Alþýðublaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 2
Rödd jafnaðarstefnunnar HÚSNÆÐISMÁLIN í fljótu bragöi kann að virðast, að íslending- ar megi vera hreyknir af þróun húsnæðismála á siðustu þremur áratugum. Sannarlega hefur mikil breyting orðið á ástandinu i húsnæðis- málum á þessu timabili, en segja má, að þjóðin öll hafi verið þátttakandi í því að bæta úr á þessu sviði. Á umræddu timabili hefur bygg- ingariðnaðurinn vaxið og styrkst. Á siðastliðnu áriog þessu ári hafa sveita félögin og samfélagið i heild átt við fjárhags- erfiðleika að etja, sem m.a. hafa nú leitt til þess, að alvarlegur samdráttur er fyrirsjáan- legur i byggingariðnaðinum. Dregið hefur verulega úr íbúðabyggingum og ljóst er, að fyrri framkvæmdahraða verður ekki náð aftur á næstunni. Vegna þessa hafa starfsmenn i þessari mikilvægu atvinnugrein nú miklar áhyggjur. Þeir óttast eðlilega að i kjölfar sam dráttarins komi atvinnuleysi. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Þá er ekki siður ástæða til að ótt- ast, að i kjölfar samdráttarins komi á daginn, að langt sé frá, að húsnæðisvandamálin séu úr sögunni á íslandi. Þvi miður hefur almenningur hér á landi verið ofurseldur brasksjónarmiðum framboðs og eftirspurnar, hvort sem um hefur verið að ræða kaup eða leigu á húsnæði. Húsnæðismálin eru eitt brýnasta hagsmuna- mál verkafólks. En verkafólk fær ekki úrlausn brýnustu hagsmunamála sinna á vettvangi gróðasjónarmiðanna og brasksins. Þess vegna leggur launafólk áherslu á, að húsnæðismálin séu leyst i félagslegri samvinnu. Með lögum um verkamannabústaði á sinum tima fékk Al- þýðuflokkurinn þvi til leiðar komið, að hægt væri að tryggja almenningi mannsæmandi húsnæði með félagslegum vinnubrögðum. Enn miðaði i rétta átt með lögum Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar. Á hennar vegum hafa verið byggðar fjölmargar ibúðir fyrir fólk í verkalýðsfélögum. Ætli ekki láti nærri, að ein af hverjum tiu fjölskyldum, sem af brýnni þörf hafa sótt um þessar íbúðir, hafi fengið inni i þeim. Segir það nokkra sögu um raunverulegt ástand i húsnæðismálunum. Enn verður að stiga stórt skref og enn stærra átak til félagslegrar lausnar húsnæðismál- anna. Það er ekki viðunandi, að húsnæðismál al- mennings sé stærsta vandamál hverrar fjöl- skyldu. Við það verður ekki unað, að fyrir að búa i mannsæmandi húsakynnum verði menn að bera þyngstu byrðina i lifinu. Til þess að gera nýtt átak til skynsamlegrar og félagslegrar lausnar húsnæðismálanna að veruleika er nauðsynlegt, að samin verði hús- næðismálalöggjöf, sem kveði á um, að öllum þjóðfélagsþegnum sé tryggt heilsusamlegt húsnæði. Sömuleiðis verður i slikri löggjöf að tryggja rétt og öryggi þeirra, sem neyðast til að leigja ibúðir með þeim hætti, sem hingað til hefur tiðkast. Nú þegar við blasir samdráttur i byggingar- iðnaðinum og meiri eða minni uppgjöf sveitar félaga vegna fjárhagserfiðleika þeirra til þess að hafa það frumkvæði, sem þau eiga með réttu að hafa um lausn húsnæðismálanna, er mikilvægt, að samtök launafólks geri sér grein fyrir þvi, að átaka er þörf. Þessi samdráttur má alls ekki verða til þess, að ibúðaverð hækki og sömuleiðis húsaleigu- kostnaður þeirra um það bil 20% þjóðarinngr, sem talið er að búi i leiguhúsnæði. — Við Magnús E. Guðjónsson, framkvæmda- stjóra Sam- bands ísl. Landshluta- áætlanir eru fyrst og fremst óskalistar sveitarfélaga „Viltu segja mcr i upphafi, Magnús, hvernig uppbygging svcitarstjórnarsambandsins er?” „Sambandiö er byggt upp sem frjáls hagsmunasamtök sveitar- félaganna. Innávið rekur það leiðbeininga- og fræðslustarfsemi fyrir mcðlimi sina og útávið kem- ur það fram, t.d. gagnvart rikis- valdinu og raunar erlendum aðil- um einnig, sem aðstoðaraöili, þegar þess er beiðst eða þörf krefur. Sambandið hcldur lands- þing eftir hverjar sveitarstjórn- arkosningar, þar sem kosið cr fulltrúaráð með 30 manns úr öll- um landsfjórðungum. Þar er einnig kosin stjórn til næstu fjögra ára, sjö manns. Fulltrúa- ráðið kemur saman einu sinni á ári og stjórnin mánaðarlega”. „Nú hafið þið fleira með hönd- um, t.d. f jármálastarfsemi, hvernig er þvi varið?” „Já, við höfum með höndum Lánasjóð sveitarfélaga og Bjarg- ráðasjóð. Þvi miður er Lánasjóð- ur ekki mikils megnugur. Til dæmisum það mábenda á, að ráð stöfunarfé hans nú i ár er um 300 milljónir, en umsóknir um lán nema 1350 milljónum. Það er þvi ekki unnt að greiða úr nema tæp- lega fjórða hluta af þörfinni”. „Já, sveitarfélögin eru i mikilli og vaxandi fjárþröng. Hvernig stendur aðallega á þvi?” „Þar kemur margt til, að rekstrarfjárskortur kreppi að. 1 fyrsta lagi er innheimtu sveitar- félaganna þannig varið, að meiri- hluti teknanna fæst i lok ársins. En framkvæmdatiminn er aðal- lega sumarið. Þarna myndast gap.semerfitt er að brúa. Útlána- starfsemi bankanna og það, hvernig þeir hafa dregið sig inn i einskonar skel i þvi efni, er sveitarfélögunum ákaflega erfið. t stað þess að fá aukið rekstrarfé, til þess að vega upp á móti verð- bólgunni, hefur rekstrarféð minnkað. Auðvitað er ástandið mismunandi, en yfirleitt mjög erfitt. Enn má benda á, að á liðn- um árum, stóðu sveitarfélögin frammi fyrir þvi, að ýmsum þjónustustofnunum þeirra yar neitað um eðlilegar hækkanir á gjaldskrám. Þar má nefna m.a. rafveitur, hafnir, vatnsveitur o.fl. o.fl. Þetta varð þeim ákaflega þungt i skauti og myndaði óreiðu- hala, sem langan tima tekur að sjá fyrir endann á”. „En hefur þá ekkert hagstætt borið upp i skipið nýlega?” „Jú. Ekki er þvi að r.eita. Ég vil benda á lögin frá siðasta þingi um aukningu vegafjár, eða réttara sagt til varanlegrar gatnagerðar i þéttbýli með yfir 200 ibúa. Min skoðun er að þau eigi eftir að koma að góðu haldi. Þau kveða svo á, að 12 1/2% af heildarvegafé rikisins skuli renna til varanlegr- ar gatnagerðar. Þannig, að 3/4 hlutar þess fjár renni til sveitar- félaganna beint i hlutfalli við ibúatölu. Um þann 1/4, sem eftir er gildir sú regla, að þeim skal verja til sérstakra átaka i gatna- gerð eftir mati fjárveitingar- nefndar Alþingis”. „Og, hvað svo um Bjargráða- sjóð?” „Bjargráðasjóður er gömul og gróin stofnun, sem þó hefur ekki nægilegt fjármagn, eða sjaldnast, til að geta sinnt æskilegum verk- efnum. Hann skiptist i tvær deild- ir, búnaðardeild og almenna deild. Hann veitir aðeins vaxta- laus lán, eða óendurkræfa aðstoð. Hann er fjármagnaður þannig: Sveitarfélögin greiða kr. 50 á ibúa árlega. Af þeirri fjárhæð fær al- menna deildin 3/4 eða 37.50 á ibúa og rikissjóður greiðir jafnháa upphæð til hennar. Búnaðardeild- in fær 1/4, eða kr. 12.50 á ibúa og að auki 1/4% af verði söluvara landbúnaðarins. Móti þessum upphæðum samanlögðum greiðir rikið jafnháa upphæð. A liðnu ári (1974) nam fé almennu deildar- innar um 16 milljónum króna en búnaðardeildarinnar um 34 mill- jónum. Það eru ráðstöfunartekj- ur, að viðbættum endurgreiðslum af lánum. Um siðustu áramót var i útlánum hjá sjóðnum rétt um 175 milljónir”. „Og hvað svo um hlutverk sjóðsins?” „Ef við tökum almennu deild- ina fyrst, veitir hún aðeins vaxta- laus lán. Henni er ætlað að hlaupa undir bagga, vegna tjóns af alls- konar náttúruhamförum: Þegar tjón hefur verið metið, eftir öll- um kúnstarinnar reglum, sem sé af dómkvöddum matsmönnum, getur sjóðurinn veitt aðstoð eftir stighækkandi viðmiðunarreglum frá 50%—'75% af metnu tjóni. Svipaðar reglur gilda um búnað- ardeildina nema venjulega er skiptingin 1/3 af tjónbótum sem styrkur og 2/3 lán”. „Reynir mikið á sjóðinn, t.d. i árferði eins og nú er?” „Já: Satt að segja er það nærri ótrúlegt, ef miðað er við það að stóráföll, sem þyki sérstaklega fréttnæm, hafa ekki dunið yfir. A vegum búnaðardeildar hafa borið að höndum veruleg tjón. Nefna má t.d. virusveiki, sem hefur hrjáð verulega kúastofn Eyfirð- inga og valdið milljónatjóni, þó misjafnt hafi komið niður hjá ein- stökum bændum. Þá er einnig að minna á stórkostlegt tjón vegna lambaláts viða um land, sem dýralæknar standa ráðalausir yf- ir”. „En hafið þið nokkuö á ykkar snærum s.n. Landshlutaáætlan- ir?” „Nei. Það höfum við ekki. Ann- ars úr þvi þú minntist á áætlanir, virðist mér vera nokkuð rótgró- inn misskilningur rikjandi gagn- vart þeim. Þess ber að gæta, að á- ætlanir eru fyrst og fremst gerðar til að gera sér ljóst, hvað æskilegt þykir af framkvæmdum á hverj- um stað, söfnun gagna o.þ.u.l. Þetta eru fróðleg plögg og nauð- synlegur undanfari aðgerða. En margur áttar sig ekki á þvi, að á- ætlun verður þá fyrst gild, þegar fjármögnun til framkvæmda fylgir og fjárútvegun. Að þessu leyti vildi ég minnast á hina svo- nefndu Inndjúpsáætlun, sem ég tel i sérflokki. Þar fór þetta tvennt saman með góðum ár- angri. Aætlanir án fjármögnunar jafnframt eru auðvitað óskalistar m.m. en vantar það, sem við á að eta”. „Vildirþú segja eitthvað að lok um þessa spjalls, Magnús?” „Það hefur stundum borið á góma hjá okkur i sambandinu um viðhorf rikisvaldsins til sveitar- stjórna. Nú hefur verið talað nokkuð um valddreifingu og þykir fint orð. En þegar til kemur fram- kvæmda á þvi, sýnast landsl'eð- urnir vera ótrúlega stamir. Satt best að segja skyldi þess gætt, að sveitarstjórnarmenn eru kosnir af fólkinu i lýðræðislegum kosn- ingum. Þeir starfa innan þröngra samfélaga og standa miklu nær fólkinu en háttvirtir Alþingis- menn. Ef það er eitthvað annað en orðagjálfur að dreifa valdinu til fólksins, virðist eðlilegt, að sveitarstjórnir fái aukið vald i sinar hendur. Við skulum gæta að þvi, að á vegum sveitarstjórna starfa nokkur þúsund manns, sem hafa meiri og minni áhrif á margvislega ákvarðanatöku. Þetta gleymist nokkuð oft, svo furðulegt, sem það er”, sagði Magnús E. Guðjónsson að lokum. 0 Laugardagur 23. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.