Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. „IÐNBYLTINGIN" Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, hefur mjög hrósað sér af áætlun um uppbyggingu is- lenzks iðnaðar, sem hann hafi látið gera og nefnir „iðnbyltingu”. Þær áætlanir bera þó feg- urra nafn en hvað þær eru inntaksmiklar og ekki munu þær allar þola ýkja gagnrýnt auga jafnvel þótt þeir eigi að heita sérfræðingar, sem þær hafa samið. Sjálfsagt er hins vegar að taka áætlanir þess- ar til marks um góðan vilja Magnúsar Kjartanssonar i iðnaðarmálunum auk þess sem vitað er, að ekkert vildi Magnús frekar en fá að verða iðnaðarráðherra til eilifðar — og er hann raunar farið að dreyma um það vökudrauma. En ef áætlanirnar eru til marks um viljann, hvað er þá til marks um getuna? Þvi miður næsta fátt. Mun fleira er hins vegar til marks um getuleysið til að framkvæma hinn góða vilja. Nú er það auðvitað auðsætt, að hvort sem áætlanir um tvöföldun iðnaðarvöruútflutnings á einu ári eða svo eru raunhæfar eða ævintýraleg- ar — kannski broslegár — þá verður ekkert slikt gert án þess að iðnaðinum sé útvegað mikið fjármagn bæði til fjárfestingar og rekstrar. Þetta fjármagn á iðnaðurinn ekki sjálfur og fyrirgreiðsla sú, sem hann hefur fengið frá opin- berum sjóðum og lánastofnunum er næsta litil — i lánsfjármálum hefur iðnaðurinn löngum verið nokkurs konar annars flokks atvinnuvegur. Og hvað gerir Magnús Kjartansson til þess að kippa þessu i liðinn? Litið sem ekki neitt. Iðnaðurinn er nú i jafn miklum fjársvelti og fyrr. Hvernig á hann að geta tvöfaldað útflutningsframleiðslu sina við þær aðstæður? Það er auðvitað ekki hægt. Það hlýtur Magnús Kjartansson að vita. Er athafnaleysi hans i þessum málum — getu- leysi hans i þvi sem er alger forsenda uppbygg- ingar iðnaðar i landinu — þá til marks um, að hann trúi i raun og veru sjálfur ekki á sina eigin „iðnbyltingu”? Svo mætti halda. Og nú hefur Magnús Kjartansson ásamt samráðherrum sin- um samþykkt hugmynd Seðlabankans um gengishækkun islenzku krónunnar. Það ráð var viturlegt sem viðspyrna gegn verðbólgu eins og á stóð. Einnig er liklegt, að sjávarútvegurinn sem heild a.m.k. geti staðið undir þeirri auknu byrði, sem gengishækkunin leggur á útflutn- ingsatvinnuvegina vegna þeirra miklu verð- hækkana, sem sjávarútvegurinn hefur notið á mörkuðum erlendis. En hvað um iðnaðinn? Hann hefur engrar slikrar verðsprengingar uppávið notið. Þeir, sem vel til þekkja segja, að gengishækkunin muni virka sem rothögg á allar hugmyndir um eflingu útflutningsiðnaðarins á íslandi og sjálfir seðlabankastjórarnir — höf- undar gengishækkunarhugmyndarinnar — viðurkenna, að hún sé áfall fyrir iðnaðinn. En ekki er vitað til þess, að Magnús Kjartans- son hafi vakið athygli á þessu. Ekki er vitað til þess, að hann hafi haft neinar sérstakar áhyggjur af áhrifum gengishækkunarinnar á „iðnbyltinguna” sina. Það ber allt að sama brunni há þessari bless- aðri rikisstjórn. Hún vill vel — það má merkja af öllum loforðunum. En hún getur ekkert — það má merkja af þvi, að loforðin eru óefnd enn. EVROPSKIR JAFNADAR- MENN I „SAMEININGAR- HUGLEKHNGUM” ÞEIR VILJfl SKAPA SÚSIALSKA EVRÚPU Stefna, sem bara miðast við að efla efnahagslegar framfarir og velsæld, hlýtur aö leiða til upp- lausnar I samfélaginu. Stefnan i efnahagsmálum verður að Iúta félagslegri stjórn og félagslegum markmiöum. Félagsleg vanda- mál og árekstrar I ákveðnum hér- uðum bandalagslandanna eru ekki lengur atburðir, sem aðeins varða viðkomandi land eitt út af fyrir sig. Evrópsk samábyrgö er nauðsynleg vegna þess, að vel- ferð launþeganna er I síauknum mæli undir þvl komin, að félags- legt réttlæti nái fram að ganga I bandalaginu sem heild. bettaeru nokkur af kjarnaat- riðunum i lista um stefnuskrárat- riði, sem jafnaðarmenn og lýð- ræðissósialistar i EBE-löndunum hafa sett saman. Stefnuskrárat- riðin, sem eiga að benda á eftir hvaða leiðum ná eigi félagslegu réttlæti i EBE, voru samin á ni- unda þingi jafnaðarmannaflokk- anna i Efnahagsbandalagslönd- unum. Brezki verkamannaflokkurinn sendi ekki fulltrúa til þingsins, sem haldið var i Bonn i lok aprilmánaðar, þannig að þar voru aðeins fulltrúar frá jafnað- armannaflokkum i átta af niu EBE-löndum. A blaða- mannafundi, sem haldinn var að þinginu loknu, var sérstaklega harmað að brezkir jafnaðarmenn skyldu ekki senda fulltrúa til þinghaldsins og skuli ekki vilja taka þátt i störfum samtaka jafnaðarmanna i EBE. Var sagt, að slikt samstarf væri i rauninni ógerlegt án þátttöku Breta. Lýðræðissósíölsk stefnuskrá Stefnuskráratriðin um sósialska Evrópu eru framlag til umræðna, sem nú eiga sér stað i bandalags- löndunum og er markmið þeirra samræmd stefnuskrá jafnaðar- mannaflokka i EBE um fram- tiðarstefnuatriöi i stjórnmálum. A leiðtogafundi jafnaðarmanna, sem haldinn var i Paris i október s.l. var ákveðið, að samningu slikrar stefnuskrár skuli lokið fyrir 31. desember 1973. bað var kanslari Vestur- býzkalands, Willy Brandt, sem ávarpaði þingið i Bonn i upphafi þingfunda og þá sagði hann m .a.: „Takmark okkar er ekki Evrópa bankastofnana, rikisvalds og fyrirtækjasamsteypa. Takmark okkar er sannarlega frjáls og félagslega réttlát Evrópa.” Og það var einnig Willy Brandt, sem á leiðtogafundinum i Paris lagði fram hvað ýtarlegasta uppkastið að hinni samræmdu stefnuskrá jafnaðarmanna i Evrópu. Sameiginlegt verkalýðssamband Og það er ekki aðeins á póli- tiska sviðinu, sem leitað er sam- einingar og samvinnu, heldur einnig á faglega sviðinu. 1 EBE hefur t.d. verið komið á fót sam- ráðsnefnd verkalýðssamtakanna og eiga Norðmenn, sem þó eru ekki i EBE, fulltrúa i nefndinni. Samráðsnefnd þessi ræðir sín á milli möguleika fyrir auknu sam- starfi verkalýðssam banda Evrópu — jafnvel samruna aö einhverju leyti. Meðá k vö rö u na rréttu ri n n A þinginu i Bonn kom i ljós, aö evrópsku jafnaðarmennirnir voru yfirleitt sammála um grundvall- aratriöi. bó var ágreiningur um ákveöin mál — einkum og sér i lagi voru það franskir sóstalistar, sem skáru sig frá öðrum varðandi afstöðu til meðákvörðunarrétt- arins. Franskir sósialistar með leið- toga sinn Francois Mitterand vildu ekki samþykkja kenning- arnar um meðákvörðunarrétt og þátttökulýðræði, eins og þessi hugtök eru kynnt af jafnaðar- mönnum viða i Vestur-Evrópu. bess i staö tala Frakkarnir um „sjálfsstjórn” án þess þó að skýra það neitt nánar. bá kom það einnig fram á þing- inu, að ekkert eitt land mun fram- Helmut Schmidt, fjármálaráð- herra Vestur-býzkalands, talar á þingi evrópiskra jafnaðarmanna i Bonn. ar öðrum setja mark sitt á stefnu- málin og skilningur eins flokks á undirstöðuatriðunum verður ekki látinn ráða umfram skilning annars. bótt grundvallaratriðin séu þau sömu i stefnu jafnaðar mannaflokkanna i EBE-löndun- um er misjafn skilningur lagður i sum þeirra og sá misjafni skilningur ásamt ólikri þjóö- félagsbyggingu og ólikum þanka- gangi almennings verður hindruð i vegi fyrir þvi samstarfi, sem að er stefnt. bá kemur það einnig greinilega fram i stefnuskrárpunktunum, að ekki er ætlunin að stefna að sam- ræmun aðbúðar i Evrópu á þann hátt, að borgarar einhvers eins lands verði að afsala sér ákveðn- um gæðum svo jöfnuður náist. bvert á móti er stefnan sú, að lyfta þeim upp, sem á eftir hafa orðið og slá þvi föstu, að engu landssvæði verði leyft að dragast aftur úr i þróuninni. t stefnuskrárpunktunum er það sagt á þann veg, að „sameiginleg grundvallarmarkmið félagslegs < ' !•' ' öryggis merkir ekki stöðlun félagslegra gæða i aðildarlöndun- um. bvert á móti er tilgangurinn að tryggja, aö hið félagslega öryggi i aðildarlöndunum eflist og styrkist hvað mest og samkvæmt ákveönum meginskilningi.” Sósíalskt samfélag Forsenda stefnuskráratriðanna er, að Evrópa eigi að vera meira en fjármálaleg og markaðsleg heild — einnig eigi að byggja hana upp sem félagslega heild. bessi orð „félagsleg heild”voru sett inn i stefnuskráratriðin sam- kvæmt kröfu Dana i staö orðanna „félagsleg samsteypa”, sem Willy Brandt hafði notaö og notar, þegar hann ræöir um framtiö Evrópu . 1 inngangi stefnuskráratrið- anna er m.a. sett fram sú krafa, að innan Evrópu sé sett á laggirn- ar stjórnmálaleg stofnun með „eigin völd”, sem starfi undir eftirliti þings, þar sem fulltrúar séu kosnir beinni kosningu af borgurum EBE-landa. Segir þar, að bandalagiö megi ekki þróast lengur eftir linum kapitalismans og framleiðsla undir félagslegri stjórn geti þvi aðeins orðið, að einhver sam-evrópsk stjórn hafi hönd i bagga og með virku sam- starfi faglegra og pólitiskra afla i EBE-löndum. 1 samþykkt þingsins segir, að Evrópa sé á góðri leið með aö verða sameiginlegt samfélag launamanna og aö þess vegna verði verkafólkið og fulltrúar þess — faglegir og pólitiskir — að hafa hönd i bagga með þvi, til hvaða áttar þetta samfélag þró- ist. Aðalmarkmiðin: Aðalmarkmiöin eru full atvinna fyrir alla, útrýming misréttis einkum og sér i lagi misréttis milli kynja og sameiginleg vinnu- málaskrifstofa Evrópu ásamt upplýsinga skrifstofu um vinnu- og verkalýðsmál. Höfuðatriði er byggðastefna, sem tryggir til- færslu fjármagns til efnahags- lega veikburða svæða þannig að atvinna sé sköpuö þar og ibúarnir ekki neyddir til að flytjast á brott. bá er einnig lögð mikil áherzla á, aö gistiverkamenn njóti sama réttar og heimaverkamenn. Um- hverfisvernd er veigamikill þátt- ur i stefnuskrárpunktunum og bent er á, að hvað launafólkið varðar, þá eigi umhverfisverndin að hefjast á vinnustöðunum. 1 ] 9 v y jlfa 'iT-.i-'jtBásJ, sB ] rMÆm Hin nýja stjórn Brandts Þriðjudagur 8. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.