Alþýðublaðið - 19.07.1974, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 19.07.1974, Qupperneq 13
¥ ¥¥ Shilton á sölulista Peter Shilton enski landsliösmarkvöröurinn hjá Leicester hefur veriö settur á sölulista hjá féiaginu aö eigin ósk. Shilton ásamt Frank Worthington voru óánægöir meö laun sin hjá Leicester. ¥ ¥ ¥ Don Revie er byrjaður Don Revie nýi einvaldurinn hjá enska landsliöinu er byrj- aöur aö undirbúa val sitt á fyrsta landsliöinu. Hann geröi þaö strax kunnugt aö hann vildi aö samstarfsmenn sfnir ynnu saman sem ein fjölskylda og allir vissu nákvæmlega til hvers væri ætlast af þeim. Þá sagöi Revie aö ætlunin væri aö fá leikmennina saman á sunnudögum, ekki til aö æfa, heldur til aö kynnast hver öör- um og fá góöan anda innbyröis milli leikmanna. Revie ætlar sér svo aö hafa samband viö alla framkvæmdastjóra frá I. deild niöur i 4. deild um aö góö samvinna veröi á milli þeirra og hans i framtiöinni. ¥ ¥¥ Kína keppir í fótbolta Þá hefur Alþjóöa knattspyrnusambandiö FIFA samþykkt aö Kina fái aö taka þátt i Asiu-keppninni, sem er þaö sama og Evrópukeppnin hjá okkur. Auk þess hefur FIFA gefiö leyfi sitt til aö lönd heimsæki Kina og leiki þar landsleiki. ¥ ¥ ¥ 100 mörk í 8 HM keppnum Crslitamark Gerd Múller I HM keppninni var 100 mark Þjóöverja I þeim 8 HM keppnum sem þeir hafa tekiö þátt I. Gerd Muller hefur leikiö 62 sinnum meö V-Þýskalandsliö- inu og skoraö 68 mörk i þessum leikjum. Núna voru skoruö I HM keppninni aö meöaltali 2,5 mörk I leik, sem er þaö minnsta i keppninni frá upphafi. Þess ber aö geta aö leikur Júgósiava gegn Zaire þar sem 9 mörk voru skoruð eykur mikið hlutfaliiö. Hæsta hlutfalliö I leik var 1954, en þá voru skoruö aö meöal- tali 5,3 mörk i leik. 1 þeirri keppni sem Þjóöverjar unnu, sigr- uðu Ungverjar S-Kóreu meö 9-0 sem var og er markamet. En Júgóslavar jöfnuöu þaö I leiknum gegn Zaire. ¥ ¥ ¥ Úr fótbolta í bet- ur launaða vinnu Nú eru ensku atvinnuknattspyrnumennirnir farnir aö snúa sér aö betur launuöum störfum, þetta á þó enn aöeins viö um leikmenn sem leika I 4. deild. Nú I sumar hafa tveir leikmenn hjá 4. deildarliöinu Reading snúiö sér aö öörum störfum, þar sem þeir telja sig ekki getað lifaö af launum þeim sem þeir fá greitt fyrir aö leika knatt- spyrnu. ¥ ¥ ¥ ÓVÆNT ÚRSLIT í BIKARKEPPNI KSÍ Nokkur óvænt úrslit uröu i bik- arkeppni KSl á miövikudags- kvöldi, en þá var leikin siöasta umferöin fyrir 16 liða keppnina. Óvæntustu úrslitin urðu þau að Haukar sigruöu FH i Hafnarfiröi 2-0 I hörkuleik og Armenningar geröu sér litið fyrir og slógu Þróttara út úr keppninni, er þetta fyrsti leikurinn sem Þróttur tapar á heimavelli I ár. Lokatölur leiks- ins urðu 2-1 Ármenningum i vil. Breiöablik úr Kópavogi heldur áfram Ikeppninni þvi liöiö sigraöi Viöir úr Garöi stórt 9-0. Selfyssingar halda lika áfram i keppninni, en þeir sigruöu IR 2-0. I Austfjarða-riölinum sigraöi Huginn, Hött meö 5-3 og Þróttur Leikni 6-5, eftir vitaspyrnu- keppni. Fyrir noröan sigraöi Völsungur Húsavik, KS Siglufirði 2-0 og Leiftur Ólafsfiröi sigraöi UMSS Skagafiröi 3-1. í Vesturlandsriölinum komst Vikingur frá ólafsvik áfram án keppni, þvi Borgnesingar gáfu leikinn. Næsta miövikudag leika Þrótt- ur — Huginn, Völsungur — Leift- ur og 1B1 — Vikingur um þátt- tökuréttinn i 16 liöa úrslitunum. KR-Víkingur íkvöld Nú er hvert stig dýr- mætt í fallbaráttunni f kvöld verður leikinn mjög þýðingarmikill leikur í fallbaráttunni í I. deild, þegar KR-ingar leika gegn Víking. Það munar aðeins einu stigi á félögunum KR- ingar eru með 8 stig, Vík- ingar 7 stig. Lið KR er vængbrotið þessa dagana vegna meiðsla sem leikmenn liðs- ins hafa hlotið og munar þar mest um Jóhann Torfason, sem fótbrotnaði í leiknum gegn Skaga- mönnum á Skipaskaga. f fyrri leik liðanna sigr- uðu Kr-ingar 2-1, en þeim hefur gengið mjög ilia f síðustu leikjum sínum og töpuðu sínum síðasta leik stórt 5-1 gegn Keflvíking- um í Keflavík. Lið Víkings er ekki held- ur upp á marga f iska þessa dagana og er skemmst að minnast leiks þeirra gegn Fram, en þar var leikur liðsins hreint út sagt hörmulega lélegur. Varla verður leikurinn neitt augnayndi ef marka má leik liðanna að undan- förnu, en baráttan þess meiri. Fram vann Val Fram sigraði Val i gær i góðum leik. Kristinn Jörundsson skoraði fyrsta mark leiksins á 35. min. eftir að dómaranum hafði orðið á slæm mistök. Framarar tóku innkast á röngum stað og var Valsvörnin þvi ekki viðbúin og átti Kristinn auðvelt með að skorg. Nokkru fyrir lok fyrri hálf- leiks jafnaði Kristinn Björnsson fyrir Val, það var á 41. min. A 38. min. siðari hálfleiks skoraði Kristinn Jörundsson aftur fyrir fram. Elmar Geirsson hafði leikið upp kantinn og hlaupið af sér Valsvörnina og átti Kristinn ekki i neinum vandræðum með að skora úrslitamarkið og koma Frain þannig af botninum, og nú er bað Vikingur sem skipar neðsta sætið. Leikurinn i gær var ágæt- lega leikinn og áttu bæði lið mýmörg tækifæri. Valsmenn spiluðu öllu bet- ur úti á vellinum, en áttu ekki eins hættuleg tækifæri og Fram. Eins og kunnugt er þá töpuöu V-Þjóöverjar fyrir ná- grönnum sinum A-Þjóöverjum í HM keppninni. Þeir eru enn aumir yfir tapinu og eru enn aö tala um hvern- ig slikt geti gerst. Hérna sést eina og úrslitamark leiksins sem var algjört einstakiingsframtak Spar- wassers. Föstudagutt 19. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.