Alþýðublaðið - 14.07.1974, Side 17

Alþýðublaðið - 14.07.1974, Side 17
Á sandinum voru um tvö hundruð manns að vinna að mannvirkjagerðinni i tveimur flokkum : vegavinnan og brúar- smiðir. Ég kom þar út einn morgun og ætlaði að spjalla að- eins við kallana. Þegar ég kom að brúnni, þar sem verið var að styrkja stoðirnar sjálfar, voru þar nokkrir menn fyrir — allir i regngöllum. Veður var gott og ég skildi ekki þetta atferli fyrr en strákur um tvitugt sagði mér, að þetta væri fyrsti dagur- inn i hálfan mánuð eða meira að ekki rigndi. Hann sagðist vera úr Árbæj- arhverfinu i Reykjávik og lika sérdeilis vel þarna á sandinum. — Við förum i bæinn þriðju hverja helgi, sagði hann. — Það er mátulegt. Þegar hann komst að þvi að ég var blaðamaður var hann til- tölulega fljótur að snúa sér und- an og áður en ég vissi af var hann horfinn inn i skúr. Áður hafði hann þó látið orð falla i þá átt, að ég ætti miklu frekar að tala við verkfræðingana, verk- stjórana og alla hina fyrirmenn- ina. Á því hafði ég ekki minnsta áhuga. Allt, sem þeir hafa aö segja, er flutt i fréttatilkýnn- ingaformi inn á dagblöðin, þar sem dugmiklir blaðamenn stytta fréttatilkynningarnar, umskrifa þær og rembast við að draga út úr þeim einhverja punkta, sem „hinir” sjá ekki. Ég ók um brýrnar nokkra stund, skoðaði þessi undur og stórmerki, og hugsaði með mér, að þessar framkvæmdir væru kraftaverki likastar, hvað sem út úr vegavinnuköllunum og brúarsmiðunum fengist, þá hefði ég allavega séð krafta- verkið. Og mér þótti það full- komnað, þegar ég mætti risa: stórri jarðýtu á brúnni — og hún beygði út i útskotið á meðan ég fór hjá. Má ég sitja i eina ferð? Eftir hádegið kom ég aftur og horfði á þegar grjóti og björg- um var sturtað af vörubilspöll- um og niður með veginum. Ég ákvað að snikja mér far með einum slikum, enda hafði ég séð dularfullan vegarspotta sem lá inn á milli jökulhrammanna er teygðu sig niður i sveitina, átta að tölu, og var öll umferð um þennan veg bönnuð öðrum en þessum stóru bilum. Þarna var grjótnám og stöðugt unnið að sprengingum. Fyrsti billinn — ef hægt er að kaila „bil” fyrir þann, sem ekur um i Fólksvagen — stansaði strax og’ ég snaraði mér upp i. Niður á jörð voru hátt i tveir metrar og hávaðinn var svo mikill, að við fengum litlumsam ræðum við komið. Hann virtist hafa lag á að drepa samtal, bil- stjórinn, en kannski hefur hann haft meira en nóg að gera við að halda bilnum á veginum. Þetta var verulega tröllslegur bill, einn af tólf, minnir mig, sem óku grjóti i brúargerðina. Mér fannst ég fullt eins geta verið að ferðast á þriggja hæða skrið- dreka. Hann sagðist heita Páll og vera frá Hornafirði. Hann unnið þarna i þrjár vikur og likaði vel. Hann gat þess sérstaklega, meira að segja, að honum likaði ljómandi vel að vera að fara i páskafri siðar þann sama dag. Ég ætlaði að reyna að taka einhverjar myndir bæði við brú- arstæðið sjálft (af grjótinu velt- andi niður af vörubilspallinum og svo framvegis) og eins i grjótnáminu. — Það er þarna inni jökli, sagði Páil. En þegar allt var um garð gengið og ég sveittur eftir allar myndatöku- stellingarnar, kom i ljós að fiiman hafði eitthvað snúist til i vélinni — og ég var ekki með aðra á mér. Bændur i skotbar- daga — eða hvað? Páll féllst á að stoppa á með- an ég hrifsaði til min filmupok- Manni leist ekki á blikuna þegar grfðarstor jarðýta birtist á brúnni fyrir framan. En hún beygði út f út- skotið'. * Þegar unnið er svo nálægt jöklinum er eins gott að enginn asaferð er á þeim. ann og við héldum áfram inn á milli jökultungnanna. Ég var að skipta um filmu og reyna að njóta útsýnisins um leið þegar allt i einu heyrðist skothvellur og Páll bilstjóri kipptist við. Mér dauðbrá. (Ég sá sýn: brennandi skriðdreka, þriggja hæða). Páll stansaði og þá sá ég, að tveir bilar stóðu kyrrir á vegin- um. Framan á húddinu, sem blasti við, lá maður og miðaði byssu út af veginum. Hann hleypti af og hvellurinn berg- málaði i jökulkyrrðinni en um leið heyrðist annað skot. — And- skotinn, þetta er þó ekki ein- hverjar bændaerjur? hugsaði ég með mér. Við nánari athugun kom i ljós, að siðara skotið hafði komiðúr byssu bilstjórans beint fyrir framan okkur. Út um gluggann hjá honum mátti sjá byssuhlaupi beint i sömu átt og hinu. — Hvað eru þeir að gera, mennirnir? spurði ég Pál. — Þeir eru eitthvað að skjóta. — Á hvað? Fugl? — Ég veit það ekki. Skotmennirnir tveir skutu nokkrum sinnum enn, hristu hausinn, töluðu eitthvað saman og héldu af stað aftur. Páll sagðist halda, að bændurnir hefðu veitt leyfi sitt til þessarar skotmennsku. Að halla bakinu upp að Vatnajökli Og allt i einu vorum við komn- ir íjökulinn. 1 grjótnáminu (þar var verið að sprengja bút úr fjallinu) lá við að maður þyrfti að snerta jökulinn hvernig sem maður sneri sér. Ég var orð- laus, ráfaði um og flæktist fyrir vinnandi mönnum, missti af Páli, þegar hann fór aftur til að fylla kvótann og átti árangurs laust samtal við mann með dýnamittúbur i höndunum. Ég snaraðist að næsta bil og snikti far. Það var þá skot- maðurinn, sem ekki hafði fyrir að fara út úr bilnum, og annar með honum. Skotmaðurinn ók og sagðist heita Guðni. Hinn hét Steini og var hjá Vegagerðinni en ekki að keyra i augnablikinu. Hann var búinn að vera skemur en Guðni, sem hafði unnið á sandinum siðan i janúar ’73. Þeim fannst gott að vera þarna. Góður mórall, mjög góð- ur aðbúnaður — hægt að fara i bað á hverju kvöldi, — góður viðræðugrundvöllur yfirmanna og óbreyttra. — Það er nú eitthvað annað en i Búrfelli og Sigöldu, sagði Steini, sem hafði verið á báðum stöðum. — Þar gat maður aldrei talað almennilega við neinn, eins og maður við mann. Skita- mórall. Hér segir maður það, sem manni finnst, ófeiminn, og verkstjórarnir kunna alveg að meta það. Smásaga af Siðu Við fórum saman eina eða tvær ferðir og svo buðu þeir i kaffi, þeir ætluðu að keyra suð- ur strax eftir kaffið. t skúrun- um, beint fyrir neðan Skaftafell, hafa starfsmenn Vegagerðar- innar aðsetur sitt og þar sjá a.m.k. tvær stúlkur um mat og kaffi. Allir voru hinir hressustu og ein sagði sögur úr sinni sveit: — Það voru tveir gæjar, sem komu á bæ á Siðunni um miðja nótt og ætluðu að hitta stelpuna þar. Þeir fóru vist eitthvað ó- varlega, greyin, þvi bóndinn ætlaði að fara að skjóta gæs i nýræktinni hjá sér. Hann vissi ekkert um strákana og þeir náttúrlega ekkert um gæsina — en þeir hlupu. Djöfull hlógum við þegar við fréttum þetta. Það var nefnilega maðurinn minn fyrrverandi, annar þeirra. Vegavinnukallarnir voru allir þvegnir og stroknir og þeir flýttu sér að koma i sig kaff- inu. Þeir voru að fara heim i langt helgarfri eftir langar þrjár vikur á þessum endalausa sandi. —ó.vald. (eða: smásaga af Síöu) Sunnudagur 14. júlí 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.