Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 10
Tilkynning frá Byggðasjóði Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins hefur ákveðið að frá og með 25. janúar 1973 skuli allar sjálfvirkar lánareglur, sem til þess tima hafa verið i gildi, um lán úr Byggðasjóði til skipasmiði innanlands, skipakaupa erlendis og innanlands, og skipaviðgerða innanlands, falla niður. Frá 25. janúar 1973 skulu umsóknir er berast um lán úr Byggðasjóði til skipa- kaupa og skipaviðgerða innanlands metnar til lánshæfni og lánsupphæðar með tilliti til byggðasjónarmiða, i sam- ræmi við lög nr. 93/1971 um Fram- kvæmdastofnun rikisins o.fl. Þetta tilkynnist hér með þeim sem hlut eiga að máli. Framkvæmdastofnun rikisins. Líf eyrissj óður ASB og BSFÍ Stjórn Lifeyrissjóðs A.S.B. og B.S.F.l. hefur ákveðið að taka á móti umsóknum um lán úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins, Laugavegi 77. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu sjóðsins fyrir 15. febr. 1973. Húsbyggjendur - Verktakar Kambstál: H, 10, 12. Ili, 211, 22, 25 m/m. Klippum og ht'yujum stúl of> járn eftir óskum viflskiptavina. Stálborg h.f. Smifijuvcj'i lil, Kópavof'i. Simi 424X0, Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. KAROLINA FRAMHðLDFRAMHðLDFRAMHÚLDFRAMHÚLDFRAM Hver á? ins mig tvisvar hvort Guömundur í. Guðmundsson sendiherra heföi neitað að sinna störfum varðandi ályktunartillögu tsiands á þingi S.Þ. Ég svaraði að það væri ekki rétt meö fariö, að Guömundur hefði neitaðað sinna þessumstörf- um. Hins vegar vil ég taka skýrt fram, vegna fyrirsagnar Alþýðu- blaðsins, sem ekki er frá mér komin, að eftirfarandi frásögn þin af þvi sem fór fram I um- ræddu simtali, milli mfn og Guð- mundar i. Guömundssonar, sem er birt orðrétt i Alþýðublaðinu 19. þ.m. er efnislega rétt: „Guðmundur t. Guðmundsson svaraði þvi til, að hann væri þvi miður upptekinn, og gæti ekki sinnt þessu máli. Hann þurfti aö fara i jaröarför, og siðan ætlaði hann i heimsókn til einhvers konsúls i Texas. (Ljósrit af skeyti) bessi vottorö lúta að sannleiks- gildi ummæla minna, og vikjum þá aðeins að öðrum atriðum, sem fram hafa komið i máli þessu i Al- þýðublaðinu. Þar segir blaða- rnaðurinn i frétt sinni 19. þessa mánaðar: ,,Nú hef ég vissu fyrir þvi að Guðmundur t. Guðmundsson hafi farið til þessarar jarðarfarar samkvæmt tilmælum héöan að heiman”. Það er rangt að ambassadorinn hafi verið beðinn um að vera við þessa jarðarför af einhverjum yfirboðurum hans hér heima eins og ráða má af þessu orðalagi. Einar Agústsson utanrikisráð- herra hefur upplýst að þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hafi enginn i utanrikisráðuneytinu kannast við aö hafa beðið Guðmund í. Guð- mundsson aö vera við jarðarför, og ekki hafi hann gert það fyrir sin orð. Þó litlu máli skipti, skal það einnig staðhæft, að rétt er sem ég segi i fyrrnefndu viðtali, — um jarðarförina og ferð hans til Texas að finna konsúlinn, — en rangt sem Alþýöublaðið segir, að hann hafi ætlað til Texas til að vera við jarðarför. Að enn öðru leyti er frásögnin i tittnefndri frétt Alþýðublaðsins mjög villandi þar sem gefiö er i skyn að Guðmundur í. Guð- mundsson hafi lagt á ráðin um það með hvaða hætti þetta mál yröi tekið upp viö Bandarikja- stjórn að afsökun hans lokinni. Það var sendinefnd Islands hjá S.Þ, sem það geröi. Meira að segja var það hún sem baö Hörð Helgason sendifulltrúa I Was- hington að taka málið upp á rétt- um vettvangi þar, svo sem skýrslur utanrikisráðuneytisins hér sanna. Ég vil ekki ræða önnur atriði i skrifum Aiþýðublaðsins um mál þetta, og mun láta liggja milli hluta ágæti Guömundar t. Guð- mundssonar sem fulltrúa tslands á erlendri grund, en þvi er mjög haldið á lofti i þessu blaði. Von- andi reynast verk hans haldbetri en frásagnir Alþýöublaðsins, sem Sjórivarp félagar minir, sem með mér voru á 27. Allsherjarþingi S.Þ. hafa nú rækilega afsannað. Reykjavik Hannes Pálsson ATHUGASEMD ALÞÝÐUBLAÐSINS 1. Eins og oft vill verða þegar menn reyna að afsaka sig eftir á, þá gripur Hannes Pálsson til orð- hengilsháttar i grein sinni. Hann segist aldrei hafa sagt að Guð- mundur I. Guðmundsson hafi „neitað” tilmælum islenzku sendinefndarinnar um aðstoð i landhelgismálinu, það sé tilbún- ingur Alþýðublaðsins, heldur hafi hann sagt Guðmund t. Guð- mundsson ,,þvi miður uppptek- inn” við annað og þvi hafi hann „ekki mátt vera að þvi að veita okkur lið i þessu máli”. Auðvitað er þetta ekkert annað en einber orðhengilsháttur. 011- um er ljóst hvert Hannes Pálsson var að fara með skrifum sinum og hvaða hugur var þar á bak við. Þjóðviljinn var a.m.k. ekkert i vafa um það frekar en Alþýðu- blaðið, en hann segir orðrétt i forystugrein miðvikudaginn 17. janúar s.l. um ummæli Hannes- ar: „Dagblaöið Timinn hefur nú skýrt frá þvi, aö sendiherra ts- lands I Bandarikjunum NEITAÐI (leturbr. Alþbl.) að verða viö beiðni um að ræða Islenzkt stór- mál við Bandarikjastjórn. An efa hefur Hannes Pálsson lesið þessa setningu i forystu- grein Þjóðviljans, sem — eins og grein hans sjálfs — hefur það fyrst og fremst að markmiði að reyna að sverta Guðmund í. Guð- mundsson i augum tslendinga. Ekki þótti Hannesi þó nein ástæða til þess að „leiðrétta” þessa túlk- un Þjóðviljans. Honum hefur e.t.v. ekki verið hún eins leið og hann lætur nú, þegar vakin hefur verið athygli á þeirri rangfærðu mynd, sem Hannes er að reyna að draga upp af störfum islenzks sendiráðs og þaö sett i sitt eðli- lega samband viö þá rógsherferð, sem ýmsir skoðanabræður Hann- esar hafa rekið gegn ýmsum mætustu starfsmönnum islenzku utanrikisþjónustunnar á erlendri grund og fjöldi fólks veit um. 2. Þegar ég ræddi i sima við Harald Kröyer, sendiherra, sagðist hann hafa lesið viðtalið við Hannes Pálsson þá um morg- uninn þannig að ég þurfti þar ekki að bera eitt eða neitt á milli. Sendiherrann hafði sjálfur lesið umrædd ummæli og margitrekaöi það I viðtalinu, að hann harmaði þau, teidi frásögn Hannesar af af- skiptum Guðmundar 1. Guð- mundssonar rangfærða og ekki eiga viö rök að styðjast. Þessu til sönnunar tilgreindi ég hér nokkur ummæli sendiherrans orðrétt, en viðtalið við hann tók ég upp á seg- ulband eins og venja er orðin hjá sumum islenzku blöðunum i samskiptum við opinbera aðila á siðasta hálfu öðru ári, eða svo. Hannes sagði m.a.: „Það er ekki rétt, að Guðmundur í. Guð- mundsson hafi neitað að sinna þessum erindum. Hann var að- eins búinn að planleggja sinn dag en benti á aðrar leiöir”. „Mér þótti þetta (ummæli Hannesar i viðtalinu) mjög miöur, þvi það er leiðinlegur blær á þvi, hvernig þetta er fram sett”. „Þegar ég hringdi, þá var Guðmundur t. Guðmundsson að ganga út úr dyr- unum til þess að vera við útför Vestur-tslendings, en það er mjög leiðinlega með þetta farið hjá Hannesi”. „Það er ekki rétt, að Guðmundur t.Guðmundsson hafi neitað að gegna þarna erindum”. Áf þessumtilvitnunum erauðséð, að Haraldur Kröyer gerir sér fyllilega ljóst á sama hátt og Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn hvaða „leiðinlegu meiningar” fólust i orðum Hannesar um Guðmund I. Haraldur harmar þær og tekur fram, að þær eigi ekki við rök að styðjast. Hins vegar vottar hann það i skeyti til Hannesar, að ummæli Hannesar væru „efnislega rétt” (þá væntanlega þegar frá eru skildar hinar „leiðinlegu mein- ingar”). En athyglisvert er, að Haraldur fellir i skeyti sinu niður siðustu setninguna úr ummælum Hannesar um Guömund, — en hún er svona: „Hann (þ.e. Guð- mundur) mátti þvi ekki vera að þvi að veita okkur lið i þessu máli’.’ Þessi ummæli vill Harald- ur ekki votta að séu rétt. Ástæðan er augljós. Jafnvel með ýtrasta orðhengilshætti fela þessi um mæli ekki neitt annað i sér en „leiðinlega meiningu”. Yfirlýsingar samnefndar- manna Hannesar annara læt ég mig litlu varða. Þeir áttu aldrei neinar viðræður við Guðmund í. Guðmundsson um mál þetta og hafa allar sinar upplýsingar fyrir milligöngu annara. Einn þeirra a.m.k. mun auk þess hafa tals- verða reynslu I þvi að semja „leyniskýrslur” um starfsmenn islenzku utanrikisþjónustunnar. sem hafa inni að haída margfalt „leiðinlegri meiningar” en þær, sem fram komu i ummælum Hannesar Pálssonar um Guð- mund I. Guðmundsson og þykir honum þvi sjálfsagt ekkert til- tökumál, þótt „meiningarnar” verði látnar ná til fleiri. Ritstj. Dagstund Miðvikudagur 24. jan. 1 dag er áætlaö flug til Akureyrar (2 feröir), Vestmannaeyja, Húsa- vikur, Patreksfjarðar, Þingeyrar, Egilsstaða, Isafjarðar og Sauðár- króks. 24. janúar 1973 18.00 Jakuxinn Nýr, bandariskur teikni- myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Aðalpersónan er jak- uxi i háfjöllum Tibet, sem veröur leiður á FUMDúR /TÐSTU Aum VEk&Ud H/\LDIW ('IÉÍ? UM eöRÐ. -. ÁNRIFAMESTG eTJðftN/-lAtÁM£NN Hfc/miMi MOhlu TA«A þ'AJT I MNutA, SVo MVfftð i Mfí v/£(ÍA &LUFA i Ö'RY66IS- WHFINU \IIÐ MUWrt RÆ&A FRI&AR- HðftFC/fti H£/MSmAlua/um - EF £|TTHYAÐ BREáöDft Or AF 6ÆT( ÞAfí V/U-p/Q pfl/fiZV H£/M S TYW&ÁOW/V/ sinu hversdagslega lifi og leggur af stað út i veröldina i ævin- týraleit. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Þulur Andrés Ind- riðason. 18.15 Teiknimyndir Þýð- andi Garðar Cortes. 18.30 Einu sinni var... Gömul ævintýri færð i leikbúning. Þulur Borgar Garðarsson. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýs- ingar 20.30 Þotufólk. Banda- riskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Aidahvörf i Afriku. Fjórði þáttur myndaflokksins um framþróun Afriku- rikja á siðustu árum. Miðvikudagur 24. jan. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:45 1 dag. Væntan- iegur aftur kl. 18:45 i kvöld. Flugvélin fer til Oslo og Kaupmanna- hafnar kl. 09:00 i fyrra- málið. Þýðandi og þulur Ell- ert Sigurbjörnsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.25 KIoss höfuðs- m a ð u r P ó 1 s k u r njósnamyndaflokkur. A eigin ábyrgð. Þýð- andi Þrándur Thor- oddsen. 22.20 Viðhorf hinna vitru. Umræðuþáttur, þar sem Nóbelsverð- launahafar 1972 skiptast á skoðunum um ástandið i heimin- um um þessar mund- ir, og ýmis vandamál mannkynsins, sem ofarlega hafa verið á baugi að undanförnu. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) Þæyðandi Jón O. Ed- wald. 23.00 Dagskrárlok o Miðvikudagur 24. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.