Alþýðublaðið - 27.10.1973, Page 5

Alþýðublaðið - 27.10.1973, Page 5
Alþýðublaösútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. BORGARALÝÐRÆDIÐ Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum þótst vera málsvari hins almenna borgara á íslandi gagn- vart skrifstofustórveldinu, — gagnvart hinu svonefnda kerfi i þjóðfélaginu. Hann hefur sagst vilja standa vörð um frelsi einstaklingsins til athafna, um itök hins almenna borgara og áhrif hans. Er Sjálfstæðisflokkurinn i raun og veru sá verjandi hagsmuna hins almenna borgara, sem hann vill vera láta? Staðreyndin er sú, að hann er það ekki. Sjálf- stæðisflokkurinn er vissulega málsvari ein- staklingshyggjunnar að þvi leyti til, að hann vill sem mest frelsi eins manns tif að græða á öðrum. En er hann málsvari þess fjölmenna hóps alþýðufólks, sem á sinn rétt að verja gagnvart gróðahyggjunni i þjóðfélaginu og þvi öfluga miðstjórnarvaldi, sem safnast á fárra manna hendur i krafti fjármagns eða pólitiskra áhrifa? Nei! hann er það ekki. Ef við litum i kring um okkur i islensku þjóð- félagi i dag þá sjáum við mjög viða merki þess, að verið sé að reyna að skáka hinum venjulega alþýðumanni til hliðar fyrir ofurveldi einhvers skrifstofukerfis eða pólitisks flokks. Hvar eru þessi ummerki greinlegri, en einmitt i Reykja- vik — þvi sveitarfélagi, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ráðið mestu? Hvergi á íslandi hefur verið alið slikt pappirstígrisdýr sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur alið i höfuðborginni. Þar þarf fólk að ganga á milli fjölmargra aðila skrif- stofuveldisins til þess að fá úrlausn einföldustu hagsmunamála sinna. Þar risa pappirshallir hver við hliðina á annarri, þar sem hin vinstri hönd veit ekki hvað sú hægri gerir. Þar risa embættismannastofnanir, sem lita á sig sem hinn siðasta Salómonsdóm i málefnum borgar- búa og kæfa i pappirsflóði sinu mörg þau erindi hinna almennu borgara, sem aldrei ná fram á borð þeirra manna,sem borgarbúar sjálfir þó kjósa sem sina umboðsmenn i sveitarstjórnar- kosningum fjórða hvert ár. Alþýðuflokksmenn i borgarstjórn hafa gert tilraun til þess að rjúfa þennan vitahring með þvi að flytja á borgarstjórnarfundi tillögur um aukið borgarlýðræði i Reykjavik, þar sem borgarbúum væri skapað aukið athafnafrelsi og aukinn réttur til áhrifa á málefni borgarinnar. Sjálfstæðismenn, sem skapað hafa stærsta pappirstigrisdýr á Islandi i Reykjavik, hafa að sjálfsögðu lagst á móti þessum hugmyndum. Þeir hafa reynt að gera stefnu Alþýðuflokksins um aukin réttindi borgaranna hlægilega. Þeir hafa sagt, að Reykvikingar þyrftu engar áhyggjur að hafa af slikum málum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn i allri sinni visku myndi sjá fyrir þeim án þess að borgarbúar sjálfir þyrftu nokkuð á sig að leggja. Þeir hafa sagt: Látið okkur bara um ykkar mál. Við vitum miklu betur en þið, hvað þið vijið. Þessa afstöðu vill Alþýðuflokkurinn ekki sam- þykkja, án tillits til þess, hvaða flokkur á hlut að máli. Han getur ekki samþykkt, að borgarbúar selji einhverjum stjórnmálaflokki sjálfdæmi i hagsmunamálum sinum. Þess vegna hefur hann flutt tillögur sinar um borgarlýðræði, sem ihaldið e.t.v. fær ekki skilið, en borgarbúar sjálfir þeim mun meir og betur. S jálfstaeðisf lokkurinn á móti borparalvðræði LEGGST GEGN TILLÖGU ALÞÝÐUFLOKKSINS UM BORGARARÉTTINDI A fundi borgarstjórnar Reykja- vikur s.l. fimmtudag snerist Sjálfstæðisflokkurinn gegn tillögu Björgvins Guðmundssonar, borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, um aukin áhrif borgarbúa á stjórn Reykjavikurborgar, um aukin réttindi borgaranna og um bætt samskipti almennings og stiórnenda borgarinnar — þ.e. um BORGARALÝÐRÆÐI. >að var ólafur B. Thors, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sem fékk það hlutverk aðtala afhálfu meirihlutans gegn tillögunni um borgaralýðræði. Lýsti hann þvi yfir i upphafi ræðu sinnar, að hann skildi ekki til- löguna! Siðar i ræðu hans kom fram, að hann taldi réttindi borgaranna i Reykjavik næg, samskipti borgaranna og Reykja- vfkurborgar i góðu lagi, enda vel fyrir öllu séð af Sjálfstæðis- flokknum i Reykjavik. Talaði Ólafur af miklu stærilæti um áhrif og völd Sjálstæðisflokksins og kom það greinilega fram i ræðu hans, að hann taldi, að stjórn- málaflokkarnir ættu að auka starf sitt meðal borgaranna og myndu þá öll mál leysast farsæl- iega. Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði, að besta lausnin fyrir borgarana væri, að þeir gengju allir I Sjálfstæðisflokkinn! Sagði hann, að tillaga Björgvins gerði greinilega ráð fyrir þvi, að skipu- lag Sjálfstæðisflokksins yrði tekið upp i Reykjavik og fagnaði hann þvi! Var ljóst, að Albert átti ekki siður en Ólafur erfitt með að skilja tillöguna um aukið lýðræði i Reykjavik, a.m.k. gat hann ekki hugsað sér aðra lausn en þá, að öll mál gengju i gegn um Sjálf- stæðisflokkinn. Nokkrir liðir I tillögu Björgvins fengu þó jákvæðar undirtektir meirihlutans. B j ö r g v i n G u ð m u n d s s o n harmaði það skilningsleysi Sjálf- stæðismanna, að telja nauðsyn- legt, að öll mál borgaranna gengju i gegnum Sjálfstæðis- flokkinn eða stjórnmálaflokkana áður en þau fengju afgreiðslu borgarinnar. Sagði hann, að til- lagan um borgaralýðræði miðaði m.a. að þvi, að þeir borgarar, sem ekki væru flokksbundnir eða starfandi i flokki, gætu fengið örugga afgreiðslu mála sinna án þess að þurfa áður að koma við á skrifstofu einhvers stjórnmála- fiokks. En Sjálfstæðismenn væru búnir að vera svo lengi við völd i Reykjavik, að fyrir þeim væru borgin og Sjálfstæðisflokkurinn eítt og það sama og þess vegna vildu þeir engu breyta og teldu eðlilegast og best, að menn yrðu að fara með mál sin i gegnum Sjálfstæðisflokkinn. Taldi Björg- vin nauðsynlegt, að hér yrði breyting á. Benti hann á, að réttindi hins almenna borgara væru oft mjög litil og að viðskipti þeirra við em- bættismannakerfi borgarinnar gengju oft mjög illa — einkum þeirra, sem ekki ættu aðgang að st jórnmálaflokkunum og þá einkum og sér i lagi að borgar- stjórnarmeirihlutanum. Tillögu Björgvins var visað með 8 atkvæðum gegn 7 til stjórn- kerfisnefndar, sem hefur stjórn- kerfi borgarinnar til endur- skoðunar. AÐALFUNDUR KJÖRDÆMISRÁÐSINS í REYKJANESI MIKIÐ LÍF ER í FLOKKSSTARFINU 2. október sl. var aöal- fundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi haldinn í félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík. Fundurinn var fjöl- sóttur og flutti í upphafi formaður kjördæmis- ráðsins Hrafnkell Ásgeirsson skýrslu stjórnarinnar. í stjórn kjördæmis- ráðsins fyrir næsta kjörtímabil voru kosnir, Hrafnkell Ásgeirsson, for- maður, Ólafur Björnsson, ritari og Ólafur Haraldsson, gjaldkeri. í varastjórn voru kjörnir, Brynjar Pétursson, Bragi Guðlaugsson og Bragi Erlendsson. Eftir aðalfundarstörf höfðu framsögu á fundinum þeir Gylfi Þ. Gísl.aon, formaður Alþýðuflokksins og þing- menn Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi, þeir Jón Ármann Héðinsson og Stefán Gunnlaugsson. Mjög fjörugar umræður urðu á fundinum að fram- söguræðum loknum og tóku 11 félagar til máls. Mjög mikið líf er nú i flokknum í Reykjanes- kjördæmi og hyggja menn á sókn og lofar fundurinn góðu um það. Fundinum var ekki lokið fyrr en klukkan að ganga tvö, eftir miðnætti. F.U.J. — FELAGAR! Dagana 2-4 nóvcmber n.k. veröur heldiö I Abu I Finn- landi þing F.N.S.U. — samtaka ungra jafnaöarmanna á Noröurlöndum. Samband ungra jafnaöarmanna hefur rétt til þess aö senda á þingiö allt aö 10 fulltrúa, þar af munu 5 njóta feröajöfnunarkjara. Þeir ungir jafnaöarmenn, sem áhuga hafa á aö fara, eru beönir aö hafa samband viö formann SUJ sem allra fyrst. Stjórn SUJ FRÁ SAMBANDI UNGRA JAFNAÐARMANNA SENDIIM HERINN HEIM! Vinstri menn og herstöðvaandstæðingar! Haldinn verður almennur fundur um herstöðvarmálið á Laugum i Þingeyjarsýslu kl. 3 e.h. i dag, laugardag. Fundarboðendur eru Al- þýðubandalagið, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Á fundinum munu flytja stutt ávörp þeir Magnús Gislason frá Frostastöðum, Þorgrimur Starri, Freyr Bjarnason og ólafur Harðar- son. SUJ Laugardagur 27. október 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.