Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 2
+ Alúöarþakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur hjálp, vinsemd og samúö viö andlát og útför fööur okkar SIGMUNDAR HJÁLMARSSONAR frá Kirkjubæ Dætur og aörir vandamenn. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiCsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smlSaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 Rafsuðumenn óskast strax. Einnig afgreiðslumann á lager. Mikil vinna, góð laun. punial OFNAR hf. Siðumúla 27 — Simi 35555. TILKYNNING um skráningar og umskráningar bifreiða. Til hagræðingar fyrir viðskiptavini sina hefur Bifreiðaeftirlit rikisins ákveðið, að fara þess á leit, við þá, sem ætla að láta skrá eða umskrá bifreiðar hjá stofnuninni að Borgartúni 7, Reykjavik, að þeir panti afgreiðslutima i sima 26077, með a.m.k. dags fyrirvara. Þeir, sem hafa pantað tima, sitja fyrir af- greiðslu á þeim tima, sem þeim hefur ver- ið gefinn upp sem afgreiðslutimi. Tíikynning þessi nær ekki til nýskráninga á bifreiðum, sem skoðaðar eru á starfs- stöð innflytjenda. Reykjavik, 7. mai 1973. Bifreiðaeftirlit ríkisins. ORÐSENDIHG til viðskiptamanna Samvinnutrygginga Með tilliti til fréttatilkynningar trygg- ingamálaráðuneytisins dags. 3. þ.m. og viðurkenningar stjórnvalda á þörf trygg- ingafélaganna fyrir hækkun iðgjalda bif- reiðatrygginga á nýbyrjuðu tryggingaári, höfum vér ákveðið að taka nýjarbifreiðari tryggingu nú þegar gegn yfirlýsinsu tryggingartaka um greiðslu iðgjalda strax og ákvörðun rikisstjórnarinnar um iðgjaldahækkunina er fengin. Til að spara kostnað og tviverknað, velj- um vér þessa leið fremur en að inn- heimta iðgjöld nú strax samkvæmt ið- gjaldaskrá þeirri, er gilti til 30. april sl. og viðbótariðgjald siðar. Reykjavik, 7. 5 1973 SAMVINNUTRYGGINGAR Samansafn af ósamkynja táknum og hugmyndum Þjóðleikhúsið: LAUSNARGJALDIÐ Höfundur: Agnar Þórðarson Leikstjóri: Benedikt Árnason Leikmynd: Gunnar Bjarnas. Tónar: Sigurður Rúnar Jónsson Fimmta verk Agnars Þórðar- sonar fyrir leiksvið, „Lausnar- gjaldið”, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudagskvöld, er mikil furðusmið. Það hefst með tiltölulega raunsæjum hætti á samtali tveggja kvenna í rík- mannlegu umhverfi: sauma- kona rabbar við fina frú meðan hún lagfærir kjól hennar. En áð- ur en varir fær leikurinn nýja vídd: konurnar eru staddar i Asgarði og i baksýn blasir við fjölbýlishús, sem nefnist Jötun- heimar, og af ibúum þess stend- ur húsbóndanum i Asgarði hinn mesti stuggur. Siðan taka að gerast váleg tíðindi. Sonurinn i Asgaröi, Grimur, bróðir Bald- urs sem er týndur, er gæddur dulrænum hæfileikum, fer ein- förum, stundar seið og indversk fræði og býr yfir lækninga- mætti. Hin goðsögulega merk- ing umhverfis og persóna er áréttuð með ivitnunum i Völu- spá, og um það er lýkur hafa unglingarnir i Jötunheimum ásamt Grimi i Asgarði skipað sér undir merki ásatrúar og ind- verskrar dulspeki i þvi skyni að vernda islenzka náttúru fyrir spjöllum og sprengingum tæknivæddra framkvæmda- manna og iðnþróunarforkólfa. Samhliða þessari sérkennilegu atburðarás, sem ég er hvorki að ýkja né skopstæla, eru langar og hástemmdar orðræður ungling- anna, og þá einkanlega Loga (Loka?) og Grims, um vá mannsins á trúlausri og gráð- ugri tækniöld. Það sem er kannski furðuleg- ast við „Lausnargjaldið” er það samsafn af ósamkynja táknum og hugmyndum, einatt heldur illa meltum, sem bera uppi at- burðarásina, en hún er sjálf ein- attá mörkum fjarstæðunnar, að ekki sé meira sagt. Ég get verið höfundi hjartanlega sammála um, að leggja beri fyrir róða hræsni og uppblásna fortiðar- dýrkun islenzkrar borgarastétt- ar, segja kaldri skynsemi strið á hendur i nafni annarra mikil- vægra eðliseiginda mannsins, veita heilbrigðum hugsjónum æskunnar áheyrn og svigrúm i þjóðfélaginu, og þannig mætti lengi telja, en góður vilji er i veiku gildi, ef vantar kraftinn til að gefa slikum og öðrum áþekk- um hugmyndum sannfærandi merkingu á leiksviðinu, tengja þær saman í eina heild og um- fram alltgera þær samlifar per- sónum og efni leiksins. Það sem hefur hinsvegar gerzt er, að hinar hráu og sundurlausu hugmyndir hafa borið leikinn ofurliði i þeim skilningi, að persónurnar verða flestar tákn eða persónu- gervingar hugmynda, en ekki lifandi einstaklingar. Helztu undantekningarnar eru sauma- konan Vala og húsmóðirin Gró. Jafnvel reiðu feðurnir tveir, sem eiga að vera fulltrúar venjulegra Islenzkra góðborg- ara, stútfullir af hræsni og for- dómum, koma einsog skollinn úr sauðaleggnum inni leikinn, og höfundi lánast ekki einusinni að gera þá verulega skoplega, sem mun þó hafa verið ætlun hans. 3 á! J Vel má vera, að það æskufólk sem lýster i „Lausnargjaldinu” eigi sér hliðstæður i raunveru- leikanum, þó mér finnist það hæpið, en það leysist upp i hinni goðsögulegu táknþoku, og svipuðu máli gegnir raunar um höfuðfulltrúa eldri kynslóðar- innar, Valgarð: lif hans i minn- ingu fornrar frægðar alheims- glimukappans er vissulega al- þekkt islenzkt stef, en lausnar- gjald hans i lokin verður full- komlega merkingarlaust sem og öll hin trúfræðilega umræða leiksins. Ég skal ekki um það dæma, hversvegna Agnari Þórðarsyni tekst ekki betur en raun ber vitni að hemja og móta efni sitt i listræna heild eftir langan feril i leikritun, en óneitanlega hvarfl- aði það stundum að mér, að um væri að kenna samskonar hlut- leysi eða hálfvelgju og í næstsið- asta leikriti hans, „Sannleik i gifsi”, að hann megnaði ekki að taka af skarið, leggja til atlögu við veruleikann einsog hann er, gæða persónurnar eigin lifi og leyfa þeim að lifa því á sviðinu án heimspekilegra heilabrota og vangaveltna. Tákn í skáld- verki geta ekki orðið staðgengl- ar lifandi lifs. Bezti partur sýningarinnar var tvímælalaust hin einfalda, stilhreina og glæsilega leik- mynd Gunnars Bjarnasonar, sem vissulega lyfti verkinu og verði það þráttfyrir allt að raunverulegu augnayndi. Þetta er eitt bezta verk sem ég hef séð frá hendi Gunnars. Tónlist Sigurðar Rúnars Jóns- sonar fannst mér mjög þekkileg og viða beinlinis uppljómandi. Benedikt Arnason hefur sennilega leyst sitt erfiða leik- stjórnarverkefni eftir beztu getu, og vissulega var still og yfirbragð sýningarinnar þokka- legt og furðanlega samfellt, þegar tillit er tekið til hins sundurleita efnis. Ég held að Benedikt hafi bjargað þvi sem bjargað varð, en verkið vakti aldrei til verulegs lífs nema rétt i upphafi meðan þær ræddu saman, frúin og saumakonan. Guðbjörg Þorbjarnardóttir túlkaði hinn góðhjörtuðu og hálfsinnisveiku húsmóður í As- garði af mikilli hlýju og nær- færni, og það var ekki hennar sök þó stundum yrði straumrof, einsog til dæmis i atriðinu þegar þau takast í hendur, Logi og hún. Bryndis Pétursdóttir brá upp mjög sannferðugri og hófstilltri mynd af Völu sauma- konu, en Rósa Ingólfsdóttir lék Unnu dóttur hennar, óstýrilátan og illa siðaðan ungling, af tals- verðum tilþrifum, þó sumstaðar brygði fyrir ofleik. Hún náði ekki fullum tökum á umskiptun- um frá felmtri og furðu til ofsa- kæti, eftir að „undrið” uppgötv- ast. Valur Gislason gerði Valgarð húsbónda i Asgarði næstum ó- mannlegan i harðýðgi sinni og geðvonzku, enda á hann að vera gamall kraftajötunn, en inn á milli brá fyrir leiftrum sem voru næstum harmræn, til dæmis þegar tal þeirra hjóna berst að örlögum Baldurs. Ann- ars er Valgarð frá höfundarins hendi hálfgerð farsapersóna, svo einstrengingslegur sem hann er í öllum viðhorfum og viðbrögðum. Sigurður Skúlason lék soninn I Asgarði, Grím, sem býr yfir hinum dulræna krafti, af tals- verðum hagleik og innri festu, en hlutverkið er svo ósennilegt, að mér fannst mesta furða hve vel Sigurði tókst að halda þvi réttumegin við afkáraskapinn. Þórhallur Sigurðsson lék auðnuleysingjann Loga i hressi- legum hálfkæringstóni sem gerði piltinn viðkunnanlegan, en bágt átti hann með sig, þegar tilfinningasemin kom til skjal- anna, og sömuleiðis reyndist honum erfitt að blása lifi i þær hástemmdu ræður sem honum er gert að halda. Erlingur Gislason lék Ismeygilegan blaðamann, Fáfni, með votti af skopstæl- ingu, sem hefði kannski mátt beita viðar i verkinu. Lárus Ingólfsson og Valdemar Helgason léku tvo reiða feður, sem eru látnir flytja hinn furðulegasta texta, og tókst þeim báðum að vekja hlátur i salnum með tilburðum sinum, þó hlutverkin séu nánast grát- lega afkáraleg. Onnur hlutverk eru örsmá. Um táknræna merkingu hinna goðsögulegu nafna i leiknum skal ég ekki fjölyröa, en þau urðu sízt til að greiða úr þok- unni. Leiknum var vinsamlega tek- ið, höfundi, leikstjóra og leik- endum hóflega klappað lof i lófa. Sigurður A. Magnússon Þriðjudagur 8. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.