Alþýðublaðið - 19.12.1975, Síða 3
Stefnuliós Hörður Zóphaníasson skrifar
O
Eigum við að hverfa
af tur til hinna
„gömlu og góðu daga” ?
,,öðruvísi var það í minu ung-
dæmi," segir margur maðurinn,
sem á nokkra áratugi að baki sér,
um leið og hann hristir höf uðið af
vandlætingu yfir óhemjuskap
ótaminnar æsku. ,,Þá óðu ekki
börn og unglingar yfir höfuðið á
fullorðna fólkinu. Þá kunnu
unglingarnir að sýna tillitssemi
og kurteisi. Enda voru líka skól*
arnir þá fáir, litlir og illa bún-
ir og skólagangan oft á tíðum lítil
eða engin. Og þó varð margt af
þeim börnum og unglingum sem
þá ólust upp hið mætasta fólk,
sem skeiðaði gegn um lífið með
glæsibrag og sumt af því náði
upp á hæstu tinda metorða og
lifsgæða. Nú er allt að fara
fjandans til. Skólarnir og lær-
dómurinn tröllriður þjóðfélaginu
og enginn vinnur lengur ærlegt
handarvik."
OrftræBa sem þessi er ekki svo fátiB idag.
Þar geta jafnt átt hlut aB máli makráBir
forstjórar og fyrirmenn, verkamenn meB
sigggrónar hendur, hefBarkonur i sauma-
klúbbi og húsmæBur meB stór heimili. En
gjarnan fara orBræBur sem þessar fram
yfir kaffibolla eBa vinglasi, þegar menn
slappa af i lifsgæBakapphlaupinu og taka
til viB andlega leikfimi og láta móBan
mása. Og nú ætla ég aB leyfa mér aB
leggja hugann ofurlitiB aB þessum málum
og skoBa þau litiB eitt meB minum aug-
um.
Veröldin i dag er ekki eins og hún var
áBur. Unga fólkinu og börnunum i dag
svipar ekki til æskukynslóöarinnar fyrir
t.d. fjörutiu árum. Og þó? Timarnír hafa
breytzt. En kannski er báBum þessum
kynslóBum sameiginlegt aB vera börn sins
tima, gleöjast og hryggjast, sjá ranglætiB
i veröldinni, segja þvi striB á hendur, gera
uppreisn gegn rikjandi hefBum og vera
svo talinn óalandi, vitfirrtir og óábyrgir
óvitar, sem vita ekkert hvaö þeir eru aB
gera. Mér er nær aö halda aö svo sé. Og
sá grunur styrkist, þegar ég les ýmis skrif
um æskuna fyrir fjörutiu árum eftir fólkiö
sem taldist þá til hinnar ráBsettu kynslóö-
ar.
En hvaö hefur breytzt á þessum árum,
sem máli skiptir i uppeldi og aöstööu
kynslóöanna? Þaö yröi langt mál ef allt
yröi taliö og þess vegna vil ég bara nefna
nokkur fá dæmi til ábendingar.
t dag býr mikill hluti þjóöarinnar i þétt-
býli, en bjó áöur I strjálbýli. Þaö ér meira
um aö vera hjá fólki i dag en áöur var.
Menn hafa meiri samskipti hver viB ann-
an og færri tækifæri til þess aö brjóta meö
sjálfum sér ýmiss konar fyrirbrigöi lifs-
ins. Skyldi þetta hafa einhver áhrif á viB-
horf og uppeldi unga fólksins i dag.
Aöur var börnum þaö ógleymanlegt
ævintýri aö komast i kaupstaöinn og hitta
þar fólk aö máli, komast i verzlun og sjá
og skoBa ýmsar freistingar til aö eyöa I
fjármunum sinum, sem oftast voru af
mjög skornum skammti. Nú höfum viö
sjoppu á næstum hverju götuhorni meö
daglegum freistingum fyrir börn og ung-
linga, sem oft á tiöum hafa ótrúleg aura-
ráö i endalausu veröbólguþjóöfélagi. Og
skólar eru tæpast byggöir fyrr en sjoppan
er opnuö i næsta nágrenni. Skyldi þetta
hafa einhver áhrif á viöhorf og uppeldi
unga fólksins i dag?
Áöur voru atvinnuvegirnir smærri i
sniöum. Flestir stunduöu annaö hvort
búskap eöa sjómennsku eöa hvoru
tveggja. En allt heimilisfólkiö liföi og
hræröist i þvi sem var aö gerast. Bóndinn
og konan hans tókust sameiginlega á viö
atvinnureksturinn og börnin fylgdu þeim
fasteftir viö störfin. Bóndinn sló og konan
rakaði og bóndinn óf og rakaði skinn en
konan saumaöi og gerði skó. Og börnin
stóöu þeim viö hlið og tóku þátt i störfun-
um eftir þvi sem þau höfðu aldur og
þroska til. Konan og börnin áttu sinar
skepnur i búi bóndans, báru ábyrgö
á þeim og nutu afrakstursins af þeim.
Svipað var aö segja um útveginn. Þar
hjálpuöust oft allir á heimilinu að. Konur
og börn hjálpuðu oft til aö beita linuna og
gera aö aflanum, sem kom að landi. Þau
áttu stundum sinn sérstaka linustubb. Og
krakkarnir voru ekki alltaf orðnir gamlir,
þegar þeir fengu að fljóta með á sjóinn og
taka þátt i þvi, sem þar var að gerast. Nú
fara feöurnir oft á fætur fyrir allar aldir
dag eftir dag og koma ekki heim fyrr en
seint á kvöldin. Þeir eru útivinnandi, en
konur og börn sitja eftir heima þvi að
„pabbi þarf að vinna fyrir þeim”. Þau
hafa engin tengsl viö atvinnu fööurins. Og
stundum er það ekki bara faðirinn sem fer
út aö vinna. Stundum fer móðirin lika og
hún á fullan rétt á þvi, ef löngun hennar og
hæfileikar standa til þess. Og þá eru
kannski börnin ein eftir heima með lykil-
inn um hálsinn og götuna að leikvelli og
athafnasvæöi. Þau verða ekki þátltakend-
ur i atvinnulifi föður sins og móður, sem
vinna oftast á vinnustöðum sem eru
verndaðir fyrir börnum. Skyldi þetta hafa
einhver áhrif á viðhorf og uppeldi unga
fólksins i dag?
Ætli þessar staðreyndir breyti nokkuö
þörfinni á þvi að gefa börnunum kost á
lengri veru i skólunum? Skyldi þetta
nokkuð kalla eftir auknu uppeldi i skólun-
um? Skyldi þetta nokkuð kalla á breytta
starfshætti i skólunum? Eru þeir ekki
óþarfir og getur gatan ekki séð um upp-
eldi smáfólksins okkar? Er þaö þess
vegna ekki óráðsia að vera aö eyöa
peningum i leikvelli og barnaheimili, að
maður tali nú ekki um rándýrar skóla-
stofnanir? Eru ekki börnin okkar bezt
geymd á götunni, bilum og sjoppum að
leik? Eigum viö ekki að skera niður fjár-
veitingar til dagvistunarstofnana, til
skólabygginga, til skólareksturs? Eigum
við ekki bara að hverfa til gömlu góðu
timanna, þegar skólar voru ekki til, þegar
dagheimili og leikskólar fyrirfundust
ekki? Eigum við ekki að loka skólunum,
og snúa okkur aftur að lifinu frá gömlu
góöu dögunum, hver og einn að hokra i
sinu torfhúsi við bú sitt, og binda togara
og trillur, en sækja sjóinn á árabátum i
þess stað og litlum vélbátum, þar sem
fjölskyldan öll stendur föstum fótum i at-
vinnulifinu, laus við skóla og föndur þar?
Það verður ekki bæöi sleppt og haldið. Og
langar ykkur þá ekki til að hverfa aftur til
hinna „gömlu og góðu daga”?
KRON
DOMUS • UVERPOOL
8 MATVÖRUVERSLANIR OG BYGGINGAVÖRUVERSLUN
Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis rekur 8 matvöru-
verslanir viðs vegar i Reykjavik og Kópavogi.
Byggingavöruverslun KRON er að Hverfisgötu 52.
Vöruhúsið DOMUS, Laugavegi 91, selur búsáhöld, gjafa-
vörur, heimilistæki, fatnað, leikföng, skó, sportvörur o.fl.
Liverpool, Laugavegi 18a, selur gjafavörur, búsáhöld, raf-
magnstæki, leikföng og sportvörur.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis gætir eingöngu hagsmuna viðskiptavina sinna
(RO
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11
Sími 81866
Alþýðublaðið 0
Föstudagur 19. desember 1975.