Alþýðublaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 2
Vont leikrit og draumur nær að rætast MINKARNIR LEIKRIT EFTIR ERLING E. HALLDORSSON LEIKMYND: STEINÞÓR SIGURÐSSON LJÓSAMEISTARI: GISSUR PÁLSSON TÓNLIST og leikhljóð i UMSJÁ ATLA HEIMIS SVEINSSONAR LEIKSTJÓRI: ÞORSTEINN GUNNARSSON Leikfélag Reykjavik- ur frumsýndi i april Minkana eftir Erling E. Halldórsson og prentarar fóru i verk- fall og allt fór i stans eða bara framhjá fólki. Þegar þessar linur út- þrykkjast eru Minkarnir lika stans. Kristmann Guð- mundsson spurði les- endur eitt sinn, hvers skáldin þörfnuðust. Hann svaraði sjálfur og MINNINGARORÐ ÞÚRODOUR GISSURARSOD Nokkuð er um liðið siðan sá maður andaðist sem hér getur um. Ekki þarf þó að fara i graf- götur um ástæðuna fyrir þvi hve seint greinin birtist, en það er prentaraverkfallið. Verkfallsrétturinn er æði oft notaður nú á timum, þótt sifellt virðist fleiri sammála um, að með þvi sé nánast bætt gráu of- an á svart. Á æskuárum Þórodds var þessu öðruvisi farið. Þá þurfti að vinna, til þess að hafa i sig og á, en ekki hætta að vinna. Og i rauninni má segja, að það væri undrunarefni fólki um mestallt Suðurlandsundirlendi, hvernig Gljúfurholtsheimilið komst af, bæði með barnahópinn stóra og hina gifurlegu gestanauð, eink- um haust og vor, á öllum timum sólarhrings. Þarna bjuggu i rúm 30 ár, foreldrar Þórodds, þau Gissur Guðmundsson og Margrét Jónina Hinriksdóttir. Hún var af hinni kunnu Bergs- ætt, en sé ætt Gissurar rakin nokkru lengra, er komið austur undir Eyjafjöll. Fjórtán barna þessara hjóna komust til fullorðinsára, og var Þóroddur elstur sonanna. Þeir eru nú allir látnir, en eftir lifa sex systur. Þóroddur fæddist i Gljúfur- holti eða Gljúfurárholti i Olfusi, hinn 7. mai 1896. Siðar það sum- ar dundu jarðskjálftarnir miklu yfir Suðurland, svo að hann var æði ungur, er hreiðrað var um hann og annað heimilisfólk i heygarðinum, með þvi að á hverri stundu mátti búast við að bæjar- og peningshús hryndu til grunna. En Þóroddi var ætlað lengra lif og umfram allt iðjusamt lif. Gljúfurholt er við eina fjöl- förnustu þjóðbraut þessa lands, á milli blómlegra búnaðar- héraða austan Fjalls og at- hafna- og þéttbýlissvæðanna miklu, við sunnanverðan Faxa- flóa. Aður er minnst á gesta- komurnar miklu, sem af þessu leiddi. En þarna var öllum tekið jafn opnum örmum og iöuglega nótt eftir nótt gengið úr rúmi fyrir þreyttu og hröktu ferðafólki. Og oft var það, ef komið var austan, að þess var farið á leit við Gljúfurholtsfólk, að fá lánaðan mann og hest, til halds og trausts, vestur yfir Hellis- heiði. Fljótt þótti mjög tiltæki- legur til þeirra hluta, bónda- sonurinn ungi, Þóroddur, ratvis i þokunni, úrræðagóður og hress i tali, þótt eitthvað mótdrægt henti. Suma tima árs fór Þóroddur til sjóróðrV svo sem gert hafði faðir hans 1 heilan mannsaldur. A þriðja tug aldarinnar fluttust þau Gljúfurholtshjón til Hafnarfjarðar, og Þóroddur þeim nokkurn veginn samtimis, enda virtist svo, sem hann mæti meira að vera og vinna þeim sem mest, heldur en að hraða sér ! að stofna eigið heimili. Þó kom þar, árið 1934, að hann staðfesti ráð sitt. Lifsföru- nautur hans var Guðbjörg E. Einarsdóttir, sem kenna má við Merkines i Höfnum. Þar hallaðist ekki á um ósér- hlifnina, og eru milliliðirnir ekki margir um lýsingu á þvi, þar sem faðir minn stóð við slátt með Þóroddi i ölfusforunum en móðir mín stóð við hlið Guð- bjargar við fiskþvott á Lang- eyrarmölum. Þóroddur kom upp, ásamt Guðmundi bróður sinum, vönduðu steinhúsi og allstóru, á þeirra tima mælikvarða, Suður- götu 21, og má það teljast stór- virki, eins og allt var i pottinn búið, ef nota má svo hversdags- legt orðaval i minningargrein. Þar var svo heimili Þórodds tii æviloka og þar býr Agúst son- ur hans. Hann lærði húsgagna- smiði,en hefur auk þess verið mikið á sjó. Mikill harmur var að Þóroddi kveðinn, er hann missti konu sina, hinn 5. mars 1952. önnur börn þeirra hjóna eru Gissur, húsgagnabólstrari, kvæntur Báru Guðbjörnsdóttur og tvi- buri við hann, Rannveig, gift Rafni Sigurðssyni, forstjóra Hrafnistu. Þessir tviburar eru eldri en Agúst, en yngst er Ingi- björg Elisabet, gift Þóri Sigurðssyni. Þau búa á Akra- nesi, en Gissur er æði langt fjarri, þ.e. i Astraliu. Stjúpsyni sinum, Stefáni Rafni, reyndist Þóroddur sem besti faðir og féll vel framtaksvilji hans og stjórnmálaskoðanir. Þóroddur fylgdi alla tið Al- þýðuflokknum að málum. F'yrstu ár sin i Hafnarfirði vann hann almenna verka- mannavinnu. Hann vann svo við byggingu Raftækjaverkssmiðjunnar þar 1937, varð þar starfsmaður og skipti ekki um vinnustað upp frá þvi. Hann átti þvi ekki ýkja langt til vinnu, og enn styttra til kirkju og notfærði sér oft hið Framhald a bls. 4 Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. HÚSEIGNIR veuusunoii O Clfin SIMI2S444 & Ol%l“ BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. sagði: Þau þurfa sam- úð yðar og velvild, svo að hugur þeirra fyllist ekki beiskju og hatri, þvi þeim er mikil nauð- syn að geta varðveitt hið barnslega hugarfar og hina fersku undrun gagnvart sköpuninni, sem þeim er meðfædd. Erlingur E. Hall- dórsson þarf alla sam- úð, þvi þegar hann skrifar Minkana er honum mikið niðri fyrir — en allt um það verð- ur penni hans ekki það vopn er hann vill. Leikritið er svo mengað táknmyndum og máli, að ég er efins um, að hugmyndir höfundar komist allar til skila, nú og kannski ætlast hann ekki til þess. Hann teflir fram óljósum persónum en einna sönnust er þó Grima gamla Guðrún- ar Stephensen og hygg ég að þar sannist það sem sagt er, að góð leikkona geti bjargað vondu leikriti. Eru Minkarnir þá vont leik- rit? Það hygg ég og leiðinlegt er það. Mis- langar predikanir, eða kannski er það allt þetta tal um hersetuna og ihlutun erlendrar þjóðar, og svo stillir höfundurinn þessu fram eins og gesta- þrautum. Maður spyr sig aftur og aftur: Hvað er maðurinn að fara? Hvað meinar hann nú? Gallinn er sá, að maður hættir loks að spyrja, begar heim er komið er ekkert eftir nema svolitið ergelsi og það er horfið að morgni. Skuggamynd Bertholt Brechts er eins og flugdreki i bandi E.E.H. og ekkert dugar. Mér finnst leikarar berjast von- lausri baráttu við per- sónumyndir og það verð ég að segja, að Jón Sigurbjörnsson átti Jónas Jónasson í leikhúsinu: samúð mina alla og mikla aðdáun, er hann komst lifandi frá ein- hverju lengsta eintali, sem ég hefi heyrt á leiksviði. Meðal leik- enda eru fleiri, er berj- ast hinni góðu baráttu, vil ég nefna Sigurð Karlsson og Helgu Stephensen, nöfnu hennar Bachmann og Karl Guðmundsson og Kjartan Ragnarsson. Þorsteinn Gunnars- son hefur unnið vand- virknislega að uppsetningu leiksins, Atli Heimir leggur til tónlist og leikhljóð, en allt kemur fyrir ekki. Leikmyndir Steinþórs Sigurðssonar einhvern- veginn daufar — eðakannski er það bara vegna þess hve mér leiddist. Leikfélag Reykjavik- ur á engar sérstakar þakkir skyldar og leik- ritið best geymt eins og það varM bók. t verkfallinu fékk undirritaður boðsmiða að sýningu íslenska dansflokksins ásamt Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Dansflokkurinn er nýstofnaður og kom nú fram með Ballett, sem sýnir daglegar æfingar listdansara og svo skemmtilegan ballett, „Eldtröllið” eftir Allan Carter, fluttur undir hans stjórn. Tónlistin er eftir Áskel Másson og leikin af honum ásamt Gunnari Egils- syni og Rúnari Georgssyni. Mikill fjöldi dansara kom fram á misjöfnum aldri og á ýmsum þroskastigum. Með starfi hjónanna Allan Carters og Julia Claire er nú markvisst unnið að þvi að láta rætast langþráðan draum is- lenskra dansara: l)m virkan flokk atvinnu- dansara. ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA IKRON Dúnn í GUCTIBflE /imi 84400 0 Fimmtudagur 16. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.