Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 4
GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR í MINNINGU DR. RÓBERTS A. OTTÓSSONAR LISTIN OG LOTNINGIN FYRIR HENNI Dr. Róbert A. Ottósson var af erlendu bergi brotinn. Tónlist- armenntun hans var með al- þjóðlegu sniði. Og hæfileikar hans voru slikir, að hann hefði eflaust getað rutt sér braut á sviði heimslistar og hlotið þar viðurkenningu. Samt gerðist hann tslendingur á fullorðins- aldri. Og hann varð sannur Is- lendingur, — ef til vill ekki sist vegna þess, að hann var þegar orðinn þroskaður heimsborgari f heimi tónlistarinnar, þegar hann kynntist þvi, sem var og er sérstætt i islenzkri menningu, að fornu og nýju. íslendingar eiga Róbert A. Ottóssyni það að þakka, að þeir hafa heyrt ýmis helstu og vand- meðförnustu listaverk tónbók- menntanna flutt af löndum sin- um. Það hefur ekki aðeins verið þeim, sem á hafa hlýtt, til gleði og þroska, heldur hefur það aukið trú bæði áheyrenda og flytjenda á getu og framtið is- Ienzkrar menningar. Þegar Ró- berts A. Ottóssonar er minnst, er ef til vill ekki óeðlilegt, að efst i huga sé þakklæti fyrir ó- gleymanlegar stundir, þegar hann hélt á tónsprota. En kannske er hann ekki minna virði, kjarkurinn, sem hann gaf þjóð sinni með þvi að ráðast i verkefni, sem að óreyndu hlutu að virðast litt viðráðanleg, og valda þeim til fullnustu, — bjartsýnin, sem hann með elju sinni, kunnáttu og hæfileikum ól og efldi með öllum þeim, sem hann flutti boðskap sinn og fluttu hann með honum. Áreiðanlega var það ekki til- viljun, að Róbert A. Ottósson lagði áherslu á að kynna þjóð sinni stórvirki trúarlegrar tón- listar. En hann túlkaði ekki að- eins þau verk með þeirri lotn- ingu fyrir hinu háleita, sem er aðalsmerki sannrar trúar, held- ur öll tónverk, sem hann flutti. Hann þekkti þörfina á þrotlausri vinnu, hann skildi nauðsyn þekkingar, en hann vissi lika, að enn meira þarf til þess að list verði til. Liklega er það sjaldgæft, að listamenn séu jafnframt vis- indamenn, þótt áreiðanlega sé miklu meira sameiginlegt af- rekum i listum og visindum en almennt er viðurkennt. En Ró- bert A. Ottósson var einnig vís- indamaður, eins óg doktorsrit hans um Þorlákstiðir og önnur ritverk hans munu bera vott 1 siðasta skipti, sem sá, er þetta ritar, heyrði Róbert A. Ottósson leika á slaghörpu, var, er samkomu i hátiðasal Háskól- ans i tilefni af 150 ára afmæli séra Arnljótar ólafssonar skyldi ljúka þannig, að við- staddir syngju lag Sigvalda Kaldalóns „Island, ögrum skor- ið". Róbert A. Ottósson hafði tekið að sér að leika á hljóðfær- ið. Auðvitað lék hann af fingrum fram. Þetta alkunna lag hafði aldrei hljómað i eyrum mér eins og það gerði þarna i hóndum hans. Einu gilti, hvort hann fékkst við volduga hljómkviðu eða einfalt lag. Það var ávallt listin og lotningin fyrir henni, sem réði. HANN GAF ÞJÓÐ SINNI KJARKINN Stillingar og viðgerðir á oliukyndingum. Oli$brennarinn s.f. Simi 82981 BimÞJOnUSTHíl HRFnnRFIRÐI- SKIPA11TGCR0 RÍKISINS M/s Esja fer frá Reykjavik miðvikudaginn 27. þ.m. austur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: fimmtudag og föstudag til Austfjaröahafua, ÞÖrshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. s .i I •4F t &**gg&V Komið og gerið yið sjálfir. Góð verkfæra og varahluta- jj þjónusta. Opiðfrákl. 8—22. Látið okkur þvo og bóna bllinn. Fljót og góð þjónusta. Mótor- . þvottur og einnig ryðvörn. Pantanir í síma 53290. ' BimwomjSTnn Hafnarfirói, EyrartrckJSó ( Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Hílasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. fe. Helgason hf. STBINtOJA 4 Hn HU7 00 UXU . ' d 1)1 MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást í Hallgrímskirkju (Guðbrandsstofu), opið virka daga nema laugardaga kl. ;2-4 e.h., sími l7SOj5,Blómaverzluninnt Domus Medica, Egíísg. 3, VeYzl. Hall- dóru Ólafsdóttur, Gretttsg. 26, Verzf! Björns Jónssonar, Veslu^)öfu 28, og Biskupsstofu, Klapparslíg" 27. Kjörskrá Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningar i Kópavogskaupstað, sem fram eiga að fara sunnudaginn 26. mai 1974, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni i Kópavogi frá kl. 8,30-15 alla virka daga, nema laugardaga, frá og með 26. marz til og með 23. april 1974. Kærum út af kjörskrá skal skila til bæjarstjóra fyrir kl. 24 laugardaginn 4. mai 1974. Bæjarstjórinn i Kópavogi. Auglýsing um notkun heimildar i 60. tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl. Ráðuneytið tilkynnir hér með þeim aðil- um, sem hlut eiga að máli, að það hefur ákveðið, skv. heimild i 60 tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl., að af vélum og hráefnum til iðnaðar toílafgreiddum á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974 skuli endurgreiðaeðafellaniður gjaldamun eins og hann reiknast vera af vörum þessum annars vegar skv. eldri tollskrárlögum nr. 1/1970 og hins vegar skv. nýsettum toll- skrárlögum nr. 6/1974. Endurgreiðslubeiðnir skulu sendar ráðu- neytinu i skriflegu erindi og hafa borist eigi siðar en 15. april 1974. Aðeins verður um niðurfellingu eða endurgreiðslu gjald- munar að ræða til fyrirtækja, sem leggja stund á framleiðslu iðnaðarvara. Endurgreiðslubeiðnir iðnfyrirtækis skulu studdar eftirfarandi gögnum: 1. Frumriti tollreiknings (ekki ljósrit), ásamt vörureikningi (faktúru). 2. Crtreikningi aðflutningsgjalda á við- komandi vörum, samkvæmt lögum um tollskrá o.fl. nr. 6/1974, er gerður sé á venjulegri aílutningsskýrslu. Skal skýrslan fyllt út eins og fyrri skýrsla, að öðru leyti en þvi, að reikna skal út gjöld með hinum breytta tolli. í erindinu skal tilgreina sérstaklega út- reiknaðan gjaldamun skv. lögum nr. 6/1974 og lögum nr. 1/1970 um tollskrá o.fl. Jafnframt skal i erindinu vera yfirlýsing endurgreiðslubeiðanda um, að hann stundi iðnrekstur og að viðkomandi vörur séu eingöngu ætlaðaf til framleiðslu iðn- aðarvara. Nú hefur innflytjandi iðnaðarhráefni eða iðnaðarvél i birgðum hinn 15. april 1974, sem tollaf greidd há?a verið á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974, og skal þá heimilt að endurgreiða gjaldamun af fyrrgreind- um vörum, enda hafi sala þeirra innan- lands til nota við framleiðslu iðnaðarvara átt sér stað fyrir 15. mai n.k. Iðnfyrirtæki eða iðnrekandi, sem keypt hefur vöruna, skal þó sækja um endurgreiðsluna, sbr. framanritað. Endurgreiðslubeiðnir, sem berast ráðu- neytinu eftir 1. júni 1974, verða ekki teknar til greina. Fjármálaráðherra skipar 3 menn, bar af einn eftir tilnefningu Félags isl. iðnrek- enda til að fjalla um endurgreiðsluhæfi endurgreiðslubeiðna. trrskurður þeirra er fullnaðarúrskurður i hverju þvi máli, sem fjallað verður um skv. ákvæðum auglýs- ingar þessarar. Fjármálaráðuneytið, 19. mars 1974. o Miðvikudagur 20. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.