Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 13
jRÖTTTjR ¥-¥--¥ Shilton á sölulista Peter Shilton enski landsliðsmarkvörðurinn hjá Leicester hefur veriö settur á sölulista hjá félaginu aö eigin ósk. Shilton ásamt Frank Worthington voru óánægðir meö laun sin hjá Leicester. -¥-¥¥¦ Don Revie er byrjaður Don Revie nýi einvaldurinn hjá enska landslibinu er byrj- aður aö undirbúa val sitt á fyrsta landsliðinu. Hann gerði það strax kunnugt að hann vildi að samstarfsmenn sínir ynnu saman sem ein f jölskylda og allir vissu nákvæmlega til hvers væri ætlast af þeim. Þá sagði Revie að ætlunin væri að fá leikmennina saman á sunnudögum, ekki til að æfa, heldur til að kynnast hver öör- um og fá göðan anda innbyrðis milli leikmanna. Revie ætlar sér svo að hafa samband við alla framkvæmdastjóra frá I. deild niður í 4. deild um að góð samvinna verði á milli þeirra og hans i framtiðinni. ¥--¥-¥ Kína keppir í fótbolta Þá hefur Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA samþykkt að Kina fáiaðtaka þátt I Asiu-keppninni, sem er það sama og Evrópukeppnin hjá okkur. Auk þess hefur FIFA gefið leyfi sitt til að lönd heimsæki Klna og ieiki þar landsleiki. -¥-¥¥¦ 100 mörk í 8 HAA keppnum Úrslitamark Gerd Muller I HM keppninni var 100 mark Þjóðverja í þeim 8 HM keppnum sem þeir hafa tekið þátt I. Gerd Muller hefur leikið 62 sinnum með V-Þýskalandslið- inu og skorað 68 mörk I þessum leikjum. Núna voru skoruð í HM keppninni að meðaltali 2,5 mörk I leik, sem er það minnsta i keppninni frá upphafi. Þess ber að geta að leikur Júgóslava gegn Zaire þar sem 9 mörk voru skoruö eykur mikið hlutfallið. Hæsta hlutfallið I leik var 1954, en þá voru skoruð að meðal- tali 5,3 mörk i ieik. í þeirri keppni sem Þjóðverjar unnu, sigr- uðu Ungverjar S-Kóreu meö 9-0 sem var og er markamet. En Júgóslavar jöfnuðu það I leiknum gegn Zaire. -¥*-¥ Úr fotbolta í bet- ur launaða vinnu Nú eru ensku atvinnuknattspyrnumennirnir farnir að snúa sér að betur launuðum störfum, þetta á þó enn aðeins við um leikmenn sem leika I 4. deild. Nú I sumar hafa tveir leikmenn hjá 4. deildarliðinu Reading snúið sér að öðrum störfum, þar sem þeir telja sig ekki getað lifað af launum þeim sem þeir fá greitt fyrir að ieika knatt- spyrnu. ¥¦¥¦¥¦ ÓVÆNT ÚRSLIT í BIKARKEPPNI KSÍ Nokkur óvænt úrslit urðu i bik- arkeppni KSI á miBvikudags- kvöldi, en þá var leikin siðasta umferBin fyrir 16 liða keppnina. Övæntustu úrslitin uröu þau að Haukar sigruðu FH I Hafnarfirði 2-0 i hörkuleik og Armenningar gerðu sér litið fyrir og slógu Þróttara út úr keppninni, er þetta fyrsti leikurinn sem Þróttur tapar á heimavelli i ár. Lokatölur leiks- ins urðu 2-1 Armenningum I vil. Breiöablik úr Kópavogi heldur áf ram I keppninni þvi liðið sigraði Viðir úr Garði stórt 9-0. Selfyssingar halda lika áfram i keppninni, en þeir sigruðu 1R 2-0. 1 Austfjarða-riðlinum sigraði Huginn, Hött meB 5-3 og Þróttur Leikni 6-5, eftir vitaspyrnu- keppni. Fyrir norBan sigraBi Völsungur Húsavik, KS SiglufirBi 2-0 og Leiftur OlafsfirBi sigraBi UMSS SkagafirBi 3-1. 1 VesturlandsriBlinum komst Vikingur frá ölafsvik áfram án keppni, þvi Borgnesingar gáfu leikinn. Næsta miBvikudag leika Þrótt- ur — Huginn, Völsungur — Leift- ur og 1B1 — Vikingur um þátt- tökuréttinn I 16 HBa úrslitunum. KR-Víkingur í kvöld Nú er hvert stig dýr- mætt í fallbaráttunni í kvöld verður leikinn mjög þýðingarmikill leikur í fallbaráttunni í I. deild, þegar KR-ingar leika gegn Víking. Það munar aðeins einu stigi á félögunum KR- ingar eru með 8 stig, Vík- ingar 7 stig. Lið KR er vængbrotið þessa dagana vegna meiðsla sem leikmenn liðs- ins hafa hlotið og munar þar mest um Jóhann Torfason, sem fótbrotnaði í leiknum gegn Skaga- mönnum á Skipaskaga. í fyrri leik liðanna sigr- uðu Kr-ingar 2-1, en þeim hefur gengið mjög ilia í síðustu leikjum sínum og töpuðu sínum síðasta leik stórt 5-1 gegn Keflvíking- um í Keflavík. Lið Víkings er ekki held- ur uppá marga fiska þessa dagana og er skemmst að minnast leiks þeirra gegn Fram, en þar var leikur liðsins hreint út sagt hörmulega lélegur. Varla verður leikurinn neitt augnayndi ef marka má leik liðanna að undan- förnu, en baráttan þess meiri. Fram vann Val Fram sigraBi Val i gær i góBum leik. Kristinn Jörundsson skoraBi fyrsta mark leiksins á 35. min. eftir aB dómaranum hafði orðið á slæm mistök. Framarar tóku innkast á rongum staB og var Valsvörnin þvi ekki viðbúin og átti Kristinn auðvelt meB að skora.. Nokkru fyrir lok fyrri hálf- leiks jafnaBi Kristinn Björnsson fyrir Val, þaB var á 41. min. A 38. min. siBari hálfleiks skoraBi Kristinn Jörundsson aftur fyrir fram. Elmar Geirsson hafBi leikiÐ upp kantinn og hlaupið af sér Valsvörnina og átti Kristinn ekki i neinum vandræBum meB aB skora úrslitamarkiB og koma Fram þannig af botninum, og nú er þaB Víkingur sem skipar neðsta sætiB. Leikurinn i gær var ágæt- lega leikinn og áttu bæBi liB mýmörg tækifæri. Valsmenn spiluBu öllu bet- ur úti á vellinum, en áttu ekki eins hættuleg tækifæri og Fram. Eins og kunnugt er þá töpuðu V-Þjóðverjar fyrir ná- grönnum sinum A-Þjóðverjum I HM keppninni. Þeir eru enn aumir yfir tapinu og eru enn að tala um hvern- ig slíkt geti gerst. Hérna sést eina og úrslitamark leiksins sem var algjört eimstaklingsframtak Spar- wassers. Föstudagurf 19. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.