Alþýðublaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 3
Skipulagsstjóri út af „Grænu byltingunni" FRUMSKILYRDIAÐ SKÝRT OG RÉTT SÉ SAGT FRÁ ÞESSUM MÁLUM Hér fer á eftir í heild síðara bréf skipulags- stjóra ríkisins til borgar- stjóra vegna „Grænu byltingarinnar" „Skipulagsstjórn þakk- ar bréf yðar dags. 17. apríl 1974 ásamt þeim upplýsingum, sem það hefur að geyma. Hins- vegar vill skipulagsstjórn benda á,að hún telur það ekki heppilega aðferð við endurskoðun aðalvega- kerfis höfuðborgarinnar, að láta prenta og gefa út stórt og vandað kort undir nafninu: AÐALSKIPU- LAG REYKJAVíKUR 1974—83, og dreifa því til almennings og fjölmiðla án sérstakra athuga- semda, vitandi vits um, að það stangast í megin atriðum á við hið stað- festa aðalskipulag Reykjavíkur. Skipulagsst jórn vill taka undir þau ummæli yðar, að æskilegt er að borgarbúar fái að fylgj- ast með og gera athuga- semdir við hugmyndir og tillögur um breytingar á skipulagi sem og skipu- lagi nýrra hverfa, en þá hlýtur að vera frumskil- yrði að skýrt og rétt sé sagt frá þessum málum. Því miður gefur upp- dráttur sá, sem hér hef ur verið gerður að umtals- efni, almenningi og fjöl- miðlum rangar hug- myndir um, hvað sé gild- andi aðalskipulag fyrir Reykjavík, þar eð þess er hvergi getið í uppdrættin- um, að um tillögu sé að ræða, og ber að harma það kæruleysi, sem þetta ber vott um. Annað atriði sem rétt þykir að vekja athygli á varðandi títtnefndan uppdrátt, er það ósam- ræmi, sem hann er í við hinn staðfesta skipulags- uppdrátt, að því er snertir ýmsar stofnanir. Á. AÐALSKIPULAGI REYKJAVÍKUR 1962-83 eru stofnanir auðkenndar þannig, að hverf issktof n- anir eru með brúnum lit, en opinberar stofnanir með appelsínugulum lit. Á hinum margumrædda uppdrætti AÐALSKIPU- LAG REYKJAVÍKUR 1974-83, eru flestar þess- ara stofnana s.s. Land- spítalalóðin, barnaskólar, gagnfræðaskólar, Um- ferðamiðstöðin, Lög- reglustöðin og hálf háókólalóðin, sýnd með grænum lit, sama lit og venjuleg útivistarsvæði eru venjulega auðkennd með. Þetta rugl með liti á uppdrætti, sem kallaður er aðalskipulag, skapar óþarfa rugling og óvissu meðal almennings. Væntir skipulagsstjórn þess að reynt verði að halda betur í heiðri hið staðfesta aðalskipulag Reykjavíkur 1962—83 meðan það er enn í gildi og að endurskoðun þess sem nú er aðkallandi verði gerð á málefnaleg- um grundvelli. Hinsvegar sér skipu- lagsstjórn ekki ástæðu til þess að staðf esta sérstak- lega skipulag grænna svæða og göngu- hjól- reiða- og reiðstíga, svo sem þér minnist á í bréfi yðar, þar eð þessi atriði eru svo nátengd öðrum þáttum aðalskipulagsins að þar verður ekki sundur slitið ef vel á að vera. Með vinsemd og virðingu, Zóphanías Pálsson sign. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hr. Birgir ísl. Gunnarsson, Austurstræti 16, R. afrit send til: Borgarverkfræðingsins í Rvík, Forstöðum. Þróunarstofnunar Reykjavíkur. en visitalan „Ég er þeirrar skoðunar, að þensluástandið á vinnumarkað- inum sé jafnvel meiri verð- bólguvaldur i þessu landi en visitölukerfið, þó það sé nógu slæmt, sagði Gunnar J. Frið- riksson, fráfarandi formaður Félags íslenskra iðnrekenda, á iðnþingi i gær. Gunnar sagði, að allt sl. ár hafi rikt svo mikið þensluástand á vinnumarkaðnum að það hafi óhjákvæmilega hlotið að þrýsta mjög á hækkun kaupgjalds. Hafi þessa sérstaklega gætt i byggingariðnaðinum, en smitað þaðan út frá sér i aðrar atvinnu- greinar. Gunnar taldi, að opinber fjár- málastefna væri meginorsök þessarar þenslu, og eins það, að hið opinbera keppi við fram- leiðsluna um vinnuaflið. Þá kvað hann tilgangslaust að vera að gera áætlun um iðnþró- un á Islandi, ef ekki væri tryggt efnahagsástand, sem gerði kleift að byggja upp og reka iðnað hér. — A iðnþingi i gær gaf Gunnar J. Friðriksson ekki kost á sér sem formaður, en hann hefur átt sæti i stjórn F.l.I. i 23 ár. í hans stað var Davið Scheving Thorsteins- son kjörinn formaður, en hann var áður varaformaður. — Þau mjög svo leiðu mis- tök urðu i Al- þýðublaðinu i dag, að með minningar- grein, sem birt var um Jón Sivert Þ.A.A. Hjelm kom alröng m y n d o g kunnum við þvi miður enga skýringu á þvi, hvaðan sú mynd er komin. Við biðjum alla aðila velvirð- ingar á þessum leiðinlegu mis- tökum og birtum hér hina réttu mynd, sem fy-lgja átti greininni. Alþýðublaöið. EVRÓPA EFTIR AFSÖGN BRANDTS — AUÐN i vikunni, sem óiafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, rauf þing, missti stjórn Trudeau meirihlutastuðning í Kanada, og Wiliy Brandt, kanslari Vestur-Þýska- lands sagði af sér. Blaðið „Kurier" í Vfnarborg sagði þá: „Afsögn Brandts steypir öllum pmuppmtvcnc Aúaennnmsic; Komuio iujd du'. íígypUschc /cilung ..Aí-A’.v ratn" nunmchr „eimr l.eerc" in Uci scfien oder Wieus ..Kuriw’ heiminum f öryggis- leysi". i heimspressunni voru rifjuð upp stjórnar- skiptin í Bretlandi og staða Wilsons, forsætis- ráðherra. Þá var enn minnst andláts Pompi- dou, Frakklandsforseta, og frönsku forsetakosn- inganna. Þess var getið, að minnihlutast jórnir Abflstrefono Potiiiiutr: Nur Luxcsmhurfl bbeb étahii sætu i Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Belgíu, auk Bretlands, sem og brot- hættrar stjórnarsam- steypu á ítalfu, og að sjálfsögðu fjallað um stöðuna í Bandaríkjun- um. Þýska vikuritið „Der Spiegel" birti forsiðu- mynd af nýja kanslaran- um, Helmut Schmidt, en i grein um stjórnmálaá- standið i Vestur-Evrópu var þessi síða: Samein- Fundi viðræðunefnda Al- þýðuflokksins og SFV, sem vera átti i gær, var frestað um einn sólarhring að beiðni nefndar SFV. Verður fundur- inn haldinn siðdegis i dag, fimmtudag. Fimmtudagur 16. maí 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.