Alþýðublaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 6
í HREINSKILNI SAGT Tjáningarfrelsiö í reynd! Það er vist óþarfi að minna á, að stjórnarskráin ákveður, að hér skuli rikja prentfrelsi, félagafrelsi og funda- frelsi m.a. Að visu eru reistar nokkrar skorður við, að segja megi hvað sem er og hvernig sem er, ámælislaust, enda er hér um að ræða túlkun á frelsishugtaki en ekki stjórnleysi. Islendingar hafa un- að vel við þessa hætti, og vist er, að ef ný stjórnarskrá sér einhvern tima dags- ljósið, mun ekki verða breyting hér á, að vilja landsmanna. En þrátt fyrir það, að fæstir vildu fara á mis við tjáningarfrelsið, virðast þó þeir til, sem una þvi misjafnlega og vilja hafa annan hátt á. Þetta er fijað upp hér, vegna átaka, sem nú standa yfir og hafa vakið verulega athygli. Eins og enn standa sakir, er ekki að fullu úr þvi skorið, hverjar lyktir verða, þótt menn þykist hafa þær i sjónmáli. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri Visis, hefur um nokkurt skeið deilt hart á þá landbúnaðarstefnu, sem rekin hefur verið hér á landi alllengi undan- farið. Jónas er ágætlega ritfær maður og hefur beitt þeim hæfileika óspart, til þess að sýna fram á ýmsa þverbresti i þessum efnum. Ef til vill má segja, að hann hafi ekki ætið sézt fyrir. En stund- um þarf lika að hrópa hærra en menn máske æsktu, til þess að eyrun verði lögð við. Það hefur verið næstum æfintýralegt, að horfa á viðbrögð þeirra, sem farið hafa með málefni bænda, við ádeilum Jónasar. 1 stað þess, að taka upp rök- ræður og gera heiðarlegar tilraunir til þess að hnekkja, á þann hátt, landbún- aðarskrifum Visis, hefur verið gripið til upphrópana og fullyrðinga um bænda- fjandskap! Þetta atferli er gamalkunn- ugt. Gylfi Þ. Gislason er einn þeirra, sem einnig hefúr dirfst, að andmæla ýmiss konar ólestri i málefnum bænda, og uppskeran hefur verið hin sama. Þannig verður ekki annað séð, en að hver og einn, sem er ekki tilbúinn, til þess að syngja hallelúja, við hvers kon- ar ófremd, sé umsvifalaust merktur sem bitur fjandmaður bændastéttarinn- ar! Hið pólitiska ástand i landinu er þess eðlis, að um langa hrið hafa ,,stóru flokkarnir” togást á um bændafylgi, Hinn „þétti leir” eins og hundur og köttur um bein. 1 skjóli þess hefur margskonar ófremd þróast og ekki ætið orðið valdandi nein- um búhnykk hjá landbúnaðinum, þótt svo hafi verið haft að yfirvarpi. Það mun vera sjaldgæft, að „bein”, sem togast er á um, blandi sér i þau á- tök. En nú virðist þetta einmitt hafa gerzt. Þegar ekki tókst að þagga niður i Jónasi, með þvi einu að fitja upp á nefið og urra, var gripið til annarra ráða. Vit- að er, að samtök voru hafin um, að gera máttarstólpum Visis það ljóst — en meðal þeirra eru aðilar, sem eiga tals- vert undir verzlun við bændur — að ef skrifin væru ekki stöðvuð, myndu þau Eftir Odd A. Sigurjónsson beita sér fyrir þvi að viðskiptum bænda yrði annað beint! Uppkast mun vera tii að dreifibréfi, sem átti að túlka þetta mál fyrir bændastéttinni! Þannig átti að fara inn um bakdyrnar, þegar framdyr reyndust lokaðar. Vitað er einnig að Jónas Kristjánsson mun hafa átt kost á hreint ekki svo smárri „fémútu”, gegn þvi að draga sig i hlé, i formi tilboðs i hlutabréf hans i Visiseignum. Þannig átti peningavaldið að leika tviþætt hlut- verk i þessu ófrægilega máli. Hér er um að ræða einhverja purkunarlausustu að- för að tjáningafrelsi, sem hefur orðið uppvist um hér um langan aldur. Málin virðast nú hinsvegar hafa skipazt svo, að þeirri aðför verði hrundið. En þá er bezt að hafa eitt i huga. Ef Jónas Kristjánsson hefði ekki haft sér að baki aðila, sem einnig áttu drjúgt af hinum „þétta leir”, mundi hafa farið á annan veg. Og hvert myndi svo hafa orðið hlutskipti hans? Um það er raunar þarflaust að spyrja. En það eru aðrar spurningar, sem verða nærtækar skoðað, i ljósi þessa máls. Hvers virði er laga- stafur um tjáningarfrelsi, sem hægt er að kreppa að á þennan hátt með stein- bitstökum eins og hér átti að nota? Og hverjar eru likur fyrir frjálsri skoðana- myndun, ef eigendur fjármunanna kjósa að beita þeim og neyta aflsmunar i skjóli þeirra? Það er fhugunarefni, sem landsmönnum öllum væri hollt að velta fyrir sér. fí Ik Sængur- könnun Sharifs Norðurlandastúikur eru langt i frá aö vera afburöa- góöar i rúminu. Þær eru ef til vill hömlulausar þegar kyn- lif á i hlut, en þetta kemur allt saman of hratt og sjálf- krafa hjá þeim. Þaö er Omar Sharif, miö- aldra k vikmy ndast jarna meö dárablik og sjálfs- öryggi, sem kemur meö þessa fullyröingu I viötali viö breska vikuritiö News of the VVorld. Þar finnur hann sig knúinn til aö gefa kvenfólki úr öllum heimshlutum einkunnargjöf i rúminu. Og hér eru nokkur dæmi frá leikaranum: HoIIenskar stúlkur eru bestar i heimi. Þær halda út alla nóttina. Astralskar eru einnig góöar — og þaö er af þvl þær eru svo þjálfaöar I Iþróttum. Ungversku stelpurnar eru heldur ekki svo iöjulausar. Þýskt kvenfólk hefur grlöarlegan áhuga, en þær eru bara allt of vélrænar I at- höfninni. Enskar stúlkur hafa engan stll og eru hvorki fágaöar né spennandi. Ameriskar eru þær verstu I heimi. Omar er algerlega hættur aö eiga nokkuö viö þær. Franskar eru indælar hins vegar, segir hann. Þær eru 100% kvenlegar og gera allt til aö þóknast manninum. Þær leggja hart aö sér viö aö vera aölaöandi, og þaö er nauösynlegt, segir hann. Svo viröist sem Omar Sharfi hafi sofiö hjá nægilega stóru úrtaki kvenþjóöarinn- ar aö hann nái álika ná- kvæmni og Gallup. En þaö væri engu siöur fróölegt aö fá aö vita hvernig þessar sömu konur áliti þennan miöaldra leikara irúminu. Hvaö segja til dæmis þær hollensku, sem eru til I tuskiö alla nóttina? ■ Ástmögur Mónu Lísu Leon Mekusa, franskur hnappaframleiðandi varð eins og margir aðrir gestir i Louvre safninu, heillaðir af fegurð Monu Lisu. En aö- dáun hans gekk lengra en hjá flestum öðrum, sem létu sér nægja að dást að málverkinu meðan á dvöl þeirra i safninu stóð. Mekusa varð yfir sig ástfanginn af Monu, og sagði upp starfi sinu og gerðist vaktmaöur i safninu. — Bara að vera I návist hennar gefur lifi minu gildi, sagði hann. Og það fylgir sögunni, að kona hans hafi fengið tauga- áfall þegar hún frétti um hina konuna i lifi mannsins hennar. Raggd rólegi FJalla-Fúsi O Bíóin HÁSKÓLABÍD Drottinn blessi heimiliö Sprenghlægileg litmynd frá Rank. Ein af þeim beztu. Framleiöandi Peter Rogers. Leikstjóri: Gerald Thomas. Aöalhlutverk: Sidney James Diana Coupland Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÖHABÍÓ Simi :tllK2 Hvít elding r-LVJiL'j mDJÆió* Ný bandarisk kvikmynd meö hinum vinsæla leikara Burt Keynolds i aöalhlutverki. Kvikmyndin fjallar um mann, sem heitiö hefur þvi aö koma fram hefndum vegna morös á yngri bróöur sinum. önnur hlutverk: Jennifer Bill- ingsley, Nes Beatty, Bo Hop- kins. Leikstjóri: Joseph Sagent ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. KlÍPAVOGSBÍO Bióinu lokaö um óákveöinn tima. IAFHARBIÚ >imi 16444 Stúlkur í ævintýraleit Fjörug, skemmtileg og djörf ensk litmynd um ævintýri nokkurra Au Pair stúlkna i stórborginni. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. VIPPU - BÍtSKÖRSHURÐÍN Lagerstærðir miðað við múrop: I iæð; 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðror staorðir. smlOaðar eftir beiðni. GLUGÚASMIÐJAN Stiuato IMTin TRÍDLOFUNARllRINGAR - Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Gleymid okkur einu sinni - oy þiö gleymib því aldrei ! BURT LANCASTER Spennandi bandarisk saka- málamynd i litum meö Is lenskum texta. Burt Lancaster leikur aöal- hlutverkiö og er jafnframt leikstjóri. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,15. tiÝJA BJÓ S.mi .1540 Leitin á hafsbotni THE NEPTUIMG FACTOR ISLEÍNZKUR TEXTI. Bandarisk-kanadisk ævin- týramynd i litum um leit aö týndri tilraunastöö á hafsbotni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'STIORNUBÍQ Sim. IHa:i6 FAT CITY ÍSLENZKUR TEXTI. Ahrifamikil og snilldarvel leikin amerísk úrvals kvik- mynd. Leikstjóri: John Huston. Aöalhlutverk: Stacy Keach, Jeff Bridges. Endursýnd vegna fjölda áskorana. Sýnd ki. 6, 8 og 10. Ættarhöfðinginn ÍSLENZKUR TEXTI. Afar spennandi amerisk lit- mynd um haröa Hfsbaráttu fyrir örófi alda. Aöalhlutverk: Tony Bonner Julie Ege, Robert John. Sýnd kl. 4. . Bönnuö innan 14 ára. % B bVF* IMlllllí r* i ■■03» j Alþýöublaðið : j. á hvert heimili j Vélhjólaeigendur Moto-x - Moto-x Ctbúnaöur, hanskar hlifar. Lewis ieöurjakkar og stfgvél. Plaköt ofi. Böggla berar f. HONDU 35fliKETT hanskar. DUNLOP-dekk. MÖLTUKROSS speglar og aftur- Ijds. ofl. ofl. Póstsendum. Velholaverslun Hannes Ölafsson Skipasundi 51. Sími 37090 Hreint fáSland fagurt Innd LANDVERIMD y Laugardagur 23. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.