Alþýðublaðið - 03.04.1975, Side 1
Prentunarkostnaðurinn við
ársskýrslu Landsvirkjunar
nam 815 þúsundum króna!
FIMMTUDAGUR
3. april 1975 - 78. tbl. 58. árg.
NÆGILEGT AF
NYJUM BÍLUM
TIL VORSINS
Þeir 2000 bilar, sem ekki
fengust tollafgreiddir áður
en takmarkanir voru settar
á gjaldeyrisyfirfærslur fyr-
ir gengisfellinguna i byrjun
febrúar, eru nú eitthvað
teknir að seljast, að þvi er
Gunnar Ásgeirsson for-
maður Bilgreinasam-
bandsins sagði við Alþýðu-
blaðið i gær. ,,En ég held,
að allir hafi stöðvað inn-
flutning á nýjum bilum að
mestu eða öllu leyti”, sagði
Gunnar, ,,og eftir þvi sem
ég hef heyrt á mönnum er
búist við, að þessir bilar
endist fram á vorið”.
Sigurgeir Ásbjörnsson
hjá tollstjóraembættinu
sagði i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær, að hann hefði
ekki orðið var við mikla
hreyfingu á þessum bflum,
nema helst að eitthvað hafi
selst út á örorkuleyfi, og
tollvörugeymslan á þaki
Faxaskála sé enn full af
bilum. Þá sagði Sigurgeir,
að einu bilarnir, sem hafi
verið fluttir inn að undan-
fömu hafi verið pantaðir
áður en gjaldeyristak-
markanir og hækkanir
skullu yfir.
„Mér hefur heyrst á koll-
egum minum i bilainn-
flutningnum, að þessir bil-
ar séu farnir að reytast út,
og sumir hafa jafnvel selt
30—40 bila”, sagði Gunnar
Asgeirsson, þegar við höfð-
um tal af honum, ,,og menn
eru jafnvel farnir að
skrapa saman fyrir vöru-
bilum. En margir hafa far-
ið illa á þessu sölustoppi, og
sem dæmi um það get ég
nefnt eitt fyrirtæki, sem
átti að greiða 40 þúsund
krónur i vexti til framleið-
andans og 15 þúsund krón-
ur i leigu fyrir 200 bila i
tollvörugeymslu. Innflytj-
andinn fór til framleiðand-
ans og fékk vextina strik-
aða út, — annars held ég að
fyrirtækið hefði orðið
gjaldþrota. Þannig er með
marga bifreiðainnflytjend-
ur, allur tilkostnaður hefur
vaxið gifurlega, fyrir utan
kostnaðinn vegna geymsl-
unnar, — og ekki fæst
álagningin hækkuð úr þeim
5,9% sem hún nú er”, sagði
Gunnar Asgeirsson að lok-
um.
BREYTINGAR A
UMFERÐARLÚGUM
Hjá dómsmálaráðu-
neytinu er nú unnið að
undirbúningi að frum-
varpi til laga um ýmsar
breytingar á umferðar-
lögum.
í frumvarpinu eru
m.a. ný lög um skrán-
ingu ökutækja, og er þar
gert ráð fyrir gagngerri
breytingu, en Bifreiða-
eftirlit rikisins hefur
þegar tekið upp skrán-
ingu nýrra bifreiða
samkvæmt þvi kerfi,
ásamt hinu gamla.
Rally FÍB verður
um hvítasunnuna
VALINN VERSTI
VEGURINN í NÁ-
GRENNI REYKJA-
VÍKURBORGAR
Ákveðið er, að fyrsta is-
lenska „rallyið” fari
fram um hvitasunnuna,
og hefur þegar verið valin
leið i nágrenni Reykja-
vikur þar sem keppnin á
að fara fram, en sú leið er
á annað hundrað kiló-
metra löng. „Við völdum
versta veginn, sem við
fundum hér i nágrenninu,
en hvar hann er verður að
sjálfsögðu stóra leyndar-
málið þar til keppnin fer
fram”, sagði Sveinn
Oddgeirsson fram-
kvæmdastjóri FIB, þegar
Alþýðublaðið hafði tal af
honum i gær — en keppn-
in verður á vegum félags-
ins.
Að sögn Sveins hafa
þegar nokkrir látið skrá
sig til keppninnar, en
skráning hefst þó ekki
opinberlega fyrr en i
næstu viku. Sagðist
Sveinn búast fastlega við
þvi, að bifreiðaumboðin
sendi menn til keppni,
þótt enn hafi ekki verið
gengið frá þvi. Reiknað er
með þvi, að hámarks-
fjöldi keppenda verði
hundrað, og verða þeir
ræstir með einnar minútu
millibili.
„Þessi fyrsta keppni
verður haldin innan
ramma islensku um-
ferðarlaganna, þannig að
enginn keppandi má aka
hraðar en á 70 km hraða
— hugmyndin er að fá að-
stoð lögreglunnar til að
sjá um eftirlit með öku-
hraðanum”, sagði
Sveinn. „Þessvegna þurf-
um við engin leyfi frá
yfirvöldunum til að halda
þessa keppni, en við höf-
um reynt að fá undan-
Þessu Hka sjón fáum við að sjá um hvitasunnuna I nágrenni Reykjavikur. Viðstadd-
ir keppnina verða kortalesarinn Henry Liddon, sem kom til tslands fyrr i vetur, og
rallyökumaðurinn Chris Sclater.
þágu frá reglum um há-
markshraða en ekki feng-
ið. í • dómsmálaráðuneyt-
inu höfum við fengið þau
svör, að til þess þurfi
lagabreytingu, og nú
vinnum við að þvi, að i
þau lög um breytingar á
umferðarlögunum, sem
nú er verið að vinna að,
verði sett heimild til ráð-
herra til að veita slika
undanþágu”, sagði
Sveinn.
Samkvæmt þeim regl-
um, sem teknar hafa ver-
ið saman um þessa
keppni, er gert ráð fyrir
þvi, að keppendur geti
verið á venjulegum bil-
um, en skilyrði er, að ör-
yggisbelti séu af svo-
nefndri þriggja punkta
gerð, að i bilunum sé
sjúkrakassi og slökkvi-
tæki og ökumenn og að-
stoðarmenn þeirra hafi
öryggishjálm á höfði.
Mælt er með veltigrind,
en það er ekki gert að
skilyrði.
Von er á „rallymannin-
um” Henry Liddon til
landsins i sambandi við
keppnina, en hann kom til
landsins fyrr i vetur til
viðræðna við forráða-
menn FÍB. Voru þá höfð
samráð við hann um val á
keppnisleið. I fylgd með
Liddon verður ökumaður-
inn Chris Sclater, og
munu þeir félagar standa
fyrir ökunámskeiði helg-
ina fyrir keppnina. Ekki
er full ákveðið hvernig
fyrirkomulag hennar
verður, og m.a. sagði
Sveinn það ekki ákveðið,
hvort þátttaka i þvi verð-
ur eingöngu bundin þeim,
sem ætla að taka þátt i
„rallyinu”. Henry Liddon
er frægur kortalesari i
„rally” og tók m.a. þátt i
Austur-Afriku Safari
keppninni, sem lauk um
helgina. Þar keppti hann
með Finnanum Makinn-
en, en þeim tókst ekki að
ljuka keppninni vegná
bilunar i bil þeirra.
NY KAUPRANSLOG A
SJÓMENN Á LEIÐINNI
Rikisstjórnin hefur lokið
við að semja frumvarp um
ráðstafanir i kjölfar siðustu
gengisfellingar, þar sem
m.a. er ráð fyrir þvi gert að
enn á ný verði ráðist að
kjörum hlutaskiptasjó-
manna og með lögum aukið
það framlag, sem tekið er
af óskiptu og látið renna i
fjárfestingasjóði sjávarút-
vegsins. Frumvarp þetta
verður að likindum lagt
fyrir Alþingi mjög bráð-
lega — jafnvel i dag, en þá
kemur þingið saman til
fundar að loknu páskaleyfi.
I kjölfar gengisfellingar
þeirrar, sem gerð var sl.
haust lét rikisstjórnin af-
greiða lög um ráðstöfun
gengishagnaðar o.fl., en
með þeim lögum var
sjávarútvegsráðherra i
raun selt sjálfdæmi um
ráðstöfun verulegs hluta
gengishagnaðarins. I um-
ræddum lögum var einnig
að finna ákvæði, sem bein-
linis ógiltu sjálfa undir-
stöðu k jarasamninga
hlutasjómanna — þ.e.a.s.
skiptareglurnar. Var með
lögunum aukið það hlut-
fallslega framlag, sem tek-
ið er af óskiptum afla og
rennur i Stofnfjársjóð fiski-
skipa. Með þessu móti voru
tugir milljóna hafðar af is-
lenskum hlutaskiptasjó-
mönnum. Vakti þessi ráð-
stöfun mikla reiði meðal
sjömanna og var harðlega
mótmælt af samtökum
þeirra svo og stjórnarand-
stæðingum i meðförum
málsins á Alþingi.
Lög um ráðstöfun
gengishagnaðar o.fl. i kjöl-
far siðustu gengisfellingar
rikisstjórnarinnar hafa enn
ekki verið sett né heldur
var fyrir páskana búið að
leggja fram frumvarp um
það efni á Alþingi. Það
frumvarp hefur nú verið
samið og i þvi er, eins og
áður segir, gert ráð fyrir
þvi að höggva enn i sama
knérunninn — ráðast að
skiptakjörunum, auka það
hlutfall, sem tekið er af ó-
skiptu fyrir sjóði sjávarút-
vegsins og skerða kjör sjó-
manna að sama skapi.
Munu forystumenn sjó-
manna hafa haft af þessu
pata og þvi ekki viljað
ganga frá kjarasamning-
um fyrr en séð verður,
hvað rikisstjórnin hyggst
fyrir i þessu efni.