Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 6
ÞAÐ ÞARF AÐ VEKJA KONURNAR TIL VIT- UNDAR UM SAMFÉLAGS- LEGAR SKYLDUR ÞEIRRA Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir, kennari, skipar 5. sæti J-listans, lista jafnaðar- manna við borgarstjórn- arkosningarnar á sunnu- daginn kemur. Alþýðublaðið ræddi við Sjöfn um helgina á einni af kosningaskrifstofum J-listans, en Sjöfn hefur tekið mjög virkan þátt í kosningabaráttunni á undanförnum vikum og vakti hlutur hennar í sjónvarpsdagskrá J-list- ans síðastliðinn sunnudag óskipta athygli reyk- vískra kjósenda. En hver er þessi unga kona? Við hófum viðtalið á því að spyrja Sjöfn, hver hún væri. „Ég er fædd i Reykjavik 15. október 1936. Foreldrar minir voru Sigurbjörn Asbjörnsson, sjómaður, og Margrét Guðjóns- dóttir, kona hans. Ég hef dvalið mestan hluta ævinnar hér i Reykjavik að undanteknum skóiaárum minum á Akureyri og svo fjórum árum, þegar ég var við framhaldsnám i Banda- rikjunum. Kennsla hefur verið mitt aðalstarf utan heimilisins um tiu ára skeiö og nú kenni ég ensku við Vogaskólann i Reykjavik. Ég get með góðri samvisku sagt um sjálfa mig að öðru leyti, að ég hef eiginlega alla tið haft mjög mikinn áhuga á félags- málum, en sá áhugi vaknaði þegar á skólaárunum, eða strax i gagnfræðaskóla. 1 sannleika sagt er ég þvi marki brennd að þurfa bæði að leita mér þekkingar, kynna mér hin ýmsu mál, og hins vegar að miðla þekkingu minni til ann- arra. Þetta er sjálfsagt kenn- araeðli mitt. Þegar ég var i Menntaskólan- um á Akureyri tók ég þátt i alls konar félagsstörfum og átti ég t.d. þátt i þvi, að héraðslæknir- inn á staðnum var fenginn til að koma á heimavist stúlknanna á kvöldin eftir að heimavistinni hafði verið lokað til þess að fræða okkur stúlkurnar um hina ýmsu þætti heilbrigðismála. Sömuleiðis fengum við yfir- hjúkrunarkonuna á sjúkrahús- inu til að koma og fræða okkur stelpurnar bæði um heilbrigðis- mál og uppeldismál barna og ýmislegt fleira i svipuðum dúr. A þessum tima var engin setustofa á heimavistinni, svo að við tókum bara púðana okkar út á gang, þar sem þessi fræðslustarfsemi fór fram. Siðar efndum viö til dansleiks i skólanum og gáfum ágóðann til kaupa á húsgögnum i setu- stofu, sem innréttuð var á um- ræddum gangi. Ég held ég geti með fullum sanni sagt, að félagsmálaáhugi minn hafi verið talsvert rikur allt frá þvi ég fór að fylgjast með — eins og það er kallað. Ahugi minn á félagsmálum varð sem sagt ekki til i gær”. Konan og samfélagið Næst spurðum við Sjöfn um skoðanir hennar á stöðu kon- unnar l þjóðfélaginu og þá ekki sist á hlut hennar i stjórnmál- um. „Mér finnst, að hingað til hafi pólitiskir flokkar vanmetið kon- una afskaplega mikið og talið hana aðeins geta sinnt málum eins og barnaverndarmálum^ málefnum aldraðra og skylduni málum. Að þessu leyti tel ég, að stjórnmálaflokkarnir hafi bók- staflega vanmetið konuna. Það er að sjálfsögðu alrangt, að kon- ur geti aðeins hugsað og fjallað um einhverja afmarkaða mála- flokka. Auðvitað geta konur fjallaðum alla þá þætti, sem við koma hverju borgarsamfélagi, og þjóðmálum öllum yfirleitt. Eins og kunnugt er hafa Sam- einuöu þjóöirnar valið árið 1975 sem „ár konunnar” og geri ég ráð fyrir, ab meö þvi sé etlunin að stuðla að meira jafnrétti kynjanna og hlýtur það að vera konum um allan heim ánægju- efni. I sambandi við jafnréttið má svo bæta þvi við, að fyrir um það bil tuttugu árum hélt ég framsöguræðu á Sal Mennta- skólans á Akureyri einmitt um stöðu konunnar i þjóðfélaginu. Ég hugsaði þá — alveg eins og ég geri enn — mjög mikið um þessi mál. Mér fannst, að konur og karlar ættu að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég er að sjálf- sögu sömu skoðunar enn. Tals- vert hefur miðað i áttina til launajafnréttis karla og kvenna hér á landi, en samt vantar enn mikið á, að launajafnrétti gildi i raun. Þátttaka kvenna I islenskum stjórnmálum hefur verið alltof litil hingað til, en þess ber þó að geta i þessu efni, að konurnar sjálfar virðast ekki hafa þekkt sinn eigin vitjunartima. Þær þurfa að gefa sig fram til hinna ýmsu starfa, sem segja má, að karlar hafi einokað hingað til, og á það ekki sist við um þau störf, sem lúta að stjórnmálum. — Ég held, að i rauninni sé mikið starf fyrir höndum — að vekja konurnar til vitundar um samfélagslegar skyldur þeirra sem einstaklinga i þjóöfélaginu með tilliti til umhverfis þeirra, barna þeirra og þjóðfélagsins i heild — og siöast en ekki sist með tillitti til þeirra sjálfra. Það er orðið iskyggilega al- gengt, að bæði þær konur, sem heima eru, og þær, sem vinna utan heimilis, leggist i eins kon- ar dvala og hafi ekki áhuga á neinum málum, taki ekki þátt i neinu félagsstarfi og verði jafn- vel fórnarlömb áfengis og ann- arrar óreglu. Það ber brýna þörf til að hjálpa þessum konum út úr hugarheimi áhugaleysis. Þær þurfa að vakna og finna hjá sér knýjandi þörf til að fara út i félagslifið og taka þátt i störfum þjóðfélagsins”. Jafnaðarstefnan og jafnaðarmenn Hvi gefur þú kost á þér til framboðs við borgarstjórnar- kosningarnar næsta sunnudag? „Ég er i framboði á lista jafn- aðarmanna, þvi að ég tel, að jafnaðarstefnan sé sú þjóð- málastefna, sem geti leitt til þess réttlætis, jafnaðar og lýð- ræðis, sem ég vil að riki á ís- landi. Eins og öllum er kunnugt hafa jafnaðarmenn verið við völd á Norðurlöndum lengst af á þess- ari öld og þar hafa þeir skapað velferðarþjóðfélag. Menning og lýðræði stendur hæst l heim- inum einmitt i þeim löndum, þar sem jafnaðarstefnunnar hefur notið i rikum mæli. Það er enginn vafi, að i eðli sinu eru flestir Islendingar jafn- aðarmenn — og aðhyllast grundvallaratriði jafnaðar- stefnunnar. Þó að þessi stað- reynd hafi þvi miður ekki komið tvimælalaust fram i kjörfylgi Alþýðuflokksins á undanförnum árum, er ég sannfærð um, að nú muni allir þeir Reykvikingar, sem i hjarta sinu aðhyllast jafn- aðarstefnu og lýðræði, kjósa J- listann, lista okkar jafnaðar- manna, á sunnudaginn kemur. Þannig munu þeir hjálpa okkur, sem gefið höfum kost á okkur til þessa framboðs, að gera áhrif jafnaðarstefnunnar rikari i stjórn Reykjavikurborgar á næsta kjörtimabili”. r I kosninga- samstarfi við SFV Nú bjóða Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna fram sameiginlega við borgarstjórnarkosningarnar á sunnudaginn. „Já, og ég tel hiklaust, að samvinna allra lýðræðissinn- aðra vinstri manna geti ekki verið nema til góðs. Jafnaðar- menn eiga alltaf að standa sam- an i einum flokki. Eins og kunnugt er var Al- þýðuflokkurinn stofnaður árið 1916 undir kjörorðum jafnaðar- stefnunnar, en klofningar flokksins allt frá 1930 hafa verið islenskum jafnaðarmönnum mikil áföll, þó að segja megi, að . fyrsti klofningurinn hafi i raun- inni verið eðlileg og nauðsynleg hreinsun, þegar leiðir jafnaðar- manna og kommúnista skildu. Munurinn á sósialdemókrötum og kommúnistum er svo mikill og djúpstæður, að þeir geta ekki átt samleið i flokki. Það er i senn sorglegt og mjög svo alvarlegt, að komm- únistum, sem gegnum árin hafa sveipað sig hvers konar dulum til að villa á sér heimildir, skuli hafa tekist að ginna til fylgis við sig jafnaðarmenn i stórum stil. Engum blandast hugur um, að margir af helstu forystu- mönnum Alþýðubandalagsins myndu einskis svifast, ef þeir teldu aðstæður fyrir hendi að taka til sin völdin með einhvers konar byltingu. Þessir menn stefna ekki að þvi — þrátt fyrir öll fögru orðin — að auka lýðræði og tryggja frelsi einstaklinganna til að velja sér menntun, lifsstarf og annað eftir áhuga hvers og eins, heldur færu þeir vafalaust að eins og félagar þeirra i þeim rikjum, sem nú búa við komm- únisma, og afnæmu allt það, sem við á Vesturlöndum köllum lýðræði. Hér er um að ræða grund- vallarmuninn á lýðræðisjafn- aðarmönnum og kommúnist- um. Ég vil þvi skora á alla reyk- viska jafnaðarmenn að standa sterkan vörð um framboöslista jafnaðarmanna og sýna það svart á hvitu með atkvæði sinu á sunnudaginn, að þeir treysti borgarstjórnarlista jafnaðar- manna til að koma fram breyt- ingum á stjórn höfuðborgarinn- ar i anda félagshyggju jafn- aðarstefnunnar, sem örugglega á — eins og ég áður sagði — stuðning i hugum flestra Islend- inga”. Þetta viljum við gera Fyrir hvaða málum hefur þú mestan áhuga, að borgarfull- trúar jafnaðarmanna berjist á næsta kjörtímabili i borgar- stjórn Reykjavikur? „Ég vil, að miklu fleiri leik- skólar og dagheimili fyrir börn verði reist strax i upphafi kjör- timabilsins, svo að hinir löngu biðlistar hjá slikum stofnunum verði sem allra fyrst úr sögunni. 1 þessu sambandi vil ég segja, að Sjálfstæðisflokkurinn og meirihluti hans i borgarstjórn Reykjavikur hefur staðið sig vægast sagt mjög illa i þvi að koma i framkvæmd brýnustu umbótum bæði i félags- og upp- eldismálum — og þá einkum þeim málum, sem hvað heitast brenna i hugum reykviskra kvenna. Eins og kunnugt er vinna yfir 50% allra giftra kvenna i Reykjavik utan heimilis og ef miðað er við konur 40 ára og yngri er hlutur giftra kvenna, sem vinna utan heimilis liklega um 75%. Þessar staðreyndir kalla á stórkostlegar fram- kvæmdir á sviði félags- og upp- eldismála. Sömu viðhorf geta ekki gilt i þessum málum nú og áður, þegar til undantekninga heyrði, að giftar konur störfuðu utan heimilanna. Ég tel lika, að stórauka þurfi skólabyggingar, svo að skólar borgarinnar verði einsettir i stað þess að vera tvi- og jafnvel þrisettir eða fjórsettir. Ég tel Framhald á bls. 4 J-LISTA FAGNAÐUR VERÐUR HALDINN — Ég get með góðri sam- visku sagt, að ég hef eigin- lega alla tíð haft áhuga á félagsmálum.... — Mér f innst, að hingað til hafi pólitískir f lokkar van- metið konuna afskaplega mikið.... — Konur þurfa að vakna og finna hjá sér knýjandi þörf til þess að taka þátt í störfum þjóðfélagsins.... — Ég er I framboði á lista jafnaðarmanna því ég tel, að jafnaðarstefnan sé sú þjóðmálastefna, sem leitt geti til þess réttlætis, jafn- aðar og lýðræðis, sem ég vil að ríki.... — Aðbúnaður langlegu- sjúklinga í Reykjavik er borgaryf irvöldum til hreinnar skammar.... I GLÆSIBÆ MIÐVIKUDAGINN 22. MAÍ KL. 21. Ávörp flytja Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Guðmundur AAagnússon. SKEMMTIATRIÐI — DANS. Kynnir verður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Alþýðuflokkurinn — S.F.V. Miðvikudagur 22. maí 1974. Miðvikudagur 22. mai 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.