Alþýðublaðið - 08.05.1973, Side 8

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Side 8
LAUGARASBÍÓ Simi :12«75 Hörkuspennandi og afburöa vel leikin bandarisk sakamálamynd i litum með islenzkum texta, gerð eftir sögu Lionels ’ White „The Snatchers”. Leikstjóri: Hubert Cornfield Aðalleikarar: Marlon Brando, Itichard Boone og Rita Moreno Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. STJÖRNUBÍÓ Simi 18936 Hetjurnar (The Horsemen) Islenzkur texti Stórfengleg og spennandi ný amerisk stórmynd i litum og Super-Panavision sem gerist i hrikalegum öræfum Afganistans. Gerð eftir skáldsögu Joseph Kessel. Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðalhlutverk: Omar Sharif, Leigh Taylor Young, Jack Palance, David De. Sýnd ki. 5, 7 og 9 KÖPAVOGSBfÚ_ Simi 41985 Uppreisn æskunnar Wild in the streets Amerisk mynd i litum. Spennandi og ógnvekjandi, ef til vill sú óvenjulegasta kvikmynd sem þér hafið séð Islenzkur texti Hlutverk Shelley Winters Christopher Jones Diane Varsi Ed Begley Endursýnd kl. 5,15 og 9 Bönnuð börnum. ?ÞJÓÐLEIKHUSIÐ Sjö stelpur sýning miðvikudag kl. 20. Lausnargjaldiö þriðja sýning fimmtudag kl. 20. Indíánar sýning föstudag kl. 20. Síðasta sinn. Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200 eiKféiag YKJAVÍKl Flóin i kvöld uppselt. Miðvikudag uppselt. Föstudag uppselt. Atómstöðin Fimmtudag kl. 20.30 Allra siðasta sýning Pétur og Rúna Laugardag kl. 20.30. Loki þó Sunnudag kl. 15 5. sýning. Blá kort gilda. Aðgöngumiðsalan i Iðnó er opin frá kl. 14 simi 16620. Austurbæjarbíó SCPERSTAR Sýning i kvöld kl. 21. Sýning miðvikudag kl. 21. Siðustu sýningar. Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbió er opin frá kl. 16 simi 11384. TdHABÍð Simi 31182 Listir & Losti The Music Lovers Mjög áhrifamikil, vel gerð og leikin kvikmynd leikstýrö af KEN RUSSEL. Aðalhlutverk: RICHARD CHAMBERLAIN, GLENDA JACKSON (lék Elisa- betu Englandsdrottningu i sjón- varpinu), Max Adrian, Christopher Gable. Stjórnandi Tónlistar: ANDRÉ Prévin Sýnishorn úr nokkrurri dómum er myndin hefur hlotið erlendis: „Kvikmynd, sem einungis verður skilin sem afrek manns, er drukkið hefur sig ölvaðan af áhrifamætti þeirrar tjáningar- listar, er hann hefur fullkomlega á valdi sinu... (R.S. Life Maga- zine) „Þetta er sannast sagt frábær kvikmynd. Að minum dómi er KEN RUSSEL snillingur..” (R.R. New York Sunday News) Sýnd kl. 5. og 9 A . T . H . Kvikmyndin er stranglega bönnuð börnum innan 16 ára islenzkur texti HAFHARBIÚ »-i ■«« Spyrjum að leikslokum Sérlega spennandi og viðburöarik! ný ensk-bandarisk kvikmynd i lit- um og Panavision, byggð á sam- nefndri sögu eftir Alistair MacLean, sem komið hefur út i isllenzkri þýðingu. — ósvikin Alistair MacLean — Spenna frá byrjun til enda. íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Allra siðasta sýningarhelgi HÁSKÓLABÍÓ sími 2214» Tjáðu mér ást þína (Tell me that you love me, June moon) Ahrifamikil, afbragðsvel leikin litmynd um grimmileg örlög. Kvikmyndahandrit eftir Marjorie Kellog, byggt á samnefndri sögu hennar. Tónlist eftir Philip Springer. Framleiðandi og leik- stjóri: Otto Preminger. lslenzkur texti Aðalhlutverk: Liza Minelli,Ken Howard Robert Moore. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára Þessi mynd hefur hvarvetna hlot- ið mikið lof og mikla aðsókn. Auglýsingósíminn okkar er 8-66-60 Iþróttir 1 Efri myndin er af þremur efstu mönnum I Islandsglim- unni. Lengst til vinstri er Jón Unndórsson með Grettisbeltiö. Næstur honum er Pétur Yngva- son, og lengst til vinstri er Sigurður Jónsson. Hann heldur á bikar sem veittur er fyrir feg- urstar glimur. Neðri myndin er af úrslita- glimu þeirra Jóns og Péturs, sem lauk með sigri Jóns eftir snörp átök. Myndirnar tók Smarsi. Gekk úr glímu og gerði félaga sinn að glímukóngi islandsgliman var glimd á sunnudaginn. Glimukóngur islands 1973 varð Jón Unndórsson KR, og hlaut hann að launum Grettis- beltið. Er þaö annaö árið I röð. Fyrir siðustu umferðina var Jón vonlaus um sigur, en þá gekk Rögnvaldur Ólafsson KR úr glimunni, en hann haföi áður lagt Jón að velli. Við þetta þurrkaðist tap Jóns út, og hann fékk tækifæri á aukaglimu við Pétur Yngva- son Vlkverja. Lauk viðureign þeirra meö sigri Jóns eftir töluverða baráttu. Hér verður þvl alls ekki haldið fram að Rögnvaldur Ólafsson hafi gengið úr glímunni án þess að um meiðsli hafi verið að ræða. Hins vegar er full ástæða til að benda hér á, aö um er að ræða gloppu I framkvæmd glimumóta. Læknir er til taks, og það hlýtur að vera hægt að virkja hann i þessu sambandi. Allavega er það ófært, að menn skuli geta labbaö úr glímu hvenær sem er. Niu keppendur mættu til leiks, frá fjórum félögum og héraðs- samböndum. Fljótlega var ljóst að keppni yrði afar hörð og skemmtileg, þvf sumir þeirra sigurstranglegustu hlutu fljót- lega byltur. Má þar nefna að Jón Unndórsson féll fyrir Rögn- valdi, Sigurður Jónsson féll fyrir Jóni, Pétur Yngvason féll fyrir Ómari tilfarssyni og Ómar féll fyrir þeim bræðrum Inga og Kristjáni Yngvasonum. Við síðari byltuna meiddist Ómar illa, fór úr liði, og varð að hætta. Var þetta mikil áfall fyrir Ómar, þvl svo virtist sem hann ætti góða möguleika á sigri. Um þetta leyti var Ingi byrjaður að haltra, og gekk sið- an úr glimu að læknisráði. Stóðu leikar þá þannig að bara Pétur Yngvason og Sigurður Jónsson áttu möguleika á sigri, og þeir áttu að glima seman undir lok- in. En þá gekk Rögnvaldur úr glímunni sem fyrr segir, tap Jóns þurrkaðist út, og þar sem Pétur lagði Sigurð, þurfti auka- glimu milli Jóns og Péturs. Lauk henni með sigri Jóns. Lokastaðan varð þá þessi: 1. Jón Unndórss. KR 4+1 v 2. Pétur Yngvas. Vik. 4+0 v 3.Sig. Jónss. Vikv. 3 v 4.Guðm. Freyr Halld. A 2 v 5-6.Hjálmur Sig.s. V 1 v 5-6.Kristj. Yngvas. HSÞ 1 v Jón og Pétur glímdu áþekkt, en Jón virtist ekki i eins góðri þjálfun og siðasta ár. Sigurður Jónsson glimdi áberandi bezt, og þvi vakti það athygli að hann skyldi ekki hafa meiri yfirburði I keppninni um fegurðarverð- launin er raun bar vitni — SS. Héldu upp á 50 ára sund í KR Sunddeild KR fagnaði á sunnudaginn 50 ára afmæli sundiþróttarinnar innan félagsins með glæsilegu hófi i Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg. Sund var tekið á stefnuskrá KR 16. april 1923 og var þaö að frum- kvæöi þáverandi formanns fé- lagsins Kristjáns L. Gestssonar og fór aðalstjórn KR með mál sundflokksins, sem og annarra flokka félagsins innan félagsins og er svo enn. Fyrstu sundnefnd KR skipuðu: Björgvin Magnússon, Kirkjubóli og bróðir hans Magnús, Pétur Arnason, Óskar Friðbergsson, yfirvélstj. og Benedikt heitinn G. Waage, er seinna varð forseti l.S.l. eins og öllum er kunnugt. A aðalfundi KR 1948 var sam- þykkt: „aðfélaginu skipta i deild- ir og hver deild skyldi hafa sina. stjórn og eigin fjárhag og sér hún um daglegan rekstúr deildarinn- ar undir einni yfirstjórn.” Fyrstu stjórn sunddeildarinnar skipuðu þeir Magnús Thorvalds- son, form., Einar Sæmundsson, Sigurður Jónsson, Helgi Thor- valdsson, Einar Sigurvinsson og Pétur Kr. Jónsson. Margt hefur á dagana drifið hjá sundfólki KR á þessum 50 árum og það marga hildi háð og vonast stjórn sunddeildarinnar til að sjá eitthvað af eldri félögum og mót- herjum i dag. Þriðjudagur 8. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.