Alþýðublaðið - 19.12.1975, Síða 10
í HREINSKILNI SAGT
„Gulls ígildi?”
Gamall islenzkur málsháttur segir:
„Þaö er silfurvægt aö tala en gulls igildi
aö þegja”, ogmörgum er þetta boöorö,
annaöhvort inngróiö eöa lögbundiö,
nema hvorttveggja sé. Undanfarna
daga hafa þessi þagnarmál veriö óvenju
mikiö i sviösljósi hér á landi, vegna viö-
skiptamála Alþýöubankans og ýmissa
skuldunauta hans. Fráleitt er aö áfellast
menn fyrir að hlita lögbundinni þagnar-
skyldu allajafna. A hitt mætti fremur
lita, aö þegar svo er komiö aö slik mál
eru oröin meira eöa minna opinber, má
leika nokkur vafi á, hvort þaö er ein-
hverjum til góðs, aö halda blýfast i
þagnarskylduna. Þetta mál er auövitað
vandmeðfarið. Enginn skyldi léta sér
sjást yfir það.
Ef hinsvegar viðskiptamál, jafnvel þó
1 öllum heiöarleika séuliggja opin fyrir
öllum, getur það haft alvarlegar afleið-
ingar bæði fyrir einstaklinga og stofn-
anir. Nú eru skuldir á engan hátt taldar
til glæpastarfsemi, enda væri þá illa
komiö um hag almennings og reyndar
rikis okkar. Þetta er auövitaö háö þvi,
aö menn og stofnanir hafi næga trygg-
ingu fyrir skuldum sinum.
Lögin segja ótvirætt, aö sé svo ekki,
skuli taka bú skuldara til gjaldþrota-
skipta og hann meira að segja hafa for-
göngu f þvi vilji hann losna viö sviksem-
isorö enda sjái hann fram á töp skuldar-
eiganda ella.
Hér skal ekki rætt um þessa hliö máls-
ins frekar, en vert aö vikja aö þvl viö-
skiptastriöi, sem viröist komiö upp á
vegum Seölabankans og Alþýðubankans
h/f .Enn semkomiö er veit almenningur
aöeins um einn aöila, sem sérstaklega
hefur veriö tilnefndur sem skuldunautur
i þessu bankamáli. Þagnarskyldan hef-
ur hins vegar lokaö leiöum fyrir fólki aö
sjá nokkurn botn i hvor hefur hér lakari
hlutinn. Skuldunautur telur, aö hér sé á
feröinni hrein ofsókn á hendur fyrir-
tækjum sinum og telur, aö hann eigi
fyrir skuldum, en sú viröist ekki vera
afstaöa Seölabankans, máske ekki
Alþýöubankaráös heldur. Inn i þetta
leiöindamál hafa svo dregizt fleiri, aö
visu ótilgreindir frá bankanna hálfu, og
þvi hefur veriö lýst yfir að nú séu i gangi
Þagnarskyldan?!
rannsóknir á skuldaskiptum fimm ann-
arra aöila. Þetta er opinberlega upplýst.
En siðan er rekinn lás og sett slá fyrir
máliö frekar. Fólkier látiö eftir aö geta
I eyöurnar, og vissulega stendur ekki á
þvi, þegar komiö er eins og hér er raun
á. Bankastjórar hafa verið leystir frá
störfum meöan athugun fer fram. Nú er
þaö mála sannast, aö þrátt fyrir alla
þagnarskyldu er þegar fariö aö leka út,
hverjir séu undir smásjánni. Reyndar
eru fleiri tilnefndir en fimm, talsvert
fleiri. Niöurstaöan fyrir þetta fólk, sem
þannig meö réttu eöa röngu er komiö
milli tannanna á slúöurberum, er auð-
vitaö sú, aö það er viöskiptalega séö litiö
homaugum, að ekki sé mikiö sagt. Þaö
em ekki óeðlileg viöbrögö almennings.
Þegar hingaö er komiö sýnist svoköll-
Eftir Odd A. Sigurjónsson
uö þagnarskylda vera farin aö missa
marks og meira en þaö. Hún er farin aö
orka á hag, ef til vill allt eins þeirra,
sem engan hlut eiga að máli, en hafa
einhvernveginn dregizt inn i slúöur og
getgátur. Viðskulum reyna að trúa þvi,
aö til rannsóknar hafi valizt einhverjir
fimm, sem skulda hæstar fjárhæöir, en
ekki hafi verið valiö eftir einhverjum
öörum leiðum. Það ætti ekki aö vera
langrar stundar verk aö athuga, hvernig
variö er tryggingum þeirra fyrir þess-
um skuldum, og séu þær I lagi að banka-
manna yfirsýn, þá hlýtur sú frumskylda
að hvila á þeim hinum sömu, aö
hreinsa loftiö.
Guöni Þórðarson og fyrirtæki hans
hafa opinberlega veriö valin sem synda-
hafrar ársins af bankavaldinu. Eflaust
er hann kritugur. Mikið má þó vera ef
þaö eru aðeins viöskiptamenn Alþýöu-
bankans einir, sem þarf aö hrugga viö.
Þaö væri vissulega glæsilegur árangur,
ef hvergi annarsstaöar I kerfinu er aö
finna gróm. Og öll viljum viö að menn
séu jafnir fyrir lögunum. Þaö væri
vissulega ánægjulegt, ef hér er upphafiö
aö rannsóknum á málum skuldakónga.
Fari svo hefur ekki veriö til einskis bar-
izt. En þagnarskyldan má aldrei veröa
skálkaskjól, sem hlaupiö er i þegar svo
býöur viö aö horfa, eftir þvi hverihlut á.
Raggi rólcgi
FORDIST FREKJU í UMFERÐINNI - ÞAÐ SPARAR MARGT TJÖNID
•Bíóin
STJðRNUBfd
Slmi 18936
CHRRIBB BROnSOn
l‘v
i en MlCH&f t WINNf B iHM
sione HILLBR
ISLENZKUR TEXTI.
Æsispennandi og viöburöarík
ný amerísk sakamálamynd I
litum.
Leikstjóri: Michael Vinner.
Aöalhlutverk: Charles Bron-
son, Martin Balsam.
Mynd þessi hefur allsstaöar
slegiö öll aösóknarmet.
Bönnuö börnum.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Hækkaö verö.
.AUGARASBÍÚ Simi 32075
Frumsýning i Evrópu.
Jólamynd 1975.
ókindin
JAWS
PG MAY Bi 100 INUNSt I0R YOUNOfR (HIIDRIN
Mynd þessi hefur slegiö öll aö-
sóknarmet i Bandarikjunum
til þessa. Myndin er eftir sam-
nefndri sögu eftir Peter
Benchley, sem komin er út á
islenzku.
Leikstjóri: Steven Spieiberg.
Aöalhlutverk: Roy Scheider,
Robert Shaw, Richard Drey-
fuss.
Bönnuö innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Ath. Ekki svaraö I sima fyrst
um sinn.
Simi 31182
Demantar svikja
aldrei
Diamonds are
forever
Ein bezta James Bond mynd-
in, veröur endursýnd aöeins i
nokkra daga. Þetta er siöasta
Bond myndin sem Sean Conn-
ery lék I.
Leikendur: Sean Connery, Jill
St. John.
Bönnuö bömum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20.
HÁSKÓLABÍÓ Slmi 22140
óvinafagnaður
Hostile Guns
Amerlsk lögreglumynd I lit-
um.
Aöalhlutverk: George Mont-
gomery, Yvonne Pe Carlo.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
31. desember
Aramótaferö I Þórsmörk.
Feröafélag islands
UTIVlSTARFERÐIR
Aramótaferö I Húsafell 31/12. 5
dagar. Gist i góöum húsum, sund-
laug, sauna, gönguferöir, mynda-
sýningar o.fl. Fararstj. Þorleifur
Guömundsson. Upplýsingar og
farseölar á skrifst. Lækjarg. 6,
simi 14606.
(Jtivist
IÝJA
Sjml 1154»
lAFNARBfð
Slmi 16444
Jólamynd 1975
Gullsðið
Einhver allra skemmtilegasta
og vinsælasta gamanmyndin
sem meistari Chaplin hefur
gert. ógleymanleg skemmtun
fyrir unga sem gamla.
Einnig hin skemmtilega gam-
anmynd
Hundalff
Höfundur, leikstjóri, aöalleik-
ari og þulur Charlie Chaplin.
ISLENZKUR TEXTI
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
- ~RE
DYNAMITE!’
EHM
ISLENZKUR TEXTI.
Hin æsispennandi Oscarsverö-
launamynd, sem alls staöar
hefur veriö sýnd viö metaö-
sókn.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9
Bönnuö innan 14. ára.
Verndum líf
verndum vot- !;
lendi -
LANDVERND 'i
1 Alþýöubladið
Föstudagur 19. desember 1975.