Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 4
UNGT FÓLK á öllum aldri RflUTT EÐA HVÍTT - 12" SJÓNVARPSTÆKI sem hentar hvar sem er. í svefnherbergið, í bílinn, í bátinn og barnaherbergið OG VERÐIÐ? AÐEINS KR. 19.230.- ^oáiuha TOSHIBA Umboðsmenn á ÍSLANDI FANMl FARESTVEIT & CO H.F. Bergstaðastræti 10 A Simi 16995 AUGLÝSING frá menntamálaráðuneytiim Vegna athugunar á kennslu fyrst um sinn fyrir nemend- ur barna- og gagnfræöaskóla i Vestmannaeyjum, er þess beiðzt, að þeir láti skrá sig eftir dvalarstað föstudaginn 26. þ.m., kl. 13—18: í Iieykjavík i fræðsluskrifstofunni, Tjarnargötu 12, simi 2-14-30, i Kópavogi i fræðsluskrifstofunni, Digranesvegi 10, simi 4-18-63, í Hafnarfíröi i fræðsluskrifstofunni, Strandgötu 8—10, simi 5-34-44 og eftir kl. 17 5-32-50. Annars staðar hafi nemendur samband við skólastjóra næsta skóla. Nemendur Stýrimannaskólans, Véiskólans, Iönskólans og Tónlistarskólans i Vestmannaeyjum hafi samband viö skólastjóra næsta hliðstæðs skóla. Menntamálaráðuneytið, 23. janúar 1973. Landhelgisbrjótar 2 Nábýlið 2 þess væri þörf. Ekki kvaðst Hafsteinn geta sagt um, hvort landhelgisbrjótarnir hefðu gerzt aðgangsharðari er þeir uppgötv- uðu, að eitt varðskipanna var horfiö af miðunum. Hinsvegar bentihann á, að fækkun varðskip- anna hljóti að hafa þaö i för með sér, að Landhelgisgæzlan veit ekki eins gjörla, hvaö gerist á miðunum, miðað við eðlilegar að- stæður. Stefánsson, sagði að hann hafi lengi fundið á sér einhverja ógæfu, en ekki getaö gert sér grein fyrir hver hún yrði. Ætlaöi hann I róður eftir mið nætti í fyrrinótt, en einhverra hluta vegna, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir, frestaði hann róðrinum, sem varö til þess að hann gat farsællega flutt 260 Vestmannaeyinga til Þorláks- hafnar. — Uflfl HADEGIÐ VORU ALLIR NEflflA BJÖRG- UNAR OG VÍSINDA- AflENN FARNIR Um klukkan sjö i gærmorgun var talið, að búið væri að flytja um 4.000 manns frá Vestmanna- eyjum áleiðis til lands með skip- um og flugvélum. Klukkan níu var talið, að vart væru nema 500-800 manns eftir i Heimaey. Um tiu leytið hélt bæjarstjórn Vestmannaeyja fund og var þar samþykkt, að stefna aö þvi, að allir ibúarnir yrðu fluttir brott að undantekn- um nokkrum mönnum, sem myndu áfram hafa eftirlit á hendi og fylgjast með þróun mála. Fljótlega eftir hádegi, er blaðamenn Alþýðublaðsins komu með flugvél til Eyja, var talið, að ekki væri þar eftir nema 50-100 manns. Um niu leytið, er gosið hafði staðið i sjö klukkustundir, fóru menn að óttast, að hraun- straumur kynni að nálgast höfn- ina, hún kynni jafnvel að lokast af og vatnsleiðslan milli lands og Eyja eyðileggjast. Þá var og talið mögulegt, að simasam- band gæti rofnað. Mikið gos var þá i næstu grennd við flugvöllinn og var reyndar tilkynnt allt frá þvi um sjö leytið, að völlurinn gæti lok- azt þá og þegar. Siðar dró nokkuðúr gosinu á þessum slóð- um. Ekkert hús var komið undir hraun, er þessi frétt var skrifuð. Hins vegar var gosið þá mjög kröftugt i örskotsfjarlægð frá Kirkjubæjunum. Veggir þeirra voru orðnir heitir og niður rigndi mikilli ösku. Ibúar Kirkjubæjanna urðu að yfirgefa hús sin mjög skyndi lega. Forðuðu þeir sér út á nátt- fötum einum klæða og komu þannig til skips, sem flutti þá áleiðis til Reykjavikur. A blaðamannafundi, sem Almannavarnaráð rikisins efndi til milli klukkan 7 og 8 i gær- morgun, var skýrt frá aðgerð- um til björgunar fólkinu i Vest- mannaeyjum i fyrrinótt og gær. Aðalstöðvar Almannavarna rik- isins eru i kjallara Lögreglu- stöðvarinnar i Reykjavik. A fundinum kom fram, að kona ein i Eyjum varð fyrst til að vekja athygli á náttúruham- förunum. Hringdi hún til slökkviliðsins, þar sem hún hafði orðið vör við eldbjarma, og talið að kviknað hefði i ein- hverju nærliggjandi húsi. Var klukkan þá um tvö. Strax og fregnir bárust um eldgosið i Helgafelli, eða laust fyrir klukkan þrjú, var Almannavarnaráð rikisins kallaö saman til fundar f stjórn- stöðinni i Lögreglustöðinni i Reykjavik. Þar var þegar hafizt handa um að skipuleggja brottflutning fólks frá Vestmannaeyjum i samræmi við fyrirfram gerða áætlun þar að lútandi og gripið til búnaöar Almannavarna, sem nota á i neyðartilvikum. Jafnframt var allt lögreglulið Reykjavikur kvatt út og haft var samband við björgunar- sveitir SVFl, skáta og flug- björgunarsveitir til undirbún- ings móttöku fólks frá Vest- mannaeyjum. Sveitir lögreglumanna fra Reykjavik voru sendar flug- leiðis til Eyja til aðstoðar við löggæzlu þar. Einnig voru gerðar ráðstafan- ir til aðstoðar við brottflutning fólks þaðan, en bátafloti Vest- mannaeyja var að sjálfsögðu strax nýttur i þessum tilgangi. Varnarliðið á Keflavikurflug- velli sendi þyrlur til flutnings sjúklinga. Ennfremur sendi Flugfélag Islands flugvélar sinar til Vest- mannaeyja og fjölmargar einkaflugvélar fóru þangað. Mestallt innanlandsflug F.I. lagðist niður i gær vegna flutn- inganna frá Eyjum. Skipum Landhelgisgæzlunnar svo og nærtækum skipum Skipaútgerðar rikisins og Eim- skipafélags Islands var beint til Vestmannaeyja, einnig öðrum skipum og bátum á nálægum slóðum. Gerðar voru ráðstafanir til að senda tiltækar áætlunarbifreiðir og strætisvagna úr Reykjavik og nágrenni til Þorlákshafnar til flutnings á fólki til Reykjavikur Þegar fyrstu bátarnir frá Eyj- um komu til Þorlákshafnar á 9. timanum i gærmorgun voru einir 37 stórir bilar tiltækir þar til að aka hröktum ibúum Vest- mannaeyja, sem yfirgefið höfðu allt sitt i skyndi, en Rauði Kross Islands annaðist skipulagningu á móttöku fólksins i Arbæjar- skóla, Melaskóla, Stýrimanna- skóla, Hamrahliðarskóla og Austurbæjarskóla. Einnig voru læknar og annað aðstoðarfólk sent úr Reykjavik til Þorlákshafnar til að- hlynningar á fólki. — TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins, dags. 5. jan. 1973, sem birt- ist i 4. tbl. Lögbirtingablaðsins 1973, fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutnings- leyfa árið 1973 fyrir þeim innflutnings- kvótum, sem taldir eru i auglýsingunni, fram i febrúar 1973. Umsóknir um þá út- hlutun skulu hafa borizt Landsbanka ís- lands eða Útvegsbanka Islands fyrir 1. febrúar 1973. Landsbanki íslands útvegsbanki íslands Blomleg byggð 2 Bátar þessir höfðu allir stutta viðdvöl, enda höfðu skipverja. vart meira með sér en sængurföt og einhvern fatnað. Aðrar eigur voru skildar eftir. Ahafnir nokkurra báta gripu tækifærið og tóku veiðafæri um borð, lfkt eins og ekki stæði til að koma til Eyja í bráðina. Verzianir voru allar lokaðar og læstar, hvergi var hægt að komast i sima, og ekki hægt að komast leiðar sinnar nema fótgangandi. Þó mátti sjá einn og einn bil á stangli, þá gjarnan hlaðinn fatnaði, á leið til hafnarinnar i flýti. Undir drungalega kyrrð þessa fyrrum sexþúsund manna bæjar, tóku svo drunur eldgigjanna I Helgafelli, og settu enn furðulegri blæ á bæinn. Um klukkan þrjú siðdegis, fór svo siöasta flugvélin frá Vest- mannaeyjum af þeim sem komið hafði þangað þann daginn. Um svipað leyti voru siöustu bátarnir einnig að tinast út úr höfninni, og þarmeð siðasta fólkið, sem ekki þarf nauðsynlega að vera eftir til eftirlits- og björgunarstarfa ef ástandið versnar. — Góð boð__________________12_ þýzka stjórnin vottar islenzku þjóðinni samúð sina vegna hörmunganna i Vestmannaeyjum og býður fram aðstoð sina. Sams konar tilkynning barst frá stjórninni I Washington. Þá hafði bandariska varnar- liðið á Keflavikurflugvelli sam- band við utanrikisráðuneytið i gær og bauð fram frekari aðstoð sina, en eins og kunnugt er að- stoðaði varnarliðið almanna- varnaráð rikisins mikið i fyrri- nótt og gær við flutninga á fólki, m.a. á sjúklingum af sjúkrahús- inu i Vestmannaeyjum, sem flutt- ir voru á Borgarsjúkrahúsið i Reykjavik. Skeyti barst einnig i gær til utanrikisráðuneytisins frá jarð- fræðideild UNESCO, menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, þar sem hún býðst til að senda hingað til lands bæði tæki og visindamenn vegna gossins i Heimaey. Að siðustu er þess að geta, að rikisspitalinn i Kaupmannahöfn tilkynnti utanrikisráðuneytinu, að hann væri reiðubúinn að senda hingað hjálparsveitir, ef á þyrfti að halda. Þessi tilkynning barst, áður en séð varð, hvort manntjón kynni að hljótast af náttúrurham- förunum i Vestmannaevium — Eldsúlur 12 mekki lagði þá þegar af sjónum. Þegar Alþýðublaðsmenn yfir- gáfu Heimaey voru enn aö koma þangað fréttamenn og ljós- myndarar til þess að virða fyrir sér og mynda náttúruhamfar- irnar, sem höföu hrakið nær alla Vestmannaeyinga frá heim- kynnum sinum. Og þegar Hjól flugvélarinnar losnuðu frá flug- brautinni komst ekki aö önnur hugsun en sú, hvort heimkynni um 6000 manna sé að fara i eyði, eða þeir geti snúið aftur heim og hafið störf sin að nýju. UROGSKAfUGRIFIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVOROUSTlG 8 BANKASTRÆ Tl 6 1Hfi88 10600 Miðvikudagur 24. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.