Alþýðublaðið - 08.05.1973, Síða 4

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Síða 4
Frá mönnum og málefnum Draugnum boðinn fínasti vindill Þáttur Sigurðar Sv. Pálssonar um Snæfellsjökul, sem sýndur var í sjónvarpinu á sunnudags- kvöld, var sér á parti. Það var eins og maður væri að horfa á stofnunina verða að taka fulln- aðarpróf sitt, svo fannst manni allt handbragð bera af öðrum þáttum likrar gerðar, þótt um margt hafi verið ágætir, eins og t.d. Landmannalaugabaðið. Myndatakan og öll efnismeðferð setti einhvern heimsborgara- brag á þetta allt saman, svo jafnvel austrið i Zophaniasi og hið snæfellska vestur i Jakobinu rann saman i eina heild, og er Snæfellsjökullinn að þvi leiti krattsvæði, að honum hefur tek- izt á sinn hátt að sameifia hin ólikustu hindurvitni. Eins og Hveragerði er leirstaður þjóðarinnar virðist Arnarstapi undir Jökli hafa verið kjörinn helzti upp- heims og andagiftarstaður landsins. Gott ef ekki bar fyrir nafnið Gunnar Dal, sem er þekktur heimspekingur og skáld, og virðist hann jafnvel hafa sótt þennan stað. Er gott til þessaðvita að þeir sem eru dul- spakir i andanum skuli hafa fundið sinn kraftbirtingarstað, og er þá fyrir flestu séð. Þeir sem endurnýja likamskrafta sina við rúgbrauðsát og leðju- böð fyrir austan fjall, geta á eftir eytt svo sem hálfum mán- uði sér til hressingar undir Jökli. Aðeins er eftir að venja tryggingakerfið á að greiða fyrir uppihald á stað, sem endurnærir sálina, enda kannski kominn timi til þess að almannatryggingar hugsi ekki aðeins um hinar holdlegu hliðar mannskepnunnar. Menn ættu að fara að tryggja sér lóðir við þann þrepskjöld almættisins, sem liggur i nánd Snæfellsjök- uls. I þessum makalaust skemmtilega sjónvarpsþætti kom einnig fram reyfarinn Þórður á Dagverðará, sem er allt i senn, málari, skáld og refaskytta, auk þess viðmæl- andi þess sveims frá öðrum — Ég veit ekki nokkurn mann jafn lífhrædaan og Sigga. RITARI Staða ritara á skrifstofu forstöðukonu Landspitalans er laus til umsóknar og veitist frá 1. júni n.k. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf sé skilað á skrif- stofuna, Eiriksgötu 5,fyrir 20. þ.m. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 4. mai 1973 Skrifstofa rikisspltalanna ADSTODARLÆKNIR Tvær stöður aðstoðarlækna við lyflækn- ingadeild Landspitalans eru lausar til um- sóknar og veitis önnur frá 15. júni en hin frá 1. júli n.k. Umsóknum.er greini námsferil og fyrri störf, sé skilað til stjórnarnefndar rikis- spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 1. júni n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 4. mai 1973 Sirfstofa ríkisspitalanna STARFSSTULKA óskast til starfa, sem fyrst, að geðdeiid Banaspitala Hringsins við Dalbraut. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan, simi 84611. Reykjavik, 4. mai 1973 Skrifstofa ríkisspitalanna heimi, sem fellur stundum yfir nágrenni jökuls eins og þokan. Mennhafafarið i einskonar pila- grímsferðir undir Jökul til að hitta Þórð Halldórsson. Hafi kraftbirting almættisins birzt i nokkrum manni, þá er það helzt i hinni snæfellsku refaskyttu, sem finnur stundum til þess að þykkt er smurt og lýsir yfir að menn ráði hvort þeir trúi. Lýs- ingar skortir hann aldrei. Kvartað hefur verið undan þvi að sjónvarpsdagskráin hafi ver- ið með dauflegra móti. Enginn dómur skal á það lagður hér. Hitt liggur i augum uppi, að sjónvarp, sem einu sinni hefur sýnt innlendan þátt, eins og þann sem Sigurður Sverrir tók saman undir Jökli, getur ekki með góðu móti hörfað i fyrra far. Svo vitnað sé til draugasögu Þórðar Halldórssonar, þá höf- um við sjónvarpsdraugar setið með kalin eyru út undan lamb- húshettunum, og jafnvel haft frosinn handlegginn á lofti. En nú hefur okkur verið boðinn fin- asti vindill, eins og i sögunni, og fyrirhann ber að þakka. Það er svo skáldaleyfi Þórðar að segja að draugurinn hafi stokkið i burtu i eldglæringum við að sjá vindilinn. Alkunna er að draug- ar eru sólgnir i vin, tóbak, vif og skyr, og þeir eru ekki allir orðn- ir þeir jogar undir Jökli, að þeir neiti lifsins floti, fjandakornið. VITUS UR Oli SKAKIGRIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAVORÐUSl IG 8 BANKASTRÍ TI6 *-%1H‘>80.18600 Símj lilhTimi 86660 i OKKUR VANTAR FOLK í EFTIR- TALIN HVERFI :____________■ - » Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur Sundin Vogar HAFIÐ SAM- BAND VIÐ AF- GREIÐSLUNA { .3S1. . SKIPAUTGCRB KlhlSINS M/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 15. þ.m. vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: miðviku- dag, fimmtudag og föstudag til Vestvjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, ólafsfjarð- ar, Akureyrar, Húsavik- ur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Skipaútgerð rikisins. 0 Þriðjudagur 8. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.