Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.05.1973, Blaðsíða 12
alþýðu ! n Rimsi INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ TIL LANSVIDSKIPTA UNAÐARBANKI ÍSLANDS KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3-Símj40i02. MIKID UM KVARTANIR OTAF VERDSVINDLI Mjög viröist hún misjöfn fram- kvæmdin á bráöabirgðalögum rikisstjórnarinnar um 2% verð- lækkun á vörum og þjónustu. Samkvæmt lögunum átti verð- lækkunin að hafa komið til fram- kvæmda i siðasta lagi i gær — þann 7. mái — en nokkur mis- brestur virðist á þvi vera ef marka má stutta simakönnun, sem Alþýðublaðsmenn gerðu i gær. Hringt var i ýmsa seljendur heimilistækja og spurt um verð á vörum þeirra. Viðast hvar hafði orðið lækkun — sums staðar vegna gengishækkunarinnar, annars staðar vegna bráða- birgðalaganna og á enn öðrum HÚSAVÍK NÝJA HÖTELIÐ BRÁTT TILBÚIÐ ,,Hér hefur verið af- bragðsveður að undan- förnu, og mikil vinna. Skipakomur eru tiðar bæði að taka kisilgúr og fiskaf- urðir,” sagði Sigtryggur Albertsson hótelhaldari á Húsavik er við siógum á þráðinn til hans i gær. Sigtryggur mun i júni i sumar opna eitt flottasta hótel landsbyggðarinnar, með 34 tveggja manna her- bergjum, þar af 24 með baði. Þá verða glæsilegar setustofur og veitingasalir i nýja hótelinu. Milli 25-30 manns vinna þar i sumar. Þegarermikið bókað fyrir sumarið. ,,Hér er alltaf nóg að gera, og alltaf vantar fólk. Það er sama sagan all- staðar. Ég held að væri réttast að banna helv. pill- una með landslögum,” sagði Sigtryggur hótelhald- ari i lokin. stöðum vegna beggja ástæðn- anna. Annars staðar var þó gefiö upp gamla verðið, en þegar afgreiðslufólkið var spurt, hvort þetta væri hið lækkaða verð sam- kvæmt fyrirskipun stjórnvalda var kveðið nei við og sagt, að lækkunin yrði þá gerð um leið og keypt væri. Er þvi betra að muna eftir að spyrja, ef fólk er i innkaupahugleiðingum. Nokkuð loðnari svör fengust þó frá verzlunum, sem selja smærri varning en heimilistæki. Eitt svarið var þó afdráttarlaust með öllu. Það fengum við frá snyrti- vöruverzlun einni. — Nei, við höfum ekkert lækkað, svaraöi afgreiöslu- stúlkan. — Hvers vegna ekki? — Það væri svo voðalegt verk að reikna nýtt verð á allar vörurnar hjá okkur. Við látum það bara biöa þangaö til nýjar sendingar fara aö koma. En það er ekki vist, að verð- lagsstjóri samþykki þaö — ef starfslið hans hefur þá tima til þess að sinna áþekkum málum I öllum þeim verkefnum, sem hlaöast nú á verðlagseftirlitið. Að sögn skrifstofustjóra verölags- eftirlitsins var töluvert mikið um það i gær að fólk hringdi inn kvartanir vegna varnings, sem það taldi aö hefði ekki lækkað sem skyldi. Þar að auki var þá ekki fullgengið frá þvi, hvaða vörur og þjónusta ætti að lækka og hvað ekki, þvi ákveönar undantekningar munu hafa verið heimilaðar i lögunum og var einmitt verið að fjalla um fjölda slikra undanþáguumsókna á fundi verðlagsráðs i gær. Þeir átta eða niu verðlagseftirlits- menn sem annast eftirlit með verðlagningu i verzlunum á Reykjavíkursvæðinu, munu þvi hafa meira en nóg að gera á næst- unni, en að sögn skrifstofu- stjórans hefur eftirlitsmönnum ekki verið fjölgaö þrátt fyrir hin stórauknu verkefni. — Þetta kom allt svo fljótt og óvænt, sagði hann. Góðir prísar ó skrani ,,Ég fór einu sinni að spyrja mann, sem kemur á hverju ári, hvers vegna hann keypti alltaf vettlinga. Mér þótti þetta dálitið grunsamlegt. Hann svaraði þvi til. að hann væri meö kartöflu- rækt, og það væri betra að fá krakka til að vinna i görðunum, ef hægt er að láta þá hafa vett- linga”. Þetta sagði Haraldur Jóhannesson, sem hefur eftirlit með týndum munum hjá rann- sóknarlögreglunni, þegar við spjölluðum við hann um hið árlega uppboð, sem fór fram á laugardaginn var i portinu á bak við Borgartún 7. A uppboðinu voru ein 70 reið- hjól, útvörp, vettlingar, höfuð- klútar og margt fleira, og allt seldist, — eins og venjulega. Að þvi er Haraldur sagði er þetta mest sama fólkið, sem kemur á uppboð lögreglunnar, ár eftir ár, og þaö er furöulegt hvað boðið er i hina fáfengilegustu muni. Allt að 5500 krónur voru boðnar i reiðhjól, og meira að segja hjól, sem var litið annað en stellið og beygluð gjörð, fór á 1200 krónur. Einn náöi sér þarna i nýleg en skitug alföt á spottpris, en flestir urðu að láta sér nægja kassa þar sem eru yfirleitt einar buxur, jakki, húfa, klútur og sitthvað fleira smávegis. Þegar tók að liða á uppboðið tók að rigna litilsháttar. Það kom uppboðshöldurum til góða, þvi menn tóku að bjóða óspart i regnhlifarslitur, sem fór á 2-600 krónur stykkið. Nú er allt autt og tómt i geymslunni hjá Haraldi, en það stendur áreiðanlega ekki á þvi að eitthvaö miki þangað af týndum munum, og eftir ár verður að hreinsa til með uppboði aftur., AKUREVRIHGAR VIUA VfST EKKI SPAHARTOGARAHA HVORT SEM ER 1 gær var haldinn stjórnar- fundur i skipasmiðastöðinni Astilleros Luzuriga á Spáni. Ekki hafði frétzt i gærkvöldi hvort stjórn stöövarinnar ákvað þar að hætta við smiði Akureyrartogar- anna svonefndu eða ekki. Enda bendir flest til þess að sú ákvörðun skipti ekki máli, (Jtgeröarfélag Akureyringa hafi einfaldlega ekki áhuga á þvi að spænska skipasmiðastöðin smiði skipin, eftir allt það sem á undan er gengið. Akureyringar hafa mestan hug á þvi að fá fjóra skuttogara af meðalstærð, þ.e. af sömu stærð og Sólbakur, eini skuttogari félagsins. Þvi er það óheppilegt fyrir félagið að fá tvo togara af stærri geröinni, en Spánar- togararnir eru einmitt af þeirri stærð. Athugaðir hafa verið mögu- leikar á þvi að aðrar skipasmiða- stöðvar taki að sér verkefni spænsku stöðvarinnar. Sú athugun leiddi i ljós, að afgreiöslufrestur er yfirleitt langur, nema helzt hjá norskum skipasmiðastöðvum. Verðið er nokkuð hátt hjá norsku stöðvunum, en á móti kemur, aö norsku skuttogararnir, sem hingað eru komnir nú þegar hafa reynzt afbragðsvel, liklega bezt af öllum nýju togurunum. Frakkland býður upp á svipuð kjör og Noregur, og einnig Japan, en Pólland er töluvert ódýrara. Þar er afgreiðslufrestur hins vegar langur, og pólskar skipasmiðastöðvar hafa reynzt ófáanlegar til að taka við ýmsum hlutum i skipin, sem þegar var búið að panta. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hefur undanfarið kannað tilboð hinna ýmsu skipasmiðastöðva, og er hann nú staddur i Frakklandi þeirra erinda. SBNDIBIL ASTÖDIN Hf ENGINN FUNDUR EINARS OG SIR ALECS? „Ég mun aðeins dvelja einn dag i Strassbourg, og flytja þar ræðu um landhelgismálið. Ég tel óliklegt að við Sir Alec Douglas- Home eigum viðræður saman. Siikur fundur hefur ekki komið til umræðu”. Þetta sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra i gær, er blaðið innti hann eftir hugsanlegum viðræðum við utanrikisráöherra Breta á ráðherrafundi Evrópu- ráðsins sem hefst i Strassbourg næsta mánudag. Alþýöublaðið skýröi frá þvi i fyrri viku, að brezkir fjölmiðlar hefðu spáð þvi að ráðherrarnir myndu ræða saman við þetta tækifæri. Einar Agústsson sagði hins vegar að það væri afar ólik- legt. Alec Douglas Home verður fyrripart vikunnar i Strassbourg, en Einar mun flytja sina ræðu fimmtudaginn 17. mai. 1 dagskrá ráðherrafundarins segir að Einar Ágústsson muni taka þátt i efnahagsumræöum 17. og 18. mai, og fylgja umræðunum úr hlaði með yfirlýsingu. „Þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt. Ég mun aðeins dvelja einn dag i Strassbourg, og ég mun ein- ungis halda ræðu um landhelgis- málið. Ég tek ekki þátt i efna- hagsumræöunum, og þess hefur ekki verið farið á leit við mig, að ég fylgi þeim úr hlaði”, sagði Einar Agústsson. HÚSAVÍK Johns Manville og Landsbankinn undir sama þaki Landsbankaútibúið á Húsa- vik flutti nýlega i nýtt og glæsilegt húsnæöi að Garðars- braut 19. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust i mai- lok 1971, er húsiö er 290 fermetrar að stærð. Hið nýja húsnæöi gerbreytir alveg högum bankans, en hann hefur til þessa verið i 50 fermetra húsnæði. Skattstofan á Húsavik tekur við þvi hús- næði. Nú eru 10 ár liðin siðan Landsbankinn yfirtók Spari- sjóö Húsavikur, en hann hafði starfað frá 1895. Útibússtjóri er Sigurður Pétur Björnsson, og hefur hann veitt spari- sjóðnum og útibúinu forstöðu i 30 ár. Starfsmenn eru átta. Johns Manville fyrirtækið hefur fengið inni i nýja banka- húsinu fyrir söluskrifstofu sina á kisilgúr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.