Alþýðublaðið - 24.01.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1975, Síða 3
Þessi bifreið kostar á götuna kr. 788.000,00, og i ofangreindu dæmi er miðað við 16 þús. km akstur á árinu. Að öðru leyti er reiknað með áætlun um rekst- urskostnað, sem F.l.B. hefur nú nýlega gert. 1 þessu dæmi er ekki reiknað með afskriftum eða vöxtum, sem nema um 160 þúsund krón- um, miðað við bifreið i þessum verðflokki. Heildarreksturskostnaður samkvæmt verðlaginu, eins og það er i dag er, miðað við 1 ár, kr. 410.000,00. Af kaupverði Volkswagen „1303” og rekstri þeirrar bif- reiðar i 1 ár, miðað við kostnað, eins og hann er i dag, renna til rikisins, i beinum sköttum og gjöldum, samtals kr. 535.400,00. Þessi fjárhæð skiptist þannig i stórum dráttum: Af kaupverði, sem er kr. 788.000,00 kr. 440.000,00 Innflutningsgjöld og sölu- sk. af varahl. kr. 19.000,00 Af 1. 760 1. af bensini kr. 52.800,00 Af 2 1/2 hjólbarða kr. 5.600,00 Af viðgerðum, tryggingum, bifreiðask., og ýmsum kostnaði kr. 18.000,00 Samtals kr. 535.400,00 Ríkið fær tæp 4( )% al F reksturskostnaði bílsins Islenskar ,,gos- myndir" hala inn gullverðlaunin Kvikmynd Ósvaldar Knud- sen, „Jörð úr ægi”, vann fyrstu verðlaun fyrir myndir um vis- indaleg efni á 11. alþjóðlegu kvikmyndahátiðinni, sem haldin var i íran i september til desember siðastliðnum Hlaut Ósvaldur gullstyttuna „Delfan” sem viöurkenningu ásamt skjali undirrituöu af menntamálaráð- herra Irans, Dr. A.H. Sharifi. Þess er skemmst að minnast að önnur islensk „gosmynd”, Eldeyjan, sem Kvik sf. gerði um gosið á Heimaey, hefur nú unnið til tveggja gullverðlauna I Bandarikjunum og verða þau siðari afhent i ^ Hollywood i næsta mánuði. í þessari kvikmyndá- hátið i íran tóku þátt kvik- myndaframleiðendur frá 22 löndum, þar á meðal Bandarikj- unum, Sovétrikjunum, Indlandi og mörgum öðrum rikjum i Evrópu, Asiu og Ameriku. Kvikmyndahátiðin var sett með viðhöfn i Teheran 17. september að viðstöddum menntamálaráðherra Irans. Voru valdar þrjár myndir til sýningar við athöfnina, og var mynd Ósvaldar um Surtseyjar- gosið ein þeirra. Siðar var myndin sýnd aftur a.m.k. þrisvar sinnum. „Jörð úr ægi” er þriðja kvik- myndin, sem ósvaldur Knudsen gerði um Surtseyjargosið, og gefur hún yfirsýn yfir gosið frá byrjun, svo og þróun eyjarinnar og visindalegar rannsóknir þar. ósvaldurlauk viðmyndina 1973, en fyrsta mynd hans um gosið „Surtur fer sunnan”, hlaut á sinum tima fyrstu verölaun á kvikmyndahátið Evrópuráös- ins. FOLS- UÐU ÁVIS- ANIR UPP r A HUNDRUÐ ÞÚSUNDA I fyrradag var karlmaður úrskurðaður i gæsluvarðhald, vegna ávisanafals I desember og janúar. Að falsi þessu hefur staðið hópur fólks, sá sem i gæslu er og nokkrar konur, og hafa þau haft þann háttinn á að stela ávisanaheftum og falsa úr þeim. 1 gær var vitað um ávisanir sem námu á þriðja hundrað þúsund krónur, en ekki talið vist að öll kurl væru komin til grafar. Fæðingarheimilið reynir „fæðingar án ofbeldis” Á F æ ð i n g a r h e i m i 1 i Reykjavikurborgar hefur verið fitjað upp á nýbreytni i sam- bandi við umhverfi það sem fæðingar fara fram i. Breytingar þessar eru byggðar á athugunum og kenningum fransks læknis, Frederick Leboyer, og miða að þvi að um- hverfisbreyting barnsins verði ekki eins mikil og snögg við fæðingu og nú er. Doktor Leboyer heldur þvi fram að fæðingin sé barninu mikið áfall og að umhverfi það sem yfirleitt er á fæðingarstofn- unum sé til þess eins fallið að auka við skelfingu barnsins og að grátur þess stafi af hræðslu og sársauka. Hann vill að fæðingin verði „fæðing án of- beldis” með þvi, að dregið sé eins ogmögulegt er, úr birtu og hávað»; , umhverfi sængur- kvennargért rólegt og hræðslu- laust tfg barninu leyft að hvila við húð móðurinnar I allt að firnm minútum, áður en klippt 'érá nafnastrenginn. Telur hann að þá verði börnin opnari i uppvexti sinum, frjálslegri og ekki eins hræðslugjörn. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Guðjón Guðnason, yfirlækni Fæðingarheimilis Reykjavikurborgar, og innti hann eftir framgangi þessara mála hér. Guðjón staðfesti að Fæðingarheimilið hefði þegar breytt einhverju af starfs- háttum sinum til samræmis við kenningar Leboyer, en kvað þær breytingar svo skammt á veg komnar og reynslu af þeim svo takmarkaða, að hann vildi ekki tjá sig neitt um þær. Hann kvað áhuga starfsliðs heimilisins á þessum málum mikinn og væntanlega liði ekki á löngu áður en hægt yrði að skýra nánar frá þessu. ISI VILL EKKI FA .. HUGSUÐINA" TIL SÍN HORNID OG JAFNVEL SEXT- ÁNDI ÞÁTTURINN J.G. skrifar: „Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir sjónvarpinu okkar. Allir þessir framhaldsþættir eru að sliga svo kassann minn, að ég sé ekki annað ráð, tii að hafa nú einhverja hönd I bagga með lifshlaupi minu, en að selja kassann. Það heyrir til hreinna undan- tekninga, ef ég sest við sjón- varpið að loknum fréttum að þá komi ekki einhver framhalds- „þátturinn, annar þáttur, fjórði ^iattur, áttundi þáttur og jafnvel sextándi þátturinn. Litið þið bara á sjónvarpsdagskrána eina vikuna og sjáið öll fram- haldsherlegheitin. Ætli maður að horfa á eitthvað er hann bundinn margar vikur fram i timann, svo ekki sé nú talað um pirringinn, þegar hann upp- götvar að með þvi að hafa skroppið að heiman eitthvert kvöld i siðustu viku hefur hann fyrirgert möguleikum sinum til að horfa á sjónvarp mörg kvöld fram I timann. Svo lokar sjón- varpið framhaldskerfinu sinu með þvi að demba út sifelldum endursýningum á framhalds- þætti einum. Mér finnst ég vara kominn i svo mikla varnarstöðu gagnvart sjónvarpinu að nú á ég einskis annars úrkostar, en biðja þess að framhaldsþáttunum linni. Annars sel ég sjónvarpið mitt. Ég keypti sjónvarpið upphaf- lega vegna þess að ég hélt að þar fengist fróðleikur og dægra- dvöl, þegar mig langað I slikt. Þess I stað er sjónvarpið rekið með algjörum þrælahalds- sjónarmiðum og þeir sem ekki vilja dansa með eru útilokaðir frá fjölmiðlinum að eilifu. Mikið öfunda ég þessa Austfirðinga, sem hafa bara ónýtan sendi alla daga. Þá þjónustu þyrfti sjón- varpið að veita okkur hinum lika”. „Liklega er bridge sú fþrótt, sem flestir stunda á landi hér, og þó hefur okkur tvisvar verið synjað um upptöku i ÍSI og skáksambandinu sömuleiðis á grundvelli þess að hér væri ekki um að ræða likamsæfingar”, sagði Hjalti Eliasson form. Bridgesambands Islands á blaðamannafundi I Domus Medica i gær. „Við fáum I fyrsta sinn ofurlítinn styrk frá rikinu, eða 100 þús kr.” hélt hann áfram. „Nú er ákveðið að viö tökum þátt I Norðurlanda- mótinu og sendum keppendur í tvo flokka, unglingaflokkinn og opna flokkinn. Þá munum við taka þátt I opna flokknum á Evrópumótinu f sumar. Annars er f járhagurinn afar erfiður, þvi að þátttaka okkar i þessum mótum kemur til með að kosta 12-1400 þús. Við verðum þess vegna að halda á spöðunum i fjáröflun, Talsverð breyting er fyrirhuguð f vali landsliðs og nú þurfum við að leggja áherslu á þjálfun unglingaliðs. 1 tilefni af því efnum við til bikar- keppni,sem á að styrkja ung- lingastarfsemina Firmakeppni B.S.l. verður um miðjan mars, einmennings- keppni að vanda. Við væntum góðrar þátttöku af hendi fyrir- tækja að vanda. Sá sem bestum árangri nær verður þá Islands- meistari. Annars fá fimm efstu fyrirtæki verðlaun og / eða viðurkenningu. Keppnisgjald er kr. 3000 I mai í vor eigum við von á svissneskri sveit hingað til keppni, en ekki er ráðið, hvort um landsleik verður að ræða. Norðurlandamót verður haldið hér 1977 og það er mikið fyrirtæki. Þá leggjum við áherslu á, að kvennalandslið verði með og áætlum æfingar til undirbúnings þvi. lslendingar hafa getið sér sæmilegasta orð- stir á erl. mótum og nú nýlega urðu þeir rétt neðan við miðju i móti Sunday Times, þar sem fræknustu spilarar heims leiða saman hesta sina. Aðrar þjóðir einkum Sviar og Hollendingar hafa skipulagt unglingaæfingar og styrkja þær rikulega og ný- lega hefur Bridgesamband Frakklands fengið viður- kenningu sem fullgildur aðili i Iþróttasambandi þeirra”, sagði Hjalti að lokum. o Föstudagur 24. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.