Alþýðublaðið - 25.11.1974, Síða 5

Alþýðublaðið - 25.11.1974, Síða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00 Auglýsingar: Flverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent Styrkur jafnaðarstefnunnar Jafnaðarstefnan er i senn hugsjón og hag- kerfi. Hugsjón hennar er sú að skapa nýjan heim, þar sem lýðræði, frelsi og virðing fyrir mannlegum lifsverðmætum eru undirstöður þjóðskipulagsins og velferðarrikið er áfangi á þessari braut. 1 samræmi við þessa hugsjón hef- ur jafnaðarstefnan mótað ákveðna aðferðar- fræði—lagt linurnar um, hvernig ná megi þessu markmiði m.a. með þvi að beita ákveðnum að- ferðum til hagstjórnunar. Þessi aðferðafræði jafnaðarstefnunnar er ekki blind kennisetning, úthugsuð og frágengin i eitt skipti fyrir öll eins og t.d. fræðikenningar Marxista og kommúnista um, hvernig stjórna eigi landi, heldur er hún stöðugt til endurskoðunar til samræmis við breyttar aðstæður og breytta tima. Þess vegna hafa t.d. allir jafnaðarmannaflokkar i Vest- ur-Evrópu endurskoðað stefnuskrár sinar með reglulegu millibili. Slik endurskoðun fór t.d. fram i upphafi sjöunda áratugsins — hófst hjá jafnaðarmannaflokknum i Vestur-Þýskalandi og stuttu siðar hjá jafnaðarmannaflokkunum á Norðurlöndum og annars staðar i Vest- ur-Evrópu og jafnaðarmannaflokkurinn á fs- landi, Alþýðuflokkurinn, fylgdist mjög náið með þessari þróun og varð meðal hinna fyrstu i Vest- ur-Evrópu, sem endurskoðaði stefnuskrá sina með þessum hætti. Hin endurskoðaða stefnu- skrá Alþýðuflokksins var samþykkt á aukaþingi hans árið 1964. Frá þvi þessar endurskoðanir fóru fram á stefnuskrám jafnaðarmannaflokkanna i Vest- ur-Evrópu hafa mörg tiðindi gerst i samfélags- málum i heiminum — aðstæður, sem áður voru næsta óþekktar hafa risið upp og mörg vanda- málanna, sem við var að etja, hafa verið leyst að verulegu leyti. Hinar nýju aðstæður, sem myndast hafa, hafa gert það að verkum, að jafnaðarmenn telja, að nú sé timabært að endurskoða enn á ný aðferðafræði sina með það að markmiði að jafnaðarstefnan finni nýjar lausnir á nýjum vanda og geti sem best svarað kalli hins nýja tima. Þannig er t.d. hafin fyrir skömmu endurskoðun á stefnuskrá jafnaðar- mannaflokksins i Sviþjóð og aðrir jafnaðar- mannaflokkar i Vestur-Evrópu ræða nú stefnu- skrármál sin og yfirvega breytingar. Einn af þessum flokkum er Alþýðuflokkurinn islenski. Þótt hann sé ekki stór flokkur, eins og flestir jafnaðarmannaflokkar nágrannaland- anna eru, þá fylgist hann ekki siður með nýjum viðhorfum i stjórnmálum, en þeir — eins og best má marka af þvi, að hann hefur ávallt verið meðal fyrstu jafnaðarmannaflokka Evrópu, sem endurskoðað hafa aðferðafræði sina i ljósi breyttra tima. Og nú um þessar mundir fer fram á vegum hans sams konar endurskoðunar- og uppbyggingarstarf og hinir stóru bróður- flokkar hans i nálægum löndum ýmist hafa þeg- ar hafið eða eru að undirbúa. Styrkur jafnaðarstefnunnar er sá, að hún bindur sig ekki við aðferðafræði, sem mótuð var fyrir langa löngu við allt aðrar aðstæður en nú eru. Grundvallarboðskapur jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag er ávallt sá hinn sami, en jafnaðarmenn vilja beita þeim að- ferðum til þess að ná þvi markmiði, sem best eiga við hverju sinni. Einmitt þess vegna er jafnaðarstefnan sifellt i nýsköpun — sifellt i endurnýjun, þótt sjálfur innsti kjarni hennar sé ávallt einn og samur. Sá er styrkur jafnaðar- stefnunnar. ELÍAS KRISTJÁNSSON: fSLENSKA ORKAN FYRIR fSLENDINGA Ollum hugsandi mönnum er nú ljóst, að horfur i efnahagsmálum heimsins hafa breyst mikið á sið- ustu árum. Aratugurinn 1960-1970 einkenndist af mikilli bjartsýni og auknum hraða hagvaxtarhjólsins I þvl sem næst öllum menningar- rikjum, en þessi áratugur virðist ætla að einkennast af svartsýni i sömu rikjum og vakti m.a. mikla athygli útgáfa Rómarklúbbsins á bókinni.^Limits of Growth”, sem spáði algeru hruni allra þátta þjóðlífsins um og eftir aldamótin næstu, ef neysla og mannfjölgun héldu áfram að vaxa eins og und- anfarið. Þegar svo olíukreppan skellur yfir eftir Yom Kippur striðið kemur fyrsti alvarlegi afturkipp- urinn. Þess má, geta, að oliuverð hefur hækkað frá 1960 um 547% eða frá $1.70 tunnan i 9.40 i Saudi Arabiu og i $14.65 i Liberiu. Við- brögð vesturlanda við þessum hækkunum urðu auðvitað þau að farið var að leita að oliu á hinum óliklegustu stöðum og mikið hefur fundist, en gallinn er sá, að flest- allar þessara nýju oliulinda verða dýrar I vinnslu, annaðhvort djúpt i hafi, djúpt I jörðu eða á erfiðum landsvæðum og hafa sérfræðing- ar giskaðá,að þaðmunikosta um 10$ að vinna hverja tunnu af Norðursjávaroliu, en til saman- burðar 30 cent i Soudi Arabiu, 60 cent i Venezuela og 3 dollara hverja tunnu i Bandarikjunum. Þannig að það má öruggt teljast að þótt heimsmarkaðsverð á oliu eigi eftir að lækka eitthvað frá þvi sem nú er, verður það aldrei i lik- ingu við það verð, sem var þegar alþjóðlegu oliuauðhringarnir réðu þessu frá upphafi til enda. Kjarnorkan og álsamningurinn Svo var það þátturinn um kjarnorkuna og álsamninginn. Þegar islenska rikisstjórnin og stjórnmálamennirnir voru að keppast um að sannfæra okkur um að við værum að missa af lestinni i orkumálum vegna hinn- ar ódýru kjarnorku, þvi i raun bentu allar aðstæður til þess. En um 1969 varð ljóst, að það var stór ljóður á kjarnorkunni. Bretar urðu þá m.a. að draga úr framleiðslu kjarnavera sinna um 25% vegna ýmissa ófyrirséðra hliðarverkana, sem gerðu það að verkum, að kjarnaverin voru ekki lengur samkeppnisfær við aðra orku, svo sem vatn, oliu og kol. Siðan hafa mörg vandamál kom- ið upp, sem langan tima getur tekið að leysa, og sennilega ekki öðruvisi en með miklum tilkostn- aði. Þetta varpar nokkru ljósi á þá staðreynd, að staða okkar i orku- málum er allt önnur nú, en þegar við vorum að lokka til okkar Alusuisse með algeru undirboði á orku. Ég vildi þvi að við skoðuð- um stöðu okkar tslendinga við þessar nýju aðstæður. Virkjanleg orka Fyrstu landmámsmenn okkar sáu strax að hér voru vatnsföll stór sem sagði þeim, að hér væri land mikið. Landnámsmenn sam- tiðar okkar hafa séö að hér er orka mikil. Nú sem stendur eru notaðar i landinu 2300 Gw stundir á ári en hægt er af hagkvæmnisástæðum að virkja vatnsorku til viðbótar, sem nemur 20000 Gw st. á ári, en 1973 notuðu Álverksmiðjan, Áburðarverksmiðjan og Se- mentsverksmiðjan til samans 1400 Gw st. á ári, sem þýðir, að hægt væri að reka 20 slikar verk- smiðjur á vatnsorkunni einni saman. Aætlað er að hægt sé að virkja jarðhita, sem svarar 77000 Gw st. á ári til viðbótar við það, sem fyr- ir er, sem I þessu samanburðar- dæmi þýðir 55 slikar verksmiðjur til viðbótar, samtals 75 álverk- smiðjur, 75 sementverksmiðjur og 75 áburðarverksmiðjur af þeirristærð, sem þær voru 1973. Þetta er auðvitað gróft saman- burðardæmi, en sýnir þó, að ef þessu yrði öllu stungið I samband með þeim hraða, sem Jóhannes Nordal seðlabankastjóri óskar, þ.e.a.s. ein stórvirkjun á 2ja ára fresti a.m.k. mundi það kalla á stórfelldan innflutning vinnuafls á skömmum tima, þvi okkar orku yrði að breyta i efni innanlands, þvi hún er illflytjanleg yfir út- höfin, ekki eins og olian, sem r-r hvað auðveldast aö flytja sjó- leiðis. Það er lika löngu ljóst að við verðum að fara að einhverju marki út i stóriðju i samvinnu við erlenda aðila tií að renna fleiri stoðum undir atvinnulif okkar og til að hafa möguleika á að taka á móti ungu fólki, sem í vaxandi mæli er að koma frá allskonar tækninámi og veita þvi starf við sitt hæfi, i framleiðslugreinum, þvi þjóðfélagið getur ekki staðið undir þvi, að taka alla þessa hópa i þjónustugreinar og byggingar- iðnað, eins og verið hefur að mestu leyti til þessa. Ég læt mér nægja að rökstyðja þennan þátt málsins með þvi t.d. að vitna i hugarfarsbreytingar fyrrverandi iðnaðarmálaráðherra Magnúsar KjartanSsonar, frá þvi að ál- samningurinn var gerður og þangað til hann sjálfur hélt á málum og talaði um iðnbyltingu. Þá kem ég að reynslu annarra V- Evrópuþjóða i innflutningi á vinnuafli. ,,Innrás” erlendu verkamann- anna A áratugnum 1960-1970 flæddu um 11 milljónir erlendra verka- manna og áhangenda þeirra yfir Vestur-Evrópu, aðallega frá S- Evrópu og N-Afriku, og hefur þessi hópur verið stundum kall- aður af félagsfræðingum 10. þjóð Efnahagsbandalagsins, en sam- tals myndu þeir vera 6. stærsta þjóð bandalagsins, eða næst á eft- ir Hollendingum. 1 af hverjum 16 vinnandi mönnum i V-Evrópu er útlending- ur. Vestur-Þjóðverjar hafa nú tek- ið upp takmarkanir á innflutningi verkafólks, en áður en það varð, komu 600 þúsund til 1 milljón nýrra verkamanna árlega til landsins. t Tyrklandi einu eru rúmlega 1 milljón verkamanna á biðlista til að fá vinnu erlendis og Sameinuðu þjóðirnar hafa áætl- að, að við óbreytt ástand gætu orðið um 22 milljónir útlendra verkamanna i V-Evrópu i fram- tiöinni. Innfluttu verkamennirnir fóru helst i óþverralegustu og verst greiddu störfin. Sem dæmi má nefna, að i samsetningarverk- smiðjum er erlendur vinnukraft- ur á bilinu 40-50% og i hreinsunar- deildum allt að 100%. Arið 1973 var hundraðshluti erlenda vinnu- aflsins i V-Evrópu sem hér segir: Frakkland 8.3%, Swiss 30.2%, Beneluxlöndin 4,6%, V-Þýskaland 8.7%, Danmörk 1.7%, Noregur 1.2 og Sviþjóð 5.6%. Til samanburðar má geta þess að, við tslendingar þyrftum að hafa um það bil 5000 útlenda verkamenn til að hafa sama hundraðshluta og Sviþjóð. Félagslegar afleiðingar Allur þessi mikli innflutningur verkafólks hefur haft i för með sér mjög alvarlegar félagslegar afleiðingar. Skoðanakannanir sýna, að V-Þjóðverjar álita út- lendingana hættulega og hávaða- sama. Slagorð hafa verið máluð á Ibúðir verkamannanna i Frakk- landi t.d. „Marseille á ekki að verða önnur Harlem” og i Brussel hangir viða mynd á götuhornum, sem sýnir hörundsdökkan mann gera árás á unga hvita stúlku og undir stendur,,styðjiðlögreglu yð- ar” og i Rotterdam hafa óknytta- belgir kveikt i ibúðarhúsum er- lendu verkamannanna. 1 Eng- landi þarsem innflutningurverka fólks er að visu af öðrum toga spunninn, hefur ihaldsþingmað- urinn Enoch Powell lýst fyrirbær- inu á þann hátt, að Bretland væri upptekið við að hlaða sinn eigin bálköst og okkur eru öllum I fersku minni fréttirnar um sið- ustu útlendingahaturs-þjóðarat- kvæðagreiðsluna i Sviss. Auðvitað verða viðbrögð út- lendu verkamannanna á sama hátt bitur og hatursfull og I gremju sinni segja þeir, að þeir séu meðhöndlaðir, sem 3. klassa fólk og séu i raun, negrar Evrópu. Ekki eru þó verkamennirnir alveg án ástar, það kom m.a. fram i svissnesku þjóðaratkvæða- greiðslunni, að stór-kapitalist- arnir hafa á þeim miklar mætur, a.m.k. meðan þeir eru ungir og hraustir. En þessir verkamenn eru i raun, með dugnaði sinum, ósérhlifni og lágu kröfugerðum, undirstaðan að velmegun V- Evrópu á siðustu árum. Og nú, þegar farið er að bera á samdrætti og heimamenn vilja fækka útlendingunum, segja kapitalistarnir, að efnahagur þjóðanna hrynji i rúst, ef þeírra njóti ekki lengur við. Glöggt er dæmið frá Sviþjóð, er tala at- vinnulausra var að nálgast 100.000 markið þá vildu atvinnu- rekendur fá innflutta 35.000 menn til viðbótar. Miöað við þarfir þjóðarinnar Þegar svo félagslegu vanda- málin hafa hlaðist upp að þvi marki sem félagsfræðingar hafa kallað „þröskuld þolinmæðinn- ar”, byrjar hið opinbera i þessum löndum að takmarka innflutning verkafólks, með ýmsum sköttum og gjöldum. T.d. má nefna, að Volvo þarf að borga sem svarar 1500 kr. á framleiddan bil til menntunar erlendra verka- manna, en þetta er vist eina mannúðlega hindrunarráðstöfun- in I allri V-Evrópu. Vitað er nú að við þessar breyttu aðstæður i orkumálum munu margar fyrirspurnir og til- boð um samvinnu i stóriðju liggja fyrir hjá Iðnaðarráðuneytinu. Min niðurstaða er sú, að við ts- lendingar ættum að stefna að þvi i iðnaðarmálum að nota sem flestar orkueiningar á hverja mannstund og uppbyggingu iðn- aðarins verði ekki hraðað meira, en innlendur vinnukraftur ræður við. Auglýsið í Alþýðublaðinu: sími 28660 og 14906 ; O Þriðjudagur 26. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.