Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 11
William Terry Hannie Caulder grein fyrir hve hungruð hún var. Thomas náði i annan disk og krús handa sjálfum sér, borðaði með rólegri ánægju og leit öðru hverju á Hannie, augu hans bak við glerin voru ihugul og undrandi. En hann bar ekki fram spurning- arnar, sem flykktust fram i huga hans. Hversvegna var hún ein- sömul a þessu hrjóstruga land- svæöi? Hvar hafði hún náð i þessar einkennilegu flikur? Hvað haföi valdið meiðslunum á andliti hennar og likama? Hver hafði vakið hjá henni skelfingu við alla karlmenn? En hann lét kyrrt liggja og það var konan, sem rauf þögnina þegar þau höfðu lokið viö að matast. — Viltu kenna mér að fara með byssu? Röddin var skýr, málrómurinn ákveðinn i kyrrð og svala næturinnar og Thomas leit á hana glettnislega en sá aö henni var dauðans alvara. — Það tæki mjög langan tima að kenna þér að skjóta, svaraði hann og sá vonbrigðum bregða fyrir i fögrum dökkum augum hennar. — Og af honum hef ég minna en nokkru öðru. Auk þess kemstu aldrei yfir meðallag nema þú hafir meðfædda hæfi- leika. Og i meðallagi þýöir venju- lega sama og dauður þegar á hólminn er komið. — En ég veit að ég myndi... — Hver sem þau vandræði eru, sem þú ert i, ýtti Thomas á, þá hefurðu gert það upp við þig að þau verði aðeins útkljáð með Dyssu. Þaö erutil aðrar leiðir. Til dæmis lögin, hversu heyrnarlaus og blind sem þau kunna aö geta verið. Hann virti fyrir sér áhyggju- fullt andlit hennar og hún rýndi á hann á móti, horföi djúpt i augu hans. Það var of snemmt að treysta neinum, einkum karl- manni, og þó var hún andartak komin á fremsta hlunn með að trúa honum fyrir öllu. En svo urðu augu hennar tóm aftur og hún hvarf á ný inn i sjálfa sig. — Þú ætlar ekki að segja mér frá þvi? spurði Thomas, og hann hefði eins getað veriö að tala við daufdumba manneskju eftir við- brögðum hennar við spurningunni að dæma. Hann fékk sér aðra krús af kaffi eftir að hún hafði afþakkað meira með ofurlitilli neikvæðri höfuð- hreyfingu. Hann dreypti á kaffinu, lét krúsina á jörðina milli fóta sinna og dró tóbakspung og vindlingapappir uppúr skyrtu- vasanum. Fingur hans hreyfðust af furðulegri fimi, héldu papp- irnum beinum og helttu ræmu af grænum laufum á hann. Svo neri hann þumalfingrinum upp og niður á móti hinum fingrunum og þá var kominn hvitur sivalningur. Hann kveikti á vindlingnum með eldspýtu, sem hann strauk við sólann á stigvélinu sinu, saug stóran reyk úr honum og rétti Hannie hann siðan. Hún hreyfði aftur höfuðið neitandi, svo sitt rautt hárið flaksaðist um andlit hennar. Þetta er ekki tóbak, útskýrði hann. — Heldur litið, skrýtið ill- gresi, sem þeir rækta niðri i Mexikó. Ég veit ekki hvers vegna það er, en eftir einn litinn reyk verður allt ákaflega manána. Meiztu hvaö manana þýðir? Hannie hlustaði, sýndi vakn- andi áhuga er hún horföi á rós- emina i svip hans, þar sem hann tottaði vindlinginn af mikilli vel- þóknun. Loks rétti hún fram hendina og hann fékk henni vind- linginn. Hún saug litið eitt i til- raunaskyni, var óvön að reykja og fór að hósta. En hún reyndi aftur, saup enn meiri hveljur og fékk honum siðan vindlinginn. Drættirnir i andliti hennar höfðu mýkzt. A meðan Thomas reykti, horföi hann á hana og brosti dálitið, hann vissi að jurtin var farin að hafa sin áhrif á lokaðan hug hennar. Vindlingurinn gekk fram og aftur á milli þeirra og við hvert sog úr votu munnstykkinu fann Hannie hvernig varnar- múr hennar hrundi. Næturkuld- inn hörfaöi undan og hún fann nýjan y 1, sem ekki varð rakinn til kulnandi varðeldsins. Djúpir skuggarnir á svæðinu kringum vatnsbólið voru ekki lengur ógn- vekjandi og þótt Thomas Luther Prince væri ennþá karlmaður vai hann aðeins mannleg vera alveg eins og hún sjálf. Hún fór að tala, sagði fyrst frá bernsku sinni 1 New Orleans, frá Áskriftarsíminn er 86666 faiaiaana>iaa>>i K.R.R. Í.B.R. MELAVÖLLUR í Kvöld 8. maí kl. 20.00 KR - fBV Mótanefnd Starf við rannsóknir Hafrannsóknastofnunin óskar að ráða að- stoðarmann. Meinatæknimenntun, stúdentspróf stærðfræðideildar og/eða reynsla við störf á rannsóknastofu æski- leg. Umsóknum ásamt upplýsingum skal skilað fyrir 24. mai. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar Skiphol-ti 25. Simar 19099 og 20988. r r r Þú getur treyst Bridgestone NU ER RETTI TIAASNN til að skipta frá Bridgestone-snjódekkjum yfir á Bridgestone-sumardekk Bridgestone í fararbroddi ár eftir ár 9 i Laugavegi 178 * Sími 86-700 Umboðsmenn um allt land Þriðjudagur 8. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.