Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 10
Auglýsing íbúð fræðimanns i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn er laus til ibúðar 1. september næstkomandi. Fræðimönnum eða visindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að visindaverkefnum i Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af ibúð- inni. tbúðinni, sem i eru fimm herbergi, fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnað- ur, og er hún látin i té endurgjaldslaust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera skemmri en þrir mánuðir og lengstur 12 mánuðir. Umsóknir um ibúðina skulu hafa borizt stjórn húss Jóns Sigurðssonar, íslands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben- havn V, eigi siðar en 1. júni næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir til- gangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir ibúðinni. Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn sérfróðs manns um fræðistörf umsæki- anda. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar i Háskóiabiói fimmtudaginn 10. mai kl. 8.30 Stjórnandi ALEXANDER RUMPF Einleikari GUDNV GUÐMUNDSDÓTTIR A efnissrká: Brahms: Tilbrigði um stef eftir Haydn, Dvorak: Fiðlukonsert í A-moll Beethoven: Sinfónia nr. 2. Aögöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndai, Skólavörðu- stig 2, og Bókaverziun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti 18. Laus staða Staða húsvarðar við Kennaraháskóla Is- lands er laus til umsóknar. Laun samvk. launakerfi starfsmanna rik- isins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 4. júni n.k. Menntamálaráðuneytið, 3. ma! 1973. Félagsstarf eldri borgara Langholtsvegi 109-111 A morgun miðvikudag, verður opiö hús frá kl. 1.30 e.h. Meðal annars koma i heimsókn Sigfús Halldórsson, tón- skáld,og Kristinn Bergþórsson, einnig verða gömlu dans- arnir, Jóhannes Benjaminsson leikur á harmoniku. töpp af kónguló, og roð af ál eru beztu vinir ógiftu stúlkunnar - vel að merkja HYGGI HÚN Á TÖFRABRÖGÐ til þess að finna „hinn eina, rétta” Þaö er ekki hægt aö lasta karlmenn þótt þá gruni/ að með hverri konu búi brot af galdra- kerlingu. Einkum og sér i lagi þegar svo stendur áð/ að kvenmaðurinn er að reyna að plata karl- manninn til þess að kvænast sér. En fyrst þarf kvenmaðurinn að finna „þann eina/ rétta". Og það er einmitt þar, segir rithöfundurinn Jack Thomas, sem töfra- brögðin og verndar- gripirnir njóta sín. Hann.segir, að til sé ótölu- legur grúi ástardrykkja, ástarverndargripa og ástar- töfrabragða til þess að nota á öllum timum og við öll tæki- færi. Til eru töfrar til nota að vorlagi. í fyrsta sinn, sem stúlka heyrir gauk gala á voru þarf hún ekki annað en að fara úr skónum og lita ofan i hann til þess að komast að raun um, hver verða eigi hennar ástkæri ektamaki, rifjar Thomas upp. Samkvæmt þjóðtrúnni á stúlkan að finna i skónum eitt einstakt hár af sama lit og höfuðhár hins væntanlega eiginmanns. Jómfrúin Ef ekkert hár er i skónum, þá gæti það merkt, að sá væntanlegi verði sköllóttur. Einnig leggur fyrsta gauks- galið grundvöllinn að annari aðferð með sama markmiö. Um leið og jómfrú heyrir fyrsta gauk gala á vorin á hún að spyrja: „Gaukur, seg mér hversu mörg ár eiga að liða þar til ég giftist?” Siðan á stúlkan að telja hversu oft ATHUGIÐ —Vesturbæingar— ATHUGIÐ Munið skóvinnustofuna að Vesturgötu 51. Ef skórnir koma i dag, tilbúnir á morgun. Virðingarfyllst Jón Sveinsson gaukurinn svarar með gali — það er fjöldi áranna þar til sú stóra stund rennur upp. En til þess að fremja reglu- lega galdurslega galdra, þá á hin áhugasama unga stúlka að freista gæfunnar að kvöldi þess 24. april — en þá er Markúsarmessa. Þá á hún að setja logandi kerti út i eitt hornið á herbergi sinu, slökkva á öllum öðrum ljósum, krjúpa frammi fyrir spegli og hvisla lágum rómi svo enginn annar heyri: „Komdu elskan komdu hratt/ komdu mig svo fáir glatt/ Eiginmaður minn munt þú/ mér þitt andlit sýndu nú”. Ef hún er heppin ætti hún þá að geta séð bregða fyrir i speglinum andliti þess manns, sem hún á eftir að giftast. Það krefst hins vegar meira hugrekkis að fara að öðrum ráðum tengdum þessu kvöldi. Eitt ráðið er á þá lund, að hringsóla 12 sinnum umhverfis kirkju á miðnætti og muldra fyrir munni sér: „Hampfræi ég sái, hampstrá spretti löng. Maðurinn sem ég á að giftast safni þeim saman i föng”. Sýnir Að þvi loknu á stúlkan að kosta aftur um öxl sér nokkrum hampfræjum og það á að framkalla sýn, þar sem væntanlegur eiginmaður stendur og slær með sigð. En ef stúlkan er dæmd til þess að pipra á hún að sjá likkistu. Skemmtilegri miklu er sá siður að tæma á gamlárs- kvöldi siðasta glasið úr vinflösku um leið og klukkan slær tólf. Sú stúlka, sem það nær að gera, á að vera sú fyrsta af viðstöddum ógiftum stúlkum, sem giftist á næstu 12 mánuðum. En þá er einnig til sérstakur Nýársdags-ástarbolli. Hér er um að ræða brugg úr hálfpotti af köldu lindarvatni, sem eggjarauðu úr eggi hvitrar hænu er hrært út i ásamt löpp á kónguló og muldu þurrkuðu roði af ál. Stúlkan á að drekka seyði þetta og þá á hana að dreyma væntanlegan eiginmann sinn. Jónsmessan Jónsmessukvöld — sá timi, þegar galdrakerlingar áttu að ganga ljósum logum I fyrnd- inni — er kjörinn timi til töfra- bragða. Ef stúlka tekur sér stöðu á þvi kvöldi á kirkju- tröppum og biður þar unz klukkan slær 12, þá á hún að geta séð svipmynd væntanlegs eiginmanns sins. Eilitið minna kviðafull aðferð er að ganga aftur á bak inn i næsta garð og slita þar upp rós. Sauma siðan rósina innan i hvitan bréfpoka, stinga pokanum ofan i skúffu og geyma hann fram að næstu jólum. Þá á að taka pokann upp og setja hann við brjóst sér, þegar farið er til kirkju. Önnur eins Maðurinn, sem stúlkan á eftir að giftast, mun þá annað hvort spyrja um rósina eða að reyna að gripa til hennar. Onnur aðferðin er sú, að tina þrjár rósir i stað einnar. Þær á stúlkan svo að taka heim og leiða að þeim brenni- steinsgufur kl. 3 á Jónsmessu- nótt. Eina rósina á siðan að setja undir tré, aðra niður i nýtekna gröf og þá þriðju undir koddann næstu þrjár nætur i röð, en siðan á að brenna hana við viðarkolaeld. Þessi aðferð á ekki aðeins að hjálpa stúlkunni til þess að dreyma væntanlegan eigin- mann sinn — heldur á aðferðin jafnframt að gera það að verkum, að hún ásæki hann I draumum, hans unz hann stenzt ekki mátið og kemur fram með bónorðið. Hjér er svo ein aðferðin enn, sem stúlkur eiga að geta gripið til svo þær geti komizt að þvi fyrirfram, hver verða eigi eiginmaður þeirra. Taka á heslihnetur — eina i einu — og skira sérhverja þeirra i höfuðið á einhverjum liklegum. Siðan á að setja hneturnar á rist yfir kolaeld. Sú þeirra, sem brennur jafnt og örugglega, er til marks um, að maðurinn, sem hún var heitinn eftir, muni verða góður eiginmaður og faðir. En hneta, sem brennur ekki eða skreppur út af ristinni er til marks um, að maðurinn, sem hún heitir eftir, verði ekki konu sinni sem tryggastur i hjónabandinu. Martröð Og ef þú skyldir þrátt fyrir þetta allt ekki vera búin að finna „þann eina, rétta” á næstu jólum, þá er ekki um annað að ræða fyrir þig, en að verða þér úti um mistiltein. Taka á niu mistilsteins ber, Saxa á þau út i blöndu af . öli, hunangi, ediki og vini og láta blönduna standa nær allan daginn. Siðan á að drekka hana rétt áður en að farið er að sofa. Þessi aðferð á að gera það að verkum, að stúkuna dreymi væntanlegan eiginmann sinn. En þar sem drykkur þessi er ekkert sérstaklega bragð- góður né hollur fyrir meltinguna, þá megið þið ekki ásaka Alþýðublaðið, þótt þið fáið martröð i stað þess að dreyma hinn eina rétta. HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA tSLANDS Á fimmtudag verður dregið i 5. flokki. 4.100 vinningar að fjárhæð 26.520.000 krónur. Á morgun er siðasti endurnýjunardagurinn. Happdrætti Hásköla Ssiands 5. flokkur 4 á 1.000.000 kr. 4.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. 800.000 kr. 180 á 10.000 kr. 1.800.000 kr. 3.904 á 5.000. kr. 19.520.000 kr. Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 400.000 kr. 4.100 26.520.000 kr. Þriðjudagur 8. mai 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.