Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 10
Njarðvíkingar áttu aldrei möguleika KR—UMFN 85:61 (35:30) Það var aldrei neinn veruleg- ur spenningur í þessum leik. KR hafði alltaf minnst 10 stig yfir, þó var leikurinn ekki svo mjögó- jafn, leikmenn UMFN stóðu oft fyllilega i KR-ingum. Njarðvikingar skora fyrstu körfuna i leiknum en KR jafnar og kemst i 8:2 áður en UMFN gerir næsta stig sitt, á töflunni sást m.a. 15:7 og 19:9 fyrir KR. Og tölur eins og 53:34 og 63:44 i siðari hálfleik, en það var aðal- lega vegna frábærs leiks Kol- beins i upphafi siðari hálfleiks sem KR tókst að ná um 20 stiga forskoti, en lokakaflann skiptust liðin á um að skora. KR-liðið er liklega með sterk- ustu vörnina i 1. deild, enda leikur liðið nokkuð fastan og grófan varnarleik, andstæð- ingnum ekkert hlift. Liðið hefur lika efni á að leika gróft þar sem margir góðir skiptimenn eru til taks, liðið hefur yfir jöfnum ein- staklingum að ráða. Tveir leikmenn eru i sérflokki i liði UMFN, það eru þeir Gunn- ar Þorvarðarson og Brynjar Sigmundsson og stjórnar sá sið- astnefndi spili liðsins. Hilmar Hafsteinsson vekur sérstaka at- hygli fyrir sérkennileg langskot og góða nýtingu úr þeim. Einar Guðmundsson framherji liðsins lék ekki með að þessu sinni. Kolbeinn Pálsson var bestur i KR-liðinu að þessu sinni, eftir slaka leiki að undanförnu. Þá er Hjörtur Hansson að ná sinu gamla formi og munar um minna, Gunnar Gunnarsson stendur alltaf fyrir sinu, dugn- aður og kraftur eru einkennis- merki þess leikmanns. Bjarni Jóhannesson stendur sig vel i stöðu miðherja, hinn miðherj- inn, Kristinn Stefánsson var af- ar mistækur i sóknarleik sinum en tók mörg varnarfráköst. Stigahæstir: KR: Kolbeinn 29, Hjörtur 16, Bjarni 15 og Gunnar 10. UMFN: Gunnar 21, Brynjar 18 og Hilmar 10. Vitaskot: KR 20:7. UMFN: 26:19 = ágætt. HK KR að rétta við Staðan Bardaginn enn mnii KR og ÍR? Staðan er nú þessi körfuboltans: 1. deild KR tR Armann Valur Stúdentar Njarðvik HSK UMFS 11 9 2 978:837 18 10 8 2 917:803 16 10 7 3 837:796 14 11 7 4 976:880 14 9 4 5 743:779 8 9 3 6 666:736 6 10 2 8 748:823 4 10 0 10 640:858 0 'i** Stigahæstir: Þórir Magnússon Val, Kolbeinn Pálsson KR, Kristinn Jörundss 1R, Bjarni G. Sveinsson IS, Jón Sigurðsson Arm. Gunnar Þorvarðarson UMFN, Þröstur Guðmundsson HSK 298 261 218 210 204 203 184 Lá við handalögmálum eftir leik ÍS og Vals Miðvikudagur 20. marz 1974. liði IS i leiknum og lék hann nú sinn besta leik siðan hann byrj- aði að leika með liðinu i vetur. Annar nýliði i liðinu átti nú einnig sinn besta leik. Það var Þorleifur Björnsson sem hitti nú vel úr sinum frægu langskotum. Steinn Sveinsson átti ágætan leik, og sömuleiðis Bjarni Gunn- ar, sem er afar mikilvægur fyrir liðið. Hjá Val var Þórir að vanda bestur þótt hann hitt ekki vel á köflum, m.a. misnotaði Þórir nokkur skot á lokaminútunum sem reyndist liðinu dýrkeypt. Jóhannes Magnússon átti góðan leik. en Kári, Torfi og Stefán sá- ust varla. Valur hefur tapað 4 leikjum en liðið á eftir að leika við bæði Ármann og 1R og aðeins sigur i þeim leikjum mundi gefa liðinu vonir um Islandsmeistaratit- ilinn. Ármann hefur tapað 3 leikjum, en 1R og KR tveimur. Stigahæstir: 1S: Bjarni 20, Þórður 18, Þorleifur 16 og Steinn .15. Valur: Þórir 36, Jóhannes 22 og Torfi 10. Vitaskot: IS: 30:16. Valur 12:10. PK Borgnesingar svo til fallnir HSK—UMFS 81:65 (41:32) Þessi úrslit gera það að verk- um, að UMFS-liðið er svo gott sem fallið i aðra deild, eftir að- eins eins árs veru. Liðið hefur tapað öllum leikjum sinum 10 að tölu, og er áberandi lakasta lið deildarinnar i ár. Að visu eru fræðilegir möguleikar á að liðið haldi sér uppi. Liðið hefur vart nokkuð að segja i KR, 1S og Ármann, það væri helst að liðið gæti staðið i UMFN, en það er þó óliklegt. Skarphéðinsmenn byrjuðu af fullum krafti og komust fljót- lega i 6:2, og siðan 12:6 og 19:8. Á þessu timabili léku Borgnes- ingar mjög illa, gerðu hverja vitleysuna af annarri og skiþti þjálfari liðsins mönnum oft i byrjun leiksins. Um miðjan hálfleikinn var það sem UMFS liðið tekur að saxa á forskot HSK, þeir minnka muninn t.d. i 24:18 fyrir HSK, og stuttu siðar munar aðeins tveimur stigum á liðunum 29:27 HSK i vil. Þröstur Guðmundsson átti mjög góðan leik i byrjun leiks- ins, t.d. þegar staöan var 16:6 fyrir HSK, hafði Þröstur gert 10 stig. En Þröstur var fullharður i vörninni fyrstu minútur, þvi að hann var kominn með 3 villur eftir aðeins 7 minútna leik. Eftir leikhlé var aldrei neinn spenningur, HSK komst i 74:55, og hafði alltaf örugga forystu allan siðari hálfleikinn, þrátt fyrir það að þeirra besti maður Birkir Þorkelsson ætti nú sinn lélegasta leik i vetur. Þessi leikur var mjög illa leikinn, sannkallaður botns- bragur var af leiknum, og á köflum virtist sem leikmenn sendu knöttinn eingöngu til mót- herja. Allar tegundir klaufa- skapar sáust i þessum leik, og ofan á þetta allt saman var hittnin i algjöru lágmarki hjá báðum liðum. 1 liði HSK voru beir Þröstur og Ólafur Jóhannsson bestir, en Guðmundur Svavarsson og Tryggvi áttu ágætan leik, en Birkir og Gunnar Jóakimsson voru mjög daufir. Hjá UMFS var Gisli einna bestur. en Pétur Jónsson sýndi ágætan leik i siðari hálfleik. Bragi Jónsson eini landsliðs- maður liðsins átti slæman dag. Þá lék Trausti nú sinn lélegasta leik i langan tima, Steinar átti ágætan leik á köflum. Stigahæstir: HSK: Þröstur 22, Ólafur Þór 17 og Guðmundur 12. UMFS: Gisli Jóh. 16, Pétur 12 og Steinar 10. Vitaskot: HSK: 26:9. UMFS: 25:11. }'K lentar topplið Valsmenn byrjuðu betur og komust i 8:4, en stúdentar gef- ast ekki upp og tekst þeim að jafna 10:10. Siðan er staðan jöfn 14:14, 19:19 og 21:21 svo nokkuð sé nefnt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks taka Valsmenn sprett og hafa 4 stig yfir i hálfleik. Ekki er hægt að segja að IS hafi byrjað siðari hálfleik vel, þvi að eftir nokkrar minútur hafa Valsmenn náð mjög góðu forskoti 71:57 eða 14 stiga mun- ur. Og töldu flestir úrslitin ráð- in. En viti menn, með góðum leik þeirra Þórðar Óskarssonar og Steins Sveinssonar tekst Stúd- entum að jafna, og komast yfir með góðri körfu Bjarna Gunn- ars, 82:81 tS i vil, og tS bætir við þetta eins stigs forskot sitt, þeg- ar Þorleiíur Björnsson skorar tvær körfur á eiginlega sama augnabilkinu, þannig að staðan var nú 87:84 fyrir ÍS, Þjálfari liðsins biður um leikhlé og að- eins 30 sek. eftir af leiknum. Þessa siðustu hálfu minútu reyndu Valsmenn allt til að jafna en það tókst ekki. A siðustu sekúndum þessa leiks misstu margir stjórn á skapi sinu, og lá við handalög- máli milli manna, en fór þó allt vel að lokum, þótt dómarar leiksins fengju að heyra hitt og þetta. Stúdentar hafa sannarlega reynst toppliðunum erfiðir, þvi 1R, KR og nú Valur hafa öll tap- að fyrir liðinu, sem er annars rétt um miðja deild, en liðið á örugglega eftir að fá fleiri stig i mótinu. Þórður Óskarsson var bestur i Enn leggja stud ÍS—Valur 89:84 (37:41) Þetta var enn einn spennandi og skemmtilegur leikur i hinni jöfnu keppni fyrstu deildar, og voru úrslitin ekki ráðin fyrr en á siðustu sekúndum. ÍS tókst með miklu harðfylgi að sigra. 1S leggur nú hvert toppliðið af öðru að velli, og hefur staða liðsins i deildinni batnað mikið. Liðið er til alls liklegt eftir þennan leik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.