Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 7
SKIPT UM HLUTVERK |a.boAui STUn FRAMHALDS SAGA EFTIR tiPliril GEORGE G. KIPP til hálslaus og með hvítan hártopp á kollinum. — Hefur orðin einhver alvarleg myndbreyting? spurði hann eftir að hafa litið á siðustu skýrslurnar. —Alvarleg myndbreyt- ing? spurði Corbin skiln- ingssljór. — Ég var að hugsa um Marshall Preston, sagði Jones og lagði frá sér skýrslurnar, sem hann var búinn að lesa. — Breyting á manninum, á ég við. Æðstu yfirmennirnir hafa óvenju- legan áhuga á honum. Þeir lita á hann sem ráðgátu og það er ekkert sennilegra, en niðurstaða þessara rannsókna verði algjörlega undir þvi komin, hvað þér tekst að gera við hann. — En hvað með alla hina, sem hafa sýnt veru- lega bót? mótmælti Corbin. — Það eru allt meðal- menn, sem fangelsisstjór- inn hefur litinn áhuga á. Við þekkjum þessa venju- legu afbrotamenn. Marshall Preston er gjör- ólikur þeim. Framtiö þess- ara rannsókna er tryggð og þin einnig, ef þú kemst að honum... Corbin lokaði augunum og fann fyrir sviða i þind- inni. — Preston er öðruvisi, muldraði hann. — Það á að láta hann iausan eftir niutiu daga, sagði Jones læknir. — Þér hafið nægan tima. Niutiu daga! Það var ó- hugsandi! Hann hafði þeg- ar unnið við Preston i nfu- tiu daga og árangurinn var enginn. Corbin velti þvi fyrir sér, hvort hann ætti að segja félaga sinum allt um undarlegar hugmyndir Prestons, en ákvað að láta það ógert. Hann vildi ekki að neinn vissi, hvernig Preston hafði leikið á hann. Eftir að Jones læknir var farinn, hallaði Corbin sér aftur á bak og hugsaði um öll árin af bókum og aftur bókum, lestri um nætur, ferðalög um undirheima borganna til að kynnast alls konar afbrotamönnum, allt frá smáþjófum til morðingja. Þetta var allt svo órétt- látt. Þeir gátu ekki gert honum þetta. Þeir gátu ekki eyðilagt framtið hans vegna Marshalls Prestons. Corbin var heima i ibúð- inni i tvo daga. Tilhugsunin um mistökin elti hann eins og afturganga. Hann sá hæðnislegt andlit Prestons jafnvel i draumi. Corbin náði sér i viskiflösku og grundaði málið. Það rökkvaði snemma og mild vorrigningin seitlaði niður úr skýjunum. Corbin datt dálitið i hug. Það var brjálæði! Eða var það það ekki? Það voru svo margar hliðar á mannssál- inni, sem menn vissu litið eða ekkert um. Freud, Jung, Adler — allir höfðu þeir viðurkennt það. Corbin hugleiddi þetta betur og hugsunin varð sifellt ágengari eins og eitur- slanga. Gat Preston haft á réttu að standa? Það væri brjál- semi! En svo bar einnig að lita á það, að öllum nýjum kenningum i sögu mann- kynsins hafði verið tekið með vantrú og efasemdum. Og þá ekki sizt kenningum um starfsemi mannsheil- ans. Það hafði verið hlegið að forystumönnum á þvi sviði og kenningum þeirra visað á bug, áður en þeim tókst að sanna, að kenning- arnar og hugleiðingar þeirra væru réttar. Loks kinkaði Corbin kolli og brosti biturt. Hann fór út og virti um stund fyrir sér borgina i regnmóðunni. Svo greip hann þettingsfast um byssuna i vasa sinum og gekk ákveðinn eftir götunni til að finna næstu peninga- stofnun. Hann ætlaði að sýna, Marshall Preston, að hann skildi fullkomlega, hvernig heili afbrotamanns starfaði! SÖGULOK MINNING: KONAN 974 Þaö má orða það þannig, að konan T974 minni lítið eitt á ko-.iuna 1930 skv. Parísartískunni. Tísku- teiknarar halda því t.d. fram, að pilsíddin eigi að vera fyrir neðan hné, að minnsta kosti fyrir full- orðnar konur. Það er einnig álitið, að kjólar komi eitthvað í veg fyrir notkun síðbuxna, sérstaklega á sumrin, en sem betur fer eru síðbuxur alls ekki úr sögunni. Pilsin eiga að vera við, pífur, lokufellingar eða al- veg felld og þær eiga að koma um mjaðmirnar. Konan á að vera lagleg hversdagsl. en hreinasta tískudrós i veislum. Þar er notað silfur og gull, glit- ur og pallíettur, f jaðraslár og flögrandi, þunn efni úr þeim draumaheimi, sem kvikmyndirnar sýndu okkur frá 1930-1940. Kjóllinn eða blússan eiga að vera flegin að fram- an, aftan eða hvoru tveggja og síða pilsið hefur hnéháar raufar í hliðunum. Síðpils ber að nota i öllum veislum. Þau eru úr allskonar efnum frá tvíd, jersey og ull að vattéraðri bómull, flaueli og mjúkum silkilíkum efnum. Á pilsinu getur verið breitt belti rétt fyrir ofan mitti og m jótt belti á, vasar og rykkt. Það getur verið fellt, plísérað eða bara útskorið, það getur verið pífupils meðöðru efni inn á milli pifanna eða bara slétt pils, sem sýnir vöxtinn. Það eru líka til síð smekkpils, sem notuð eru við síður formleg tæki- færi. Við pilsin eru notaðar blússur og skyrtur úr góðum efnum, gjarnan með breiðum kraga eða stórri slaufu. Og jafnvel í veislum eru notuð vesti eða peysur, heil eða eða hálferma oft með skrauti úr glitrandi lúrex. Utanyfirflíkurnar eru jakkar, slár eða frakkar. Víðir eða aðskornir og þröngir. Jakkar ná niður að mjöömum og eru léttir, og prjónajakkar með hálf síðum ermum henta vel yfir þunnan sumarkjól, ef svalt er á kvöldin. Aðallitirnir eru pastellitir, hvítt er mikið notað, en dökkblátt og svart einniq. Sokkarnir. Marit Lunde tiskufræðingur segir að nú sé hægt að velja sokka í pastellitum, sem fari vel við tísku- litina í fötum. Sokkabuxurnar vitanlega lika, en aðaltiskufyrirbrigðið verður þó án efa hnésokkarn- ir (sportsokkar), sem eru allavega munstraðir allt frá spotssokkunum með „fótboltamunstrinu" til fínu sokkanna með netmunstrinu. Tölum nú aftur um litina — getið þið hugsað ykkur laufgræna, himinbláa, grænbláa eða sólgula fætur? Já, við fáum að sjá þá, þegar vorar. Mjög Ijós húðlitur, sem skirður hefur verið Romanse verður áreiðanlega vinsæll hjá yngstu kynslóðinni, en það er ekki eingöngu hugsað um hana, þegar sokkar og sokkabuxur eiga í hlut. Það er unnt að velja þær í fimm stærðum og einni yfirstærð eftir því sem frú Lunde segir, en yf irstærðin miðast víst aðallega við barnshafandi konur. Svo eru líka til styrktar sokkar og sokkabuxur fyrir þær sem hafa æðahnúta og slæma fætur og svo er sagt að góðir hvíldarsokkar séu betri en teygjusokkarnir. Það er einnig hægtað fá slíka sokka til veislufagnaðar, ef konuna langar til að halda sér til. Vitanlega eru allir sokkar og sokkabuxur styrktir f tá og hæl og mílli fótanna. Hárið: Franska hárgreiðslan í ár heitir „Belles", en það þýðir þær fögru. Það hljómar lokkandi og er það lika. Lokkar eiga að vera alls staðar, ef ekki um allt höfuðið þá að minnsta kosti á einhvers staðar að vera vöndull af lokkum eða englakrullum, ef þið viljið heldur nota það orð. Vilji konan vera stutt- klippt getur hún valið úr allskonar hentugum, glæsilegum eða sportlegum greiðslum, en síða hárið er engan veginn úr sögunni. Greiðslurnar í ár eiga þaðsameiginlegtaðvera auðveldar, þægilegar og fljótlegar. En hárið verður að klippa rétt. Að lokum um nærfötin. Tískuhúsin í París hafa aftur fært fyrirsæturnar í brjósthaldara. Þá vitum við það! Nærbuxurnar eru gerbar með siðbuxna- tiskuna fyrir augum. Saumarnir eru ávalir og þær eru úr mjúku lycra-efni. Tvær gerðir af nýjustu sportsokk- unum Til vinstri er tvidpils með léttum prjónajakka, sem borinn er yfir blússu með slaufu i háisinn. Til hægri er kjóll og kápa úr sama létta ullarefninu. DR. RÖBERT ABRAHAM OnðSSON, DÖSENT Þegar mikilmenni hverfa af sjónarsviðinu myndast tóm hjá fjöldanum. Leiðtoginn er fallinn og fólkið stendur eftir sem tvistruð og ráðvillt hjörð. En andinn er eilifur og i hans nafni er reynt að reisa merkið við að nýju. Með dr. Róbert er fallinn i valinn einn mikilhæfasti einstak- lingur þessarar þjóðar. Maður, sem á frábæran hátt, sameinaði vald á list og visindum. Til sliks þarf ekki aðeins atgjörvi og gáf- ur, heldur einnig viðkværríar til- finningar og gott hjartalag. Allir þeir mörgu, sem hafa unn- ið með honum, lotið stjórn hans i tónlistinni eða verið nemendur hans á annan hátt, bera þessu vitni. Það var mikill viðburöur að syngja hjá dr. Róbert. Vegna næmi hans og skarpleika var alltaf eins og kórfélagar stæðu einir frammi fyrir honum, þótt til dæmis i Filharmoniunniværu reyndar hálft annað hundrað manns. Valdið á verkefninu var lika algjört, þótt oftast væri það skærustu eðalsteinar tónbók- menntanna og erfitt eftir þvi. Mannúð dr. Róberts kom fram i þvi, hversu mjög hann vildi, að fólki liði virkilega vel undir hans stjórn. Þannig leysti hann aldrei vandamál með þvingandi endurtekningarað- gerðum og tilheyrandi van- máttakennd og leiða, einhvers litilsiglds byrjanda á hálli braut sönglistarinnar A slikum timum vatt hann oft upp segl. lét alla standa upp og syngja fullum hálsi hinn erfiöa kafla i gegn. til miklu meira hjálpræðis þeim vankunnandi. heldur en löng ræðuhöld eða flóknar útlistingar gátu megnað. Á þennan hátt fékk hann lika miklu betri hljóm i kórinn. þvi enginn þvingaður maöur getur sungið vel. hversu náiö sem hann annars kann sina rödd. Þannig leiddi dr. Róbert fólk til betri vegar af umhyggju og vin- áttu i sönnum anda þeirra eilifu meistaraverka, sem voru höfuðviðfangsefni hans siðustu árin. Ég votta konu hans. Guðriði Magnúsdóttur. syni Grétari Ottó og öðrum i fjölskyldunni mina dýpstu samúð. Þeirra missir er mestur. en gjörvöll is- lenska þjóðin hefur mikið misst. Guðlaugur Tryggvi Karlsson /0 Miðvikudagur 20. marz 1974. Miðvikudagur 20. marz 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.