Alþýðublaðið - 21.11.1975, Page 6

Alþýðublaðið - 21.11.1975, Page 6
SJónrarp Landhelgismálið í Kastljósi Sjónvarp i kvöld kl. 20:40 Þátturinn „Kastljós”, sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld klukkan 20:40, er að þessu sinni tviskiptur. Ann- ars vegar er f jallað um land- helgismálið, og hins vegar um markaðsmál. Umsjónar- maður þáttarins, Ólafur Ragnarsson, tjáði Alþýðu- blaðinu að samningar við er- lendar þjóðir um landhelgis- málið væru til umræðu, og verður fjallað um samning- ana út frá þeirri stöðu, sem þeir koma til með að hafa i kvöld. Rætt verður við full- trúa rikisstjórnarinnar, og fulltrúa úr samstarfsnefnd gegn samningum. Er blaðið hafði samband við Ólaf Ragnarsson, var ekki vitað fyrir vist, hverjir það væru, sem tækju þátt i umræðun- um. Hinn hluti þáttarins, er um markaðsmál Islendinga, og er hann tviskiptur. Annars vegar er fjallað um mark- aðsmál sjávarafurða, en hins vegar um markaðsmál út- flutnings, annars en sjávar- afurðir. Rætt verður við Björn Dag- bjartsson, matvælaverk- fræðing, um möguleika á gæðaaukning sjávarafurða, og betri meðferð á þeim. Einnig f jallar hann um vænt- anlega nýtingu á fisktegund- um, eins og spærling, snarpa-langhala, og öðrum tegundum, sem hingað til hafa ekki verið nýttar sem skyldi. Einnig verður talað við Gisla Konráðsson, fram- kvæmdastjóra útgerðarfé- lags Akureyrar, um aukna vöruvöndun á fiskafurðum. í lok þáttarins eru tekin fyrir dæmi um vörutegundir, sem mörg smáfyrirtæki fram- leiða, og sala gengur vel er- lendis. Rætt er um möguleika á aukningu á framleiðslu þessara smáfyrirtækja, og er i þvi sambandi talað við Elliða Guðjónsson, sem framleiðir handfæra-vindur, sem renna út eins og heitar lummur. Ólafur Ragnarsson sagði að sér til aðstoðar i þættin- um, væru þeir Einar Karl jharaldsetg Markús örn Ant- onsson. Fyrirkomulag þáttarins er nú frábrugðið þvi sem var i fyrra, að tveir hópar frétta- manna sáu um hann aðra hver ja viku. Nú eruþað f jórir fréttamenn, sem sjá um þátt- inn fjórðu hverja viku. Eru það Ólafur Ragnarsson, Svala Thorlacius, Guðjón Einarsson og Eiður Guðna- son. Munu þessir fréttamenn velja sér aðstoðarmenn fyrir hvern þátt, eftir þvi, sem við á. Er þetta fyrirkomulag til reynslu, og er tilgangurinn með þvi, að reyna að auka á fjölbreytni þáttanna. Utvarp Föstudagur 21. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdóttir les „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jansson (20) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr hand- raðanum kl. 10:25: Sverrir Kjartansson talar við Guðnýju Jónsdóttur frá Galtafelli: þriðji þáttur. Morguntónleikar kl. 11.00: Kammersveitin i Stutt- gart leikur Chaconnu eftir Gluck. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynnigar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 13.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg Bryndis Viglunds- dóttir les þýðingu sina (6). 15.00 Miðdegistónleikar Filharmóniusveitin i Berlin leikur „Ugluspegil” sinfóniskt ljóð op. 28 eftir Richard Strauss; Karl Böhm stjornar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Orengurinn i gullbuxunum” eftir Max Lundgren Olga Guðrún Árnadóttir les þýðingu sina (3) 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Hornkonsert i Es-dúr eftir Kichard Strauss Hermann Baumann og Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Stuttgart leika; Uri Segal stjórnar — Frá tónlisarhátið i Schwet- zingen s.l. sumar. 20.20 Staldrað við á Leirhöfn Þáttur i umsjá Jónasar Jónassonar. 21.20 Kórsöngur Barnakór ungverska útvarpsins syngur lög eftir Béla Bartók og Zoltán Kodálv; Istvan Zambó stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn O. Stephensen leikari les (18) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Leikiistar- þáttur Umsjón: Sigurður Pálsson 22.50 Áfangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. SJónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós.Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ölaf- ur Ragnarsson. 21.30 Eyðiþorpið. Bærinn Gleeson i Arizonafylki i Banda- rikjunum hefur lagst i eyði. En villidýrin hafa setzt þar að og heyja ekki síður harða baráttu en byssumenn „villta vesturs- ins” forðum. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Sjávarljóð. Bresk sjón- varpskvikmynd. Ungur auð- maður er á siglingu á skútu sinni og uppgötvar laumufar- þega um borð, unga stúlku. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.20 Dagskrárlok. l’lnsíos lif Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu PUA STPOKAVE R KSMKDJA Sfmar 82A39-82Ó55 Oddur Möller Vstnogörbum 6 Box 4064 - Raykjavfk löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnaiijar&ar Apótek Birgir Thorberg Afgreiðslutimi: málarameistari sími 1146: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Önnumst alla Helgidaga kl. 11-12 málningarvinnu Eftir lokun: — úti og inni — Upplýsingasími 51600. gerum upp gömul húsgögn HÚSBYGGIENDUR! Munið hinar vinsælu TI-TU og Slottlistaþétflngar á öllum ok um og gluggum. Teppahreinsun lireinsum gólfteppi og húsgögn I heimahúsum og fv rirlækjum. Kruin meö nýjar vélar. Góö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.