá Vestmannaeyjum, eigi að koma til viðtals á föstu- daginn frá klukkan 13—18. Verður þetta nánar auglýst sið- ar. Þá eiga nemendur sérskóla i Vestmannaeyjum, svo sem iðn- skólanum og stýrimannaskól- anum, að hafa samband við sambærilega skóla i byggðun- um við Faxaflóann. Kennsla átti að hefjst sam- kvæmt stundarskrá i barnaskól- um Reykjavikur i morgun nema Melaskólanum. Þar fá nem- endur fri i a.m.k. einn dag i við- bót. Dauður fiskur og rauð þota Vart varð við dauða fiska á reki I Vestmannaeyjahöfn i gær. Ekki reyndist þó um að ræða dauöan fisk I stórum stil, þegar Alþýðublaðsmenn voru þarna á ferð. Þá urðu Alþýðublaðsmenn varir við erlenda smáþotu á flugi við Vestmannaeyjar i gær. Var hún send frá fréttastofu i Evrópu, þeirra erinda einna að mynda eldsumbrotin i Vest- mannaeyjum. Var þota þessi rauð á lit, rétt eins og eldurinn. Mastur og viti fóru t gærkvöldi höfðu aðeins tvö mannvirki I Vestmannaeyjum orðið jarðeldunum að bráð. Var annað viti, svonefndur Urðaviti sem stóð ekki allfjarri Kirkju-- bæ, og stórt mastur sem stóð i nágrenni við vitann. Kirkju- bæjarhúsin voru enn I mikilli hættu i gærkvöldi. Fikraði sig eftir eyjunni Sjónarvottar að fyrstu hrinum gossins I Eyjum eru sammála um að gosið hafi fyrst komið upp neðarlega i svonefndu Kirkjubæjartúni. Fylgdust sjónarvottarnir siöan með þvi er jarðeldurinn fikraði sig þvert yfir eyjuna, um tveggja kiló metra leið, allt að Skarfatanga, og þaðan i sjó fram. Þegar Alþýðublaðsmenn voru á ferðinni i Vestmannaeyjum siðdegis i gær, logaði eftir belt- inu endilöngu, og ljóst var að ekki yrði framar heyjað á Kirkjubæjartúni. LANDBuNAÐUR EYJUM ER NU ENDANLEGA UR SOGUNNI Telja má víst að landbún- aður í Vestmannaeyjum heyri nú fortíðinni til. Bú- stofni Kirkjubæjar, síðasta býli á Eyjunum, var í gær slátrað í Hraðfrystistöðinni í Vestmannaeyjum. Kjötið var síðan flutt sjóleiðis til Þorlákshafnar, en ákvörð- unarstaður var Selfoss. Landbúnaður hafði smám saman dregist sam- an í Vestmannaeyjum, og var svo komið að Kirkju- bær var síðasta býlið. Var næreingöngu um kúabú að ræða, en einnig voru nokk- ur hross á fóðrum á Kirkju- bæ. Mjólkin frá Kirkjubæ nægði engan veginn þörf- um Eyjaskeggja, og var mjólk því flutt sjóleiðis með Herjólfi. Bóndinn á Kirkjubæ tók það til bragðs í gær að slátra öllum bústofni sín- um. Vildi hann það frekar en flytja gripina á fæti til lands. Ekkert þýddi að hafa bústofninn áfram í Eyjum, því túnin þar eru stórskemmd vegna jarð- eldanna. Má segja, að landbúnaður i Vestmanna- eyjum sé nú liðinn undir lok. „ÞAÐ SEM Á EINN ER LAGTÞAÐ ER LAGT Á ALLA'' Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, flutti ávarp I útvarpi á hádegi I gær i tilefni af hinum miklu hamförum náttúrunnar i Vestmannaeyjum. Forsetinn sagði m.a.: Þetta áfall er mikið fyrir Vestmanna- eyinga og fyrir þjóðina aiia og er þó enn hulið, hversu mikið það áfall kann aö verða. Ég vænti þess, að það sé þeg- ar komið á daginn, að allar hendur séu útréttar til þess að bjarga þvi sem bjargað verður, það mun Vcstmannaeyingum vera óhætt aö treysta á. Það þarf minna en þessi ósköp til að Islendingar finni, að þessi fámenna þjóð er ifkust stórri Hóní LJÓSUM LOQUM Aldrei fyrr I sögu landsins hefur eldgos orðið svo nálægt þéttri byggð sem nú á Heimaey. Það er þvi talið góður vottur um æðruleysi og kjark Vestmanna- eyinga hve vel allt björgunar- starf fórst úr hendi og með hve mikilli rósemi þeir tóku þvi að vakna við það að sjá eldsúlurn- ar stiga til himins rétt eins og milli næstu húsa. Mynd þessa tók fréttaritari okkar I Eyjum, Guðmundur Sig- fússon, laust upp úr klukkan tvö, eða rétt eftir aö vart varð við gosið. Eldtungurnar stóðu þá tugi metra upp I loftið — og voru allt annað en uppörvandi sjón. DYRUNUM EKKI GLEYMT Vestmannaeyingar tóku með sér hunda sina og heimilisketti til lands i gær. 1 Melaskólanum hitt- um viö tikina Mollý og hundinn Lappa. Var ekki annað að sjá en að þau hefðu tekið þvi, sem að fót- um bar, með sama æöruleysi og eigendurnir. Mollý er hvolpafull og falleg á svartan feldinn, en Lappi er stór og stæðilegur hundur. Hilmar Foss fékk I gær hrað- skeyti frá tslandsvininum Mark Watson, þar sem hann lýsir inni- legri samúð vegna atburöanna i Vestmannaeyjum og gleðst yfir giftusamlegri björgun fólks. Býðst Watson til að leggja fram fé til aðhlynningar og flutnings dýra frá eyjunum, ef þörf gerist. Var blaðinu ekki kunnugt um ráðagerðir Almannavarna og eig- enda búpenings I þessu tilliti I gær. Borgarráð Reykjavikur samþykkti á fundi sinum i gær að bjóða bæjarstjórn Vestmanna- eyja aðstöðu i Hafnarbúðum, ef bæjarstjórnin vill setja upp bæki- stöð eða skrifstofu i Reykjavik. Jafnframt iýsti borgarráð yfir, að borgarvfirvöld væru reiðubúin til allrar þeirrar aðstoðar sem mögulegt væri að veita til að þvi fólki, sem nú dvelur i borginni, en varð að flýja heimili sin i Vest- mannaeyjum vegna eldgossins þar, megi liða sem bezt. í ályktun borgarráðs segir m.a.: „Borgarráð Reykjavíkur sendir Bæjarstjórn Vestmanna- eyja og Vestmannaeyingum öll- um samúðarkveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða, sem nú hafa gerzt i Vestmannaeyjum. fjölskyldu, sem veit, að það sein á einn er lagt, þaö er lagt á alla”. t niðurlagi ávarps sins sagði forseti tslands: ,,Ég lýk þessum ávarpsorðum með þvi að láta i ljós samhug með þvi fólki, sem nú hefur oröið að yfirgefa hús og heimili i mikilli skyndingu, og þá von og bæn, að sú stund komi áður en langt um liður, að aftur blómgist mannlif i hinum fögru og frægu eyjum, þvi að vist mun það ekki búa Vestmannaeying- um i hug að láta undan siga fyr- ir þeim aðsópsmiklu nágrönn- um, sem gert hafa þeim þungar búsifjar nú um sinn”. — o Miðvikudagur 24. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.