Alþýðublaðið - 16.01.1922, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.01.1922, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið 1922 Mánudaginn 16. janúar 12 tölublað - Jajialaruilir. Það eru ekki nema örfá ár síð- an ekki raátti heyrast orðið jafn- aðarmaður. Nú er öldin önnur. Nú þykir engin skömm áð því lengur að vera jafnaðarmaður. Já, meira að segja, margir menn úr auðvalds- liðinu ern farnir að segja: Eg er jafaaðarmaður. Eða: Eg er hæg- íara jafnaðarmaður, en bolsivíki er eg ekkil Já, jafnaðarmenn, en þó ekk* boísivíkarl Og hvað hafa þessir menn svo fyrir sér í því, að þeir séu jafn- aðarmenn, eða hægfára jafnaðar- rmenn ? Ritstjóri þessa biaðs hitti ný- lega einn af þessum jafnaðar- mönnum, sem sig svo kalla og ¦spnrði hann hvort hann ætlaði að kjóss. með alþýðuflokknum. Nei, akki ætlaði hann að gera það. . Hvort hann væri með lands- verzlun? Nei, hann var á móti lands- verzíun. Hvort hann væri með kaupfé lagsskap? Ja, jú, úti um Iand gætu kaup- féiög gert gagn, ef þeim væri vel atjórnað, en hér i Reykjayik ættu þau ekki við. Hvort hann væri með því að 'verklýðurinn hefði með sér öflug- an félagsskap? Já, ef honum væri stjórnað með gætni og atvinnurekendur hefðu Ifka sterkan félagssknp. hvort hann væri með því, að tog- ararnir yæru gerðir að þjóðareign? Nei, hann var á móti þvfl Með Öðrum orðum: Þessi góði .jafnaðarmaður'', sem sig nefndi, hann var á móti öllu því sem jafnaðarmenn vilja. Þegar honum svo var bent á það og að hann gæti ekki kallað sig jafnaðarmann með þessar skpðanir, þá sagði íiann: „Ea eg er með því að út rýmá fátæktinni. Eg vil að öilum líði vell" En þegar hann var spurður að hvernig ætti að fara að því, að útrýma henni, varð honum orð fátt Hann muldraði eittvað um vaxandi menningu, aukna sann girni, áhrifin sem guðspekin mundi hafa 0. s. frv. .En á neina ákveðna leið gat hann ekki bent. En hvað er þá að vera jafnað- ármaður ? Er sá jafnaðarmaður, sem segist vilja útrýma fátæktinni? Nei, langt frá þvíl Jafnaðar- maður er eingöngu sá, sem segist vilja gera framleiðslutækin og verzlunina að þjóðareign, og segir um leið að þetta sé eina leiðin til þess að útrýma fátæktinni. Og svo er hann auðvitað ekki jafnaðarmaður þó hann segi þetta. Hann verður að vinna að þessu takmarki. Annars er hann ekki jafnaðarmaður. En hvað ert þú, lesari? Vinnuþrælitunin s togurum. Sjómaður einn segir svO frá: „Eg hef verið í fjóitán ár á togurum en er nú hættur. En þess yðrast eg mest. að eg skyldi ekki hætta, þegar liðin voru fjög ir árin, þvf eg skil varla í, að 14 ára Siberiuvist sé verri, en 14 ár% dvöl á togara Eada er eg viss uai, að sá sem er fimm ár á togara, hann styttir æfi sína um önnur fimm. Eg ætla að segja hér að eins frá einu atviki. Það kom fyrir á Braga. Við höfðum farið undan norð anveðri inn á fsafjarðardjúp, köst- uðum þar og rifum vörpuna. Skipstjóranum sýndist mi vera að lygna, og var nú snúið við, til þess að halda afttrr á miðin, austur og út af Kögrinu. Þegar komið war lftið eitt lengra út, kom i S|ós, að veðrið var hið sama og áður, svæsið nórðan- veður með hörkufrosti. Það komust ekki nema tvéir að við að gera við vórpuna. en við vorum við það fjórrr, skiftum til þess tveir og tveir. En í stað þess áð láta skipshöfnina sofa, þá fjóra tima, sem það tók að komast á miðin, þá voru allir látnir vaka, eh heilbrigð skyn- semi sagði, að sjáifsagt væri, áð allir svæfu. nema tveir við netin, sem svo íengju áð sofa á eftir. Eg segi ekki frá þessu af því, að þetta hafi verið nókkuð sérstakt eða nokkuð eins dæcni. Þvért á mðti, eg segí frá þvf af því, að þetta er alment dæmi upp á þrælkunina á togurunum, stjórn- leysið á þeim, eins og það er og hefír verið á þeim flestum, og hina mögnuðu fyrirlitningu er svo margir skipstjórar sýná lífi og heiísu hásetanna. Þeir vita hvort eð er; að þeir þurfa ekki að sjá íyrir þeim, þegar þeir eru orðnir heiísu • lausir, eða ekkjum og börnum, þegar búið er að drepa þá á vökum, Það var hörkufrost eins og eg sagði, og við þurftum að nota melspfru til þess, að stingi fyrír netanálinni i pokann á vörpunni, til þess að koma nálinni i gegn, Og þó sofnaði eg þarna Eglagði mig upp að vélarkasBánum, þegár hinir tveir tóka við, að gera við netin, og þar steinsofnaði eg, belst á móti norðáttveðrinu, ogf þrátt fyrir frostiði Og viðlíka þreyttir og eg hafa flestir hinir hásetarnir verið". II Annar sjómaður segir svo frá: »Sem dæmi upp á fyrirlitningu þá er margir to Jaraskipstjórar sýna vinnuaflinu, má géla þess, að al gengt er að kalla alia menn upp á þilfar til þess að gera það sern 3—4 menn geta gért. Þáð ér engu líkara, en að sutnir togaraskipstjór-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.