Alþýðublaðið - 25.11.1974, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 25.11.1974, Qupperneq 9
62.3 W \A^í / < £ A IR-Ármann: 84:82 eftir framlengdan leik, eftir venjulegan leiktíma var staðan 74:74. Þetta var sannkallaður hörkuleikur frá upphafi til enda, og mjög spenn- andi og jafn, og fór svo að framlengingu þurfti til að úrslit fengjust í leiknum. tR byrjar mjög vel og kemst i 7:0 og geröi Agnar Friðriksson öll þessi fyrstu stig 1R, Armenn- ingar voru lengi aö komast i gang, en þeir hressast nú svo- litið og tekst þeim að jafna 10:10, siðan er jafnt 12:12, 14:14 og 20:20 en þá komast Armenn- ingar yfir i fyrsta sinn i leiknum með körfu Hallgrlms Gunnars- sonar, og staðan er 22:20. Armann hefur svo forystu 27:22, aðallega sökum giæsi- leiks Jóns Sigurðssonar sem gerði fallegar körfur og var potturinn og pannan i leik Ar- manns-liðsins, siðan gengur á ýmsu næstu minúturnar og Ar- mann hefur 2 stig yfir i hálfleik 36:34. Seinni hálfleikur var enn skemmtilegri en sá fyrri, Ar- menningar byrja hálfleikinn heldur betur en 1R og mátti sjá á töflunni tölur eins og t.d. 44:38, 51:43 og 59:49 Armanni i vil, en svo fara tR-ingar heldur betur aö taka við sér, þeir saxa á for- skotið og þegar staðan er 65:63 fyrir Armann, skorar Birgir Jakobsson og staðan er jöfn, þá gerir Haraldur Hauksson körfu fyrir Armann, en Þorsteinn jafnar fyrir tR 68:68 og allt á suðupunkti. Það sem næst skeður er það íslandsmótið í körfubolta - 1. deild Æsikeppni Armanns og ÍR Úrslit i leiknum fengust ekki fyrr en eftir framlengingu að Jón Jónasson skorar fyrir 1R, en Jón Sig. jafnar fyrir Armann, þá skorar Birgir Jakobsson og siöan Haraldur fyrir Armann, og er nú staöan 72:72, Þorsteinn Guðnason skorar körfu fyrir ÍR en Birgir Orn Birgis jafnar fyrir Armann, svo er aðeins 10 sek. eru eftir af leiknum er brotiö á IR-ing og Jón Jónasson fær tvö vitaskot, Jón misnotar bæði skotin og Armenningar ná bolt- anum en missa hann og er flauta tlmavarðar gellur er staðan enn 74:74, þannig að framlengja varð þennan æsi- spennandi leik. Jón Björgvinss. skorar tvær körfur I framlengingunni og allt útlit fyrir sigur Armanns,en Agnar gerir körfu fyrir ÍR og Jón Sig. fyrir Armann og staðan er 80:76, Þrosteinn gerir tvær IR-körfur og staðan er jöfn, og IR-ingar eru I sókn og aðeins nokkrar sekúndur eftir, og þeg- ar flautan gellur hafnar lang- skot frá Kristni Jörundssyni I körfunni, þar sem Kristinn hafði sleppt boitanum áður en flautað var er karfan gild. Allt I einu er 1R sigur orðinn staðreynd, og lR-ingar dansa striðsdans um völlinn trylltir af fögnuði eins og von er, það var svolitið furðulegt aö þetta sið- asta skot leiksins skyldi hafna i körfunni, skot frá Kristni sem hafði sama og ekkert hitt i leiknum, en þarna brást Krist- inn ekki á úrslitastundu. Það er alveg óhætt að segja að þetta hafi verið skemmtilegasti leikurinn sem leikinn hefur verið I vetur, spenningurinn lokaminúturnar var svo mikill að engin orð fá lýst, og það er' sannarlega gott til þess aö vita að menn mega eiga von á fleiri siikum leikjum I vetur. Agnar Friðriksson átti mjög góðan leik að þessu sinni, það var sama hvaðan hann skaut langoftast fór boltinn rakleiðís ofan I körfuna, Þorsteinn Guönason átti góðan leik I seinni háifleik og eins i framlengingu, þá átti Jón Jónasson sinn besta leik I vetur, Kristinn sem gerði 48 stig i slðasta leik hitti nú illa, en þýðingarmestu körfu leíksins átti Kristinn. Jón Sigurösson átti frábæran leik I Armannsliöinu. hann var bestur i vörninni og oftast fyrst- ur upp, og hann stjórnaði öllu spili aö venju og.hvaö eftir ann- að átti hann glæsilegar sending- ar sem gáfu stig, Birgir Birgis átti nú sinna besta leik eftir meiðslin sem hann hefur átt við að glima, Simon ölafsson var sterkur að venju en náði aldrei að sýna sitt rétta andlit I leikn- um. Stigahæstir: tR: Agnar 33, Þorsteinn 15, Kristinn 15 og Birgir og Jón Jónasson 8 hvor. Armann: Jón Sigurðsson 29, Slmon 16 Birgir örn 10 og Haraldur 9. Armann—ÍS: 70:66 (33:32) Þetta var enn einn stórleikur- inn, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á siðustu minútu Ieiks- ins, aðaivopn Armanns i leikn- um voru hraöaupphlaupin og skoruðu þeir mikiö eftir það. Bjarni Sveinsson skorar fyrstu körfuna, 2:0 fyrir IS, en Jón Sigurðsson jafnar fyrir Ar- mann, svo er jafnt 4:4, en þá gera Armenningar tvær körfur í röð og staðan er 8:4, og þegar leikhlé er tekið munar einnig 4 stigum 16:12 Armanni i vil. Eftir þetta leikhlé taka Ar- menningar til við að skora, og ná þeir góðri forystu 29:16, en 1S á góðan endasprett fyrir leikhlé og aöeins munar einu stigi I hálfleik. 1S byrjar á þvi aö jafna I seinni hálfleik 33:33 og siðan er jafnt 35:35, 37:37, 39:39 og 41:41 en svo kemst 1S yfir 43:41, jafnt er 49:49, og svo kemst IS aftur yfir, 51:49, en þá kemur kaflinn sem gerði út um leikinn, Jón Björgvinsson fiskar boltann hvað eftir annað úr höndum stúdenta og brunar upp og skor- ar. Mesta heiðurinn af sigri Ar- manns eiga þeir nafnarnir Jón Sigurösson og Jón Björgvinsson bakverðir liðsins, þá var Simon sterkur i fyrri hálfleik en var I villu veseni I seinni hálfleik og naut sin ekki, . Hallgrimur Gunnarsson geröi þýðingar- miklar körfur fyrir liöið undir lok leiksins. Patreksfirðingurinn sterki, Jón Héðinsson, átti stórleik i liði IS, hann tók næstum öll varnar- fráköst sin megin og mörg I sókninni, Steinn Sveinsson átti nú aldrei þessu vant lélegan leik, Ingi Stefánsson átti ágæta kafla en Bjarni Gunnar féll i skuggann af stórleik Jóns. Stigahæstir: Armann: Jón Sig'urðsson 17, Jón B. 13 og Slmon 12. 1S: Ingi Stefánsson 14, Bjarni Gunnar 14, Jón M. Héðinsson 13 og Albert Guðmundsson 8. Vftaskot: Armann 8:4. IS: 20:14. UMFN—HSK 85:67 (41:27) Þetta var tviinælalaust lélcg- asti ieikur mótsins til þessa, hittnin slæm og leikurinn of Framhaid á bls. 4 Hvað er g.t. g.t. er skammstöfun oróanna gagnkvæmt tryggingafélag. Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafélag. Þriðjudagur 26. nóvember 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.