Alþýðublaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 2
ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Rúts Hannessonar Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasalan frá kl. 7 — Simi 12826. Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. INNRITUN í Leikskólann Fellaborg við Völvufeil Tekið verður á móti innritunarbeiðnum i sima 16155, frá og með mánudeginum 29. október 1973, milli kl. 1 og 4 alla daga, nema laugardaga. Barnavinafélagið Sumargjöf Sendill óskast 2 klst. á dag, eftir hádegi. Ekki yngri en 14 ára. Upplýsingar á skrifstofunni. Raunvisindastofnun Háskólans, Dunhaga 3. Verkfræðingar Á Hafnamálastofnun rikisins eru lausar stöður deildarverkfræðings, verkfræðings og tæknifræðings. Verkefnin eru: Hönnun, stjórn verka, á- ætlanagerð og grundunarútreikningar. Upplýsingar um stöðurnar fást hjá Hafna- málastofnun rikisins, Seljavegi 32, R. HAFNARMALASTOFNUN RÍKISINS Aðalfundur BSFR verður haldinn mánudaginn 29. október n.k. kl. 20.30 i Domus Medica. Dagskrá: Aöalfundarstörf. Byggingarsamvinnufélag Reykjavikur. SprunguviÓgerðir Ingólfs-Café BIHGO á sunnudag kl. 3 Vilhjálmur Húní'ptö Simi: SO-3-" Sígorettumar eru o o o SYRPA hættulegastar Hinn þekkti iþróttalæknir Knud Lundberg hefur skrifað i Aktuelt, að sigarettumengunin sé liklega mesta heilsuafr- sógnunin i veJferðarikinu. Er hér um fiknefnaneyzlu að ræða, það munu margir reykinga- menn samþykkja — eftir að hafa gert árangurslausar til- raunir til að hætta. A það bæði við um neyzluhæði þeirra og ó- þægindi, er fylgja þvi að venjast af neyzlunni. Neyzluhæðin er liklega bæði likamleg og sálræn. Hin likam- lega neyzluhæði hefur veriö byggö upp um ára eða áratuga skeið, e.t.v. alveg frá fæðingu. Fyrir þvi er vissa, að ástundi móðir sigarettureykingar meðan á þunguninni stendur, hefur það mikil áhrif á fóstriö og reykingarnar eru þá i beinum tengslum viö það. Það kemur fram á fæðingarþunga þess og mörgu óðru. Annað hefur hins vegar ekki tekist að mæla til þessa, en það er sú eðlislæga neyzluhæði, sem margir hafa lagt grundvöllinn að jafnvel Varð veik í hvert sinn, sem hún fór í skólann Sjúkdóms- orsökin var gólf i fyrra vor veiktist hin 18 ára gamla sænska stúlka t.'Iia Ekander ihvertsinn.sem hun kom i skólann, en varð strax heil heilsu um leið og hún var komin lii'im aftur, segir Aftonbladet. Sjúkdómseinkennin voru þau hin sömu i hvert sinn: Akafar höfuðkvalir og bólgur I hálsi og koki. Loks neyddist hún til þess að hætta i skóianum. Sennilega var það teppið á gólfinu i skólastofunni, sem orsakaði sjúkdóminn. Enn hefur það ekki verið sannað, en ýmis- Iegt bendir til þess, að Ulla hafi orðið fyrir ofnæmi, sem ekki er svo ýkja óalgengt hjá skólabörnum, er stunda nám i stofum þar sem gólfteppi ná horna i milli. Ulla telur sjálf, að það hafi verið lfmið, sem dúkurinn var liuulur með, sem orsakaði sjúkdóminn. En nú er framtíð Ullu borgið, þótt hún hafi orðið að hætta f skólanum fyrr, en hún ætlaði. Hún hefur nefnilega fengið inngöngu i fullorðinnaskóla, þar sem engin teppi eru á gólfum. Ulla Brit Sim, sem er formaður félags ofnæmissjúklinga I örebro, segir, að teppi á gólfum séu skæðir ofnæmis- valdar, og félagið hefur lagst eindregið gegn þvi, að skóla- stofur séu teppalagðar. — Óhreinindi og ryk, sem sest I teppið, geta valdið miklum erfiðleikum. Við mótmæltum þvi, þegar öll gólf í Ris- bergska-skóla voru þakin teppum, en það var einmitt við þann skóla, sem Ulla Ekander stundaði nám. áður en þeir taka að draga and- ann. Siðar meir hafa svo margir lært að anda i gegn um siga- rettu — með þeim afleiðingum, sem öllum hljóta nii að vera ljósar. Hluti þessara fiknefnaneyt- enda eru sjúkir. Þvi er fyllsta á- stæða til þess að hafa uppi varnaraðgerðir. En þvi miður gerum við hið andstæða. Við aukum hættuna á þvi, aö börnin okkar verði fiknefnaneytendur siðar — með þvi að kynda undir þvi vandamáli, sem biður þeirra á ókomnum árum. Það gerum við með munninn fullan af reyk. Það hefur verið staðfest fyrir löngu, að fólk, sem ekki reykir, fær sinn hluta af eitrinu þegar það dvelur i herbergi, sem aðrir reykja i. Vissulega er það þynntur sígarettureykur, sem það andar að sér. En þar á móti kemur, að þeir, sem ekki reykja, eru miklu móttækilegri og viðkvæmari eins og margir munu minnast frá þvi þeir reyktu sina fyrstu sigarettu. Hin dökka mynd þessa vanda- máls er sem sagt sú, að viö aukum hættuna á þvi, að börnin okkar verði fíknefnaneytendur ef við reykjum, þegar þau eru i ibúðinni. Og gera ekki flestir reykingamennþað? Enginn vafi er á þvi, að reykingar á heimili ýta undir neyzluhæði. Börn, er búa við sígarettureyk eða pipu- reyk á heimilum sinum, eru komin mun nær sigarettu- reykingum og eiga auðveldara með að reykja sina fyrstu siga- rettu, en þau börn, er alast upp i hreinu reyklausu andrúmslofti. Ef til vill eru börnin frá reykingaheimilunum svo langt leidd, að þeim finnst fyrsta sigarettan góð og telja hana ekki heilsuspillandi. Sigaretturnar eru þjófélaginu óhemju dýrar og valda þjáning- um, sem verða hvorki mældar né vegnar. Meðal þeirra eru lungnakrabbamein, kransæða- stiflur, heilablóðföll, blöðru- krabbi og margir aðrir sjúk- dómar. Það er sannarlega timi til kominn, að við gerum okkur ljósa ábyrgð okkar gagnvart börnum okkar, að þvi er dr. Knud Lundberg skrifar i Aktuelt, þar sem hann meðal annars fjallar um það, hvað ýmis lönd hafa þegar gert til þess að draga úr tóbaks- neyzlunni. VIÐ MIKiÐ ALAG FER HEILINN AÐ LEKA Rússneskir vísindamenn hafa komist að raun um, að þegar maður verður fyrir miklu andlegu álagi, eða stressi, þá gefur heili hans frá sér ákveðin eggjahvftusam- bönd, sem virka mjög krefj- andi á ónæmiskerfi Ifkamans, segir I blaðinu Dagens Nyhet- er. Það var M.E. Vartanjan, prófessor frá Moskvu, sem skýrði frá þessu á alþjóðlegri ráðstefnu um eftirmeðferð geðsjúkra, en ráðstefnan var haldin i örebro. Vartanjan prófessor sagði einnig, að þessi sömu eggja- hvitusambönd bærust frá heil- anum og út i blóðið hjá geð- klofasjúklingum, sem ekki fengju lyfjameðhöndlun. Vartanjan prófessor varaði sérstaklega við þvf, að nota of stóra meðalaskammta á geð- klofakvensjúklinga, sem væru með barni. i Moskvu hefur hann rannsakað mörg fóstur, sem slikir sjúklingar hafa lát- ið, og hefur sannreynt, að of stór meðalagjöf hefur haft skaðvænleg áhrif á hæfileika fruma I likama þess til að skipta sér. Þessi skaðvænlegu áhrif voru þvi greinilegri sem konurnar höfðu fengið stærri lyfjagjafir. Hvort má bjóða þér HEIMILISFRIÐ eða ÁST ÞREYTTU HÚSMÚÐURINHAR? Uppáhaldsréttur skipherrans", „Kvöldgóðgæti pipar- sveinsins", „Ast þreyttu húsmóðurinnar", „Ljómandi pylsu- réttir með hraði",«heimilisfriður", „Hjónabandsljómi". Þetta eru nöfn á smaréttum, valin af handahófi, úr Ljóma-smárétta- samkeppninni. Alls bárust um 270 fullgildar uppskriftir i Ljóma-smáréttasamkeppnina, sem stendur yfir um þessar mundir. Það veröur á valdi 6 manna dómnefndar að velja 5 bestu réttina. Fyrstu verðlaun eru 40 þúsund krónur, 2. verðlaun 20 þúsund krónur, 3. verðlaun 10 þúsund krónur og 4. og 5. verölaun 5 þiisund krónur hvor. Sem dæmi um skemmtileg heiti á smáréttum i ieppn- inni má nefna: „Daladraumur", „Eftir Sögu", „Frönsk náttúra", „Að mánabaki". „Hvert I logandi eða Óskaréttur Arabahöfðingjans", „Hallærisbrauð", og „Sjónvarpssnarl". Af Ljóma-nöfnum má nefna: „Avaxtaljómi", „Ljóma-eggja- brauð", „Ljóma-rósin", „Kyöldljómi", „Ljóma-fylling", „Ljóma-lamb", „Ljóma-steik", „Ljómagrjón", „Bakaö Ljóma- brauö", „Ljómabuðingur", og „Ljóma-rækju-bakstur". Laugardagur 27. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.