Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 12
alþýðu I n ™ Bókhaldsaðstoð með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 FYRSTA HÚSIÐ, SEM REIST VAR SAMKVÆMT BYGGINGASAMÞYKKT ER HORFIÐ Miðbærinn hefur ger- breytt um svip Efri myndin var tekin í gær vestur yfir miöbæ- inn og sýnir hina miklu breytingu/ sem oröið hefur á honum. Á minni myndinni eru húsin, sem nú eru horfin. Gamla Kauphöllin er fjær á myndinni. En hvað á að koma í stað þessa gamla húss? Við höfðum samband við Þór Þ. Þorbjarnarson, borgarverk- fræðing, til að fá svar við þeirri spurningu, og kom þá i ljós, að það vék fyrir sexfaldri breið- götu og bilastæðum. Eins og vænta mátti, er það Aðalskipulag Reykjavikur, sem þarna ræður ferðinni, og að sögn borgarverkfræðings var þarna um að ræða framkvæmd á þvi. I stórum dráttum er hugmyndin, að Tryggvagata liggi i framtið- inni frá Tollstöðvarhúsinu að mótum Hverfisgötu og Lækjar- götu, og á þessi gata að vera með sex akreinum i hvora átt. Reyndar bjóst borgarverkfræð- ingur við þvi, að fyrst i stað verði ekki þörf á nema tveimur akreinum fyrir umferð, en þriðja akreinin verði þá notuð undir bilastæði. Þá verður Kalkofnsvegur breikkaður, og siðan á hann að klofna i tvennt og liggja sitt hvoru megin við stöpla hinnar svonefndu Geirs- götubrúar, sem á að liggja yfir Tollstöðvarhúsið og inn á Skúla- götu. En langt er i, að þessum framkvæmdum verði lokið, og verða þvi fyrst um sinn bila- stæði á grunnum húsanna, sem hurfu fyrir helgina. Það var Esso, Oliufélagið hf., sem átti lóðirnar undir hús- unum, og fékk borgin þær með makaskiptum, að sögn borgar- verkfræðings. Ekki er gert ráð fyrir, að þessi gatnamannvirki taki allt plássið, sem Esso átti, og mun borgin skila Esso aftur þvi, sem hún ekki notar, og verður möguleiki á, að oliu- félagið geti reist þar hús. Þetta framtak borgarinnar verður að teljast umdeilanlegt, eins og alltaf, þegar ráðist er i að rifa og fjarlægja hús i gömlum bæjarhlutum, en úr þvi sem komið er, verða menn vist að láta sér lynda orðinn hlut. En þegar þessi hús eru horfin blasa við enn betur en áður skúrbygg- ingarnar þar sem Esso-smur- stöðin er til húsa, og ekki eru þær beinlinis augnayndi. Enda á að rifa þær og sömuleiðis húsið, þar sem járnvöruverslun Jes Ziemsen og Borgarbilastöðin eru nú, og jafnvel hluti af Helga Magnússonar húsinu við Hafnarstræti. var þar fyrsta kauphöllin á landinu til húsa um árabil. Ennþá merkilegra var þetta hús þó af þeim sökum, að það var fyrsta húsið, sem reist var i Reykjavik samkvæmt byggingasamþykkt. Reglugerð um byggingamálefni, þar sem kveðið var á um, að bygginga- nefnd skyldi taka ákvörðun um, hvar götur og torg skyldu vera og mæla út lóðir undir hús með samþykki amtsins, var sett árið 1839. Ári siðar var fyrsta leyfið veitt, og fékk það leyfi Ziemsen, faðir Knud Ziemsen bæjar- stjóra. Reisti hann siðan þetta hús, sem nú hefur verið rifið, og var það nr. 23 við Hafnarstræti. Annað þeirra húsa, sem þarna hvarf af sjónarsviðinu, Dráttar- vélahúsið, var fyrir margra hluta sakir merkilegt. Aður en Dráttarvélar settu þar upp heimilistækjaverslun, gekk það undir nafninu Kauphöllin, enda Marga Reykvikinga, sem átt hafa leið um miðbæinn um og eftir helgina, hefur vafalaust rekið i rogastans. A gamla góða miðbænum varð nefnilega sú gerbreyting, að gömlu húsin, þar sem siðustu árin var verslunin Baðstofan og Dráttar- vélar h.f., voru rifin, og eftir stendur ekkert nema ólögulegur malarfláki. Ekki litur út fyrir að ólafur Noregskonungur verði mjög heppinn með veðurþennan fyrsta dag heimsóknarinnar. Spáin hljóðar upp á austan kalda og smá skúrir. Ekki er þó loku fyrir það skotið/ að þessu fylgi hlýindi/ alla vega hljóðar spáin upp á 8-12 stig. 5KÝRINGAR: LARÉTT: 1. Liffæri. 5. Dæld. 6. Tveir eins. 7. 1 æsku. 9. Skaði. 11. Eignast. 13. Lit. 15. Demants- tákn. LÓÐRÉTT: 1. Löng. 2. Játun. 3. Stefna. 4. Toga. 5. Blað. 8. Ró. 10. Litil skófla. 12. Skoðun. 14. Sting.l KRÍLIÐ PIMM ó förnum vegi Hvernig lýst þér á breytingarnar í miðbænum? Siguröur Georgsson, hdl.: Austurstræti er alltaf iðandi af fólki, sem þarf að sinna ýmsum viðskiptum. Fyrir þá aðila og raunar alla aðra er mikil bót af þessum framkvæmdum. Fram- kvæmdirnar við Kalkofnsveg eru og mjög til bóta fyrir bila umferð i gegnum miðbæinn. Björn Sigurlaugsson, nemi.: 6g er mjög ánægður með þessar breytingar og það hljóta raunar allir að vera þaö. En að sjálf- sögöu má ekki gleyma að llfga betur upp á göngugötuna. Pétur Magnússon, starfsm. Loftleiða.: Ég er eins og flest allir ánægður með þessa breytingu. Þó finnst mér að það mætti vera meiri litadýrö i gangstéttarhellunum, og ekki má heldur gleyma gróðrinum. Rebekka Valgeirsdóttir, nemi við Lækjarskóla.: Ég er nú ekki héðan úr Reykjavik. En mér list samt sem áður mjög vel á þetta og finnst þær framkvæmdir, sem standa yfir hérna i Austur- stræti mjög til bóta. Guðmundur ólafsson.deildarstjóri.: Þetta er mjög gott og ég er hæst ánægður með það,sem hér er verið að gera. Einnig er ánægjulegt, að gróðurinn skuli ekki hafa gleymst, en gang- stéttarhellurnar hefðu mátt vera eilitið litrikari. \ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.