Alþýðublaðið - 08.05.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Síða 3
CARGOLUX IHUGAR AB TAKA f NOTKUN ÞOTU Það hafa trúlega fæstir hug- mynd um það að islenzkt flugfé- lag haldi uppi reglubundnum ferðum með pipar frá Samara i Eþiópiu og með tómata og jarðar- ber frá Marokkó til Luxem- burgar. En þetta er hluti fastra verk- efna CARGOLUX INTER- NTIONAL S.A. sem er sameign Loftleiða, Luxair og sænska skipafélagsins Salenia. Félagiö er nú um þriggja ára gamalt, og hefur velta þess og umsvif aukizt mjög hröðum skrefum, — og sem dæmi má nefna, að árið 1971 voru flognar 5.480 flugstundir, en áriö 1972 voru flugstundirnar 10.520. Það sem af er þessu ári er enn um að ræða mikla aukningu. Aðalflugleiðir félagsins eru til og frá Austurlöndum f jær, þá sér- staklega Hong Kong og Singa- pore, og eru að jafnaði farnar þangað þrjár ferðir i viku. Þar að auki er farið reglulega einu sinni i viku til Lusaka i Zambiu. 1 vetur hefur einnig, eins og áður, verið flogið meö pipar reglulega einu sinni i viku frá As- mara i Eþiópiu og einnig var farið þrisvar sinnum i viku með tómata og jarðarber frá Marokkó til Luxemborgar og var þessum vör- um siðan dreift þaðan. Nú eru starfandi hjá CARGO- LUX ellefu flugáhafnir, sem eru flestar islenzkar, en starfsmenn CARGOLUX eru nú orðnir 55 alls. Segja má að mjög mikill alþjóða- bragur sé yfir þvi að starfsmenn eru af átta þjóðernum og tala a.m.k. niu tungumál. ( Stjórn CARGOLUX hefur nú i athugun, að félagið taki i notkun þotu af geröinni DC-8-61 nú i haust eða á næsta ári. Einnig er verið að athuga möguleika á að reisa flugskýli i Luxemborg, til þess að mögulegt sé að sjá um allt við- hald á vélum CARGOLUX. Þá yrðu ennfremur framkvæmdar minnni skoðanir fyrir Loftleiöir h.f., International Air Bahama og jafnframt mundi Luxair beina ákveðnum viðskiptum til þess félags, sem sæi um rekstur flug- skýlisins og viðhald flugvélanna i Luxemborg. GENGIÐ VERÐUR Á FLEYGI- FERÐ — Þaö er engin stefna I sjálfu sér að viöhalda föstu gengi, sagði Jóhannes Nordal á fundi með blaðamönnum nú á dögunum, þegar tilkynnt var um gengishækkun Islenzku krónunnar. Það virðist meira að segja vera oröin stefna, að gera tiðar breytingar á geng- inu, ef marka má ummæli seðlabankastjórans á ársfundi bankans, en þar sagði hann orðrétt: „öll hnlga þessi rök að þvl, aö við fylgjum fordæmi ann- arra þjóða og tökum upp sveigjanlegri stefnu I gengis málum, meðörari breytingum gengisskráningar bæði til hækkunar og lækkunar, og gerum gengið þannig að virk- ari þætti I almennri stjórn efnahagsmála.” Það má þvi alveg eins búast viö frekari breytingum I næstu framtlð — upp eða niður — og út. Það má þvl alveg eins búa.st við frekari breytingum I næstu framtið — upp eða niður — og útflytjendur og innfiytjendur verða þvi ekki öfundsverðir af hlutskipti sinu. GOTT VÆRI AÐ EIGA HLUT í SEÐLA BANKANUM Það gæti verið gott að eiga hlutabréf i Seðlabankanum ef hægt væri. Þrátt fyrir að rekstrarafkoma bankans hafi versnaö að miklum mun á árinu 1972 — eftir að greiddir höfðu veriö vextir af eigin fé og arður af stofnfé voru aðeins eftir 5,7 m. kr. árið 1972 á móti 51 m. kr. árið 1971 — þá var arðgreiðsla af stofnfé bankans hækkuð úr 13% i 15%, en hún rennur til Visindasjóðs. En þrátt fyrir óhagstæða afkomu var bankinn samt veitull til liknar-og nauðsynjamála. Gaf hann m.a. 5 millj. kr. i Land- helgissjóð. FJÖGUR FYRIRTÆKI FÁ 73.5 MILLJÓNIR 12 MILUÚNIR l)R IfiNÞRðUN ARSJðÐI í NÝTT BAKARl Fjögur fyrirtæki fengu nýverið úthlutað lánum úr Iönþróunar- sjóði, samtals kr. 73.5 milljónir. Dósagerðin viö Borgartún fékk 24 milljónir, Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri fékk 15 milljón- ir. Ullarverksmiöjan Gefjun á Akureyri fékk 22 milljónir og Brauö h.f. i Kópavogi fékk 12.5 milljónir. Lán þessi eru veitt samkvæmt ábendingum fram- kvæmdastjórnar Iðnþróunar- sjóðsins á Islandi, en eru siöan samþykkt af yfirstjórn sjóðanna á öllum Norðurlöndunum. Dósagerðin h.f. Framkvæmdastjóri Dósa- gerðarinnar h.f. sagði við Alþýöu- blaðið i gær, að væntaniega flytti verksmiðjan i nýtt og stórt hús, að Vesturvör 16-20, sem verið er aö ljúka við. Lánsféö á að nota til kaupa á fullkomnum vélum til dósagerðar, og er áætlað, aö nýja verksmiðjan geti tekiö til starfa i haust. Stækkun þessi á Dósagerð- inni er gerð meö hliðsjón af aukn- um útflutningi á niðurlagningar- vörum og þeirri endurskipu- lagningu á niðurlagningaiðnaðin- um, sem nú stendur yfir. Brauö h.f. Að sögn Kristins Albertssonar, framkvæmdastjóra Brauðs h.f. i Kópavogi, er verið að innrétta stóra og fullkomna brauð- og kökugerö i Skeifunni 11, sem verður búin vélum af nýjustu gerð, — en þær eru þegar komnar til landsins. I fyrstunni sagöi Endurskipulagning á fagmetisverksmiðjum Kristinn, að fyrirtækið reki baka- ri á báðum stöðunum, en siðar verði starfsemi hætt á gamla staðnum. Sambandsverksmiðjurnar. Iðunn og Gefjun á Akureyri fá samanlagt 37 milljónir króna úr sjóðnum, og aö sögn Axels Gisla- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra, veröur þetta fé bæði lagt i endurnýjun og kaup á nýjum vél- um til þess að fullkomna fram- leiðsluna og gera hana sam- keppnisfærari. Dýrasta f járfestingin hjá Gefjun er nýtt og fullkomiö ullar- blöndunarkerfi, sem kostar 14-15 milljónir króna. Einnig verða keyptar vélar i sambandi við ýmsar nýjungar i vefnaði, og loft- ræstikerfi verksmiöjunnar verð- ur endurnýjað. Hjá skinnaverksmiðjunni Iðunni verða 15 milljónirnar að mestu notaöar til áframhaldandi uppbyggingar og keyptar veröa ýmsar smávélar til lagfæringar og hagræðingar á framleiðslunni. TIL STYRKTAR FÖTLUÐUM Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, hefur borizt höfðingleg gjöf vegna Vestmannaeyja- gossins að upphæð kr. 500.000.00 frá Vanförefonden og Samfundet og Hjemmet for Vanföre I Dan- mörku. Gjöfina afhentu formenn sam- takanna, Viggo Kampmann, fyrr- verandi forsætisráöherra, og Frederik Knudsen, Siguröi Bjarnasyni ambassador Islands i Danmörku. I gjafabréfinu er tekið fram að upphæöin skuli ekki ganga inn I hina almennu dönsku Vestmannaeyjasöfnun, heldur verði henni varið eingöngu til styrktar fötluðum Vestmannaey- ingum. Sölustofnun lagmetis hefur samið við norskan verkfræðing um að gera tæknilega úttekt á verksmiðjum í lagmetisiðnaði í þvi skyni að vinna að endurskipu- lagningu verksmiðjanna, aukn- ingu framleiöni og fá betri nýt- ingu á byggingum og framleiðslu- tækjum. Þessi verkfræðingur var hér á ferðinni fyrir skömmu og skoðaði þá átta verksmiðjur. Hans er svo aftur von hingað til lands I sumar, og mun hann þá halda starfi sinu áfram. Frá þessu er skýrt I fréttatil- kynningu frá stofnuninni i tilefni annars fulltrúaráðsfundar stofn- unarinnar, en hann var haldinn nýlega. 1 tilkynningunni er einnig frá þvi greint að auk tæknilegrar út- tektar sé ráðgerð matvælaleg út- tekt á lagmetisiðnaðinum. Hefur verið gerður samningur við þekkt danskt fyrirtæki, sem hefur sér- hæft sig sem ráðgjafafyrirtæki i matvælaframleiðslu, þ.e. gerð uppskrifta, notkun krydds, sósu- gerö svo og gerð vörunnar fyrir hina einstöku markaði. Fyrirhugað er að fyrirtæki þetta athugi fyrst vörur þær, sem framleiddar eru hérlendis og vinni aö endurbótum á fram- leiðslu þeirra. 1 öðru lagi er verk- efni þessa fyrirtækis að þróa nýj- ar tegundir úr hráefni okkar og taka jafnvel nýtt hráefni inn i framleiösluna. Þá mun fyrirtæki þetta einnig verða ráðgefandi um notkun og samræmingu umbúða svo og útlit vörunnar. AGÆTUR ÁRANGUR Ann Gray var greinilega á rangri hillu, — eöa réttara sagt: röngu megin við myndavélina. Þvi hún starfaði sem aðstoðar- stúlka Ijósmyndara nokk- urs í Englandi. Einn dag- inn vantaði fyrirsætu, svo Ann brá sér fram fyrir linsuna. Með aldeilis ágætum árangri. o Þriðjudagur 8. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.