Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 12
alþýðu KOPAVOGS APÚTEK Opið öli kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og SemiBtL ASTO&N Hf FRIÐURI VÍETNAM HAFT EFTIR ZIEGLER Haft var eftir Ronald Ziegler, bla&afulltrúa Nixons Bandarikja- forseta, aö klukkan þrjú i nótt að islenzkum tima ætlaði forsetinn að koma fram i sjónvarpi og skýra þjóöinni frá siöustu fréttum af gangi friðarviðræðnanna við Norður-Vietnam. Ziegler neitaöi þvi ekki,'að forsetinn hygðist til- kynna, sað samningar um frið i Vfetnam hefðu tekizt. Aður en Nixon heldur þessa ræðu heldur hann fund með stjórn sinni, og siðan með þingmönnum beggja flokkanna. GOÐ BOÐ Margir erlendir aðilar hafa sent tslendingum samúðar- kveðjur vegna hinn óskaplegu náttúruhamfara i Vestmannaeyj- um. Rikisstjórnir Bandarikjanna og Vestur-Þýzkalands hafa enn- fremur boðizt til að veita islenzk- um stjórnvöldum aðstoð, sem að gagni mætti koma til-ausnar þeim vandamálum, er að steðja, vegna eldgossins i stærstu og mikilvæg- ustu verstöð landsins. Ingvi S. Ingvarsson, skrifstofu stjóri utanrikisráðuneytisins, tjáði blaðinu i gærkvöldi, að for- stöðumenn ýmissa erlendra sendiráða I Reykjavik hafi i gær látið i ljós samúðarkveðjur vegna náttúrurhamfaranna i Vest- mannaeyjum. Formleg tilkynning barst i gær sendiráði Islands i Bonn, þar sem Framhald á bls. 4 HOPURINN STÆKKAR 1 opnu segjum við frá þvi, aC fjórar konur frá Vestmanna eyjum hafi verið lagöar inn : Fæðingardeild Landsspitakj ans. Klukkan 12.30 I dag ól ein þeirra, Guðný Linda Antonsdóttir manni sinum Bjarna Valtýssyni, bráð| myndarlegt stúlkubarn, sem vóg 12 1/2 mörk og mældist 49 sentimetrar. Guðný Linda kom á Fæðingardeildina um kl. 6 i gærmorgun, og heilsast mægöunum prýöilega. Við óskum foreldrunum hjartanlega til hamingju, og bjóðum bæði þau og barnið velkomin til Reykjavikur. OPNA Eldsúlurnar virtust á milli húsanna inn „Ég fór úr húsinu minu, þegar rúðurnar voru orðnar sjóöandi heitar, og hraunið ekki nema um fjörutiu metra frá þvi”, sagði Vestmannaeyingur, sem Alþýðublaðsmenn hittu að máli á flugvellinum á Heimaey um hádegisbilið i gær. Hann var meðal þeirra sjðustu til að fara út á flugvöll méð fjölskyldu sina og þann farangur, sem hann komst með, og beið eftir flug- fari. Um þetta leyti voru ekki eftir i Eyjunum nema um fimm- tiu manns, mest lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og björgunar- liðar, en einnig menn, sem hugðust gæta mannvirkja i kaupstaönum meðan þess væri nokkur kostur. Ekki var örvæntingarsvip að sjá á nokkr- um eyjarskeggja, þótt steinsnar frá heimkynnum þeirra væru kommr eldspiiandi gigar — þvert á móti voru þeir hressir að sjá, en rólegir. Þegar flogið var inn yfir Vest- mannaeyjakaúpstað úr austri blöstu eldsúlurnar við, frá sjón- um fyrir austan hann, þar til þær hurfu á bak við Helgafell, og virtist við fyrstu sýn sem þær væru nánast inn á milli hús- anna. Suðvesturendi gigaraðarinn- ar er ekki nema um tiu til fimmtán minútna gang frá flug- vellinum, en þar hafa hlaðizt upp háir gjallhólar, þar sem nær slétt land var áður, og allt gróið land f nágrenninu þakið gjalli svo hvergi sást stingandi strá. Kaupstaðurinn sjálfur tómur og eyðilegur, einstaka bill á ferli, og fyrir utan nokkur hús voru menn að bera farangur i bfla sina til þess sfðan að yfir- gefa staðinn. Syðst i kaupstaðnum er eld- gosið óhugnanlegast að sjá, en spölkorn frá húsunum þeyttist eimyrjan upp i loftið með hvissi og drynjandi sprengingum, og hitinn orðinn nánast óbærilegur. Fáeinir Vestmannaeyingar voru þar staddir til að horfa i siðasta sinn á náttúruhamfarir þær, sem hrakti þá áð heiman, en héldu sfðan þögulir burt. 1 fylgd með blaðamönnum voru tveir jarðfræðingar, sem voru að þvi spurðir, hvaða likur þeir teldu á þvi, að sprungan lengdist það mikið út I sjó, að höfnin lokaðist. Þeir sögöu, að ekki væri hægt að þvertaka fyrir, að slikt gerðist, og bentu á, að sprungan næði þegar tals- vert i sjó fram sem raunar leyndi sér ekki þvi mikla gufu- Framhald á bls. 4 BÍLAR AÐ VERDMÆTI 240 MILLJÖNIR KRÖNA LIGGJA UNDIR SKEMMDUM Nálægt 800 bilar, eða allir bilar Vestmannaeyinga, liggja nú meira og minna undir skemmd- ELDFLÓÐIÐ NÁLG- AST KIRKJUBÆINA Klukkan hálf tólf: gosiö svipað og fyrr í dag — gigarnir norðaustan í sprungunni enn mjög virkir — breytingar þó örar— menn uggandi um að hraunstraumurinn taki stefnu á bæinn — nálgast ískyggilega Kirkjubæina — flestir bátar hafa yfir- gefið Vestmannaeyjar — fátt fólk eftir i Heimaey - þeir sem eftir voru unnu að þvi að bjarga bílum og eignum úr yfirgefnum húsum — Hekla á leiðinni til Eyja að sækja bíla — Hofsjökull lagði af stað klukkan átta til að sækja frosinn fisk — gott veður var, breytileg átt og því sem næst logn. um vegna öskufallsins, sem varð i Eyjum f fyrrinótt. Það vill þannig til, að öskugjallið hefur mjög óheppileg áhrif á lakk. Það er ekki nóg með að hætt sé við rispum, er gjallið er hreinsað af, heldur virðist sem það tæri á einhvern hátt lakkið, samkvæmt þeirri reynslu, er fékkst á bilum, sem lentu i öskufalli frá siðasta Heklugosi. Þeir bilar voru þó hreinsaðir fljótlega, en óvist er hvenær Vestmannaeyingar geta hreinsað ófögnuðinn af bilum sinum. Skemmdist lakkið það mikið að sprauta þurfi upp á nýtt, kostar það tugi þúsunda á hvern bil, og þar með milljónaupphæð á allan bilaflota Vestmannaeyinga. Nær allir bilarnir standa nú úti, þrátt fyrir að talsvert sé um bil- skúra i Vestmannaeyjum. Astæðan er sú að eyjarskeggjar fóru flestir á bílum sinum niður á höfn i gærmorgun, og skildu þá þar eftir. Maður nokkur i Vestmannaeyjum, sem blaðiðátti tal af í gær, stakk uppá að bilarnir yrðu i skyndi fluttir til lands. Ekki taldi hann sizt ástæðu til þessa með hliðsjón af þvi að bil- arnir kynnu að liggja undir skemmdum. — Sé miðað við að hver bill sé að verðmæti um 300000 krónur, sem ekki þarf að vera fráleit ágizkun, þar sem yfirleitt virðist vera mikið um nýlega bíla og i hærri verðflokkum i Eyjum, þá er heildarverðmæti þeirra bfla, sem nú liggja undir skemmdum, hvorki meira né minna en 240 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.