Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 3
Náttú r u ver ndar ráð friðlýsir 5 staði Eldborg i Bláfjöllum Náttúruverndarráð hefur ákveðið að lýsa Eldborg i Blá fjöllum náttúruvætti. Mennta- málaráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni, og er hún gild við birtingu auglýsingar i Stjórnar- tiðindum. 1 auglýsingu i sið- asta Lögbirtingarblaði eru sett-, ar reglur um svæðið, og sam- kvæmt þeim, er óheimilt að ganga um hliðar og barma gigs- ins utan merktra gönguslóða, og allur akstur utan vegar bannað- ur. Þá ber vegfarendum að sýna varúð til verndar gróðri og; minjum, enda er allt jarðrask háð leyfi. Þá er og stranglega bannað að fara með hesta utan vegar eða beita þeim á svæðinu. Surtsey. Þá hafa verið settar nýjar og nánari reglur um friðlandið i Surtsey. Samkvæmt þeim er óheimilt að fara i eyna nema með leyfi Súrtseyjarfélagsins, sem hefur umsjón með visinda- rannsóknum þar. Bannað er aðt flytja i eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Eldey Náttúruverndarráð hefur ákveðið að lýsa Eldey út af Reykjanesi friðland, og er sem áður bannað að fara i eyna án leyfis Náttúruverndarráðs. Melrakkaey. Þá hefur Náttúruverndarráð ákveðið að lýsa Melrakkaey á Grundarfirði friðland. Bannað er að fara I eyna án leyfis, en heimilt er Náttúruverndarráði að leyfa nytjar æðarvarps og annarra hlunninda. Um friðlýsingar þessar er það annars að segja, að eldri ákvæði um friðun eyjanna eru felld úr gildi með þessum auglýsingum. Náttúruverndarráð hefur auk ofangreindra friðlýsinga ákveð- ið að lýsa dropsteina i hellum landsins náttúruvætti. Tekur sú friðlýsing til allra hella á Is- landi. Til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar, sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinskerti, sem standa á gólfum og syllum. Er að sjálf- sögðu bannað, að viðlögðum viðurlögum, að brjóta eða skemma á annan hátt drop- steinsmyndanir i hellum lands- ins. Einidrangur VESTMANNAEYJAR / /a \ Geirfuglqsker \ s. \ - .V' • 1 miðri Reykjavik höfum viö að minnSta kosti London og Paris, en ekki þorum við að fullyrða, hvort hann er frá Dior eða Gef jun, klæðnaður- inn, sem þessar yngismeyjar bera. EINDÆMA RÓLEG HVÍTASUNNA í REYKJAVÍK Þetta er tvimælalaust ró legasta hvitasunnuhelgi sem ég man hér i Reykjavik þau sjö ár, sem ég hef verið i lög- reglunni, sagði lögreglumaður einn, er blaðið átti viðtal við i gær. Fannst honum engu likara en vandræðin hefðu öll horfið út á landsbyggðina þessa helgi, enda voru þau drykkju- læti, sem á annað borð voru um helgina, utan Reykjavikur.- Bv. Hrönn varð rafmagnslaus Þetta var smávægileg bilun, sem varð i rafmagnskerfi togarans Hrannar,”sagði Þórhallur hjá Hraðfrysti- stöðinni. En blaðið frétti, að togarinn hefði bilaö við veiðar siðdegis á mánudeginum. Þórhallur bætti við, að þeir pólsku skuttogarar, sem gerðir væru út frá Hraðfrysti- stöðinni, hefðu ekki sloppið við „spænsku veikina.” Þó kvað hann ekki vera um að ræða al- varlegar bilanir heldur ýmis- legt smávegis. Biðraðir líkast skömtunar- árunum Gifurleg eftirspurn hefur verið undanfarið eftir ibúðum I smiðum. Til marks um það má nefna, að hjá einu byggingafyrirtæki hér i borg- inni lögðu um 300 aðilar inn tilboð i 60 ibúðir. Svo hörð var ásóknin, að fólk byrjaði að biða kl. 10 um morguninn, en tilboðum átti að skila klukkan 14. Vínlandsbar orðinn þrefaldur Vinlandsbar á Hótel Loft- leiðum er orðinn þrefaldur, þar sem búið er að stækka hann út i anddyri hótelsins og verður þar setustofa opin allan daginn Þá er búið að endurnýja allar innréttingar i Blómasalnum og breyta honum talsvert, en Vlkinga- salur mun halda sér enn um hrið óbreyttur. Helga Ingólfsdóttir, blaða- fulltrúi LL, tjáði blaðinu þetta i gær og einnig, að jafnhliða þessu væri verið að undirbúa endurskipulagningu á veitingasölum Hótels Esju, en sem kunnugt er, eru þessi tvö hótel nú undir einni stjórn. Erling Aspelund er hótel- stjóri á báöum hótelunum, en hefur sér til aðstoðar sinn hvorn aðstoðarhótelsstjórann, og vinna þeir þessa dagana að samræmingu á starfssemi þessarra tveggja hótela. — Til móts við konunginn 1 morgun stóð til, að hópur blaðamanna og fréttamanna færu með lystibátnum Diplomat, til móts við konungssnekkjuna Norge, er hún sigldi inn á flóann, og fylgdi henni eftir til hafnar. Það var eigandi bátsins, Ólafur Skagevik, sem bauð til þessarar ferðár, en ólafur keypti bátinn I fyrra og leigir hann til lystisiglinga og veiði- ferða. Diplomat er stærsti og iburðamesti lystibátur hér- lendis, en Norge er stærsta og iburðamesta lystisnekkja Norömanna og lætur nærri að að stærðarmunur þessarra lystifleyta túlki stærðarmun þjóðarinna.— HORNIO Kleinan komin í 40 kr! — Nú fékk ég meirá en nóg af verðráninu á tslandi, og hefur mér þó oft ofboðið, sagöi verkakonan, sem hafði tal af okkur Alþýðublaðsmönnum I gær. Nú um helgina leit ég inn i veitingaskálann i Svina- hrauni og erindið þangað var að kaupa 20 kleinur, sem ég ætlaði að færa kunningjafólki minu. Fyrir þessar kleinur átti að láta mig borga 800 krónur — eða 40 krónur á kleinu. Ég lét að sjálfsögðu i ljós undrun mina yfir þessu verð- lagi og sagði eitthvað á þá leið, að svona hátt verð þekkti ég ekki á þessari vöru úr Reykja- vik og hefði ég þó oft keypt mér kleinupoka af bökurum þar. Var mér þá svarað þvi til, að fólki, sem væri að röfla, ætti að henda út! Nú spyr ég — er ekkert verðlagseftirlit til i landinu eða getur það verið rétt og satt, að fyrir 20 kleinur eigi fólk að borga 800 krónur. Margt hefur manni nú ofboðið á þessum siðustu timum, en þarna kastaði tólfunum. Leiðrétting Þau miktök urðu við gerð laugardagsblaösins, að höfundarnafn féll niður i af- mælisgrein um Sigfús Bjarna- son sjötugan. Höfundur þessarar greinar var Gyifi Þ. Gislason, formaður Alþýðu- flokksins. HORNIÐ SÍMI 28800 Stórstúkuþing Stórstúkuþing verður sett i Templara- höllinni fimmtudaginn 6. júni 1974. Dagskrá er þannig: Hátðarfundur i þingstúku Reykjavikur kl. 16 (vigsla nýs fundarsalar). Stórstúkuþingið verður sett kl. 16.30 Unglingaregluþingið verður sett kl. 10 f.h. Stórstúka íslands Þingstúka Reykjavikur. Miðvikudagur 5. júní. 1974 e

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.