Alþýðublaðið - 04.12.1974, Síða 5

Alþýðublaðið - 04.12.1974, Síða 5
FRÁ ALÞINGI alþýðuj Útgefandi: Blað hf. |S3nrtrc Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) MJ h 111111 Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent EIN ÖGRUNIN ENN Kjarasamningar þeir, sem gerðir voru á s.l. vetri, áttu að gilda fram til 1. april árið 1976. Með þvi að semja til svo langs tima gengu verkalýðsfélögin til móts við það sjónarmið, að æskilegt væri að tryggja frið á vinnumarkaðin- um um nokkurt skeið svo stjórnvöld gætu fengið þann frið til athafna, sem þau hafa á stundum ásakað verkalýðshreyfinguna fyrir að vilja ekki veita. Með þvi má segja, að verkalýðshreyfingin hafi ásett sér að taka þá áhættu að treysta rikis- stjórn þeirri, sem þá sat að völdum i landinu og þeim rikisstjórnum, sem kynnu að leysa hana af hólmi. En rikisstjórnin reyndist ekki traustsins verðug — hvorki sú, sem sat i vetur og vor og nefndi sig „vinstri stjórn” né hin, sem tók við af henni. Rikisstjórn Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins lét það verða eitt sitt fyrsta verk að ógilda með valdboði hina nýgerðu kjarasamninga og Alþýðubandalagið ætti að minnast þess, að það voru ráðherrar þess, sem tóku höndum saman við ráðherra Framsóknar- flokksins um það verk jafnvel þótt þeir hafi áður verið búnir að leggja blessun sina yfir þá samn- inga, sem gerðir voru. íhaldsstjórnin, sem tók við völdum i sumar, gekk svo enn lengra uns nú er svo komið, að bein kaupmáttarskerðing laun- anna nemur 13—22%. Ef kjarasamningunum hefði verið fylgt hefði launafólkið nú átt að fá 38—39% kauphækkun til þess að vinna upp á móti þeim óðaverðhækkunum, sem orðið hafa undanfarna mánuði. En launafólkið fær ekki svo mikið sem brotabrot af þessum verðlagsbótum. Þvi réðu fyrst Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið i sameiningu og nú Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Um siðustu helgi hélt Alþýðusamband Islands sambandsstjórnarfund, þar sem þessi mál voru rædd. 1 ályktun fundarins er lögð þung áhersla á, að við svo búið megi ekki standa og einkum og sér i lagi þurfi hið bráðasta að leiðrétta kjör þeirra, sem lægst eru launaðir og verst hafa far- ið út úr samskiptunum við rikisstjórnir Fram- sóknarflokksins og Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Takmark verkalýðshreyfingarinnar er ekki það að krefjast meiri kjarabóta en samningarnir frá þvi i vetur færðu launþegum. Takmarkið er að við þá verði staðið — að stjórnvöld skili verkalýðnum aftur þvi, sem frá honum hefur verið tekið. Þessari kröfu verkalýðssamtakanna svaraði rikisstjórnin óbeinlinis i gær. Og svarið var ein ögrunin enn. í kjölfar kjaramálasamþykktar sambandsstjórnarfundar ASÍ tilkynnti rikis- stjórnin um allt að 20% verðhækkun á landbún- aðarafurðum — mikilvægustu neysluvörum heimilanna. Og svo vill til, að sú verðhækkun svarar nokkurnveginn til þess hundraðshluta, sem kaupmáttur launa f jölmargs láglaunafólks hefur lækkað um. Þannig ögrar rikisstjórnin verkalýðnum. Það skiptir auðvitað ekki meginmáli, hvort ætlunin er að láta neytendur borga þessa verð- hækkun með hækkun á útsöluverði vörunnár eða i auknum sköttum fyrir milligöngu rikissjóðs. Það, sem málinu skiptir er, að þetta voru fyrstu viðbrögðin við tilmælum verkalýðshreyfingar- innar um, að frjálsir kjarasamningar væru virt- ir. Þannig svaraði rikisstjórn ihaldsins kröfum fólksins. KOSNINGAALDURINN MIÐIST VIÐ 18 AR Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagtfram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um 18 ára kosn- ingaaldur. Fyrsti flutningsmaður hennar er Sighvatur Björgvins- son. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar, að gerð sé at- hugun á þvi, hvort ekki sé tima- bært og æskilegt að taka upp 18 ára kosningaaldur á Islandi, og að jafnframt verði endurskoðað- ar til samræmis við það aðrar aldurstakmarkanir laga á rétt- indum ungs fólks. Athuganir þessar skal gera 9 manna nefnd, kosin af Alþingi. Nefndin kýs sér sjálf formann”. Allar réttarbætur á kosningalöggjöf unnar fyrir frumkvæði Alþýðu- flokksins. í greinargerð með tillögu þess- ari er m.a. rakin i stuttu máli sagan um þær umbætur, sem fengist hafa á skilyrðum laga um kosningarétt og kjörgengi þ.á m. um lækkun kosningaaldurs. Þar kemur i ljós, að Alþýðuflokkurinn hefur haft frumkvæðið um allar þærbreytingar tii bóta, sem gerð- ar hafa verið á þessum málum. Fyrir tæpum sex tugum ára, þegar Alþýðuflokksmenn fyrst voru kjörnir til þings, höfðu þeir einir atkvæðisrétt við kjördæmis- kosningar, sem orðnir voru 25 ára að aldri og ekki stóðu í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Við lands- kjör var kosningarétturinn mið- aður við 35 ár og sama réttinda- svipting i gildi gagnvart þeim, sem þegið höfðu af sveit og ekki getað endurgreitt sveitarstyrk- inn. Alþýðuflokkurinn barðist frá upphafi gegn þeirri mannrétt- indaskerðingu, að fólk, sem vegna fátæktar, sjúkdóma eða hvoru tveggja hafði neyðst til þess að þiggja af sveit yrði svipt kosningarétti. Jafnframt tók flokkurinn upp baráttu fyrir þvi, að kosningaaldur yrði miðaður við 21 ár. Framan af mætti þessi barátta Alþýðuflokksins mikilli andstöðu, en þó tókst að lokum að fá stuðn- ing viðsýnna manna úr öllum flokkum við þessi baráttumál Alþýðuflokksins. Arið 1929 var svo 21 árs kosningaaldur lögfest- ur og sveitarstyrksákvæðið af- numiö hvað varðar kosningar til sveitarstjórna. Með stjórnar- skrárbreytingunni 1934 voru sömu ákvæði tekin upp við þing- kosningar. Úr 21 ári i 20 ár. Næsti áfanginn i baráttunni fyrir rýmkun ákvæða um kosn- ingarétt hófst árið 1963, en þá samþykkti aukaþing Alþýðu- flokksins nýja og endurskoðaða stefnuskrá fyrir flokkinn. Meðal nýmæla i þeirri stefnuskrá var, að þar tók Alþýðuflokkurinn upp baráttu fyrir 18 ára kosninga- aldri. Þessa stefnu sina hefur Alþýðuflokkurinn og aðildarsam- bönd hans þráfaldlega itrekað — nú siðast á 34. flokksþingi Alþýðu- flokksins árið 1972 og á nýloknu þingi Sambands ungra jafnaðar- manna, þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja á yfir- standandi kjörtimabili lög um, að kjörgengi, kosningaréttur og hjúskaparréttur karla og kvenna verði miðaður við 18 ár. 1 beinu framhaldi af stefnu- skrársamþykktinni um 18 ára kosningaaldur á þingi Alþýðu- flokksins árið 1963 fluttu þing- menn Alþýðuflokksins, þeir Benedikt Gröndal, Birgir Finns- son, Friðjón Skarphéðinsson, Jón Þorsteinsson og Sigurður Ingi- mundarson tillögu til þingsálykt- unar um 18 ára kosningaaldur á Alþingi árið 1965-86. löggjafar- þingi. Tillagan hljóðaði svo: „Alþingi ályktar, að gerð skuli athugun á þvi, hvort ekki sé tima- bært og æskilegt að taka upp 18 ára kosningaaidur á islandi. Athugun þessa skal gera 7 manna nefnd, kosin af Alþingi. Nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin skal skila áliti fyrir setningu reglulegs Alþingis 1966”. Sighvatur Björgvinsson er fyrsti flutningsmaður að þingsálykt- unartillögu Alþýðufiokksins um 18 ára kosningaaldur. í greinargerð með tillögunni sagði m.a. svo: „Þvi er haldið fram gegn 18 ára kosningaaidri, að ungt fólk hneig- ist til ofstækis, öfga og yfirborðs- mennsku. Þetta er sleggjudómur, og mundi ráðlegra að sýna æsk- unni fullkomið traust. Þá fyrst mun reyna á þroska hennar, og hann mun ekki bregðast I þessu efni, fremur en hjá hinum eldri. Mikið er talað um vandamál æsk- unnar, ekki sist i velferðarrikj- um. Mun ekkert ráð betra I þeim efnum en að veita æskufólki sinn sess i þjóðfélaginu með fullri ábyrgð og trausti . . . islenska lýðveldið þarf á hverjum manni og konu að halda, og það krefst félagslegs þroska af hverjum einstaklingi. Þvi er timi til kominn að sýna hinni fjöl- mennu kynslóð, sem innan skamms á að erfa landið, það traust að veita henni fulla ihlutun um stjórn landsins við 18 ára ald- ur”. Þingsályktunartillaga þessi var send til umsagnar nokkra lands- samtaka æskufólks og mæltu öll ungliöasamtök stjórnmálaflokk- anna með samþykkt hennar. Ekki náðist samstaða á Alþingi um lækkun kosningaaldurs niður I 18 ár að þessu sinni, en samstaða náðist um lækkun úr 21 ári i 20 ár. Var samþykkt stjórnarskrár- breyting þess efnis á 87. löggjaf- arþinginu og sú stjórnarskrár- breyting staðfest með samþykkt á næsta þingi á eftir, eins og lög gera ráð fyrir. Jafnhliða voru gerðar breytingar til samræmis á ákvæðum annara laga um kosn- ingarétt og kjörgengi. Með þess- ari breytingu náðist áfangi i bar- áttu Alþýðuflokksins fyrir 18 ára kosningaaldri og telur flokkurinn, að reynslan hafi ótvirætt sýnt, að þar var stefnt i rétta átt enda hef- ur þróunin orðið sú hin sama i ná- lægum löndum. Stigum sporið til fulls Þegar þingmenn Alþýðuflokks- ins fluttu þingsályktunartillögu sina um 18 ára kosningaaldur var þegar hafin viða um lönd hreyfing fyrir slikum breytingum til rétt- arbóta fyrir unga fólkið. Þá höfðu stórveldin tvö, Bandarikin og So- vétrikin, þegar riðið á vaðið og miðað kosningarétt við 18 ára aldur, Sovétrikin út frá þeirri meginforsendu, að við 18 ára ald- ur mætti búast við þvi, að hver ibúi landsins hefði náð fullum vinnuafköstum og þvi ' að fullu orðinn hlutgengur sem þjóðfé- lagsþegn, en Bandarikin út frá þeirri meginforsendu, að við 18 ára aldur væri þegar búið að leggja margvislega ábyrgð á unga fólkið, svo sem að berjast og jafnvel fórna lifi sinu fyrir land sitt. Var þó 18 ára kosningaaldur þá ekki i gildi kominn i öllum fylkjum Bandarikjanna. A þeim tæpa áratug, sem liðinn er frá þvi þings- ály ktunartillaga Alþýðu- flokksþingmanna um 18 ára kosn- ingaaldur var flutt, hefur þróunin i nálægum rikjum haldið áfram i þá átt, sem spáð var i greinargerð með þeirri tillögu. Þannig er kosningarréttur i Bandarikjunum nú almennt miðaður við 18 ár, i Stóra-Bretlandi sömuleiðis og einnig i Vestur-Þýskalandi og Hollandi. í Sviþjóð er miðað við 19 ára aldur og mikil hreyfing er i öðrum nálægum löndum fyrir breytingum I þessa átt. I lok greinargerðarinnar með tillögunni, sem nú hefur verið lögö fram um 18 á.ra kosningaald- ur, segir svo: „Flutningsmenn þessarar til- lögu telja, að I ljósi reynslunnar, sem fengist hefur af lækkun kosn- ingarréttar úr 21 i 20 ár, þeirrar þróunar, sem þegar hefur orðið og fyrirsjáanleg er I þeim málum meðal nálægra þjóða, svo og þeirrar staðreyndar, að islensk ungmenni eru yfirleitt virkari þátttakendur i atvinnulifi og fé- lagsmálum þjóðar sinnar og er iöulega gert að axla meiri ábyrgð og skyldur en tiðkast meðal ýmissa annarra þjóða, þá sé nú fyllilega timabært að stiga sporið til fulls og miða kosningarrétt og kjörgengi til alþingis- og sveitar- stjórnarkosninga á tslandi við 18 ára aldur. Jafnframt telja flutn- ingsmenn eðlilegt og sjálfsagt að jafnframt verði endurskoðaðar til samræmis aðrar aldurstakmark- anir laga á réttindum unga fólks- ins. Rétt er, að sami háttur verði haföur á þessum athugunum og árin 1965 og 1966 — þ.e. að Alþingi kjósi til þess sérstaka nefnd og veröi við það miðað, að i henni eigi sæti fulltrúar frá þingflokk- unum öllum. Með þvi móti væri auðveldað að samstaða gæti tek- ist á Alþingi um þær breytingar, sem gerðar yrðu. Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar, að rétt sé og skylt að gefa nefndinni rúman tima til þess að ljúka athugunum á þessu máli og samningu þeirra laga- frumvarpa, sem þvi fylgja. Jafn- framt telja flutningsmenn sjálf- sagt, að Alþingi og aðrir þeir, sem máliö kann að varða, fái þann tlma, sem til þarf, til þess að kynna sér væntanlegar niðurstöð- ur athugananna. Þvi væri eðli- legt, að nefndin fengi tima til at- hugunar á málinu þar til á öðru reglulegu Alþingi hér frá. Þá yrðu niðurstöður hennar kynntar opin- berlega, en siðan teknar til um- ræðna og afgreiðslu á næsta þingi þar á eftir — siðasta reglulegu þingi á yfirstandandi kjörtimabili — þannig að stjórnarskrárbreyt- ingin, sem gera verður varðandi lækkun kosningaaldursins, þurfi ekki að valda þingrofi og nýjum kosningum fyrr en þær á að bera að með réttum og eðlilegum hætti.” Miðvikudagur 4. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.