Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 7
dóttir, fyrrum Ungfrú ísland, on tundsd- Ingi Kristinsson, „hótelstjóri”. Fæðingarnar tóku fjör- kipp við flóttann úr Eyjum „bessi hópur er nú vonandi að stækka”, sagði Gisli Stefánsson, sjómaður, 39 ára, er við hittum hann i anddyri Fæðingardeildar Landsspitalans með myndar- legan barnahóp á aldrinum 6 til 15 ára. „Konan min, Viktoria Karls- dóttir, veiktist á leiðinni til lands og var lögð hér inn, enda átti hún von á sér. Við vonum að allt gangi vel. Hún er hér i góð- um höndum, þó að þetta verði öðruvisi en viö höfðum gert ráð fyrir”. Við tökum undir þetta með Gisla og óskum þeim hjón- um til hamingju með sjötta barnið. Þarna hittum við einnig Guðrúnu borsteinsdóttur, en dóttir hennar, Lilja Finnboga- dóttir, 20 ára, veiktist lika á leið til lands, en elur senn manni sinum, Gunnari Sveinbjörns- syni, fyrsta barn þeirra hjóna. Tómasdóttir, skýrði okkur frá þvi, að fjórar barnshafandi kon- ur frá Vestmannaeyjum, hefðu verið lagðar inn á deildina i morgun. Taldi hún liklegt, að fyrsti Vestmannaeyingurinn eftir að eldgosiö hófst, liti dags- ins ljós I dag. Yfirljósmóöirin, Kristin Vnnast til að knmast sem fyrst heim aftur „Maður vonast bara til að komast sem fyrst heim aftur”, sagði Einar Kjartansson, 46 ára, þar sem hann sat meö 8 mánaða, fallegan Eyjapeyja, i fanginu á afa, vestur i Mela- skóla. Með Einari voru kona hans og tvö börn þeirra. Einar, sem annars er verk- stjórii Vélsmiðjunni Völundi, er i slökkviliðinu i Eyjum, og var þvi einn þeirra, sem fyrst var ljósthvaða ósköp voru að gerast „Við sáum strax, að þetta verk- efni var okkur ofviða, og geng- um i að vekja upp fólk”, sagði Einar, „og satt að segja var það undravert, hvað fólk var rólegt og óttalaust”, og sjálfur ber þessi hraustlegi maður æðru- leysið með sér. „Viö komum með m/b Gjaf- ari, sem lagði frá Eyjum rétt fyrir kl. 4 I nótt, og gekk ferðin vel, þó að talsvert væri um sjó- veiki. Upp úr bátnum var talið 430 manns, enda var fólk i hverju skoti, jafnt i lestum sem annars staðar. Skipstjóri á Gjafari er Hilmar Rósmunds- son. Var óneitanlega óhugnan- legt og stórbrotið aö sigla i eld- kraumandi sjónum út úr höfn- inni”. Einar kvaðst ennþá naumast hafa leitt hugann að þvi tjóni, sem þessar hamfarir kynnu að valda einstaklingum. Kvaðst hann hafa heyrt, að talsvert hafi verið um að menn hafi tryggt eignir sinar, þegar Surtseyjar gosið varö, en bjóst ekki við þvi, að þeim hefði verið haldið við. Fyrst og fremst hlyti mönnum þó að verða hugsaö til þess, hvi- likur skaöi allri þjóðinni væri að þvi, ef vertiöin færi forgörðum i Vestmannaeyjum. Lauk Einar lofsorði á framkomu fólks og skipulag allrar aðstoðar, og I þvi sambandi væri ástæða til að geta skjótra viðbragða varnar- liðsins með þyrlur sinar, sem heföu komið að góðum notum. Ingi orðinn hótelstjóri Skjótt skipast veður i lofti. A einum til tveimur klukkustund- um i fyrrinóttbreyttist hlutverk Melaskólans frá þvi að vera barnaskóli i það að vera „hótel” eða i það minnsta áningastaður fyrir flóttafólkið frá Vest- mannaeyjum. Snemma i gærmorgun, þegar Alþýðublaðsmenn litu þar við var anddyri skólahússins fullt af fólki á öllum aldri. Mæður með börn sin i fanginu, fjölskyldu- feður á þönum og ráðvilltir ung- lingar, sem sumir höföu yfirgef- ið heimili sin i svo miklum flýti, að þeir voru umvafðir teppum frá Rauða Krossinum til þess að halda á sér hita. Á stigapalli i anddyrinu hitt um við fyrir Inga Kristinsson, skólastjóra, sem stjórnaði mót- töku flóttafólksins. Hvenær komst þú hingað i skólann i nótt, Ingi? Það var um fjögur leytið, en hins vegar kom fyrsti hópurinn ekki fyrr en um sjö leytið. Núna held ég, að i skólann sé komnir um 200 manns. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Fólkið er yfirleitt mjög rólegt”. Það má kannski segja, að þú sért öllu heldur hótelstjóri en skólastjóri þessa stundina? „Já, kannski”, sagði Ingi og brosti. Fegurðardrottn- ingin bangin Inni á stofu 12 i Melaskólanum hittum við fyrir ung hjón frá Eyjum, þau Ernu Jóhannes- dóttur og Egil Egilsson ásamt eins árs barni þeirra hjóna. Erna varð fyrir fjórum árum fegurðardrottning tslands og við snúum máli okkar til henn- ar. Hvernig varð þér við, þegar þú fékkst að vita hvað var að gerast i Vestmannaeyjum? „Það var ekki laust viö, að ég yrði svolitið hrædd. Annars er ó- mögulegt aö lýsa þessari tilfinn- ingu”. Erna vildi auðheyrilega, sem minnst um þetta tala, en þau hjónin urðu aö skilja allt sitt eft- ir i Eyjum og nú biöur þeirra ekkert annað en óvissan. Hjúkrunarfólk á „hótelinu” Auk sjálfboðaliða frá skátum og Rauða Krossinum, sem unnu við hjálparstarfið i fyrrinótt og i gær var fjöldi hjúkrunarfólks til reiöu i þeim skólum borgarinn- ar, sem hýstu flóttafólkið frá Vestmannaeyjum. I Melaskólanum hittum viö fyrir tvær ungar hjúkrunarkon- ur þegar nokkuð var liðiö á morguninn og var auðséö, aö mestu annirnar voru liðnar hjá. Við tókum aðra þeirra, Her- disi M. Júliusdóttur, tali, og spurðum hvort hún heföi haft mikið að gera eftir að fólkið tók að streyma inn i skólann. „Nei, það hefur ekki reynt mikið á okkur, sagði hún. „Það er mikiö af börnum hérna og viö höfum aðallega haft þann starfa að aðstoða mæður, haldið á börnunum og þviumlikt”. Herdis vildi litið gera úr hlut þeirra hjúkrunarkvennanna en öllum er það sjálfsögðu ljóst hversu mikið öryggi fylgir ná- lægð þeirra við þessar kringum- stæður. Borgarbúarnir öllu skelkaðri Melaskólinn var snemma i gærmorgun undirlagður af alls- lausum og vegalausum Vest- mannaeyingum, en ekkert virt- istskorta á, að þeir fengju nauð- synlega aðhlynningu og hjálp. Þarna voru sjálfboðaliöar frá Rauða Krossinum, skátum og fleirum auk þess, sem margir kennarar og starfsmenn skól- ans voru á þönum við að sinna flóttafólkinu frá Eyjum. Astriður Guðmundsdóttir (sjá mynd), simastúlka skólans var ein af þeim fyrstu, sem komu til starfa þar eldsnemma i morgun eða nánast um miðja nótt. „Ég var ræst um kl. 4 i nótt og kom strax hingað i skólann til að undirbúa komu Vestmannaey- inganna”, sagði hún. „Hvort fólkið hafi veriö skelk- að? Það var nú ekki að merkja það, en Reykvikingur, sem starfað hefur i Vestmannaeyj- um undanfarið sagði við mig, að hann ætti nú sennilega eftir að fara að gráta, þegar hann væri kominn heim til sin hér i borg- inni”. „Þetta er kannski orðum auk- ið, sagöi Astráður, „en ég held, aö fólk sé ekki almennilega far- ið að átta sig á þvi, sem hefur gerzt”. Samtalið varð ekki lengra, þvi nú þurfti hún að bera brauð i þá 200 Vestmannaeyinga, sem voru þessa stundina i skólanum. Lán að bátarnir voru í höfn Jón Ásgeirsson, sjómaour a Gjafari, 34 ára, var einn þeirra, sem við hittum i Melaskólanum. Kvað hann ferðina meö Gjafari til lands hafa gengið vel, en með honum kom fleira fólk en nokkr- um öðrum bát, eða 430 manns. Er Gjafar 260 lesta bátur og skipstjóri á honum Hilmar Rós- mundsson. Kvað Jón það mikið lán, að allir bátar hefðu veriö i höfn, þegar ósköpin dundu yfir. Jón sagði að minnsta kosti tveir stórir bátar i Vestmannaeyja- höfn, Hrönn og Siglfirðingur, hefðu verið vélarvanavegna við gerða og hefðu þeir verið dregn- ir út. Minni báta hefði orðið að skilja eftir, en að þeim yrði hug- að, ef aðstæður leyfðu, þegar fólksflutningum væri lokið. Gisli Stefánsson: „Fjölskyldan fer stækkandi”. Miövikudagur 24. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.