Alþýðublaðið - 04.12.1974, Side 9

Alþýðublaðið - 04.12.1974, Side 9
w L p ■jnri]' ’ I y. <2 *< A Leikur KR við lið UBSC frá Austurríki í EvroDukeDoninni í körfuknattleik Leikmenn UBSC eru samtals 20 metrar á hæð og landsliðs- mennirnir komast ekki í liðið Svona á aö bera sig til viö körfuskot. R. Hutthaler framherji UBSC (2,03m) gnæfir hér yfir andstæöing sinn, og skorar körfu. KR-ingar taka nú þátt í Evrópukeppninni i 3. skipti. I fyrsta skiptið léku þeir gegn Simmenthal frá Italfu og töpuðu með mikl- um mun i báðum leikjun- um, enda komst Simmen- thal það ár I úrslit Evrópu- keppninnar. i hitt skiptið lék KR gegn Alvik frá Sví- þjóð, og Svíarnir slógu KR- ingana út, þótt ekki væri munurinn mikill. Og nú eru mótherjar KR hið þekkta lið UBSC frá Vínarborg, lið sem á sér sitt takmark að sögn þjálf- ara þess — sigur í Evrópu- keppninni. Væru austurrisku leikmennirn- ir teknir allir, og þeir látnir standa hver á haus öörum, næöu þeir nákvæmlega 20 metra i loft upp. bað mun vera nær einsdæmi aö körfuknattleikslið, sem telur 10 menn, skuli vera með minnsta mann 1,91 m á hæð. í liði UBSC eru fjórir leikmenn yfir tvo metra, hæstur trjónir þar banda- riski negrinn Mirioneaux sem er 2,14 og hinn Bandarikjamaður- inn, Taylor, er 2,12. Siöan eru tveir leiicmenn 2,03 m og 2,02, einn er 1,98 og hinir — 1,97, 1,96, 1,94, l, 93 og 1,91. Þeir eru ekki beint á- rennilegir, meðalhæðin nákvæm- lega 2 metrar. Stærsti maður KR liðsins Krist- inn Stefánsson nær ekki þessari meðalhæö, hann er „aðeins” 1,99 m. — Þessir risar nota lika sinar „eigin aöferðir” við leik sinn, og taka t.d. fráköstin um það bil hálfan metra fyrir ofan körfu. Það væri e.t.v. ekki svo vitlaust að mæta þeim bara á stultum! Lið: U.B.S.C. no: nafn hæð 14 T. Wolf 1.91 m 8 H. Leskowa, fyrirl. 1.93 m 5 F. Miklas 1.94 m 13 G. Pawelka 1.96 m 6 E. Wirdener 1.97 m 7 P. Bilik 1.98 m 10 E.Tecka 2.02 m 9 R. Hutthaler 2.03 m 11 T. Mirioneau 2.12 m 4 R. Taylor 2.14 m meðalhæð = 2.00 m Landsliðsmenn í kuldanum Austurrikismenn hafa þann háttinn á varðandi landslið sitt, aö þeir eru með ákveðinn lands- liðshóp, alls 16 leikmenn. 10 þess- ara leikmanna korha frá UBSC, mótherjum KR i Evrópukeppn- inni og landslið Austurrikis er byggt upp á leikmönnum UBSC. — En hvert skyldi viðhorf tveggja leikmanna (þeir æfa með liöinu) UBSC vera til málanna? Þeir eru báðir fastir menn i landsliðshópnum, en þeirra ógæfa er sú, að þótt þeir hafi getu til þess að keppa fyrir land sitt á al- þjóöavettvangi, þá eru þeir ekki nógu góðir til þess að leika meö UBSC. Af 10 stöðum taka 8 lands- liðsmenn, en siðan er ekki pláss fyrir hina tvo vegna bandarikja- mannanna sem leika með liðinu. Það hlýtur að vera einkennileg tilfinning að vera treystandi fyrir þvi hlutverki að keppa fyrir land sitt, en komast svo ekki i félags- lið. Ætti þetta að skýra styrkleika UBSC betur en margt annað. Það er venja erlendis, þegar körfuknattleikir fara fram, að þulur lýsir leiknum. Gefur hann upp eitt og annaö til áhorfenda um gang leiksins s.s. villufjölda leikmanna hverju sinni, hvað hver leikmaður hefur skorað mikið o.s.frv. Það óð mikið á þul leiksins þeg- ar KR-ingar léku við UBSC i Vinarborg. KR-ingar voru þó ekki I skapi til þess að veita þvi mikla athygli, en Islendingar sem voru viöstaddir leikinn gáfu heldur ó- fagrar lýsingar á þvi hvernig hann hagaði sér. Hvatti hann áhorfendur til þess að' hjálpa UBSC að ná 100 stiga mun gegn þessum lélegu Islend- ingum, og gekk svo langt i dóna- skap sinum, að Islendingarnir sem hlustuðu á, gátu ekki orða bundist. Var talað um 100 stig sem lágmark gegn lélegu liði KR, og fólkið hvatt til þess að reyna að hafa niðurdrepandi áhrif á þá. En það „fifl” sem sat við hljóðnem- ann gerði sér ekki grein fyrir þvi að i húsinu voru Islendingar sem skildu hvað hann sagði. Fékk hann vitneskju um það þegar leiknum lauk, en þá var hans framkomu mótmælt. Stóð þar fremst i flokki óperusöngkon- an Sigriður E. Magnúsdóttir, en hún ásamt öðrum Islendingum sem voru viðstaddir leikinn greiddu mjög götu KR-inga i Vin- arborg — og veitti sannarlega ekki af þvi móttökur Austurrikis- manna voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Hvað segja KR-ingar? Við báðum nokkra KR-inga um álit þeirra á liði UBSC. Flestir brostu þeir þegar þetta var nefnt við þá, en siðan komu svörin: Kolbeinn Pálsson: — Þegar ég sá þá i upphitun fyrir leikinn var ég lengi að leita að bakvörðunum sem ég ætti að kljást við. Það kom svo i ljós að bakverðir þeirra voru ekkert bakvarðalegir, sá minnsti 1.91 m. Ég héltþviaðe.t..v. væri ekki svo erfittað stinga þá af. En hafið þið einhvern tima séð bakverði sem eru vel yfir 1.90, og eru i þokkabót mjög sprettharðir. Einar Bollason: Ég þori þvi miður ekki að lofa góðum árangri KR i síðari leikn- um, en það er hægt að lofa þvi að áhorfendur fá að sjá körfuknatt- leik eins og hann getur bestur orðið, þvi eina orðið sem mér dettur i hug eftir að hafa séð lið UBSC er „súpermenn”. Lang- besta lið sem ég hef séð, og hef ég þó séð nokkur allsæmileg. Kristinn Stefánsson: — Þeir eru mun sterkari en sterkustu liö sem ég hef leikið gegn t.d. tékkneska landsliðið, Simmenthal og Dukla Krag. Að leika gegn bandarisku risunum var martröö likast. Þeir eru i allt öðrum gæðaflokki en þeir leik- menn sem ég hef leikiö gegn áður. Yfirburðir UBSC i meistara- keppninni i Austurriki er talandi dæmi um styrkleika liðsins. Þeir hafa leikið 5 leiki i keppninni og unnið þá alla með yfirburðum. Er þó við atvinnumenn að eiga i flestum leikjunum. UBSC hefur skorað alls 544 stig i þessum leikj- um, en fengið á sig 314 stig. Með- alskor i leikjum þeirra er þvi 109 stig gegn 63. Og varla þarf að taka fram að liðið hefur tekið ör- ugga forustu i keppninni, og sigr- ar örugglega i henni með sama á- framhaldi. Við vorum eins og 4. fl. strákar að leika við m.f. — Þeir spiluðu á hæðinni fyrir ofan okkur — við komumst sárasjaldan svo langt að geta átt skotfæri — fljótustu risar sem ég hef séð á æfinni.... Þetta, og fleira i sama dúr sögðu leikmenn KR liðsins við komuna frá Austurriki. Þar höfðu þeir beðið mesta ósigur sem isl. körfuknattleikslið hefur nokkurn tima fengið, 98 stiga tap gegn liði sem þeir gerðu sér vonir um fyrirfram að sigra. Talað var um að halda þeim i skefjum i leiknum úti, en eftir leikinn varð einum KR-ingnum það á orði að þetta væru sennilega einhverjar sér- stakar „Þjóðhátiðarskefjar”, — extra langar. Staðreyndin er nefnilega sú, að Austurriki hefur ekki fram aö þessu haft sig mikið i frammi á alþjóðavettvangi, en hin siðari ár hefur körfuknattleikurinn verið rifinn upp þar, enda notaðar þær aðferðir sem hrifa fólkið. Fluttir eru inn leikmenn frá Bandarikj- unum, og tvo þeirra fáum við að sjá i tþróttahöllinni nk. fimmtu- dagskvöld. Þeir spila á 2. hæö eins og sagt er á körfuboltamáli, enda báðir um 7 fet á hæð. Og annar þeirra negrinn Taylor við- hafði dálitið sérstaka aðferð við að stöðva skot Kristins Stefáns- sonar i leiknum I Vinarborg. Hann varði skotið i háalofti með oinboganum. — Annars var það ekki oft sem KR-ingar komust i skotfæri i þeim leik, vörn UBSC, maöur gegn manni allan völlinn, stöðvaði oftast sóknartilraunir KR-inga i fæðingunni, enda vörn- in leikin eins vel og hægt er að gera. 34 stig KR tala sinu máli um það, og þó fengu Austurrikis- mennirnir á sig 6 stig vegna „goal tending” en það er þegar varnar- maður ver boltann fyrir ofan körfuhring þegar hann er á niður- leiö. Stig KR voru þvi aðeins 28!! KR-ingar gera sér vonir um aö standa meir i UBSC i siöari leikn- um, enda varla hægt að tapa stærra en gert var ytra. Allt verð- ur reynt að sögn KR-inga til að stöðva snillingana og KR-ingar treysta á hjálp áhorfenda. Þeir höfðu á móti sér i leiknum ytra um 3000 áhorfendur sem heimt- uðu 100 stiga mun undir lokin, en nú er það þeirra sem koma að sjá leikinn á fimmtudag að styðja við bakið á KR-ingum, um leið og þeir sjá körfuknattleikslið sem stefnir að einu takmarki — nefni- lega sigri i Evrópukeppninni. Liö sem hefur innan sinna vébanda bandariska leikmenn sem gætu getu sinnar vegna gengið inn i bandariskan atvinnukörfubolta strax á morgun. Leikmenn i þeim „klassa” eru ekki daglegir gestir hér á landi. Algjörir snillingar A fimmtudagskvöld fá islenskir iþróttaunnendur að sjá bestu körfuknattleiksmenn sem nokk- urn tima hafa leikið á tslandi. Þá leika KR-ingar siðari leik sinn i Evrópukeppninni, og mæta UBSC frá Vinarborg sem lék þá svo grátt I fyrri leiknum. Mikið hefur verið rætt um þann leik sem von- legt er, og menn áttu yfirleitt varla orð til aö lýsa undrun sinni á úrslitum hans. Einn þeirra sem fylgdi KR-liðinu til Austurrikis var formaður körfuknattleiks- deildar KR, Jón Otti Ólafsson, og er best að láta orö hans um austurrisku leikmennina lýsa þvi sem fyriraugu bar: — Ég hef séð mörg af bestu landsliðum Evrópu, og einnig þekkt félagslið einsog Simmenthal (Italia), Real Madrid, Dukla Pragh og fleiri, en þetta austurriska lið er i allt öðr- um „klassa”. Austurrikismenn drógu enga dul á það við Kr-ingana að lið þeirra er 100% atvinnumannalið. Þeir æfa fjóra tima á dag, 6 sinn- um i viku, auk leikja sinna, flestir eru leikmennirnir við „háskóla- nám” og þeir skarta með tvo Bandarikjamenn i liðinu. Fyrir nokkrum árum siðan slógu þeir Real Madrid út úr Evrópukeppninni, og komust það ár i 4 liða úrslit. Sl. ár komst liðið i f jögurra liða úrslit. — En frá þvi i fyrra hafa þeir fengiö til liðs við sig tvo Bandarikjamenn sem báð- ir eru um 7 fet á hæð, og annar þeirra gæti gengið inn i hvaða at- vinnumannalið sem væri i Banda- rikjunum. Þjál(ari þeirra er tékk- neskur og þjálfaði um langt skeið landsliö Tékkóslóvakiu, og hann hefur lýst þvi yfir við hvern sem heyra vill, að UBSC sætti sig ekki við neitt minna en sigur i yfir- standandi Evrópukeppni. Og að sögn þeirra KR-inga verður það varla erfitt fyrir þá. UBSC lék i haust leik við lands- lið Frakklands, og sigraöi auð- veldlega þótt þetta væri upphit- unarleikur i upphafi keppnis- timabils. Og Frakkarnir eru þó hátt skrifaðir i evrópskum körfu- knattleik. Þaðhefuroftverið rættum það, þegar islenskir dómarar hafa far- iðutan til að dæma leiki erlendis i Evrópukeppni að þeir væru „dýr- ir”. Það væri ekki forsvaranlegt að lið i Evrópu sem taka þátt i Evrópukeppnum þyrftu að leggja i þann kostnað að taka dómara alla leið frá íslandi. Þvi ber vissulega að fagna, að oftast hef- ur gætt ánægju með störf þessara dómara og hefur þaö óneitanlega verið til þess að lægja óánægju- öldurnar. Það er vel athugandi i þessu sambandi að taka til athug- unar framkomu alþjóðakörfu- knattleikssambandsins gagnvart KR. Venjan hefur verið sú, að þegar leikir i Evrópukeppnum hafa verið leiknir hérlendis i körfuknattleik þá hafa veriö fengnir til dómarastarfa, dómar- ar frá þeim löndum sem ódýrast er að fá þá frá. En nú kveður við annan tón. Samkvæmt tilkynningu frá F.I.B.A. verða dómarar á leik KR og UBSC frá Skotlandi og Hollandi. Og til að kóróna allt saman verður sendur hingað maður á kostnað KR til að fylgj- ast með framkvæmd leiksins. Þetta er gert á sama tima og tveir dómarar isl. sem hafa rétt- indi til að dæma á alþjóöavett- vangi fá engin verkefni. Þeir fengu sin réttindi eftir mikil feröalög, annar þeirra fór tviveg- is utan til að þreyta dómarapróf- ið, og þarf ekki að fara um það mörgum orðum hver kostnaður hefur verið af þeim ferðum. En verðlaun þeirra frá Alþjóðasam- bandinu fyrir sýndan áhuga sinn, er algjör fyrirlitning gagnvart þeim. Bogi Þorsteinsson hefur hingaö til verið umsjónarmaður FIBA á þeim Evrópukeppnisleikjum sem hérhafa fariðfram. Það hefurán efa verið sökum þess að hann er þekktur meðal körfuknattleiks- forráöamanna viða i Evrópu sem mjög hæfur maður, en skyndilega er hann settur hjá, og KR þarf að axla þann viðbótarkostnað að taka upp, og sjá um umsjónar- mann frá Englandi. Þessi maður gerir það eitt hér, að horfa á leik- inn, og gefa siðan skýrslu til FIBA um framkvæmd hans, og þ.h. — Kostnaður: c.a. 50 þús. kr. Leikurinn fer fram i Laugar- dalshöllinni og hefst kl. 20.15. o Miðvikudagur 4. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.