Alþýðublaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 7
Sjöwall og Wahlöö:
DAUDINN TEKUR
SÉR FAR
hann staðar og gægðist
gegnum stóran gluggann.
Bakvið afgreiðsluborðið
sá hann rauðhærða konu i
ljósgrænum slopp. Hún var
að tala i sima. Annars var
þarna enginn maður.
Nordin hélt áfram, fór
yfir Luntmarkargatan og
staðnæmdist fyrir utan
fornverslun, en þar stóð
hann kyrr og virti fyrir sér
málverk, sem hékk innan-
við glerdyrnar. A meðan
hann stóð þarna og velti þvi
fyrir sér hvort listamaður-
inn hefði ætlað að sýna tvo
elgi og tvö hreindýr eða
einn elg og eitt hreindýr,
heyrði hann rödd fyrir aft-
an sig segja:
— Aber Mensch, bist du
doch ganz verruckt?
Hann sneri sér við og sá
tvo menn fara yfir götuna.
Það var ekki fyrr en þeir
voru komnir yfir á hina
gangstéttina, sem hann
kom auga á kökubúðina.
Þegar hann var kominn
innfyrir dyrnar, þar voru
mennirnir tveir þegar á
leið niður hringstiga bakvið
afgreiðsluborðið. Hann
fylgdi þeim eftir.
Salurinn var troðfullur af
ungu fólki og hljómlistin og
hávaðinn var ærandi. Hann
reyndi að finna laust borð,
en það ætlaði ekki að ganga
vel. Hann hugsaði úm hvort
hann ætti að hengja frá sér
hatt og frakka, en áleit ó-
ráðlegt að taka þá áhættu.
Það var ómögulegt að reiða
sig á neinn i Stokkhólmi,
það var hann sannfærður
um.
Nordin virti fyrir sér
kvengestina. Þarna voru
margar ljóskur en engin
sem gat átt við lýsinguna af
Ljósu-Malin.
Þýska virtist vera ráð-
andi tungumálið i veitinga-
stofunni. Við hliðina á
renglulegri, brúnhærðri
stúlku, sem virtist vera
sænsk, var laus stóll. Nor-
din hneppti frásér frakkan-
um, fékk sér sæti, og lét
hattinn i kjöltu sér. Hann
taldi að loðfrakkinn og
sporthatturinn gætu orðið
til þess að hann styngi ekki
of mikið i stúf við hinn
þýska meirihluta.
Tiueða fimmtán minútur
liðu áður en nokkur fram-
reiðslustúlka gerði vart vif
sig við borðið. Hann notaði
timann til að litast um.Vin-
kona þeirrar brUnhærðu
hinum megin við borðið
'mældi hann út hvað
eftir annað.
Er kaffið var loksins
komið á borðið, hrærði
hann i bollanum og horfði i-
hugandi á ungu stúlkuna,
sem sat við hlið hans. Hann
vandaði sig mjög við fram-
burðinn, þegar hann á-
varpaði hana eftirfarandi
orðum: — Veistu hvar
Ljósa-Malin heldur sig i
kvöld?
HUn starði fyrst á hann,
siðan brosti hún, hallaði sér
fram á borðið og sagði við
vinstúlku sina: — Heyrð-
irðu það Eva, hér er einn að
norðan að spyrja eftir
Ljósu-Malin. Veist þú hvar
hún er?
Vinstúlkan leit á Nordin
og kallaði þvinæst til ein-
hvers, sem sat innar i saln-
um: — Hér er lögga, sem er
að spyrja eftir Ljósu-Mal-
in. Veit nokkur ykkar hvar
hún er?
Samhljóða neitun frá
hinu borðinu.
Nordin velti þvi niður-
dreginn fyrir sér hvernig
Stokkhólmsbúar gætu séð
það á manni, sem sat og
sötraði kaffi, að hann var
ekki bæjarmaður. Hann
botnaði ekkert i þeim.
Þegar hann kom upp að
afgreiðsiuborðinu á fyrstu
hæð, gekk framreiðslu-
stúlkan, sern borið hafði
honum kaffið, i veg fyrir
hann.
— Ég heyrði að þér vild-
uð ná tali af Ljósu-Malin,
sagði hún, — eruð þér i
raun og veru frá lögregl-
unni?
Nordin hikaði við,
enkinkaðisvo kolli án þess
að segja neitt.
— Ef þið gætuð bara tekið
þá kvensnift úr umferð,
sagði hún, — þá yrði ég feg-
in. Ég held ég hafi grun um
hvar hún er. Sé hun ekki
hér, er hún venjulega á
kaffistofu á Engelbrekts-
plan.
Nordin þakkaði og fór út i
kuldann.
Ekki var Ljósu-Malin
heldur að finna á Engel-
brektsplan. Kaffistofan
virtist með öllu yfirgefin af
sinum fastagestum. En
Nordin var ekki á þvi að
gefast upp strax. Hann
gekk til konu, sem sat ein
við borð og las i þvældu
vikuriti. Hún vissi ekki
hver Ljósa-Malin var, en
ráðlagði honum að leita
fyrirséri vinveitingastofu á
Kungsgatan.
Nordin þrammaði áfram
eftir mannauðum götum
Stokkhólms og óskaði þess
að hann væri kominn heim i
sitt ástkæra Sundsvall.
En i þetta skipti fékk
hann laun erfiðis sins.
Hann hristi höfuðið við
fatageymsluþjóninum,
sem kom til hans til að taka
við frakka hans, gekk að
dyrunum inn i veitingastof-
una og litaðist um. Hann
kom óðara auga á hana.
Hún var há vexti, en ekki
tiltakanlega holdug. Ljós-
gult hárið var sett upp i
iburðarmikla greiðslu á
hvirflinum.
Nordin var i engum vafa
um, að þetta var Ljósa-
Malin.
Hún sat i veggsófa, með
vinglas á borðinu fyrir
framan sig. Við hlið hennar
sat miklu eldri kona, með
svart hár sem hékk i
hrokknum lokkum niður á
herðar, og gerði hana ekki
beinlinis unglegri. Senni-
lega uppgjafarhóra, hugs-
aði Nordin.
Hann stóð nokkra stund
og virti konurnar fyrir sér.
Þær skiptust ekki á nokkru
orði. Ljósa-Malin sat og
einblindi á vinglas sitt, sem
hUn sneri milli fingranna.
Sú svarthærða svipaðist i
sifellu um i salnum og
hnykkt öðru hverju til höfð-
inu á ástleitinn hátt til að
lyfta hárinu frá vöngunum.
Nordin gekk til fata-
geymsluþjónsins.
— Afsakið, en gætuð þér
ekki sagt mér nafn ungu,
ljóshærðu dömunnar,
þarna i sófanum?
Þjónninn leit i átt til sóf-
ans. — Dömu, fnæsti hann.
— Nei, ég veit ekki hvað
hún heitir, en ég held hún
sé kölluð Malin. Feita Mal-
in eða eitthvað þviumlikt.
Nordin fékk honum hatt
sinn og frakka.
SU svarthærða horfði á
hann með eftirvæntingu,
þegar hann nálgaðist borð
þeirra.
— Afsakið, að ég skuli
gerast svo djarfur, sagði
Nordin, — ég vildi gjarnan
fá að tala nokkur orð við
ungfrú Malin... ef mögulegt
væri.
Ljósa-Malin leit á hann
og saup á vinglasinu. — Um
hvað? spurði hún.
— Um kunningja yðar,
sagði Nordin. — Gætuð þér
hugsað yður að færa yður
að öðru borði dálitla stund
svo við getum talast við i
næði?
Ljósa-Malin leit á vin-
konu sina og Nordin flýtti
sér að bæta við:... já, svo
framarlega sem vinkona
yðar hefur ekkert á móti
þvi, auðvitað.
Sú svarthærða tók vin-
flöskuna, fyllti glas sitt og
reis á fætur.
-— Ég skal svei mér ekki
ónáða, sagði hun móðguð.
Ljósa-Malin sagði ekk-
ert.
— Ég fer og sest hjá
Toru, sagði vinkonan. — Sé
þig siðar Malin.
HUn tók glas sitt og færði
sig að borði innar i salnum.
Nordin dró fram stól og
settist. Ljósa-Malin horfði
á hann og beið átekta.
— Nafn mitt er Ulf Nor-
din, sagði hann. — Ég er
fyrsti aðstoðarforingi i
rannsóknarlögreglunni. Ég
held að þér getið veitt okk-
ur dálitlar upplýsingar.
— Jæja, sagði Ljósa-Mal-
in, — og um hvað ættu þær
svo sem að vera? Sögðuð
þér að það væri viðvikjandi
einhverjum vini minum?
— Já, sagði Nordin, — við
þurfum að fá upplýsingar
um mann, sem þér þekkið.
Ljósa-Malin leit til hans
með fyrirlitningu. — Haldið
þér að ég sé einhver svik-
ari, eða hvað?
Nordin dró sigarettu-
pakka upp Ur vasa sinum
og bauð henni. HUn fékk sér
sigarettu, sem hann kveikti
stimamjúkur i fyrir hana.
— Það er ekki um það að
ræða að svikja neinn, sagði
hann. — Fyrir fáeinum vik-
um ókuð þér ásamt tveim-
ur karlmönnum i hvitum
Volvo Amazon til bifreiða-
verkstæðis i Hagersten.
Verkstæðið er i Klubback-
an og er i eigu Svisslend-
ings, sem heitir Horst.
Maðurinn, sem ók bilnum
var Spánverji. Munið þér
eftir þessu?
- Það er nU litið að
muna, sagði Ljósa-Malin,
— en hvað var athugavert
við þetta? Við Nisse vorum
bara með Paco vegna þess
að Nisse ætlaði að visa hon-
um á verkstæðið. Reyndar
er hann farinn aftur til
Spánar.
— Hver, Paco?
— Já.
HUn tæmdi glasið og
hellti i það þvi sem eftir var
i flöskunni.
— Má ég bjóða yður upp á
eitthvað, sagði Nordin, —
ef til vill dálitið meira vin?
HUn kinkaði kolli og hann
gaf framreiðslustúlkunni
merki. Hann bað um hálf-
flösku af vini og glas af öli.
— Hver er Nisse? spurði
hann.
— NU, sá sem var með i
bilnum auðvitað, voruð þér
ekki að segja það sjálfur?
— JU, en hvað heitir hann
annað en Nisse? Hvað
starfar hann?
— Hann heitir Görans-
son. Nils Erik Göransson.
Ég veit ekki hvaða starf
hann hefur. fig hef ekki séð
hann nUna i tvær vikur.
— Hversvegna ekki?
spurði Nordin.
— Ha?
— Hversvegna hafið þér
ekki hitt hann i tvær vikur?
Þið sáust oft áður, var það
ekki?
— ftg er nU ekki gift hon-
um. Við erum ekki einu
sinni i föstu sambandi.
Vorum aðeinssaman svona
öðru hverju. Hann hefur ef
til vill fundið sér einhverja
aðra, hvað veit ég um það?
Eg hef að minnsta kosti
ekki séð hann um tima.
FramreiðslustUlkan kom
með vinið og ölið. Ljósa-
Malin fyllti strax glas sitt.
— Vitið þér hvar hann
býr? spurði Nordin.
— Nisse? Nei, hann bjó
eiginlega hvergi. Var hjá
mér um tima, svo hjá ein-
hverjum kunningja sinum i
Söder, en ég held hann sé
þar ekki lengur. Nei, 'ég
veit það ekki. Og þó ég
hefði vitað þaö, veit ég ekki
hvort ég hefði farið að
blaðra þvi i lögguna. Ég
kem ekki upp um neinn.
Nordin fékk sér teyg af
ölglasinu og horfði vin-
gjarnlega á hina iturvöxnu
ljósku i sófanum.
— Þér skuluð ekki þurfa
þess, ungfrú... já, afsakiö,
hvað heitið þér annað en
Malin?
— Ég heiti alls ekki Mal-
in, sagði hUn. — Ég heiti
Magdalena Rosén. 6g er
bara köiluð Ljósa-Malin
vegna þess hve hárið á mér
er ljóst.
HUn strauk hendinni um
hárgreiðsluna.
— Hvað er þaö annars,
sem þer viljið Nisse? Hefur
hann gert eitthvað af sér?
Ég ætla ekki að sitja hér og
svara hverju sem er á með-
an ég veit ekki hvaö um er
að ræða.
— Nei, það er skiljanlegt.
En ég skal segja yður i
FLOKKARNIR
OG
FJÁRMÁLIN
Fjárreiður
Sjálfstæðis-
flokksins
1. Hyer var veltan á sl. ári?
Útgjöld flokksins voru á sl. ári um 4.8 milljónir.
2. Hverjir eiu tekjuliðir?
Að meginstefnu til hefur flokkurinn tekjur af
happdrættum vor og haust svo og framlögum frá á-
hugasömum flokksmönnum.
3. Ilver var stai'fsnianiiafjöldinii?
A aðalskrifstofu flokksins eru að staðaldri starf-
andi tveir karlmenn og tvær stUlkur auk þess sem
ein stUlka er i hálfs dags starfi. Þá kostar flokkur-
inn að hluta laun starfsmanna samtaka innan vé-
banda sinna.
4. Hver er skrifstofukostnaðurinn?
Skrifstofukostnaður nam á sl. ari um kr. 3,4 mill-
jónum og er hér átt við laun og annan kostnað svo
sem sima, rafmagn, hita, pappir o.þ.h.
5. Hvcr er rikisstyrkur til landsmálablaöanna?
Kr. 300.000. — 1972 en kr. 600.000. — á þessu árí.
Alls eru gefin Ut 11 ladsmálablöð á vegum Sjálf-
stæðismanna vfðsvegar um landið og er framan-
greindum fjárhæðum skipt milli blaða þessara af
framkvæmdastjórn flokksins. Rett er að taka fram
að blöð þessi koma mjög misjafnlega oft Ut.
l>. Ilver cr fasteign flokksins?
Sjálfstæðisflokkurinn á ásamt flokkssamtiikunum
i Reykjavfk hUseignina Laufásveg 46 en hUseign
þessa eignaðist flokkurinn áriö 1968. Arið 1972 seldi
flokkurinn Valhöll v/Suðurgötu en leggur andvirði
þess hUss i nýbyggingu á mótum Kringlumýrar-
brautar og Skipholts. Vegna þeirrar nýbyggingar
sem framkvæmdir hófust við i sumar er flokkurinn
nU einnig að undirbUa sölu á Laufásvegi 46.
7. Hver er blaðaeign flokksins?
Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert blað, hvorki dag-
blaö né vikublað. Einstök flokkssamtök eiga og
reka Utgáfu landsmálablaða eins og fram kemur i
svari við spurningu nr. 5.
8. Ilver er hlutafjárcign flokksins?
Sjálfstæðisflokkurinn á um fimm prósenl hluta-
fjár í Utgáfufélagi Dagblaðsins Visis og um þriðjung
hlutabréfa i Akri h.f., sem rekur SjálfstæðishUsið á
Akureyri.
9. Þiggur flokkurinn einhverja styrki frá erlcndum
systursamtökum.og greiðir hann út i alþjóðastjórn-
málasamtök?
Sjálfstæöisflokkurinn hvorki þiggur greiðslur er-
lendis frá né innir af hendi greiðslur til Utlanda.
10. Hversu margir cru skráðir mcðlimir flokksins?
Um 18.700.
11. Ilvað eru margir styrktarmenn skráftir?
Þeir flokksmenn sem styðja flokkinn með kaup-
um happdrættismiða skipta þUsundum en tala
þeirra flokksmanna, sem styrkja flokkinn með
beiniim fjárframlögum er breytileg frá ári til árs.
fcg hcld að við höfum ofdekrað hana.
Laugardagur 27. október 1973