Alþýðublaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 1
Nú er komið að iþróttamönnum að hljóta rós í hnappagatið. Hann hefur að visu ekkert hnappagat þessi ungi maður/ enda ekki siður ungra manna nú til dags að ganga i jakka- fötum. En rósinni var samt komið í barm hans, og blómárósin sem það gerði heitir lngibjörg Rich- ards. BAK Laugardagur 27. okt. 1973 "9'árg' Iþýðu Jólaprestur sjónvarps kaþólskur Þjóðkirkjan er ekki lengur alls ráðandi í helgistund sjónvarpsins, því í desember— sjálfum jólamánuðinum — verður hún í umsjón kaþólsk prests, séra Sæmundar Vig- fússonar í Landa- koti. — Þetta þýðir þó ekkiendilega, að þar með hafi sjónvarpið verið opnað fyrir öllum trúflokkum, sagði séra Emil Björnsson, yfir- maður frétta- og fræðsludeildar sjón- varpsins, i viðtali við fréttamenn blaðsins í gær. — Þessi til- högun er aftur á móti í fullu sam- ræmi við umræður í útvarpsráði. Sjálfum þykir mér þetta sjálfsögð víðsýni. Hins vegar vil eg ekki þvertaka fyrir að öðrum trú- flokkum gefist kostur á að sjá um helgistundina, þótt það hafi ekki verið rætt mér vitanlega. ¦¦¦¦¦¦¦ .'¦¦¦.¦¦¦¦¦¦¦ .¦;;:;¦.:.¦ ; ;¦>;¦ ¦¦¦.¦.¦¦¦.¦¦.¦¦¦.¦¦¦¦¦¦¦.¦¦¦.¦.¦¦..¦¦. IMA-MARK- AÐURINN í KÓPAVOGI Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi i gær að heimila IMA kaup- mönnum að setja upp stórmarkað i 500 fermetra plássi i húsnæði trésmiðaverkstæðis Axels Eyjólfssonar, við Smiðjuveg i Kópavogi, og' gildir heimildin til næstu fimm ára. Að þeim tima loknum hyggjast IMA kaupmenn fá lóð i nýju hverfi, sem á að risa innst á Kópavogshálsinum. Þetta er i annað sinn, sem IMA kaupmenn sækja um heimild til þess að koma upp stór- markaði. I fyrra skiptið sóttu þeir um lóð i svo- nefndri Mjódd i Breið- holti, og sóttu O. Johnson og Kaaber og Eggert Kristjánsson einnig um lóð þar. 1 það sinn fengu Kaupmannasamtökin þvi framgengt, að úthlutun verslunarlóða á þessum stað yrði frestað, og sagði Gunnar Snorrason, for- maður Kaupmannasam- takanna, við Alþýðu- blaðið, að samtókin hefðu farið fram á, að úthlutun yrði frestað til fimm ára ,,til þess að kaupmenn- irnir i hverfinu fái tæki- færi til að koma undir sig fótunum," sagöi Gunnar. Sagði hann, að Kaup- mannasamtökin hafi verið á móti stórmarkaöi á þessum stað, án þess að þau gerðu nokkuð til að koma i veg fyrir tilkomu hans að þessu sinni. Kaupmenn i grennd við þennan fyrirhugaða stór- markað eru ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni, að sögn Jóns Þórarins- sonar i Vórðufelli, og sagði hann, að mark- aðurinn komi tvimæla- laust til þess að draga úr verslun hjá þeim. Hins- vegar sagðist hann síöur en svo vera á á móti mörkuðum sem þessum, en benti á, að setja ætti þá niður þar sem gert er ráð fyrir þeim, ,,en ekki i kjallara á trésmiðaverk- stæði", eins og Jón sagði. Sumardraumur unga mannsins — þotuferð í mjöllinni — fer nú senn að rætast. Við kveðjum gott sumar, og heilsum vetri í dag. Fiskiskip fyrir tvo milljarða A yfirstandandi ári hafa verið flutt til landsins fiskiskip fyrir meira en tvo miljarða króna fram til ágúst- loka. A hinn bóginn voru á þessu ári veittar til hafnarbóta 270 mitjónir króna, og stór hluti þessarar fjárhæðar fór til greiðslu á eldri fram- kvæmdum. Þetta kom fram á ársfundi Hafnarsam- bands sveitarfélaga. I ræðu komst formaður sambandsins, Gunnar B. Guðmundsson, þannig aðorði-. ,,Má fulyrða, að með þvi framlagi hafi engar ráðsta fa nir verið gerðar til þess að veita hinum ört vaxandi fiski- skipaflota viðhlitandi hafnaraðstöðu. Ýmsar hafnir eru vanbúnar þvi að taka á móti nýjum fiskiskipum, sem til staðanna hafa verið keypt, og nauðsynlegt er, að samræmi sé milli fjárfestinga i fiskiskipum, hafnar- mannvirkjum og fisk- vinnslusöðvum á sama stað." A fundinum kom einnig fram, að sveita- stjórnir telja,að á árunum 1973-1976 þurfi að verja 2600 milljónum til hafnarframkvæmda, ef vel eigi að vera. Kristján Ben. borgarfulltrúi: ,EKKI ALLT FENGIÐMEÐ SAMEIGIN- LEGUM LISTA' -Ef við værum 100% vissir um að öll atkvæði flokkanna fjögurra, það er Alþýðuflokksins, Al- þýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, kæmu á sam- eiginlegan lista, þá væri það náttúrlega best. Og ég útiloka enga mögu- leika. Svo fórust orð Krist- jáni Benediktssyni borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, þegar fréttamaður Alþýöu- blaðsins spurði hann um fund ,,um borgarmál og samvinnu og samstarf vinstri flokkanna", sem auglýstur var i Timan- um á fimmtudaginn. — Þessi fundur er haldinn af fulltrúaráði Fram- sóknarfélaganna i Reykjavik, sagði Krist ján, — og við Guðmund ur G. Þórarinsson og Alfreð Þorsteinsson höfum einfaldlega verið fengnir til að halda framsöguræður á fund- inum. Þetta er og fyrsti fundurinn, sem full- trúaráðið hefur haldið i langan tima, en hann þýðir ekki, að samein- ingarmálin séu komin nokkuð lengra innan Framsóknarflokksins en Alþýðublaðið veit og þegar hefur verið skýrt frá. Kristján Benedikts- son kvaðst ekki geta út- talað sig um sina per- sónulegu skoðun á þvi, hvort ,,vinstri flokkarn- ir" byðu sameiginlega fram i borgarstjórnar- kosningunum að vori, en i auglýsingunni er og sagt að ræddar verði ,,væntanlegar borgar- stjórnarkosningar". — Það er ekki vist að allt sé fengið með sameigin- legum lista, sagði Krist- ján. — Samstaða um málefnin skiptir meira máli og hún "hefur að undanförnu veriö all- góð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.