Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 6
Almannavarnir hafa gert nevðaráætlanir um vmsa kaupstafl - og eftir gosið í Heimaev hefur þörfin fvrir slíkan undirb sannast rækilega. Hvað vrði til dæmis gert ef bað vrðuallt í neyðarskipulagi Húsavikur og almannavarna rikisins er sérstök áherzla lögð á aðgerðir, ef til stórjarðskjálfta kemur, en eins og mönnum er kunnugt er kaupstaðurinn á miklu jarðskjálfta- svæði. Einnig eru þar áætianir um aðgerðir vegna hópslysa i umdæmi Húsavikur eða ná- grannahreppum, og er þá miðað við umferðar- óhapp, sem er svo viðamikið, að venjulegar að- gerðir nægja ekki. Þar má nefna slys á áætlunar- eða hópferðabilum, flugslys, bruna á hóteli, sjúkrahúsi, skóla eða samkomuhúsi og spreng- ingar eða eitrun á vinnustöðum. Einnig er i skipulaginu skipulag vegna aðgerða, komi til langvarandi vatns- og hitaveitubilana. Sá aðili, sem hefur ákvörðun- arvald um aðgerðir, er bæjar- fógeti, en yfirstjórn á aðgerðum annast almannavarnanefnd Húsavikur, sem er skipuð bæjarstjóra, bæjarfógeta, bæjartæknifræðingi, slökkvi- liðsstjóra og héraðslækni. Fjölmargir aðilar hafa sin ákveðnu verkefni i öllum að- gerðum, bæði opinberir aðilar og einstaklingar. Af þeim siðar- nefndu má nefna eig. og um- ráðamenn flutningabila með talstöðvar, eigendur frosk- mannabúninga og gasgrima og nemendur gagnfræðaskólans, sem hafa aðallega það verkefni að flytja boð milli manna og annast aðrar sendiferðir. Sér- staklega er tekið fram, að kallaðarskuli til sjúkraflutninga bifreiðir frá Kaupfélagi Þingey- inga, Aðalgeiri Sigurgeirssyni og mjólkurflutningabifreiðir, en einnig er i skipulaginu skrá yfir alla aðra flutningabila i um- dæminu. Koma skal með alla þá bila, sem kallaðir eru inn, að lögreglustöðinni tafarlaust, ef gefin er út tilkynning um yfir- vofandi hættu eða, að hópslys hafi orðið. Bilunum er ætlað það hlutverk að taka hjúkrunarkon- ur og sjúkrabörur og fara siðan á slysstað og flytja slasaða það- an á Heilbrigðismiðstöðina. Þeir bilar, sem ekki þurfa að fara i sjúkraflutninga eiga að nýtast við flutninga á gögnum og áhöldum til björgunarsveit- anna og varnings, svo sem fæðu, mjólk, teppum og fatnaði, sem tekið er úr birgöageymslu Kaupfélags Þingeyinga. Þeir opinberu aðilar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna eru, auk almannavarna- nefndar, eða svæðisstjórnar, læknar og hjúkrunarfólk, lög- regla, slökkvilið, bæjarstarfs- menn, sóknarprestur og björg- unarsveit Slysavarnafélags ís- lands á Húsavik. Neyðaráætlun- in er það viðamikið plagg, að varla er unnt að búast við, að hver af þessum aðilum muni ná- kvæmlega hvað honum ber að gera i hverju tilfelli. Þvi hefur verið útbúinn sérstakur minnis- listi fyrir hvern og einn. A minn- islistanum eru öll mikilvægustu atriði áætlunarinnar sett fram i spurningaformi, og er ætlazt til, að krossað sé viö hvert þeirra i reiti, sem merktir eru ,,já”, ,,nei”, „fyrirskipun gefin” eða „framkvæmd hafin”, eftir þvi sem við á. Þegar krossað hefur verið við öll atriðin, annað hvort i reitina „já” eða „fyrirskipun gefin” er nokkuð öruggt, að allt það nauðsynlegasta hafi verið framkvæmt. Til þess að koma boðum til björgunaraðila og almennings er notað serstakt upplysinga- og viðvörunarkerfi. I þvi eru aðal- stjórn almannavarna rikisins. björgunarsveitir Slysavarnafé STORIARD SKJALFTAR HUSAVIK ,,Þeir vissu of mikið" — Dauði Jan AAasaryk s< Fyrir 25 árum siðan féll Jan Masaryk — utanrikisráðherra þeirrar Tékkóslóvakiu, sem þá var nýlega orðin kommúnista- riki — út um glugga á Czernin- höllinni i Prag og béið bana við fallið. Telja má nær vist, að hann hafi verið myrtur, en jafn- vel þótt svo hafi ekki verið lét hann lifið vegna þess, að land hans hafði misst frelsi sitt. Það er hvorki mjög nýtizkulegt né liklegt til vinsælda nú, á dögum almennrar samstöðu um allan heim, að rifja upp svo gamla og dapurlega sögu. Fólk vill ekki einu sinni að það sé minnt á, að Tékkóslóvakia missti frelsi sitt öðru sinni fyrir aðeins þremur sumrum siðan. Engu að siður er það svo, að vissum hlutum i for- tiðinni má ekki gleyma, þótt ekki væri nema af varúðar- ástæðum, og lát Jan Masaryks er einn þeirra. Jan Masaryk var ekki stór- menni. F'aðir hans var stofnandi „Gullna lýðveldisins”, eins og Tékkóslóvakia var kölluð á millistriðsárunum. Thomas Masaryk var vitur stjórn- vitringur og hið tékkóslóvakiska lýðræðisriki hans var liklega einlægasta og jafnframt hið sannasta sinnar tegundar i Evrópu. Sonur hans, fyndinn en naut ekki neinnar yfirmáta virðingar, og mjög örlátur, hafði meiri áhuga fyrir iifinu sjálfu en fyrir stjórnmálum. Hefði það ekki verið nafn hans og ást á föður hans, sem var löngu látinn um þessar mundir, hefði hann vafalaust ekki verið i Prag i marz 1948, veljandi milli þess, að taka sig sjálfur af lifi eða að biða eftir að kommúnistar gerðu það. Hann dó 10. marz. Þegar hann lézt hinn 10. marz 1948 höfðu kommúnistar verið við völd i 13 daga. öneitanlega gátu þeir haldið þvi fram með þó nokkrum, en samt mjög af- skræmdum sanni, að þeir hefðu náð völdum með löglegum hætti, rikisstjórn þeirra væri studd af meirihluta þingsins og nyti að forminu til blessunar jafnaðarmannsins Eduard Benes, forseta rikisins. I raun var það þó svo, að þeir höfðu brotizt til valda samkvæmt mjög nákvæmri áætlun og beitt ótrúlegu ofbeldi. Allt frá þvi, að sérstakur erindreki Stalins, Valerian Zorin, kom fljúgandi frá Moskvu hinn 20. febrúar, fram til hins 25. febrúar, að Benes forseti, niðurbrotinn féllst á kröfur þeirra, voru allar leifar af lýðræðisriki Thomas Masaryk eyðilagðar með kerfis- bundnum hætti. Lögreglan — undir stjórn kommúnisks innan- rikisráðherra i rikisstjórn, sem talið var að væri lýðræðisleg samsteypust jórn — lokaði landamærunum, tók allar opin- berar byggingar i sinar vörzlur, brýr, krossgötur og allar aðal- göturnar i Prag, tók aðalstöðvar lýðræðisflokkanna i sinar hendur, handtók starfsmenn þeirra og lagði hald á skjalasöfn. Langar lestir vörubila fluttu inn i höfuðborgina miklar birgðir riffla og vélbyssna til neðan- jarðarhers kommúnista. Voru 15 þúsundir þeirra stöðugt á ferð um göturnar, vopnaðir i bak og fyrir. Kommúniskar átaka- sveitir spruttu upp i öllum ráðu- neytum og á stjórnarskrifstof- um, á dagblöðum og i aðalstöðv- um fjöldahreyfinga, tóku völdin i sinar hendur og ráku brott starfslið að eigin geðþótta. Allir a n d k o m m ú n i s t a r voru hindraðir i að komast inn i út- varpsstöðvarnar og þeir voru reknir út úr upplýsingamála- ráðuneytinu. Hundruðum saman voru blaðamenn, em- bættismenn og forystumenn lýöræðisflokkanna fangelsaðir eða beinlinis látnir hverfa. Lýð- ræðisleg dagblöð voru látin hætta starfsemi sinni, pappirs- birgðir þeirra eyðilagðar og lögreglan tók prentsmiðjurnar á sitt vald. Mlada Fronta, dag- blað æskulýðsfyIkingar kommúnista, tilkynnti „hinar góðu” fréttir: „Nú hefur það skeð i fyrsta sinni i sögu þriðja tékkóslóvakiska lýðveldisins að dagblöð, sem grafa undan trú og trausti fólksins á rikisstjórn sinni, geta ekki komið út. Við hljötum að fagna, fullir ánægju, þeim ráðstöfunum, sem loksins hafa hreinsað dagblöðin af svirkurum við þjóðina.” Reyndi aö berjast. Það var að visu allt annars konar tjáningarfrelsi blaðanna, sem Mlada Fronta barðist fyrir af örvæntingarfullu hugrekki þegar herir Varsjárbanda- lagsins tóku Prag á sitt vald árið 1968. En Jan Masaryk gat ekki vitað, að næsta kynslóð kommúnista myndi reyna að berjast á ný fyrir frelsi, þegar hann gerði sér grein fyrir þvi, að hann var orðinn fangi i heimi martraðarinnar. Allt fram til siðustu stundar höfðu aðrir lýð- ræðissinnar, eins og t.d. Benes forseti, trúað þvi statt og stöðugt, að tékknesku kommúnistarnir væru „ööru- visi” en aðrir kommúnistar, þeir væru einlægir þingræðis- sinnar eins og þeir sjálfir. Masaryk, sem ekki ól með sér neina sjálfblekkingu af þessu tagi, hafði samþykkt að taka við ráðherraembætti sem eini lýð- ræðissinninn i. hinni nýju kommúnistastjórn Klement Gottwald, aðallega i þeirri fánýtu von, að hann mætti með þvi móti bera skjöld fyrir landa sina. En örfáir dagar dugðu til þess að sýna og sanna, að engin leið var að sættast við tilgang og markmið kommúniskrar rikis- stjórnar, sem hafði heitið þvi að verða engu óvægari i stjórn sinni en hernámslið nasizta Eftir Claire Sterling 0 Þriðjudagur 8. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.